Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 58
SKOÐUN 58 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GREIN umboðs- manns barna í Morg- unblaðinu 26. janúar sl. er sett fram sú fullyrðing að mann- réttindi barna eigi ekki upp á pallborðið hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga og að sambandið sýni málefnum barna ekki áhuga. Öllum sem til þekkja og vilja vita er á hinn bóginn vel kunnugt um að mál- efni barna í víðum skilningi eru og hafa verið mikið til umfjöll- unar á vettvangi sveitarfélaganna og sambandsins á undanförnum misserum og árum. Sveitarfélögin bera ábyrgð á öllum rekstri leik- og grunnskóla og allri grunnmenntun barna í landinu. Á leikskólarekstrinum hafa þau borið ábyrgð í fjölda ára og yfirtóku all- an rekstur grunnskólans frá ríkinu á árinu 1996 og hafa borið alla ábyrgð á honum frá þeim tíma. Í aðdraganda þess og síðan hefur fátt verið meir til umfjöllunar á vettvangi sveitarstjórna og samb- andsins en málefni barna á þessum tveimur skólastigum. Fullyrða má að sveitarfélögin sinni afar vel bæði lögbundinni og ólögbundinni starfsemi er lýtur að málefnum barna og ungmenna, svo sem íþrótta- og tómstundamálum. Þvert gegn staðhæfingu umboðs- mannsins á það sama við um sambandið að teknu tilliti til þess hlutverks sem því hefur verið falið af sveitarfélögunum. Dregið úr miðstýrðu reglugerðarvaldi Það voru sveitarfélögin en ekki sambandið sem yfirtóku rekstur grunnskólans árið 1996 þótt eðli máls samkvæmt hafi málefni grunnskólans verið mikið til með- ferðar hjá sambandinu, sem sam- eiginlegum málsvara þeirra. Sambandið tók ekki við því hlut- verki sem menntamálaráðuneytið hafði áður gegnt í miðstýringu alls skólastarfs í landinu. Frá því sveitarfélögin yfirtóku allan rekst- ur grunnskólans hefur verið að því stefnt að draga úr miðstýrðu regluverki og gera starfsemi skól- anna sveigjanlegri þannig að betur sé unnt að laga hana að aðstæðum í hverju skólaum- dæmi, sem eru mjög breytilegar eftir sveit- arfélögum. Sama grundvallarsjónarmið á við um aðra starf- semi sveitarfélaganna er lýtur að málefnum barna. Framkvæmd þeirra mála er á veg- um og ábyrgð ein- stakra sveitarfélaga en ekki sambandsins og eðlilegast að sveit- arfélögin sjálf hafi sem mest ákvarðana- vald um framkvæmd þeirra mála. Almenn samstaða forsenda samræmdra reglna Í grein umboðsmanns barna eru rakin samskipti embættis hans og sambandsins varðandi tillögu hans um að sambandið setji samræmdar reglur um starfsemi vinnuskóla og sumarnámskeiða fyrir börn. Í þeirri umfjöllun kemur glögglega fram að sambandið hefur haft um- rætt mál til ítarlegrar umfjöllunar og tekið til þess þann tíma sem það hefur þurft. M.a. var erindið sent öllum sveitarstjórnum, um það fjallað í sérstökum vinnuhópi og stjórn sambandsins og það hef- ur einnig verið rætt við ýmsa sveitarstjórnarmenn og starfs- menn sveitarfélaga. Ljóst er að af- ar mismunandi skoðanir eru á því meðal sveitarstjórnarmanna hvort setja eigi leiðbeinandi samræmdar reglur um þá starfsemi sem hér um ræðir. Almennt hafa sveitar- félögin ekki falið sambandinu það hlutverk að setja leiðbeinandi regl- ur um starfsemi eða framkvæmd einstakra verkefna sem þau sinna og talið eðlilegast að sveitarfélögin setji sér sjálf slíkar reglur í ljósi aðstæðna í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þrátt fyrir það tók sam- bandið erindi umboðsmanns til umfjöllunar eins og greint hefur verið frá. Forsenda þess að sam- bandið geti sett samræmdar leið- beinandi reglur um framkvæmd einstakra mála sveitarfélaganna er að um þær sé almenn og góð sam- staða meðal sveitarstjórnarmanna. Sveitarfélögin setji sér reglur um vinnuskóla Umboðsmaðurinn getur þess ekki í grein sinni, sem hann þó vissi, að sambandið hefur eindreg- ið hvatt þau sveitarfélög sem ekki hafa komið sér upp reglum um starfsemi vinnuskóla og sumar- námskeiða til að koma því í fram- kvæmd. Til að auðvelda sveitar- félögunum setningu slíkra reglna voru þeim sendar reglur og upp- lýsingar um starfrækslu sumar- námskeiða og vinnuskóla Reykja- víkurborgar, reglugerð um vernd barna og ungmenna, o.fl. Skólaakstur og ólíkar aðstæður Tilmæli umboðsmanns barna um að sambandið beiti sér fyrir því að unnið verði að gerð leiðbeinandi samræmdra reglna um skólaakst- ur hafa einnig verið til ítarlegrar umfjöllunar og skoðunar af hálfu sambandsins og til þess tekinn eðlilegur tími. Að þeirri athugun lokinni var komist að þeirri nið- urstöðu að ekki væri stuðningur við að setja slíkar miðlægar regl- ur. Meginrökin gegn því eru að ákvæði um búnað bifreiða til mannflutninga er að finna í lögum og reglugerðum og sambandið get- ur ekki gert auknar kröfur til bún- aðar bíla þegar þeir flytja nem- endur til og frá skóla frekar en annars aksturs með börn og full- orðna. Sveitarfélög og skólaum- dæmi eru ákaflega ólík. Víða á landinu er um mjög dreifða byggð að ræða og því um langar vega- lengdir að fara frá heimili til skóla. Veðurfar er ólíkt eftir landshlutum og auk þess mjög breytilegt milli ára. Göngu- og aksturstími nem- enda er því mjög breytilegar eftir veðurfari og öðrum aðstæðum frá einu skólaumdæmi til annars. Afar erfitt er því að setja samræmdar miðlægar reglur um skólaakstur í þéttbýli og dreifbýli og í raun gætu slíkar reglur komið niður á möguleikum barna til að sækja skóla í vissum tilvikum Reglugerðaráráttan Í stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands segir: „Sveitarfélögin skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.“ Ýmsum emb- ættismönnum ríkisins hefur gengið illa að átta sig á þessari staðreynd. Vaxandi kröfur eru gerðar til sveitarstjórnarmanna af hálfu íbúa sveitarfélaganna um meðferð og framkvæmd mála. Samt sem áður eru ýmsir embættismenn enn þeirrar skoðunar að hinu alsjáandi auga miðstjórnarvaldsins sé betur treystandi en staðkunnugum heimamönnum til að taka, í smáu sem stóru, ákvarðanir um hvernig staðið skuli að framkvæmd verk- efna sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Ágreiningurinn Alþingi setur lög um starfsemi sveitarfélaganna og framkvæmda- valdið reglugerðir á grundvelli lag- anna. Sambandið gegnir tíðum því hlutverki að koma að laga- og reglugerðarsetningu f.h. sveitar- félaganna með tilnefningum í nefndir sem vinna að þeim málum. Verði eftir því leitað að sambandið komi að slíkum störfum varðandi þau mál, sem umboðsmaður barna fjallar um í grein sinni, verður orð- ið við slíkri beiðni. Sveitarfélögin hafa nú til umfjöllunar tilmæli sambandsins um að koma sér upp reglum um starfsemi vinnuskóla og sumarnámskeiða og sambandið á í viðræðum við Árvekni um ör- yggismál barna á slíkum nám- skeiðum. Umrædd málefni barna verða því eflaust áfram til umfjöll- unar á vettvangi sveitarfélaganna og sambandsins. Ágreiningurinn við umboðsmann barna snýst fyrst og fremst um það hvort setja skuli miðstýrðar samræmdar reglur eða hvort árangursríkara sé að heima- menn sjálfir móti sér reglur í ljósi þeirra aðstæðna sem þeir þekkja best. Að sjálfsögðu verður þá að hafa öryggismál, slysavarnir, tryggingar og gildandi reglur um aðbúnað að leiðarljósi. Réttmæt gagnrýni – ósanngjarnar fullyrðingar Umboðsmaður barna gagnrýnir sambandið fyrir að svara ekki bréfum sínum nógu fljótt og undir þá gagnrýni skal tekið. Það heyrir þó til undantekninga því stjórn sambandsins hefur lagt áherslu á að svara erindum, sem til hennar er beint, eins fljótt og kostur er. Sú gagnrýni getur þó á engan hátt réttlætt fullyrðingar umboðs- mannsins um áhugaleysi sam- bandsins um málefni barna. Þrátt fyrir þau blaðaskrif sem nú hafa átt sér stað milli umboðsmanns barna og sambandsins er óskandi að þessir aðilar geti í framtíðinni átt með sér gott samstarf um mál- efni barna á Íslandi. Að gefnu tilefni, í grein umboðs- mannsins, skal að lokum tekið fram að stjórn sambandsins mark- ar afstöðu þess til mála og í henni sitja sveitarstjórnarmenn úr öllum landshlutum. Almennt endurspegl- ar afstaða sambandsins til mála því viðhorf sveitarstjórnarmanna og það er afar ósanngjarnt að væna forystu sambandsins um áhugaleysi um málefni barna. SVEITARFÉLÖGIN OG MÁLEFNI BARNA Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Almennt endurspeglar afstaða sambandsins til mála viðhorf sveit- arstjórnarmanna, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og það er afar ósanngjarnt að væna forystu sam- bandsins um áhugaleysi um málefni barna. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. FRÉTTIR SAMTÖK hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki hafa staðið fyrir endurgjaldslausri ráðgjöf gegn reykingum í lyfjaverslunum um allt land undanfarið. Hefur fjöldi reyk- ingamanna nýtt sér þetta, ýmist til að fá ráðgjöf, hvatningu eða stuðning í reykbindindinu. Þessu ráðgjafarverkefni samtak- anna lýkur fimmtudaginn 8. febrúar nk. á Akureyri í Lyf og heilsu, Hrísa- lundi, en á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 2. febrúar í Lyfju, Hamraborg, Kópavogi. Það eru því síðustu forvoð fyrir þá sem ætla að hætta að reykja að nýta sér þessa endurgjaldslausu ráðgjöf. Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki voru stofnuð hér á landi á síðasta ári. Fyrirmynd- in er sótt til Svíþjóðar en þar hafa verið til í nokkur ár sambærileg sam- tök sem hafa unnið af krafti gegn tóbaksneyslu. Jafnframt hefur verið stofnað net tengiliða hjúkrunarfræðinga og ljós- mæðra gegn tóbaki í Evrópu og eru íslenskir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður aðilar að því neti. Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki eru þrýstihópur fagaðila með sérfræðilega þekkingu og geta tjáð sig málefnalega um tóbaksmál. Markmið samtakanna er að vekja at- hygli á öllu því sem komið getur í veg fyrir reykingar barna og unglinga, dregið almennt úr reykingum og komið í veg fyrir aukna tóbaksnotk- un. Samtökin ætla að ná þessum markmiðum með því að koma upp- lýsingum á framfæri, meðal annars á heimasíðu, fræðslu fyrir heilbrigðis- starfsfólk og með öðrum sértækum aðgerðum, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Margir hafa notfært sér ráðgjöf gegn reyk- ingum VOR, Samtök lífrænna bænda, og Áform átaksverkefni standa fyrir opnum fundi fyrir allt áhugafólk laugardaginn 3. febrúar kl. 13.30 í B- sal á Hótel Sögu. Á fundinum mun Inger Kallander, formaður Samtaka lífrænna bænda í Svíþjóð, fjalla um stöðu lífræns land- búnaðar á Norðurlöndum auk þess sem hún fjallar um mikilvægi lífræns landbúnaðar. Erindið verður flutt á ensku. Fundarstjóri verður Þórður Hall- dórsson, formaður VORS, og flytur hann erindi um stöðuna á Íslandi. Kaffiveitingar verða í boði. Fundur um lífræna ræktun ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.