Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður B.Valdimarsson fæddist í Reykjavík 17. júlí 1937. Hann lést á Landspítalan- um 26. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Þórðarson, f. 28.1. 1905, d. 1.7. 1981, stórkaupmaður, ætt- aður frá Rauðkolls- stöðum á Snæfells- nesi, og Sigríður Elín Þorkelsdóttir, f. 13.8. 1903, d. 13.12. 1980, hús- freyja, frá Eyrarbakka. Systkini Sigurðar voru Þorkell Valdi- marsson, f. 3.10. 1932, og Sig- ríður Anna Valdimarsdóttir, f. 10.6. 1940, d. 7.4. 1994. Sigurður var kvæntur Þór- unni Bryndísi Friðþjófsdóttur, f. 3.12. 1938, d. 17.10. 1991, kaup- manni, þau skildu. Dætur þeirra: 1) Þórunn, f. 21.5. 1963, lögfr., maki Kristján Þorbergs- son, f. 28.9. 1963, viðskiptafr., og eiga þau þrjár dætur, Bryn- dísi Maríu, f. 21.11. 1992, Berg- rós, f. 27.3. 1995, og Sigrúnu Valdísi, f. 29.12. 2000. 2) Anna María, f. 28.11. 1964, við- skiptafr., maki Helgi Jóhannes- son, f. 4.10. 1963, hrl., og eiga þau eina dóttur, Önnu Luciu, f. 4.6. 1999. 3) Elín, f. 27.2. 1968, húsmóðir, maki Torfi Hjartar- son, f. 23.1. 1968, verkfr., og eiga þau þrjú börn, Bryndísi, f. 27.6. 1992, Önnu Guðrúnu, f. 9.2. 1995, og Valdimar, f. 12.10. 2000. Eft- irlifandi sambýlis- kona Sigurðar er Ingibjörg Daníels- dóttir, f. 16.10. 1950, starfsmaður í Íslandsbanka-FBA hf. Synir hennar og fóstursynir Sigurð- ar: 1) Sveinbjörn Ársæll Sveinbjörns- son, f. 17.2. 1981, nemi. 2) Gunn- ar Daníel Sveinbjörnsson, f. 17.2. 1984, nemi. Sigurður var Verzlunarskóla- genginn og stundaði framhalds- nám í Englandi. Hann vann hjá Útvegsbankanum sem yfirmaður víxla- og verðbréfasviðs og síðar í Íslandsbanka hf. uns hann lét af störfum 1996. Sigurður var einn stofnenda og stjórnarmað- ur í Verðbréfastofunni hf. Hann vann mikið að félagsmálum og var virkur félagi í Frímúrara- reglunni og Gideonfélaginu. Hann var áhugamaður um ætt- fræði og vann m.a. að saman- tekt á bók um Rauðkollsstaða- ætt sem koma mun út á árinu. Útför Sigurðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann Sigurður tengdafaðir minn var einstakur maður. Í þau hartnær 20 ár sem við þekktumst sá ég hann aldrei reiðan, fúlan eða afundinn á nokkurn hátt. Hann var einstakt ljúfmenni, trygglyndur vinur vina sinna og ósnobbaðri manni hef ég aldrei kynnst. Með jákvæðni, greið- vikni og góðmennsku vann hann hug og hjarta samferðamanna sinna. Þetta fundum við fjölskyldan vel í stuttum en alvarlegum veik- indum Sigga nú síðustu daga, en fjöldi manns hafði samband til að heyra af líðan hans. Allir voru slegnir þegar fregnin um veikindin barst. Við Siggi áttum alla tíð náið og gott samband. Hann smitaði mig af laxveiðibakteríunni og ósjaldan fór- um við saman í veiði ásamt fleiri vinum. Þá var Siggi í essinu sínu. Sama hversu lítið veiddist og veðrið hamaðist, það virtist ekki hafa áhrif á hann. Pollrólegur tók hann því sem náttúran bauð upp á með sinni eðlislægu jákvæðni og jafnlyndi. Þótt Siggi hafi alist upp við alls- nægtir voru það ekki veraldleg gæði sem færðu honum hamingj- una, heldur samvera við fjölskyldu, vini og vandamenn. Þá lét hann víða gott af sér leiða í félagsstarfi ýmiss konar. Hann var traust akkeri fjöl- skyldunnar og augljóslega stoltur af okkur öllum, ekki síst barnabörn- unum. Dauðinn kvaddi dyra allt of snemma hjá Sigga. Hann átti margt eftir ógert og naut lífsins sannar- lega þegar klippt var á lífsins þráð. Þetta virðist á margan hátt ósann- gjarnt, en minning hans lifir hjá okkur sem kynntumst honum. Við sem eftir lifum ættum að reyna að tileinka okkur þá mannkosti sem Siggi hafði yfir að búa og kenna börnum okkar slíkt hið sama. Það eru eftirsóknarverð lífsgæði. Helgi Jóhannesson. Í dag fer fram fram útför tengda- föður míns Sigurðar Valdimarsson- ar sem lést fyrir aldur fram. Mig langar til að minnast hans í nokkr- um orðum. Sigurði kynntist ég í kjölfar þess að við Elín dóttir hans byrjuðum saman rétt komin af unglingsaldri. Hann og fjölskyldan tóku mér mjög vel og fyrr en varði var ég orðinn heimavanur á Lynghaganum. Sig- urður kom mér strax fyrir sjónir sem maður með mikið jafnaðargeð og þolinmæði í daglegu lífi. Eða það hélt ég þar til ég fór í fyrsta bíltúrinn með Sigurði og fjöl- skyldu. Þá varð mér ljóst að þar giltu aðrar leikreglur. Í ökuferðum hafði Sigurður það markmið að komast á milli staða sem hraðast og sem stysta leið. Hófst nú æsilegur akstur að því að mér fannst og var tekið fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum. Fyrr en varði var Sig- urður búinn að fjölga akreinum úr tveimur í þrjár og dró ekki af sér. Ég var orðinn verulega áhyggju- fullur þegar Sigurður beygði snögg- lega til vinstri en með þeim óvæntu afleiðingum að hann neyddist til að leita vars á miðri umferðareyju. Ég bjó mig undir að fara í sameiginlega áfallahjálp með fjölskyldunni en þá rann upp fyrir mér að þetta virtist ekki hafa nein áhrif á aðra en mig og var ferðinni haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. En þegar út úr bílnum kom tók jafnaðargeðið við. Maður sá það af samskiptum Sigurðar við samferða- menn að hann treysti vinum sínum og var ósýnt um að treysta öðrum. Orð skulu standa var í fullu gildi hjá Sigga. Nánasta fjölskylda Sigurðar var ekki stór en samheldin og Sigurður var vinur vina sinna. Það veitti hon- um því ánægju að eignast 7 barna- börn á sl. 8 árum. Þeim reyndist hann einstaklega vel og vildi allt fyrir þau gera. Það voru ófáar ferð- irnar sem Sigurður fór á Skerjakot til að sækja einhverja stelpuna sína eða til að hjálpa til á einhvern hátt. Sl. ár einbeitti Sigurður sér að eignaumsýslu og einnig sinnti hann ættfræði af miklum þrótti. Var hann búinn að safna miklum upp- lýsingum um ættir sínar sem hann setti í ættfræðigrunninn Espólín. M.a. var hann búinn að rekja slóð ættingja sinna til Ástralíu. Sigurður hafði ásamt öðrum forgöngu að tveimur ættarmótum niðja Önnu Helgadóttur, því fyrra 1995 og því seinna í Danmörku í sumar sem leið. Ég held að ferðin til Danmerk- ur verði öllum sem þátt tóku ógleymanleg og ekki síst þáttur þeirra Sigurðar og Gottfreds. Nú þegar komið er að leiðarlok- um langar mig að þakka Sigurði fyrir vináttu og traust og óska hon- um góðrar ferðar á vit forfeðranna. Torfi Hjartarson. Þegar Sigurður Valdimarsson og systkini hans bárust í tal var stund- um sagt ókunnugum til skýringar að þau væru börn Silla og Valda. Ekki var þetta sagt þeim til óvirð- ingar eða hótfyndni heldur eins og óviljandi, því annar hvor þeirra Silla og Valda var naumast nefndur án þess að hinn fylgdi með. Urðu þeir þjóðsagnapersónur í lifanda lífi, langmestu kaupmenn landsins á sinni tíð. Munu þeir hafa verið harla ólíkir menn þótt ekki hafi það varp- að skugga á samstarf þeirra. Þeir fóru fátækir af stað út í lífið og stóðu upp frá starfi löngu síðar stöndugir menn. Sigurður var því borinn til nokkurra auðæfa á ís- lenskan mælikvarða. Gætti þess ekki í neinu í fari hans. Ég kynntist honum fyrst er ég eins og margur annar sem stóð í íbúðarkaupum var að þeirra tíðar sið hlaupandi undan hraðfallandi víxlum í flestum ef ekki öllum bönkum landsins. Sigurður var þá í Útvegsbankanum og var í senn viðfelldinn og skilningsríkur. Seinna, þegar við Ástríður fluttum í annað sinn á Lynghaga, urðum við næstu nágrannar Sigurðar og síðar tveggja kynslóða afkomenda hans. Sigurður var afskaplega notalegur nágranni, hlýr, vinsamlegur og við- ræðugóður. Hann flutti síðar vestur á Seltjarnarnes en eftir að dóttir hans og tengdasonur fluttu í húsið númer 3 varð hann tíður gestur á gömlum slóðum. Sótti hann mjög í ungviðið þar enda skipaði Siggi afi augljóslega eitt af efstu sætum vin- sældalistans hjá því. Sigurður var lengst af algjörlega umvafinn kven- fólki í sínum næstu tveimur kyn- slóðum en nú skömmu fyrir andlát hans bættist drengur í hópinn. Svo stendur á, að ég næ ekki að fylgja Sigurði síðasta spölinn. En við Ástríður hugsum til konu hans, barna og bróður nú þegar þessi háttprúði heiðursmaður er kvadd- ur. Davíð Oddsson. Við systur viljum gjarnan minn- ast Sigga frænda okkar í örfáum orðum. Gleði og fjör Danmerkur- ferðar frá síðasta sumri kemur strax upp í kollinn. Ferð sem Siggi tók virkan þátt í að láta verða að raunveruleika, bráðskemmtilegt ættarmót í Roskilde. Eins og við var að búast af honum Sigga var hann hrókur alls fagnaðar. Hann fór fyrstur á fætur og síðastur í rúmið og var með í öllum uppátækj- unum. Það var alveg sérstaklega gaman að hlæja með honum því hann hló með öllum líkamanum og smitaði alla í kringum sig af gleði sinni. Áhugi hans á ættfræði var óbilandi og var hann duglegur að tengja fólk og segja eftirminnilegar sögur af ættingjunum enda mikill fróðleiksbrunnur um sögur og fólk ættarinnar. Siggi hvatti til þess að halda annað ættarmót eftir tvö til þrjú ár og ætlaði hann að koma að undirbúningnum og finna góðan stað á Snæfellsnesi, nálægt fæðing- arstað ömmu sinnar, Önnu Helga- dóttur. Við sem eftir lifum munum leggja okkur fram um að halda gott ættarmót aftur en það verður skarð fyrir skildi að hafa ekki hann Sigga. Hans verður saknað og þeirrar já- kvæðni og gleði sem hann deildi alltaf með fólki. En minningarnar fáum við að hafa eftir hjá okkur og munum við minnast hans og ylja okkur við að rifja upp ánægjulegar samverustundir með honum. Við sendum Ingibjörgu, dætrum Sigga og fóstursonum innilegar samúðar- kveðjur. Hulda og Anna Elísabet. „Nú veit ég hvernig á að veiða Móra,“ það var barnsleg gleði í rödd mannsins í símanum. Þetta var Sigurður Valdimarsson, kátur og hress að vanda. Nú hafði hann keypt sér disk þar sem voru myndir af Laxá í Aðaldal, uppáhaldsveiðiá okkar beggja og Móri er einmitt veiðistaður í Laxá sem lítt er veidd- ur. Hann varð að koma í dag og sýna mér þetta. Þetta var á sunnu- degi fyrir röskum þremur vikum. Við eyddum drjúgum tíma í að skoða frábærar myndir af Laxá í Aðaldal, þar sem allir straumálar og sandrif sáust greinilega. Það var lagt á ráðin að prófa nýjar veiði- aðferðir á sumri komanda við nokkra veiðistaði. Sigurður hlakk- aði mikið til sumarsins, það var aldrei að vita nema þessi fallega á færi nú loks eftir nokkur döpur veiðiár að skila einhverjum löxum að ráði. En allt er í heiminum hverfult. Morguninn eftir fæ ég þau válegu tíðindi að Sigurður hafði fengið heilablóðfall og sé þungt haldinn. Sigurði Valdimarssyni kynntist ég fyrst fyrir alvöru fyrir rúmum tíu árum þegar útibú Útvegsbank- ans á Lækjartorgi sameinaðist Iðn- aðarbankanum í Lækjargötu við myndun Íslandsbanka, en undirrit- aður starfaði þá sem útibússtjóri þar. Fyrir þennan tíma höfðum við rekist á hvor annan á laxveiðum og í boðum. Sigurður var forstöðumað- ur víxla- og skuldabréfadeildar. Það var í þá daga að víxlar voru mikið notað útlánaform og mörg fyrirtæki áttu sína víxlakvóta. Það var ekki ónýtt að leita í smiðju til Sigurðar til að kanna útgefendur og greið- endur. Minnið var traust og hann hafði gott nef fyrir því hverjum mætti treysta, samstarfið var ávallt eins og best varð á kosið. Sigurður helgaði Útvegsbankanum og síðar Íslandsbanka sína starfskrafta og hafði mikinn áhuga á banka- og verðbréfamálum. Það lá því beint við að leita fyrst til Sigurðar þegar áformað var að hleypa nýju verðbréfafyrirtæki af stokkunum sem síðar fékk nafnið Verðbréfastofan. Þetta var á miðju ári 1996, við hittumst í kaffihúsinu úti á Granda. Umræðan snerist meira um laxveiðar en verðbréfa- mál því það erindi var snöggafgreitt af hálfu Sigurðar: „Að sjálfsögðu verð ég með, eigum við ekki að gera þetta að arðvænlegu kommpaníi.“ Á stofnfundi tveimur mánuðum síðar var Sigurður kosinn í stjórn Verð- bréfastofunnar og hefur setið þar síðan, en alls eru stjórnarfundirnir þessi ár orðnir sextíu talsins. Sig- urður var glöggur þegar kom að peningamálum og gott að leita ráða hjá honum. Í lok stjórnarfunda var oft slegið á léttari strengi og þá var Sigurður í essinu sínu. Hann sá yf- irleitt alltaf einhverjar skoplegar hliðar á umræðuefninu. Í mörg ár höfum við farið saman á Herra- kvöld Vals, það hafa verið ánægju- legar stundir. Félagar í Verðbréfa- stofunni sjá nú á eftir góðum félaga sem verður sárt saknað. Það er svo margt sem við áttum eftir að gera og gott hefði verið að hafa Sigurð sér við hlið í ýmsum ákvarðanatök- um. Við þökkum fyrir samvinnuna, góðar ráðleggingar og fyrir ánægjulegar samverustundir. Ingibjörgu, fóstursonum, dætr- um Sigurðar, fjölskyldum þeirra og Þorkeli bróður hans sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Jafet S. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar. „Hversu fagurt er fótatak þeirra, sem flytja fagnaðarboðin góðu.“ (Róm. 10:15.) Sigurður Valdimarsson var boð- beri vonar og friðar, ljóss og lífs. Sigurður var hvalreki á fjörur Gídeonfélagsins er hann gekk til liðs við félagið fyrir fjórum árum, í janúar 1997. Hann hafði strax brennandi áhuga fyrir málefnum félagsins sem er útbreiðsla Guðs orðs. Hann var í senn einbeittur og glaðbeittur keppnismaður sem vann skipulega. Ekki vildi hann eiga neitt hjá neinum og ekki stóð upp á hann með nein þau verkefni sem hann tók að sér. Úr þeim var leyst af hógværð og öryggi bæði fljótt og vel. Hann var fús að vera í bakvarða- sveit þegar farið var með Nýja testamentin í skólana þau fjögur haust sem hann náði að starfa með félaginu. Það var honum bæði heið- ur og gleði að fá að vera með. Hann hafði lært að fela frelsaranum Jesú Kristi sitt líf og vissi því mikilvægi þess að Íslendingar og mannkyn allt kynntist Guði og syni hans frelsaranum Jesú Kristi. Þess vegna lagði hann sitt af mörkum til þess að félagið gæti keypt Biblíur og Nýja testamenti til dreifingar á undanförnum árum og lagt lið í löndum þar sem innfæddir Gídeon- félagar ná ekki að standa straum af kostnaði við prentun, kaup og dreif- ingu þeirra eintaka sem þeir dreifa. En Ísland er eitt fárra landa af þeim 175 sem Gídeonfélagið starfar á meðal þar sem innfæddir félags- menn ná að standa undir kaupum á þeim Biblíum og Nýja testamentum sem þeir koma í umferð í sínu heimalandi. Þess vegna hefur það verið okkur bæði hugsjón, markmið og blessun að geta lagt lið við kaup á heilagri ritningu í þeim löndum sem skortur hefur verið mestur eins og í Afríku, Austur-Evrópu og víðar. Þau fáu ár sem Sigurður var liðs- maður Gídeonfélagsins fór hann ásamt fleiri félögum í ferðir um Austfirði til þess að færa 10 ára skólabörnum Nýja testamentið. Það var honum mikið kapps- og hugsjónamál að fá að fara slíkar ferðir og ekki kom annað til greina af hans hálfu en að leggja til sinn velbúna fjallabíl sem hentaði óneit- anlega vel í slíkar ferðir. Ferðirnar voru vel skipulagðar og var hann í reglulegu sambandi við skólastjórnendur varðandi tíma- setningar heimsóknanna. Gengu ferðir þessar einstaklega vel enda Sigurður vaskur skipuleggjandi, ávallt fyrstur á fætur, drífandi og eljusamur þannig að félagarnir smituðust af krafti hans og áhuga. Oft kom hann við á skrifstofu Gídeonfélagsins á Vesturgötunni og þá gjarnan eins og stormsveipur. „Hvað er að frétta, get ég ekki gert eitthvað?“ og svo hafði hann sam- band við sjúkrastofnanir og elli- heimili og heimsótti hótel og gisti- hús til þess að koma eintökum af Biblíum og Nýja testamentum fyrir svo hinir fjölmörgu vegmóðu sem fara um þjóðbrautir lífsins gætu svalað þorsta sínum úr lindum hjálpræðisins, af lækjum lifandi vatns og það ókeypis. Sigurður sótti trúfastlega fundi Gídeonfélagsins og lét sitt af mörk- um til þess að starfið gengi, bæði rekstur félagsins og með framlög- um til kaupa á Biblíum og Nýja testamentum. Oft fylgdi hann félagsbræðrum sínum eftir þegar félagið var kynnt við guðsþjónustur eða á samkomum, jafnvel þótt hann ætti ekki sjálfur að taka til máls. Hann var því ómetanlegur liðsauki fyrir margra hluta sakir. Heil- steyptur félagi sem okkur þótti fljótt mikið til koma og við söknum nú og sjáum á eftir allt of fljótt. Við felum hann Drottni á vald í því trausti að hann muni vel fyrir sjá. Nú verðum við Gídeonfélagar að spíta í lófana og safna liði og fylla upp í vandfyllt skarð svo orð eilífs lífs fái áframhaldandi komist í hendur ungra sem aldinna Íslend- inga, þjóðinni til ómældrar og ómet- anlegrar blessunar. Persónulega mun ég minnast Sig- urðar fyrir velvild hans og skilning á undanförnum árum. Ég bið þig góði Jesús að vera hjá mér í nótt. Gef ég heyri orð þín: „Vinur, sofðu rótt.“ Til þín er gott að flýja, þú gefur mér krafta nýja, svo hjarta mitt fái tifað, og orð þitt í mér lifað. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Aðstandendum Sigurðar Valdi- marssonar færi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi okkur minningu um heiðarlegan og heilsteyptan dreng sem lagði lífinu lið með lífi sínu og starfi. Hann gefi okkur fleiri slíka. Sigurbjörn Þorkelsson, fv. framkvæmdastjóri Gídeon- félagsins á Íslandi. Hratt flýgur stund. Allt er breyt- ingum háð og dag einn er ekkert eins og það var. Tilveran er svo ótrúlega forgengileg. Dag einn verðum við ekki hér. Það er tilefni til að staldra við og hafa þetta í huga, þegar stór hluti dagsins í lífi nútímamanna fer í að skipuleggja. Skipuleggja næsta dag, viku, mán- uð, ár. Alltaf gert ráð fyrir að vakna SIGURÐUR B. VALDIMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.