Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 51 ✝ Ingunn Símonar-dóttir fæddist í Brennu á Eyrar- bakka hinn 1. des- ember 1921. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Ingibjörg Gissur- ardóttir frá Gljúfurholti í Ölfusi, f. 30. ágúst 1888, d. 20. nóvember 1977, og Símon Símonar- son frá Bjarnastöð- um í Ölfusi, f. 9. apríl 1890, d. 24. ágúst 1960. Systkini Ingunnar eru: Gissur, f. 16. sept- ember 1920, Margrét Anna, f. 3. september 1923, og tvíburarnir Kristín, f. 14. júlí 1926, og Símon Þóroddur, f. 14. júlí 1926, d. 16. júlí 1995. Hinn 11. júní 1948 giftist Ing- unn Jóhanni Björnssyni, f. 4. okt. 1915, d. 1. júní 1989. Lengst af vann Jóhann í Vélsmiðjunni Kletti í Hafnarfirði, sem hann rak ásamt félögum sínum. Börn Ing- unnar og Jóhanns eru: 1) Guðný, f. 24. sept. 1948, maki Berent Sveinbjörnsson. Börn þeirra eru: a) Sveinbjörn, f. 1972, maki Auð- ur Björgvinsdóttir, sonur þeirra er Björgvin Hrannar. b) Jóhanna, f. 1974, maki Dagur Jónsson, dóttir þeirra er Guðný Hildur. c) Hólmfríður, f. 1975. d) Jóhann, f. 1988. 2) Björn, f. 25. ágúst 1952, d. 5. mars 1986. 3) Ingibjörg, f. 8. apríl 1955, dóttir hennar er Ingunn, f. 1973, maki Valgeir Vilhjálmsson, sonur þeirra er Björn Leví. 4) Vilborg, f. 10. maí 1959, maki Úlfar Gunnarsson, börn þeirra eru: a) Sóley, f. 1993. b) Gunnar, f. 1996. 5) Guðbjörg, f. 10. nóv. 1964, maki Ólafur Garðarsson, börn: a) Jóhann Björn Carl, f. 1990. b) Ingibjörg Ruth, f. 1992. Ingunn fluttist ung að árum með foreldrum sínum til Reykja- víkur og bjó fjölskyldan lengst af á Þorfinnsgötu 8 í Reykjavík. Ingunn vann m.a. við saumaskap og í kexverksmiðjunni Esju á sín- um yngri árum, en eftir að hún giftist var hún heimavinnandi húsmóðir. Jóhann og Ingunn hófu búskap sinn á Norðurbraut 3 í Hafnarfiðri en lengst af bjuggu þau á Herjólfsgötu 28 í Hafnar- firði. Síðustu fjögur árin bjó Ing- unn á Sólvangsvegi 3 í Hafnar- firði. Ingunn verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú er elsku amma mín búin að fá hvíld eftir erfið veikindi. Sú ótrú- lega seigla sem amma sýndi í veik- indum sínum lýsti henni vel. Hún var fyrirmyndarhúsmóðir og hlúði vel að fjölskyldunni sinni. Það var alveg sama hvað amma tók sér fyr- ir hendur; alltaf leysti hún það vel af hendi og sem dæmi um það var fallegi garðurinn hennar á Herj- ólfsgötu, prjónaskapurinn, góðu kökurnar og fallega heimilið henn- ar. Ég var svo lánsöm að fá að alast upp hjá ömmu og afa. Fyrstu árin bjuggum við mamma inni á þeim en seinna fluttum við á neðri hæðina í húsinu þeirra. Eftir að við fluttum niður reyndi mamma að elda kvöld- mat fyrir okkur tvær þar, en hún gafst fljótlega upp á því þar sem ég var jafnharðan hlaupin upp ef mér leist betur á matinn þar. Amma og afi voru sérstaklega samrýnd hjón og gerðu margt sam- an, ferð í Fjarðarkaup á föstudög- um og sunnudagsbíltúrar í ísbúðina voru fastir punktar í tilverunni. Í seinni tíð, eftir að ég kynntist manninum mínum, Valgeiri, var amma dugleg að segja mér hvað henni líkaði vel við hann og var gaman að sjá hvað þau náðu vel saman. Sonur okkar, Björn Leví, hefur alltaf haldið mikið upp á ömmu og voru þau miklir vinir. Ef Birni Leví fannst langt um liðið frá því hann hafði heyrt í henni hringdi hann í hana og þegar hann var yngri skildi amma kannski ekki nema hluta af því sem hann sagði en samt hafði hún alltaf jafn gaman af að heyra í honum. Björn Leví saknar langömmu sinnar sárt og skilur ekki af hverju hann getur ekki hringt í guð og talað við lang- ömmu. Ég veit að ömmu líður vel þar sem hún er núna og að afi og Bjössi hafa tekið á móti henni. Ömmu verður sárt saknað en við geymum minningu um yndislega konu. Takk fyrir góðar samverustund- ir, amma mín. Þín nafna Ingunn. Elsku amma. Nú ert þú farin frá okkur til Guðs, við sjáumst ekki aftur í þessu jarðlífi. Jóhann afi og Björn frændi taka vel á móti þér, elsku amma. Við sem eftir erum eigum minningar um góða ömmu sem við varðveitum um ókomna tíð. Amma, okkur langar til að kveðja þig í hinsta sinn með þess- um fallega sálmi: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín barnabörn Jóhann Björn og Ingibjörg Ruth. INGUNN SÍMONARDÓTTIR iðnaðar enda hvers manns hugljúfi, réttsýnn og virðulegur í allri fram- göngu. Hann sótti t.a.m. mörg Iðn- þing og lagði þar margt athyglisvert til mála sem ósjaldan kom allri um- ræðu á hærra plan. Bjarni var heimspekingur að eðl- isfari og gat fléttað umræður um við- fangsefni dagsins saman við aðra þætti mannlífsins eins og listir og til- gang lífsins í víðu samhengi. Hann átti til að nálgast málefni úr óvæntri átt enda ávallt leitandi og velti sífellt fyrir sér nýjum möguleikum og nýj- um tækifærum. Bjarni var maður framfara og athafna í bestu merk- ingu þess orðs. Núverandi samtök málm- og skipaiðnaðarins kveðja Bjarna Ein- arsson af virðingu og þakklæti og votta hans nánustu samúð við fráfall hans. Málmur – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Bjarni Einarsson skipasmíða- meistari var um áratugaskeið for- stöðumaður fyrir Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Leiddi hann fyrirtæki í fremstu röð sambærilegra fyrir- tækja á Norðurlöndum hvað alla að- stöðu og vinnuumhverfi snerti. Þetta varðaði aðstöðu til upptöku skipa og viðgerða á þeim, með bogabraut og byggingu, sem skip eru tekin inn í, til hreinsunar, þurrkunar og máln- ingar. Bjarni sá snemma að þetta þarf til vegna okkar veðráttu ef vel á að farnast. Ég minnist með þakklæti áratuga samstarfs með Bjarna í stjórn Félags dráttarbrauta- og skipasmiðja. Bjarni var alla tíð sami ljúfi og elskulegi persónuleikinn, sem lét enga veraldlega erfiðleika raska ró sinni né trufla sig frá því að halda því striki sem tekið hafði verið. Ég minnist einnig margra góðra stunda með Bjarna og Sigríði Stef- ánsdóttur konu hans, ekki síst þegar þau hjónin buðu okkur hjónunum til afmælis og árshátíðar með öllu starfsfólki sínu í Njarðvík. Við hjón- in vottum þér Sigríður og fjölskyldu þinni hluttekningu okkar á við- kvæmri kveðjustund. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Jón Sveinsson. arlega á Skólavörðustígnum. Þeg- ar pabbi var lítill fór amma með hann öll sumur norður í Grjótnes, örugglega bæði til að létta undir með fólkinu sínu fyrir norðan yfir háannatímann og líka hefur þetta verið ráðstöfun sem komið hefur ömmu og afa til góða á krepputím- um. Það er ekki fyrr en 1958 sem afi og amma í félagi við pabba festa kaup á íbúð í Skaftahlíð 10. Það er þaðan sem við eigum okkar helstu minningar um ömmu. Amma að út- búa rjómatertu handa okkur, amma að gefa okkur ís og bland- aða ávexti með rauðum kokteil- berjum, amma að spyrja okkur spjörunum úr, amma að reykja filterlausar camelsígarettur, amma að lauma að okkur Síríus rjóma- súkkulaði, amma aðeins farin að kippa í jólaboðunum, amma að tala um ættingjana og alveg hissa á að við skyldum ekki vita um hverja hún var að tala; „Hvað er þetta, elskurnar mínar, þekkiði ekki frændfólk ykkar!“ Það er skrítið hvað situr eftir í minningunni. Amma hafði gaman af því að hitta fólk og lék á als oddi þegar voru veislur í fjölskyldunni. Hún var dugleg að rækta samband sitt við systkyni sín og aðra ættingja. Sérlega kært var á milli hennar og Guðrúnar systur hennar enda ekki nema árið á milli þeirra. Það var henni mikið gleðiefni þegar systir hennar ákvað að koma frá Am- eríku og verja síðustu árum sínum hér á landi. Guðrún flutti til afa og ömmu og nutu þær systur sam- vista í sjö ár eða þar til Guðrún dó. Sennilega hefur ömmu fundist hún hafa lifað góðu lífi þrátt fyrir mikil veikindi. Þegar pabbi var lít- ill lagðist MS-sjúkdómurinn hvað þyngst á hana og hún þurfti oft að fara á sjúkrahús. En eftir að við munum eftir henni var hún aldrei veik. Sjúkdómurinn hafði skilið eftir taugaskemdir þannig að amma átti erfitt með gang og gekk alltaf við staf þegar hún fór út, hún var máttfarnari vinstra megin og blind á öðru auga. Þrátt fyrir þessa bæklun upplifað hún sig ekki sem sjúkling. Hún naut lífsins eins og kostur var á. Aldrei kvartaði hún yfir hlutskipti sínu og trúlega hefur það verið henni eðlislægt að taka lífinu eins og það var og velta því ekki mikið fyrir sér hvernig það hefði getað verið. Amma hafði létta lund, sem ábyggilega hefur fleytt henni yfir þá erfiðleika sem hún þurfti að takast á við í lífinu. Eftir að afi dó 1993 gat amma ekki hugsað um sig sjálf, enda orð- in lasburða og í janúar 1994 flutti hún á Skjól. Fyrsta árið var henni erfitt en smátt og smátt sætti hún sig við vistina á Skjóli enda var mjög vel hugsað um hana þar. Síð- ustu ár hefur amma hægt og ró- lega verið að hverfa frá okkur. Henni leið vel en hún var hætt að heyra, hætt að þekkja sína nán- ustu, hætt að geta gengið, hætt að geta lesið og var horfin inn í heim sem var, heim bernskunnar, heim í Grjótnes. Faðir minn veiktist alvarlega af krabbameini snemma árs 1998 og dó síðan sumarið 1999. Í raun er- um við þakklát fyrir að amma var hálfpartinn farin frá okkur og þurfti því ekki að upplifa sonar- missinn. Hann var hennar eina barn og eins og gefur að skilja al- inn upp við mikið ástríki. Í dag þökkum við ömmu Jó- hönnu samfylgdina og erum satt að segja mjög fegin að hún skyldi ekki fara til Ameríku. Ef svo hefði farið værum við ekki hér. Arnhildur, Óttar, Gauti og Daði. Hún Jóhanna frænka mín var systir hennar mömmu, hún var Reykjavíkursystirin. Þau voru ell- efu systkinin úr timburhúsinu á Grjótnesi og Jóhanna var sú þriðja í röðinni. Þegar ég man fyrst eftir mér bjó hún ásamt Valdemari manni sínum og Arnaldi syni sínum á Skólavörðustíg 33 og þangað komu allir, ættingjar og vinir þeirra hjóna, sumir gistu og aðrir litu inn til að sýna sig og sjá aðra. Það var alltaf líf og notalegheit í kringum Jóhönnu. Á Skólavörðustígnum háttaði þannig til að fyrst kom maður inn í sameiginlega forstofu og síðan beint inn í eldhúsið sem var fremur dimmt og þar var alltaf svolítil gaslykt því þá var þar gas- eldavél. Í einu horninu var gluggi og fyrir utan hann skúrþak og þar gaf Jóhanna ævinlega dúfunum. Hún hafði sérstakt dálæti á stórum gráum dúfukarli og hreif mig með sér í því, þegar ég dvald- ist hjá þeim hjónum í mjög eft- irminnilegri höfuðborgarferð þeg- ar ég var sex ára. Þvílík ævintýraför, þarna hét borðtuskan karklútur og það var hægt að forn- emast – ýmislegt var orðað öðru- vísi en heima því foreldrar mínir slettu aldrei dönsku, enda barna- kennarar. Ég fékk að fara með þeim hjónum í leikhús og með Jó- hönnu í vinkonuheimsóknir í strætó. Annars var Jóhanna ekki mikið á ferðinni því hún var mjög slæm til gangs. Þessi fótaveiki var þó mjög misjöfn, stundum var hún svo slæm að Jóhanna átti erfitt með að bera sig um innanhúss en svo komu tímabil þar sem allt gekk betur og hún gat jafnvel gengið stuttar vegalengdir utan- húss. Það var ekki fyrr en löngu síðar að þessi sjúkdómur hennar fékk nafnið MS. Á sumrin fóru þær systur, mamma og Jóhanna, ævinlega norður í Grjótnes, stundum kom Gudda frá Ameríku og fór með. Á Grjótnesi bjuggu Úa og amma ásamt tvíburunum Gulla og Boja. Það var oft glatt á hjalla í sólskin- inu í Vesturstofunni þar sem þær sátu systur og hekluðu milliverk eða prjónuðu marglitar símynstr- aðar peysur. Seinna fluttu svo Jóhanna, Valdemar og Arnaldur í Skaftahlíð 10 og eftir að Arnaldur var farinn að heiman flutti Gudda heim frá Ameríku og settist að hjá þeim. Þar ríkti sama gestrisnin og æv- inlega fyrr og þar héldu ættingj- arnir áfram að hittast. Þar kynnt- ust börnin mín þessum ágætu frænkum og heyrðu ýmsar ætt- arsögur sem eru ómetanlegar í sjóði minninganna. Þegar fjórða hæðin í Skaftahlíð 10 fór að verða erfið fluttust þau í næsta hús, númer 12, og þar bjuggu þau þar til Jóhanna var orðin ein eftir og komin á tíræðis aldur, þá fluttist hún á Skjól, þar sem hún bjó til dauðadags. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að umgangast þessa glöðu og gestrisnu frænku mína, ef ég hefði ekki notið hennar vissi ég mun minna um ættingja mína. Valdemari og Guddu á ég líka margt gott að þakka í lífinu. Ég og fjölskylda mín munum ávallt minn- ast þeirra allra með hlýhug. Harpa Karlsdóttir. Elsku afi Babú. Það er komið að kveðjustund. Þú, sem alltaf hefur verið hluti af lífi okkar, ert farinn. Fyrir lítinn átta ára dreng er fátt áhugaverðara en afi sem á stóran slökkvibíl og ÖRN RAGNARSSON ✝ Vilhelm ÖrnRagnarsson fæddist á Leifsstöð- um í Eyjafjarðar- sveit 17. febrúar 1932. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 20. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 30. janúar. heilan flugvöll að auki. Að fá að skreppa með afa í bíltúr á babúbíln- um og sprauta á nokkra sárasaklausa hettumáva. Minning- arnar sem við Stella systir eigum um þig tengjast allar gleðinni. Þú varst alltaf léttur og kátur, það var þín leið í þessu lífi til að snúa sorg í gleði. Í Spámanninum má lesa þessi orð: „Í heimi hér er meira af gleði en sorg.“ Elsku afi, megi gleðin vera þín, hafðu þökk fyrir allt. Jónatan og Bryndís Stella. ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningargreina Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Símar 567 9110 og 893 8638 www.utfarir.is runar@utfarir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.