Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐ LOKNU ávarpi starf-andi formanns, Hólm-fríðar Sveinsdóttur, tókSigríður Jónsdóttir félagsfræðingur til máls, en hún starfar hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík. Fyrirlestur hennar bar heitið „Konur á efri árum – hugleið ing“ og í honum fjallaði Sigríður um viðhorf til ellinnar og um fjár- hagslega stöðu eldri kvenna. „Vinnufélagi minn sagði mér eitt sinn frá frænku sinni sem sendi út svohljóðandi boðskort á sjötugsaf- mælinu: „Það er vont að eldast en verra að gera það ekki. Mér fannst þetta sniðugt en er ekki sama sinnis nú, tíu árum síðar,“ sagði Sigríður meðal annars. „Mér finnst nefnilega gott að eldast og vildi ekki fyrir nokkurn mun missa af því. Með aldrinum öðlast maður meira sjálfs- öryggi og innri ró. En þetta fer mik- ið eftir aðstæðum manns, efnahags- legum, félagslegum, menntunar- legum, heilsufari og svo framvegis.“ Karlar betur settir á öllum sviðum nema því félagslega Sigríður vék þessu næst að nor- rænni rannsókn á högum og kjörum aldraðra kvenna á Norðurlöndum. „Rannsóknin leiddi í ljós að þegar hefðbundnir lífskjaraþættir; heilsu- far, félagsleg tengsl, efnahagur, at- vinnuþátttaka og fleira voru skoð- aðir, komu karlar betur út á öllum sviðum nema einu og það voru félagslegu tengslin,“ sagði Sigríður. „Konurnar lifðu lengur en karlarnir en voru veikari. Einn lífskjaraþátt- ur skar sig sterklega úr og það var efnahagurinn. Konur á öllum Norð- urlöndunum áttu það sammerkt að vera mun verr settar efnahagslega en karlarnir. Hjúskaparstaða þeirra í fortíð og nútíð skipti mestu máli í þessu samhengi.“ Hagtölur í árslok 1999 sýna að 70% kvenna 70 ára og eldri búa ein- ar samanborið við 41% karla. Konur eru líka mun fleiri í elstu aldurshóp- unum en karlarnir. „Íslenska trygg- ingakerfið er mjög flókið,“ sagði Sigríður, „og tekjutengt í allar áttir sem snertir mannréttindi ellilífeyr- isþega ekkert síður en öryrkja, en ef rýnt er í tölur kemur í ljós að í hópi þeirra sem hafa lágmarkslíf- eyri, þ.e. óskerta sérstaka heimilis- uppbót, eru konur nærri fjórfalt fleiri en karlar. Þetta er sá hópur sem hefur minnstar tekjur í hópi ellilífeyrisþega og hefur engar tekjur nema frá Tryggingastofnun, sem þýðir 72.659 krónur á mánuði. Ef við lítum svo til næsta hóps fyrir ofan, þá eru það þeir sem eru með óskerta heimilisuppbót. Þessi hópur má hafa allt að 22.380 kr. áður en tekjutrygging fer að skerðast, þ.e. 87.630 kr. að hámarki, en langflestir í þessum hópi ná ekki svo háum líf- eyrisgreiðslum. Konur eru einnig mun fjölmennari í þessum hópi. Sé maki ekki lífeyrisþegi og hafi tekjur yfir ákv. viðmiði þá skerðist óskert tekjutrygging og dettur al- veg út við ákveðið tekjumark, eða 115.000 kr. tekjur maka. Þannig að tekjur maka skerða rétt ellilífeyr- isþega til óskertrar tekjutrygging- ar. Sé kona gift manni sem enn er með atvinnutekjur þá byrjar óskerta tekjutryggingin að skerð- ast við 44.760 kr. og fellur alveg nið- ur við 105.000 kr. rúmlega. Sú kona hefur því í tekjur 18.424 kr. á mán- uði. Þróunin á síðari hluta þessarar aldar hefur leitt til þess að konur hafa minni lífeyrisgreiðslur en karl- ar, sem m.a. skýrist af síðbúinni komu kvenna inn á hinn launaða at- vinnumarkað, m.ö.o. af þróun í at- vinnuþátttöku kvenna. Minni hlut- deild þeirra í lífeyrissjóðsgreiðslum leiðir síðan til þess að þær þær lifa mun frekar en karlkyns jafnaldrar á lágmarkslífeyri. Aðild að lífeyris- sjóðum var ekki lögbundin hérlend- is fyrr en 1979 og gerir það að verk- um að margir hafa mjög lélegan lífeyrissjóð, sem bitnar í ríkari mæli á konum er körlum.“ Yfirskrift ráðstefnunnnar, „Eiga konur áhyggjulaust ævikvöld? varð Sigríði tilefni til vangaveltna um kosti og galla þess að hafa áhyggj- ur. Hún varpaði þeirri spurningu til ráðstefnugesta hvort það væri æskilegt að vera laus við áhyggjur og hvað sú hugsun fæli í sér ættu að búa öldruðum áhyg ævikvöld. „Það er viss hyggja í þessari hugsun,“ s ríður. „Allir vilja vera virkir áhrif. Þessi hugsun innih aldraðir eigi að setjast í helg og vera áhyggjulausir, en l anstendur bæði af gleði og Í Félagsþjónustunni þar starfa er það komið inn í mörkun að auka áhrif sjálfra á þjónustuna. Ú punkturinn í þessari hugsu kannski frekar sá, eða ætti sá, að skapa fólki skilyrði t ast með reisn." Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Næst tók til máls Sig Björgvinsdóttir, forst félagsstarfs aldraðra í K Fyrirlestur hennar bar „Kópavogsmódelið og eldri en þeir sem fylgjast með málaumræðu hafa flestir or við hinn sívirka frístun „Hana-nú“ sem einmitt hefu ur í Kópavogi. „Hið sv Kópavogsmódel á sér lang sagði Sigurbjörg, „og í K hefur fjölbreytt félags- stundastarf verið til staðar þrjátíu ár.“ Árið 1983 var lagður gru Kópavogsmódelinu að sög bjargar þegar nokkrar el verkakonur misstu vinnun ákváðu að halda áfram a reglulega og leituðu til félagsins með aðstöðu, sem fengu. Konurnar settu markmið að fundir þeirra y að og meira en eingöngu p legt spjall yfir kaffibolla o lögðu ferðir á listv gönguferðir, heimsóknir á s ýmiss konar og bókaklú dæmi séu tekin. Þetta var að frístundahópnum Hana- Sigurbjörg sagði aldursta félagsstarfið alla tíð hafa m fimmtíu ár, sem sumum finnast ansi ungt en er þannig að fólk fái góða að efri árunum. „Frístundah er hluti af félagsstarfinu í K og meginmarkmið með s hans eru að undirbúa fólk lega fyrir eftirlaunaaldurin félagslega einangrun, br slóðabilið og breyta viðho þess að verða og vera gama Kjöraðstæður í Kópa Á vegum Félagsþjónus Kópavogi eru rekin tvö féla ili fyrir aldraða, Gjábakki Fjá bún Kvenréttinda átti 94 ára afmæ inn 27. janúar stóðu félagsko sóttri ráðste irskriftinni „ áhyggjulaust Kristín Elfa Gu ráðstefnuna og að jafnt konur s indafélagið se annað á oddin vera áhyggjula ÁKVÖRÐUN SAMGÖNGURÁÐHERRA Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lýsti því yfirá Fjarskiptaþingi í gær að hann hefði tekiðákvörðun um að nota svonefnt „samanburðarút- boð með umtalsverðu leyfisgjaldi auk árgjalds“ til þess að úthluta rekstrarleyfum vegna þriðju kynslóðar far- síma. Þessi yfirlýsing samgönguráðherra veldur miklum vonbrigðum og rök hans fyrir þessari niðurstöðu eru ekki haldbær að mati Morgunblaðsins. Í ræðu sinni sagði samgönguráðherra m.a. að „nauð- synlegt væri að stuðla að raunverulegri samkeppni og jafnframt að tryggja aðgang sem flestra landsmanna að þessari þjónustu, sem svo mjög er horft til...Ég tel þá aðferð (þ.e. samanburðarútboð) bezt til þess fallna að taka tillit til okkar sérstöku íslenzku aðstæðna þar sem fámennið í stóru landi leiðir til tiltölulega mikils kostn- aðar við uppbyggingu kerfisins. Samanburðarútboð á að geta tryggt trausta samkeppni, góða og ódýra þjón- ustu og mikla útbreiðslu til hagsbóta fyrir neytendur.“ Þá ályktun má draga af þessum orðum samgönguráð- herra að það sé ekki sízt vegna hagsmuna landsbyggð- arinnar að hann velji samanburðarútboð en ekki upp- boðsleið. Hið svonefnda samanburðarútboð sé líklegra til þess að tryggja að sú þjónusta, sem hér er um að tefla, verði til staðar um allt land. Þetta kemur raunar skýrt fram í ræðu samgönguráðherra er hann segir: „Uppboð skapar hins vegar óvissu um þjónustu, einkum utan mesta þéttbýlis.“ Í þessari röksemdafærslu samgönguráðherra er grundvallarmisskilningur. Eins og sýnt var fram á í at- hyglisverðum greinum, sem Jón Steinsson hagfræðing- ur skrifaði í Morgunblaðið fyrir nokkrum misserum, er auðvelt að fella inn í uppboðsskilmála ákvæði sem tryggja hagsmuni á borð við þá sem snúa að lands- byggðinni. Slíkir skilmálar geta leitt til þess að lægri upphæðir verði boðnar í farsímaleyfin en með þeim er hins vegar hægt að ná þeim markmiðum sem ráð- herrann stefnir bersýnilega að. Af þessum sökum stenzt ekki sú röksemd samgönguráðherra að „það er hins vegar ljóst, að samanburðarútboð getur leitt til meiri útbreiðslu.“ Í ræðu sinni á Fjarskiptaþingi í gær sagði Sturla Böðvarsson m.a.: „Mér er ljóst, að einhverjir telja sam- anburðarútboð ekki eins hlutlæga aðferð og uppboð. Því er til að svara að í samgönguráðuneytinu verður mikil áherzla lögð á að notaðar verði hlutlægar aðferðir við úrvinnslu umsókna og mat á tilboðum. Það er trú mín að við framkvæmd samanburðarútboðs sé unnt að tryggja hlutlæga matsaðferð ekki síður en við uppboð eða verð- útboð.“ Enginn efast um góðan vilja samgönguráðherra og starfsmanna hans. Það breytir hins vegar engu um það að Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþingismaður Sjálf- stæðisflokks, hefur rétt fyrir sér þegar hún segir í grein hér í Morgunblaðinu hinn 8. desember sl. um uppboðs- leiðina: „Í fjórða lagi er hér um hlutlausa leið að ræða við úthlutun takmarkaðra auðlinda þar sem reglurnar eru fyrirfram ákveðnar, öllum kunnar og augljósar. Ekki er líklegt að tortryggni gæti við úthlutun leyfanna, ef uppboð er valið, hvorki meðal almennings eða far- símafyrirtækja. Þetta síðasta atriði vegur að mínu mati þyngst í rökstuðningnum fyrir því að fara eigi uppboðs- leiðina. Slík aðferð er til þess fallin að vekja traust al- mennings á framtíð þessara mikilvægu almannahags- muna og frið um úthlutun leyfa til þriðju kynslóðar farsíma. Uppboð á farsímarásum er því skynsamur val- kostur og sanngjörn leið.“ Menn þurfa ekki að hafa mikla þekkingu á innviðum íslenzks þjóðfélags til þess að vita að það er nánast alveg sama hversu vel samgönguráðherra og starfsmenn hans standa að úthlutun þessara leyfa með því fyrirkomulagi, sem hann hefur ákveðið, tortryggni og grunsemdir verða alltaf til staðar um þau sjónarmið sem að baki liggja. Í því sambandi má nefna að í Svíþjóð, þar sem samanburðarútboð var notað við úthlutun leyfa, hefur niðurstaðan orðið tilefni til deilna og málaferla. Sturla Böðvarsson gaf afar takmarkaðar upplýsingar um fyrirætlanir sínar á Fjarskiptaþinginu. Hvað á hann við með „umtalsverðu gjaldi“? Það skiptir miklu máli í þessu sambandi hvers konar gjald hann er að tala um. Er hann að tala um málamyndagjald eða er hann að tala um upphæðir, sem komast eitthvað nálægt því að vera sannvirði fyrir þau verðmæti, sem hér á að úthluta? Og hvernig ætlar ráðherrann að meta hvort svo sé úr því að hann vill ekki nota þau tæki markaðarins sem Sjálf- stæðisflokkurinn telur þó yfirleitt að gefizt bezt til þess að taka ákvarðanir sem þessar? Verða leyfin framselj- anleg? Verður nú hægt að stunda milljarðaviðskipti með farsímaleyfin eins og þjóðin hefur horft upp á með kvót- ana? Þetta eru mikilvægar spurningar sem ráðherrann verður að veita svör við. Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt um uppboð á far- símarásum vegna þriðju kynslóðar farsíma í Bandaríkj- unum. Þar segir: „Umfangsmesta uppboðinu á farsíma- rásum sem efnt hefur verið til í Bandaríkjunum lauk í síðustu viku með þeirri niðurstöðu að um þrefalt hærra verð fékkst fyrir leyfin en í fyrstu hafði verið gert ráð fyrir, samtals um 16,9 milljarðar dollara, andvirði um 1450 milljarða króna.“ Þetta er bara síðasta fréttin af mörgum sem birzt hafa hér í blaðinu undanfarin misseri um gífurlegar tekjur almennings á Vesturlöndum af slíkum uppboð- um. Hið sama gerðist í Bretlandi eins og frægt er orðið og víða á meginlandinu. Frá því að uppboð farsímaleyfanna hófust og fóru að skila svo miklum tekjum í almannasjóði hafa ýmsir að- ilar í viðskipta- og fjármálalífi hamazt við að útskýra fyrir fólki að forráðamenn símafyrirtækjanna hafi ekki kunnað fótum sínum forráð og boðið alltof hátt verð. Í slíkum málflutningi felst að markaðurinn sjálfur sé ófær um að ráða þessu máli þótt hann að mati sömu aðila eigi að ráða ferðinni á öðrum sviðum viðskiptalífsins. Ekki hafa þessi meintu „mistök“ forráðamanna síma- fyrirtækja í Evrópu orðið til þess að halda aftur af starfsbræðrum þeirra í Bandaríkjunum enda er þessi málflutningur auðvitað fráleitur. Því er líka haldið fram að há leyfisgjöld verði til þess að hækka símagjöld til almennings. Að vísu virðist Sturla Böðvarsson ekki hafa verulegar áhyggjur af því. Hann segir í ræðu sinni: „Samanburðarútboð með um- talsverðu leyfisgjaldi getur aflað meiri tekna en uppboð. Það sýnir reynslan frá uppboði í Sviss og samanburð- arútboði í Noregi.“ En jafnframt segir ráðherrann: „Það er mat margra sérfræðinga að samanburðarútboð eigi ekki síður að geta leitt til lægra verðs til notenda.“ Ef samanburðarútboð getur að mati samgönguráð- herra bæði tryggt meiri tekjur í almannasjóði en upp- boð en jafnframt lægri gjöld til notenda er hann í hópi þeirra sem hafa ekki trú á að há leyfisgjöld leiði til hærri notendgjalda og undir þau sjónarmið ráðherrans vill Morgunblaðið taka. Þær upphæðir, sem Landssíminn og Tal hafa greitt til ríkissjóðs vegna reksturs núverandi farsímakerfa, eru smávægilegar. Þótt fyrirtækin hafi nánast fengið leyfin ókeypis hefur það ekki komið í veg fyrir að almenningur hafi orðið að borga óheyrilega há gjöld fyrir notkun far- síma, þótt vissulega megi finna dæmi um enn hærri gjöld annars staðar. Þess vegna er samanburðarútboð ekki frekar trygging fyrir lágum símagjöldum en nán- ast ókeypis úthlutun núgildandi farsímaleyfa hefur reynzt vera. Það er svo mál út af fyrir sig að fyrirtæki á borð við Tal hf., sem hefur starfað einungis á þriðja ár, er að mati kunnugra metið á marga milljarða króna og alveg augljóst að verulegur hluti þess verðmætis er fólginn í þeirri aðstöðu sem fyrirtækið fékk fyrir nánast ekki neitt til þess að reka hér farsímakerfi. Og er með þeim orðum ekki gert lítið úr því afreki forvígismanna og starfsmanna Tals hf. að ná svo sterkri markaðsstöðu á farsímamarkaðnum sem raun ber vitni. Það skal þó tekið fram að það var skref í rétta átt að það skyldi yfirleitt vera tekið gjald fyrir farsímaleyfin, sem nú eru í gildi, þótt lágt væri. Alla vega mátti líta svo á að í því fælist ákveðin stefnumörkun af hálfu stjórn- valda. Grein Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, alþingismanns Sjálfstæðisflokks, hér í blaðinu í byrjun desembermán- aðar sl. sýnir að það er ekki allsherjarstuðningur í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins við þá leið sem samgöngu- ráðherra hefur valið. En auðvitað skal ekkert fullyrt um það hver stuðningur er við sjónarmið þingmannsins í hennar eigin þingflokki. Alþingi hefur síðasta orðið í þessu efni. Vonandi kynna þingmenn sér rækilega þau málefnalegu rök sem eru til staðar fyrir því að velja uppboðsleiðina en ekki leið hins svonefnda samanburðarútboðs. Þetta mál er ekki flokkspólitískt og umræður um það eiga sér ekki langa sögu. Þess vegna þurfa þingmenn ekki að kljást við einhverja fortíð í þessum efnum. Þeir geta tekið ákvörðun á grundvelli málefnalegra röksemda og án til- vísunar í flokksleg sjónarmið. Röksemdirnar fyrir því að fara uppboðsleiðina eru yfirgnæfandi eins og hér hef- ur verið sýnt fram á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.