Morgunblaðið - 09.03.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefna Kvenfélags Garðabæjar
Konur og
íþróttir
Á MORGUN verðurhaldin ráðstefnaum konur og
íþróttir í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ og hefst
hún klukkan 10 árdegis og
lýkur 17.30. Ráðstefnan er
haldin á vegum Kven-
félags Garðabæjar, en for-
maður þess félags er Sig-
urlaug Garðarsdóttir
Viborg, hún var spurð
hvað ætti að fjalla þarna
um í sambandi við konur
og íþróttir?
„Talað verður um al-
hliða hreyfingu og gildi
hreyfingar fyrir konur á
öllum aldri. Einnig verður
rætt um þátt kvenna í
keppnisíþróttum, sem
mörgum þykir harla rýr.“
– Eru konur enn á eftir
körlum hvað snertir þátttöku í al-
hliða hreyfingu?
„Já, ég tel að svo sé. Það þarf að
gefa konum meiri hvatningu til
þess að þær skilji mikilvægi þess
að hreyfa sig reglulega, bæði hvað
varðar almennt heilsufar og vel-
líðan, ekki síst þegar árin færast
yfir.“
– Er mikið framboð á alls kyns
líkamsrækt í Garðabæ?
„Já, við erum með líkamsrækt-
arstöðvar og mikið starf er stund-
að á vegum íþróttafélagsins
Stjörnunnar. Við erum með sund-
laug, aðstaðan er því frábær en
það skortir á að konur notfæri sér
hana. En þessi ráðstefna er ekki
haldin bara fyrir konur í Garða-
bæ, hún er öllum opin, við hvetj-
um allar konur sem tök hafa á að
koma og fræðast um gildi hreyf-
ingar.“
– Hverjir tala á ráðstefnunni?
„Hansína B. Einarsdóttir mun
halda erindi sem hún kallar: Kon-
an sem leiðtogi. Logi Ólafsson
íþróttaþjálfari talar um mismun-
inn á þjálfun kvenna og karla. Lín-
ey Halldórsdóttir sviðsstjóri af-
rekssviðs ÍSÍ mun segja frá
baráttu Ólympíuhreyfingarinnar
fyrir bættum hlut kvenna í íþrótt-
um. Bjargey Aðalsteinsdóttir
íþróttafræðingur talar um fram-
tíðarsýn og næringu. Vanda Sig-
urgeirsdóttir þjálfari talar um
kosti og hindranir í þjálfun
stúlkna. Hildur Thors heilsu-
gæslulæknir talar um áhrif hreyf-
ingar á heilsu kvenna. Í lokin
verða pallborðsumræður sem Jó-
hanna Vigdís Hjaltadóttir frétta-
maður stýrir. Heiðursgestur ráð-
stefnunnar verður Kristín Rós
Hákonardóttir margfaldur ólymp-
íuverðlaunahafi.“
– Verður eitthvað annað á dag-
skrá en fyrirlestrar og umræður?
„Já, fimleikadeild Stjörnunnar
verður með „hléleikfimi“, léttur
hádegisverður verður snæddur og
reiddar fram léttar veitingar í lok-
in.“
– Hvers vegna tókuð þið ykkur
til og undirbjugguð þessa ráð-
stefnu?
„Við fengum styrk úr 19. júní
sjóði um kvennahlaup og þá feng-
um við hugmyndina um
að virkja kvenfélagið á
nýjum vettvangi og
sóttum um styrk úr
sjóðunum og fengum
150 þúsund krónur.
Kvenfélagið átti af-
mæli í gær, á alþjóðlegum bar-
áttudegi kvenna, og varð 48 ára.
Félagið var stofnað af hressum
konum í Garðahreppi 1953 og
ennþá eru lifandi nokkrar af
stofnfélögum. Kvenfélag Garða-
bæjar er mjög fjölmennt félag og
virt í bæjarfélaginu, það er jafn-
framt eitt stærsta kvenfélag á
landinu. Í því er mikið af ungum
konum og við kvenfélagskonur
Garðabæjar höfum sannreynt að
ungar konur hafa mikinn áhuga á
starfi kvenfélaga.“
– Hvert er aðalstarf félagsins?
„Markmið félagsins er að
styrkja líknarstarfsemi, einkum í
Garðabæ. Einnig lætur félagið sig
varða menningarmál og allt sem
styður bætt mannlíf í bænum.“
– Hefur það verið mikið starf að
undirbúa þessa ráðstefnu um kon-
ur og íþróttir?
„Já, undirbúningurinn hefur
verið geysilegur. Það var skipuð
ráðstefnunefnd og í henni starfa
Lovísa Einarsdóttir íþróttakenn-
ari, Valgerður Jónsdóttir hjúkr-
unarfræðingur og Barbara
Wdowiak skrifstofumaður. Þessar
konur hafa borið hita og þunga af
undirbúningi ráðstefnunnar sem
félagskonur hafa haft mikinn
áhuga á og leggja sitt af mörkum
við, svo sem við framreiðslu há-
degisverðar og annarra veitinga.
Sem og sjá félagskonur um skrán-
ingu á ráðstefnuna og allt annað
sem henni tilheyrir. “
– Hvað telur þú að mætti verða
helst til hvatningar fyrir önnum
kafnar nútímakonur svo þær gefi
sér meiri tíma til að stunda íþrótt-
ir?
„Ég tel að fræðsla fyrst og
fremst muni skila árangri á því
sviði, fræðsla um gildi þess að
hreyfa sig. Með reglubundinni
hreyfingu er hægt að koma í veg
fyrir marga sjúkdóma,
má þar t.d. nefna bein-
þynningu, offitu og
tengda sjúkdóma.“
– Hvað er á döfinni í
félagsstarfi Kvenfélags
Garðabæjar?
„Við komum svo sem víða við og
erum með reglubundið starf, við
hittumst mánaðarlega og þá er
tekið á ýmsum málum. Við höfum
undanfarin ár styrkt Hjálparstarf
kirkjunnar, verið með reglubund-
ið starf fyrir eldri borgara í bæn-
um og höfum staðið fyrir ýmsum
námskeiðum fyrir félagskonur,
t.d. tölvunámskeiðum.“
Sigurlaug Garðarsdóttir
Sigurlaug Garðarsdóttir
Viborg fæddist í Reykjavík 5.
apríl 1949. Hún lauk stúdents-
sprófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð, öldungadeild, og
vann um skeið hjá Mjólkursam-
sölunni en nú er hún starfsmaður
hjá Danfoss hf. sem áður var
Héðinn, en þar starfaði Sig-
urlaug áður. Hún hefur tekið
talsverðan þátt í félagsmálum,
var í langan tíma í JC-hreyfing-
unni og er formaður Kvenfélags
Garðabæjar og á sæti í stjórn
Kvenfélagasambands Íslands.
Sigurlaug er gift Haraldi Erni
Haraldssyni skipasmiði og eiga
þau samtals þrjú börn.
Hreyfing get-
ur komið í veg
fyrir marga
sjúkdóma
KRINGUM 80 milljónir króna
hafa nú borist í landssöfnun
Krabbameinsfélags Íslands en
framlög hafa verið að berast áfram
síðustu daga. Söfnunarátakið stóð
síðastliðinn laugardag og söfnuð-
ust þá 75,4 milljónir króna.
Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri
Krabbameinsfélags Íslands, tjáði
Morgunblaðinu að fyrirtæki jafnt
sem einstaklingar væru enn að
leggja fram skerf en söfnunarsím-
arnir, 750 5050 og 907 5050, eru
enn opnir og út mánuðinn verður
unnt að koma framlögum á fram-
færi á Netinu og á reikninga nr.
502001 í bönkum og sparisjóðum.
Guðrún segir lokatölur því ekki
verða á hreinu fyrr en um næstu
mánaðamót.
Söfnunarféð hefur komið inn eft-
ir ýmsum leiðum en einna stærst-
ur hluti þess fékkst er sjálfboða-
liðar úr hreyfingum Kiwanis- og
Lionsmanna, ásamt félögum í
krabbameinsfélögum, gengu í hús
síðastliðinn laugardag. Komu alls
inn 32,5 milljónir króna á þann
hátt. Nefna má til gamans að af
22,1 milljón króna sem söfnuðust
þannig í Reykjavík voru 2,4 millj-
ónir í mynt.
Um söfnunarsímana komu alls
inn 34 milljónir króna frá einstak-
lingum og fyrirtækjum, 1,5 millj-
ónir komu gegnum Netið og fyr-
irtæki og ýmsir aðilar hafa alls
lagt um 12 milljónir króna inn á
söfnunarreikninga.
Eins og fyrr segir verður hægt
að koma framlögum til skila út
mánuðinn. Guðrún Agnarsdóttir
segir að á næstu dögum og vikum
verði ráðstöfun fjárins skipulögð
en það verður notað til þess að efla
starfsemi Krabbameinsfélagsins,
m.a. þjónustu við krabbameins-
sjúklinga, og efla forvarnir.
Um 80 millj-
ónir króna
hafa safnast
Enn berast framlög í landssöfnun
Krabbameinsfélags Íslands
HAFNARFJARÐARBÆR hefur
auglýst eftir tilboðum í faglegt starf
leikskóla og grunnskóla í Áslandi,
samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar.
Í auglýsingunni, sem birtist á heil-
síðu í Morgunblaðinu, kemur fram
að með þessu móti sé einkaaðilum
gert kleift að bjóða á heildstæðan
hátt í allt faglegt starf í grunnskóla
og leikskóla í Áslandi en tilgangur-
inn sé fyrst og fremst að leita nýrra
leiða til að þróa, efla og auðga skóla-
starf í Hafnarfirði. Ætlunin er að
semja til þriggja ára í fyrstu með
möguleika á framlengingu til 5 ára í
senn í allt að 23 ár alls. Auglýsingin
tekur bæði til leikskólans og grunn-
skólans í nýju hverfi og er unnt að
bjóða í annan hvorn skólann eða
báða.
Í grunnskólanum er boðin út öll
kennsla og stoðþjónusta tengd kenn-
urum og nemendum í daglegu skóla-
starfi auk skrifstofuhalds. Í leikskól-
anum er boðinn út allur faglegur
rekstur leikskólans. Við mat á tilboð-
um ráða hlutföllin 60% fyrir faglega
þætti og 40% fyrir fjárhagslega
þætti, að því er fram kemur í auglýs-
ingu Hafnarfjarðarbæjar. Tilboðum
þarf að skila eigi síðar en 6. apríl nk.
Auglýst
eftir tilboð-
um í einka-
rekna skóla
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
Landsbanka Íslands hf. af kröfum
fyrirtækis er vildi rifta kaupum á
víxlum, sem gefnir voru út af Kaup-
félagi Þingeyinga, á þeirri forsendu
að við sölu víxlanna hefði bank-
anum ekki getað dulist hvert
stefndi með fjárhag KÞ. Hæstirétt-
ur taldi skilyrði riftunar ekki fyrir
hendi, þar sem það teldist ekki galli
á seldri kröfu að skuldari reyndist
ekki fær um að greiða hana á gjald-
daga.
Fyrirtækið keypti um miðjan
mars 1999 tvo víxla af Landsbank-
anum, sem Kaupfélag Þingeyinga
hafði gefið út, og var kaupverðið
tæpar 10 milljónir króna. Gjalddagi
víxlanna var 3. júní sama ár. Um
miðjan maí var haldinn aðalfundur
KÞ og varð alvarleg fjárhagsstaða
félagsins þá lýðum ljós. Stjórn
félagsins var veitt umboð til að óska
eftir heimild til greiðslustöðvunar. Í
dómi Hæstaréttar kemur fram að
lánardrottnum með samningskröfur
var boðin greiðsla á 78% krafna
sinna og fyrirtækið á því 7,8 millj-
ónir inni hjá KÞ upp í kröfur sínar.
Fyrirtækið lýsti yfir riftun á víx-
ilkaupunum á þeim forsendum að
ólíklegt væri að krafan fengist
greidd. Söluverð víxlanna hefði ver-
ið langt yfir raunvirði þeirra og
Landsbankanum sem viðskipta-
banka KÞ hefði ekki getað dulist
hvert stefndi. Hæstiréttur sagði
það ekki skilyrði til riftunar og
bætti við að þar sem fyrirtækið
reisti dómkröfur sínar eingöngu á
að sér væri heimilt að rifta kaup-
unum en ekki á að þau væru ógild
eða að Landsbankanum bæri að
greiða því skaðabætur bæri að
sýkna bankann af kröfunum.
Ekki galli þótt skuld-
ari geti ekki borgað