Morgunblaðið - 02.02.2001, Side 23

Morgunblaðið - 02.02.2001, Side 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 23 ALLT ÞETTA FYRIR ÞIG ef keypt er fyrir 3.500 krónur eða meira frá Estée Lauder í Lyfju Garðatorgi. Ráðgjafi verður í Lyfju Garðatorgi í dag, föstudag, frá kl. 13-18 og á morgun, frá kl. 11-14. Verðgildi gjafarinnar er um 5.400 kr. meðan birgðir endast Gjöfin inniheldur: 100% Time Release Moisture - rakakrem 7 ml So Moist - rakamaska 30ml Pure Color - varagloss Pure Color - varalit Intuition - ilmvatn 4 ml Snyrtitösku mætti sjá hversu góðir skuldarar þau væru. Hann benti á að Landssíminn gæti farið út í að veita lán eða ein- hverja aðra þjónustu og gæti nýtt upplýsingar sínar um viðskiptavinina til þess. Bjarni sagðist telja augljóst að á ís- lenska fjarskiptamarkaðnum yrði samþjöppun á næstu árum. Í Evrópu veittu til að mynda ekki nema 2–5 fyr- irtæki slíka þjónustu í hverju landi. Þá sagðist hann telja æskilegt að fá erlenda fjárfesta inn í fyrirtækin hér á landi og að fyrirtækin tengdu sig með þeim hætti til útlanda. Bjarni lýsti mikilli ánægju með fyr- irhugaða einkavæðingu Landssímans og sagðist álíta tillögu einkavæðing- arnefndar vel framkvæmanlega og nokkuð góða. Hann sagði mikilvægt að verðmat í fyrsta hluta sölunnar yrði raunhæft, þ.e. ekki of hátt. Ástæðurnar væru þær að þetta væri smæsti hlutinn sem seldur yrði, mest- ur fjöldi tæki þátt í fyrsta hlutanum og þeir sem keyptu fyrst hefðu minnsta þekkingu. Stafrænt gagnvirkt sjónvarp ekki langt undan Næst tók til máls Elfa Ýr Gylfa- dóttir, deildarstjóri þróunardeildar hjá Gagnvirkri miðlun, og ræddi um stafrænt gagnvirkt sjónvarp. Elfa Ýr sagði að til að hægt væri að bjóða slíka þjónustu þyrfti háhraðateng- ingu. Hún sagði að gert væri ráð fyrir að árið 2003 mundu um 50% Breta og um 40% Dana, Þjóðverja, Svía og Norðmanna hafa aðgang að stafrænu sjónvarpi. Elfa Ýr sagði Gagnvirka miðlun, sem stofnuð var á Höfn í Hornafirði, hafa gert samning við fyrirtæki í Bretlandi um að bjóða fólki upp á stafrænt sjónvarp og í boði yrðu til dæmis kvikmyndir sem menn gætu horft á þegar þeir kysu sjálfir, svo- kölluð myndefnisveita (Video-On- Demand). Elfa Ýr fullyrti að stafrænt gagnvirkt sjónvarp yrði fyrr en margur hygði talið sjálfsagður hluti af lífi fólks. Sæmundur Þorsteinsson, verk- fræðingur hjá rannsóknardeild Sím- ans, sagði mikið koparþráðanet liggja í jörðu um allt land og þá miklu fjár- festingu yrði að nýta. Það yrði gert með ADSL- og VDSL-tækni til há- hraðaflutninga. Hann sagði ADSL geta skilað allt að 8 Mb/s og VDSL allt að 50 Mb/s, allt eftir því hversu langa leið upplýsingarnar þyrftu að berast með koparþráðunum. Fæstir mundu þó geta nýtt sér alla þessa flutningsgetu vegna fjarlægðar. Hann setti þessa flutningsgetu í samhengi við það sem nú þekkist og sagði að hágæða sjónvarp notaði 20 Mb/s og að öll þjóðin hefði í dag sam- anlagt 100 Mb/s. Hann sagði spá British Telecom vera þá að eftirspurn eftir 100 Mb/s tengingum yrði ekki orðin raunveru- leg fyrr en árið 2010 og ADSL- og VDSL-tæknin mundi nægja fram eft- ir fyrsta áratug aldarinnar. Jóhann Gunnarsson, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, lýsti þeirri skoðun sinni að mikið kapp þyrfti að leggja á að auka bandbreidd sem mest og koma öflugum tengingum til allra. Hann lýsti eftir þjóðarátaki um að leggja rör fyrir ljósleiðara hvar sem jörð væri rofin, hvort sem laga þyrfti gangstétt í bæ eða bæta við vatnsveitu í sveit og sagðist telja rétt að setja stefnuna nú á 100 Mb/s flutn- ingsgetu til notandans, því ljósleiðari kostaði lítið umfram það sem lagning hans kostaði. Jóhann nefndi dæmi frá Kanada þar sem væri víða í bæjar- félögum farið að leggja ríflegan fjölda ljósþráða milli opinberra stofnana og skóla. Sú þjónusta væri svo boðin út að setja Netið, sjónvarp, síma eða annað á þráðinn. Hann sagði stofn- kostnað við þetta hafa verið eina til tvær milljónir króna á hverja bygg- ingu. Símtækin að hverfa inn í tölvurnar Stefán Snorri Stefánsson, tækni- stjóri hjá Línu.Neti, sagði símann og Netið vera að renna saman með IP- símtækni. Komnir væru IP-borðsím- ar, þ.e. borðsímar tengdir Netinu, og einnig IP-skjásímar, sem séu símar á tölvuskjánum. Með því að nota þá síma þurfi ekkert símtæki og síma- þjónustan sé þá alfarið komin í tölv- una. Hann nefndi sem dæmi að Finland Post hafi enga hefðbundna síma leng- ur og öll símþjónusta fari fram í gegn- um tölvuna. Stefán Snorri spáir því að eftir 5 ár verði hefðbundin símtækni óðum að hverfa og þá verði engin skrefagjöld og ekkert verði greitt fyr- ir símtöl. Andrés Magnússon, blaðamaður og vefþróunarstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, ræddi um áhrif breyttra fjarskipta á fjölmiðlun framtíðarinn- ar. Hann sagði fjölmiðlum hafa fjölg- að þó einhver dagblöð hefðu helst úr lestinni, því nú væri fyrir hendi mikill fjöldi ýmissa netmiðla. Hann sagði neytendur í auknum mæli vilja sér- sniðnar fréttir og að þeir mundu í framtíðinni nálgast þær í gegnum vefinn, þar með talið í gagnvirku sjón- varpi, í gegnum tölvupóst, farsíma og eftir fleiri leiðum. Hann sagðist telja að þrátt fyrir aukna samkeppni frá erlendum fjöl- miðlum mundu íslenskir fjölmiðlar þó spjara sig. Andrés sagði að vegna þessarar tækni sæi hann fyrir sér hraðara og upplýstara samfélag, og það væri ekki slæm framtíðarsýn. CORUS, bresk-hollenska stálsam- steypan, tilkynnti í gær stórfelldan niðurskurð í breskum stáliðnaði. Á tveimur árum verður störfum fækkað um 6.050, einkum í verk- smiðjum Corus í Wales. Eftir þetta munu 22 þúsund manns starfa hjá Corus í Bretlandi. Tony Blair for- sætisráðherra og breska stjórnin gagnrýna Corus harðlega fyrir skort á samstarfsvilja, þótt stjórnin viðurkenni rétt fyrirtækisins til þessarar ákvörðunar. Corus hefur fallist á að ræða málið næstu tvær vikurnar við verkalýðsfélög, áður en niðurskurður hefst. Málið er stjórninni óþægilegt, þar sem kosningar eru líklega á næsta leiti og stjórnin leggur áherslu á styrk bresks viðskiptalífs. Verkalýðsfélag járn- og stáliðnað- arins reynir nú að taka yfir hluta af starfseminni, sem á að leggja niður. Áætlað er að tap Corus í Bretlandi í fyrra hafi að minnsta kosti verið 350 milljónir punda. Stjórnmálamenn æfir Sem dæmi um áhrifin verður verksmiðju í Wales lokað og í ann- arri þar verður störfum fækkað úr 3.300 í 600. Þarna eru stálbræðsl- urnar ríkjandi í atvinnulífi svæð- isins. Í viðtali við starfsmenn Corus í morgunútvarpi BBC komu fram sár vonbrigði með niðurskurðinn. Starfsmenn hefðu þegar tekið á sig ýmsar kvaðir til að forðast niður- skurð. Þarna hafa heilu fjölskyld- urnar unnið mann fram af manni. Af þessum orsökum hafa stjórn- málamenn látið málið mjög til sín taka, enda berst breska stjórnin að því er virðist vonlausri baráttu gegn minnkandi atvinnu í dreifbýli. Paul Murphy ráðherra er fer með málefni Wales segir það „til skammar“ að Corus skuli ekki hafa rætt niðurskurðinn við stjórnmála- menn. Í sama streng tók Alastair Camp- bell, talsmaður Blairs. Það væri „fremur einstakt“ að áformin skyldu ekki hafa verið skýrð fyrir stjórninni, andstætt því þegar störf hafa verið skorin niður í bílaiðn- aðinum undanfarið. Með því að vita ekkert gæti stjórnin illa gert ráð- stafanir til að draga úr atvinnuleysi í kjölfar niðurskurðarins. Viðbrögð Corus við erfiðum aðstæðum Reiði stjórnmálamanna beinist að hluta að því að Corus var áður breska ríkisfyrirtækið British Steel, sem var einkavætt 1988, þeg- ar einkavæðingaralda Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráð- herra, reis sem hæst. British Steel sameinaðist hollensku samsteyp- unni Hoogovens 1999 og nafnið Co- rus var þá tekið upp. Fyrirtækið skar niður 4.500 störf á liðnu ári. Gagnrýnendur benda á að það skjóti skökku við að skera niður störf nú þegar evrópskur stáliðn- aður sé almennt að sækja í sig veðr- ið, auk þess sem dregið hafi úr styrk pundsins. Corus réttlætir að- gerðir sínar hins vegar með því að iðnframleiðsla hafi dregist saman í Bretlandi og ekki sé hægt að stand- ast flóðbylgju ódýrs innflutnings. Það liggur einnig í loftinu að vera Breta utan evrusvæðisins hafi haft áhrif á ákvörðun Corus, sem hefur ekki getað fengið skýr skilaboð frá stjórninni um hvort, og þá hvenær, hún stefnir á evruna. Fækkað um sex þúsund störf í breskum stáliðnaði London. Morgunblaðið. BRESKUR verðbréfasali af gyð- ingaættum hefur farið í mál við fyr- irtækið sem hann vann hjá vegna kynþáttafyrirlitningar. Þegar hinn 35 ára Laurent Weinberger kom of seint einn föstudagsmorgun var hon- um skipað að fara í Hitler-búning. Hann neitaði og þegar hann var seinna færður í starf, þar sem árs- launin fóru undir þær 15 milljónir ís- lenskra króna er hann hafði áður, sagði hann upp og fór í mál við fyr- irtækið, Tullett & Tokyo Liberty, þar sem meðhöndlun þess á sér staf- aði af kynþáttafordómum. Forsvarsmenn fyrirtækisins bera því hins vegar við að föstudagsupp- ákoman hafi verið hluti af galsa- fengnum anda í fyrirtækinu. Það hafi tíðkast að þeir sem mættu of seint á föstudagsmorgnum hefðu fengið af- káralega búninga til að ganga í þann daginn. Þetta hafi verið liður í því að hressa upp á liðið í annars mjög krefjandi og stressandi vinnu. Til- færsla Weinberger hafi verið ótengd neitun hans, heldur eingöngu stafað af innanhússbreytingum. Við réttarhöldin, sem nú standa yfir, hefur hins vegar komið fram að ýmislegt fleira í ætt við fyrirlitningu á gyðingum tíðkaðist í fyrirtækinu. Sem dæmi má nefna að starfsmenn settu gjarnan höfuðfat gyðinga, litla svarta húfu, ofan á sjónvarpið þegar þar voru viðtöl við gyðinga. Er Weinberger bryddaði upp á málaferlum buðust forsvarsmenn Tullett & Tokyo Liberty til að ljúka málinu með því að gefa um sex millj- ónir króna til góðgerðarstarfsemi í þágu gyðinga en því hafnaði Wein- berger. Verðbréfasali af gyðingaættum í mál vegna kynþáttafordóma London. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.