Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERKFALL flugumferðastjóra hefst 20. febrúar nk. og stendur í tvo sólarhringa hafi samningar ekki tek- ist fyrir þann tíma. Þeir hafa einnig boðað verkfall í þrjá sólarhringa frá 28. febrúar til 3. mars. Atkvæðagreiðsla um verkfallið fór fram 18.–23. janúar. Á kjörskrá voru 94 og greiddu atkvæði 87 eða 92,55%. Já sögðu 74 eða 85% og nei 11 eða 13%. Auðir seðlar og ógildir voru tveir. Loftur Jóhannsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, sagði að síðasti fundur deiluaðila á miðviku- dag hafi verið árangurslaus. Til næsta fundar sé boðað 12. febrúar næstkomandi. Flugumferðarstjórar voni auðvitað að ekki þurfi að koma til verkfalls, en önnur ráð hafi ekki verið fyrir hendi. Samkvæmt lögum verður haldið uppi nauðsynlegustu öryggisgæslu í verkfalli flugumferðarstjóra og er 32 flugumferðarstjórum skylt að vinna í verkfalli og skipta með sér vöktum af þeim sökum víðs vegar um landið. Loftur sagði að um verulegan nið- urskurð á þjónustu yrði að ræða í verkfalli. Þannig væru 12–13 menn venjulega að vinna í flugstjórnarmið- stöðinni í Reykjavík á daginn en þeir yrðu 2–3 í verkfalli og einn á nótt- unni í stað 4–6. Sömuleiðis yrði einn maður í flugturninum í Reykjavík í stað þriggja. Í Keflavík yrði einn í turninum og annar í aðfluginu en venjulega væru samanlagt á báðum stöðunum 5–6. Óbreytt mönnun yrði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. „Þetta hlýtur að hafa verulega skerðingu á umferð í för með sér þannig að öruggt sé,“ sagði Loftur ennfremur. Flugumferðarstjór- ar boða verkfall hafa karlar þó hærri laun fyrir sam- bærileg störf. Þannig höfðu karlkyns sérfræðingar á höfuðborgarsvæðinu 286.200 kr. í meðalmánaðarlaun fyrir dagvinnu en kvenkyns sérfræðingar 239.400 kr. Karlkyns þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk á höfuðborgar- svæðinu hafði að meðaltali 146.700 kr. í mánaðarlaun en kvenkyns 115.600 kr. Almennt eru laun lægri á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Almennt verkafólk hafði að meðaltali 119.100 kr. í mánaðarlaun á höfuð- borgarsvæðinu en 112.700 kr. á LAUN á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu um 9,2% frá 3. ársfjórð- ungi 1999 til 3. ársfjórðungs 2000 en um 7,1% utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í niðurstöðum launakönnunar Kjararannsóknar- nefndar. Dagvinnulaun hækkuðu að meðaltali um 8,3% á tímabilinu en á sama tíma hækkaði vísitala neyslu- verðs um 4,5%. Samkvæmt því jókst kaupmáttur dagvinnulauna um 3,6%. Í könnuninni kemur einnig fram að laun karla hækkuðu á tímabilinu um 8,1% en kvenna um 8,6%. Enn landsbyggðinni. Iðnaðarmenn á höf- uðborgarsvæðinu höfðu að jafnaði 190.400 kr. en á landsbyggðinni 184.100 kr. Mestur var þó munurinn á þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki sem á höfuðborgarsvæðinu hafði að jafnaði 146.700 kr. en á landsbyggð- inni 137.300 kr. Sérfræðingar höfðu þó hærri laun á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, eða 311.600 kr. að jafnaði á móti 286.200 kr. Þessar tölur byggjast á upplýsing- um um laun 5.410 einstaklinga. Ekki koma fram upplýsingar um heildar- laun. Launakönnun Kjararannsóknarnefndar Ólík launaþróun varð á milli landshluta DÖNSK yfirvöld afhentu í gær Ís- lendingum, Grænlendingum og Færeyingum formlega 6.790 fm pakkhús á Grænlandsbryggju í Kaupmannahöfn, sem hýsa mun sendiráð og opinbera fulltrúa land- anna þriggja, auk þess að vera menningar- og rannsóknarmiðstöð þjóðanna í Kaupmannahöfn. Húsið verður gert upp og er áætlað að starfsemi geti hafist í því fyrri hluta árs 2003. Bryggjunni og hús- inu hefur verið gefið nýtt nafn, Norðurbryggja. Kostnaður áætlaður yfir 400 milljónir Hverri þjóð hefur verið úthlutað 1.000 fm í húsinu og hafa Græn- lendingar og Færeyingar ákveðið að nýta sér það að fullu. Íslend- ingar hafa enn sem komið er fest sér 750 fm undir sendiráð í suður- endanum en eiga auk þess forgang að 500 fm til viðbótar fyrir íslenska aðila, að sögn Guðmundar Árnason- ar, deildarstjóra í forsætisráðu- neytinu. Útflutningsráð hefur tekið þátt í undirbúningi verkefnisins og hefur verið rætt um að íslensk fyr- irtæki geti nýtt sér húsnæðið. Fær- eyingar, einir þjóðanna þriggja, hafa ákveðið að að leggja áherslu á rannsóknarþáttinn. Kostnaður er áætlaður um 60 milljónir danskra kr. eða um 420 milljónir íslenskra króna. Útgerð- armaðurinn A.P. Møller leggur fram um 20 milljónir dkr. til verks- ins sem verður boðið út um mitt þetta ár. Þjóðirnar þrjár skipta með sér kostnaði, þar af greiða Ís- lendingar um 17 milljónir dkr eða um 170 milljónir ísl. Í norðurenda hússins verður veit- ingastaður, sem stefnt er að því að bjóði upp á rétti gerða úr hráefnum frá löndunum þremur. Á jarðhæð- inni verður upplýsingamiðstöð og sýning á náttúru og menningu land- anna. Þá eru sýningarsalir á efstu hæð. Stefnt er að því að leigutekjur standi undir rekstri hússins. Húsið er gjöf danska ríkisins til sjóðsins sem stofnaður var til að vinna að verkefninu og voru fjár- mála- og efnahagsmálaráðherrar Danmerkur, Pia Gjellerup og Mari- anne Jelved, ásamt fulltrúum Norð- urbryggju á blaðamannafundi í pakkhúsinu í gær, þar sem verk- efnið var kynnt formlega. Báru ráð- herrarnir lof á framtakið og þá ekki síður útfærslu hugmynd- arinnar. Brú milli Danmerkur og gömlu nýlendnanna Vigdís Finnbogadóttir, forseti stjórnar Norðurbryggju, líkti Norð- urbryggju við brú á milli Danmerk- ur og gömlu nýlendanna. „Húsið verður auga sem beindist í norður, það á að vera lifandi og áhugavert fyrir ungt fólk.“ Norðurbryggja hét áður Íslands- bryggja en þar hafði Íslands- og Grænlandsverslunin aðsetur. Pakk- húsið var reist árið 1767 og var kennt við Grænlandsverslunina. Húsið er friðað og verður gert upp með tilliti til þess. „Maður finnur þegar í stað fyrir anda verslunar- innar og tengslum við þjóðirnar. Fjármálaráðherranum fannst hún finna fiskilykt þegar hún kom fyrst hingað en ég tengi lyktina fremur ull og ímyndaði mér ennfremur vængjaþyt fálkanna sem seldir voru hingað,“ sagði Vigdís en kvaðst þó efast um að friðun húss- ins næði til anganinnar í trébitum og veggjum pakkhússins. Morgunblaðið/Urður Vigdís Finnbogadóttir í menningarhúsinu í Kaupmannahöfn sem gefið hefur verið nafnið Norðurbryggja. Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar undirbúa opnun menningarhúss í Kaupmannahöfn Fá Norðurbryggju að gjöf frá Dönum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. STÝRIMENNIRNIR þrettán, sem sagt hafa upp störfum hjá Landhelg- isgæslunni, hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest og ganga því að öllu óbreyttu frá borði í apríllok. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá Landhelgisgæslunni um hvort stöð- ur þeirra verða auglýstar lausar en talsmenn gæslunnar segjast vona að málið leysist farsællega og menn nái sáttum. Einn stýrimannanna sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hyggðist vinna út uppsagnarfrestinn og að hann og félagar hans gerðu sér einnig grein fyrir því að ríkið hefði lögleg úrræði til að framlengja frest- inn um þrjá mánuði til viðbótar svo starfslokatíminn gæri allt eins orðið hálft ár. Þrátt fyrir þetta væru menn farnir að líta í kringum sig og ein- hverjir hefðu þegar fengið atvinnu- tilboð. Spurður hvort hugsast gæti að hann afturkallaði uppsagnarbréf sitt svaraði hann: „Ef mér verða boð- in mannsæmandi laun fyrir þá ábyrgð og vinnu sem ég framkvæmi hef ég sannarlega áhuga á að halda áfram starfi mínu hjá gæslunni. Starfið hér er mjög krefjandi en skemmtilegt þótt starfsumhverfið og launin séu það ekki.“ Hann teldi sig auk þess í fullum rétti til að ákveða hvar hann ynni enda gengi það ekki lengur að menn fengju borguð þau laun sem nú tíðkuðust. Stýrimaður- inn vildi ekki láta nafns síns getið en hann hefur starfað hjá Landhelgis- gæslunni um tíu ára skeið. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær telur ríkið að uppsögn stýri- mannanna sé ólögmæt vinnustöðvun en þeirri túlkun var mótmælt þar sem um einstaklingsbundna ákvörð- un hefði verið að ræða hjá þeim mönnum sem sögðu upp og ákvörð- un þeirra óháð yfirstandandi samn- ingaviðræðum og samninganefnd- inni og Farmannasambandinu því óviðkomandi. Uppsagnir hjá Landhelgisgæslu Óljóst hvort stöðurnar verða auglýstar VINNUSLYS varð á hjólbarðaverk- stæði Sólningar í Kópavogi síðdegis í gær. Slysið varð með þeim hætti að starfsmenn voru að festa felguhring á dekk vinnuvélar. Felguhringurinn skaust skyndilega frá dekkinu og hafnaði í andliti eins starfsmannsins. Að sögn lögreglu var maðurinn með töluvert mikla áverka í andliti en hélt þó meðvitund. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Vinnuslys hjá Sólningu í Kópavogi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.