Morgunblaðið - 09.03.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.03.2001, Qupperneq 1
57. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. MARS 2001 MEIRA en hundrað tilfelli af gin- og klaufaveiki hafa nú fundist í Bretlandi en yfirvöld þar í landi gera sér vonir um að sjúkdómurinn muni ekki breiðast meira út. En Jim Scudamore yfirdýralæknir sagði þó að ekki myndi takast að vinna bug á veikinni fyrr en eftir „langan tíma“. Alls hefur verði slátrað rúmlega 60.000 gripum í Bretlandi. Gripið hefur verið til víðtækra varúðar- ráðstafana víða í álfunni. Á mynd- inni sjást slökkviliðsmenn í Ham- borg dæla sótthreinsandi vökva á flutningabíla er komu frá Bretlandi með ferju til borgarinnar í gær. Reuters Sótthreinsun í Hamborg JAFNRÉTTISRÁÐ í Noregi telur að Radisson SAS Plaza-hótelið í Ósló hafi brotið jafnréttislög með því að banna múslímakonu, er sótti um ræstingastarf, að bera höfuðslæðu í vinnunni í samræmi við trú sína. Svip- aðar deilur um slæðurnar hafa komið upp í öðrum Evrópulöndum, þ. á m. í Danmörku, á síðustu árum. Fulltrúar Miðstöðvar gegn mis- munun vegna þjóðernis í Ósló reyndu í gær, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna um allan heim, að fá stjórn- anda hótelsins, Anders Haavik, til að breyta reglunum um klæðaburð starfsfólks og gera múslímakonum kleift að nota slæðu en höfðu ekki er- indi sem erfiði. „Við vöktum athygli hennar á því að reglur okkar um klæðaburð leyfðu ekki notkun á höfuðfati,“ sagði Haa- vik um mál múslímakonunnar. Hann harðneitaði að um mismunun væri að ræða, benti á að hjá fyrirtækinu starf- aði fólk frá tugum þjóðlanda og margt af því héldi fast við eigin hefðir í menningu og trú. „Ef við veittum ein- um hópnum undanþágu væri það rangt gagnvart hinum.“ Lars Christensen, sem er varafor- maður jafnréttisráðs, er hvassyrtur um stefnu hótelsins. „Stundum getur vinnuveitandi bent á ástæður sem eiga rætur í öryggismálum sem for- sendu fyrir því að einhver verði að taka ofan höfuðfat í vinnunni. En þeg- ar ekki er annað á ferðinni en reglur um samræmdan klæðaburð er verið að brjóta lög um jafnrétti.“ Ráðið segir í umsögn sinni að slæð- an sé fyrir múslímakonur mikilvægur þáttur í að varðveita vitund um eigin verðleika og persónu. Slæða konunn- ar gegnir hlutverki í trúarhefðum isl- ams og sumar múslímakonur leggja mikla áherslu á notkun hennar. Fimmtán kærur síðustu árin Jafnréttisráðið í Noregi hefur frá 1999 fengið 15 kærur frá múslíma- konum sem álíta að þeim hafi verið mismunað á vinnumarkaði vegna þess að þær nota slæðu og hefur það gerst á hótelum, í matvöruverslunum, hjá ræstingafyrirtækjum og í skólum. Aftenposten sagði í fyrra frá konu sem var hafnað meira en 150 sinnum er hún sótti um vinnu en hún gekk með slæðu. „Mörgum vinnuveitendum finnst greinilega að það sé allt í lagi að mis- muna múslímakonum með þessum hætti,“ segir Ingrid Dåsnes, ráðgjafi hjá jafnréttisráði. Jafnréttisráð í Noregi mótmælir Múslíma bannað að nota slæðu HAGVÖXTUR var að meðaltali 3,3% í Evrópusambandinu í fyrra en í Bandaríkjunum var hann um 5%. Á hinn bóginn olli samdráttur undir lok ársins í Bandaríkjunum því að á síð- asta ársfjórðungi var vöxturinn meiri í ESB, 0,7%, en aðeins 0,3% vestra. Þótt Evrópusambandsríkin hafi staðið betur að vígi í samanburði við Bandaríkin undir árslok minnkaði vöxturinn einnig þar síðustu mánuð- ina. Ársmeðaltalið fyrir 11 aðildarríki evrunnar var ívið hærra en fyrir sambandið allt, 3,4%. Bandaríkjadal- ur efldist mjög í fyrra og gengi evr- unnar gagnvart honum lækkaði jafnt og þétt mestallt árið en hún hefur sótt mjög í sig veðrið undanfarna mánuði. Efnahagsástandið í Japan sýnir lítil batamerki og fjármálaráðherra landsins krefst róttækra aðgerða. Hagvöxtur var 3,3% Evrópusambandið  Segir fjárhag/27 Brussel. AFP. RÚSSNESKA geimstöðin Mír er tekin að lækka flugið en fyrirhugað er að hún eða það, sem ekki brennur upp af stöðinni í gufuhvolfinu, hafni í sjónum 20. mars. Í gær var Mír í 253 km fjarlægð frá jörðu, 1,8 km nær en deginum áð- ur, en þegar fjarlægðin verður 200 km verður stöðinni stýrt inn í gufu- hvolfið. Á hún að lenda í sjónum milli Nýja Sjálands og Chile en víða hafa menn áhyggjur af því, að ekki fari allt eftir áætlun, t.d. í Ástralíu. Mír lækk- ar flugið Moskvu. AFP. ♦ ♦ ♦ KANADÍSK stjórnvöld íhuga að heimila notkun á tækni sem hindrar að hægt sé að nota farsíma á afmörkuðu svæði. Veittur verður þriggja mánaða frestur til að gera athuga- semdir áður en lögin taka gildi, að sögn fréttavefjarins Ananova. Er talið að veitingahús og leikhús muni ef til vill notfæra sér tæknina til að tryggja við- skiptavinum næði. Hugmyndin er gagnrýnd hart af talsmönn- um fjarskiptafyrirtækja og fjarskiptastofnun landsins er segir farsímabannið munu draga úr öryggi almennings. Þagna far- símarnir? RÁÐIST var í gær með sprengju- vörpum á bílalest makedónískra lög- reglumanna með hjálpargögn á leið til Gosinci, eins af þorpum albanska þjóðarbrotsins í landinu, og féll einn maður í átökunum. Þorpið er í norð- urhluta Makedóníu, nokkra kíló- metra frá landamærunum að Kos- ovo. Heimildarmaður sagði AFP- fréttastofunni að skothríðin hefði komið frá þorpinu Brest. Herliði Makedóníumanna tókst í gær að reka albanska skæruliða frá einu virki þeirra í fjalllendinu á landamærunum, Tanusevci. Skæru- liðarnir leituðu skjóls ofar í fjöll- unum og voru sagðir hafa rekið á undan sér hóp hesta af ótta við að jarðsprengjum hefði verið komið fyrir á veginum. Er síðast fréttist voru enn harðir skotbardagar á svæðinu en Makedóníumenn óttast mjög að vopnaðir hópar Albana í Kosovo og albanskir uppreisnar- menn í Presevo-dal í suðurhluta Serbíu reyni nú að koma af stað al- mennri uppreisn albanska minni- hlutans í Makedóníu. Albanar í Makedóníu eru um þriðjungur landsmanna og búa að- allega í grennd við landamærin að Kosovo. Skæruliðarnir sem nú tak- ast á við Makedóníumenn eru sagðir vera á bilinu 75 til 150 talsins. Leið- togar Albaníu, Kosovo-Albana og albanska þjóðarbrotsins í Maked- óníu hafa fordæmt aðgerðir skæru- liðanna. Fregnir bárust af því í gær að um 300 bandarískir friðargæsluliðar hefðu verið sendir frá Kosovo til Tanusevci en þessum tíðindum var vísað eindregið á bug í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Brussel. Pólskir og bandarískir gæsluliðar lentu í átökum við albanska upp- reisnarmenn í Kosovo á miðvikudag og særðu tvo þeirra. Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, átti í gær fund með Ro- bertson lávarði, framkvæmdastjóra NATO, í Washington. Rumsfeld sagði í samtali við fréttamenn að gæsluliðarnir hefðu fullan rétt á að verja hendur sínar en átökin á mið- vikudag hefðu ekki verið alvarleg. Ro- bertson sagði að NATO hefði aukið umsvif sín á landa- mærasvæðinu til að koma í veg fyrir árásir albanskra öfgamanna. „Ég álít að styrk- ur sveitanna hafi áhrif á þá sem nota landamærasvæðið, sem er illa skil- greint og mikið um jarðsprengjur þar, eins og hálfgerðan leikvöll fyrir ofbeld- isaðgerðir,“ sagði Robertson. Hann sagði að gæslulið- ið hefði á hinn bóginn ekkert umboð til að láta til sín taka í Makedóníu. Ákveðið var í yfirstjórn NATO í gær að veita hermönnum Júgó- slavíustjórnar leyfi til að fara inn á nokkurn hluta fimm kílómetra breiðrar landræmu á mörkum Kos- ovo og suðurhluta Júgóslavíu til að þeir geti heft aðgerðir albanskra skæruliðahópa þar. Skæruliðarnir hafa notað hlutlausa svæðið til árása á júgóslavneskar stöðvar í Serbíu og jafnframt til liðsflutninga til Maked- óníu. NATO reynir að stöðva árásir albanskra uppreisnarhópa Hert gæsla á landa- mærum Kosovo Reuters Bandarískur gæsluliði við Mijak í Kosovo. Þorpið Tanusevci í Makedóníu er rétt handan við Mijak. Skopje, Washington, Brussel. AFP, AP.  Útilokar ekki/28 GEORGE Bush Bandaríkjaforseti vann mikilvægan sigur í gær er full- trúadeild þingsins samþykkti með 230 atkvæðum gegn 198 eina af und- irstöðunum í hugmyndum hans um skattalækkanir. Repúblikanaflokkur Bush hefur nauman meirihluta í deildinni, 220 sæti gegn 211, tveir þingmenn eru utan flokka og tvö sæti óskipuð. Flokkarnir eru jafnstórir í öldunga- deildinni, með 50 sæti hvor. Leiðtogar demókrata gagnrýndu hugmyndir forsetans mjög harka- lega en tíu demókratar studdu þær samt. Í tillögunni er kveðið á um að tekjuskattur verði lækkaður um 958 milljarða dollara næstu tíu árin. Alls vill Bush að skattar verði lækkaðir á tímabilinu um 1,6 billjónir dollara. Fulltrúadeildin Skatta- lækkun samþykkt Washington. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.