Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐGENGI ferðamanna að lítt þekktri náttúruperlu austan við Selvogsheiði, skammt norðan Þor- lákshafnar, hefur verið stórbætt með uppsetningu 8 metra langs stiga ofan í hellinn Arnarker í Leitahrauni. Hellirinn er tæplega 500 metra langur og er sæmilega vítt til veggja víðast hvar, þótt áhugasamir hellakönnuðir þurfi að skríða í þrengslum á einstaka stað. Það voru félagar í Hellarann- sóknafélagi Íslands sem fengu styrk frá Umhverfissjóði versl- unarinnar til verkefnisins. Stiginn var settur upp í nóv- ember síðastliðnum og jafnframt var gengið frá bílastæðum skammt undan hellinum með styrk frá Ölf- ushreppi. Stefnt er að því að setja upp veðurþolið upplýsingaskilti um jarðfræði hellisins, ferðafólki til fróðleiks, að loknum mælingum og rannsóknum á hellinum. „Svolítið varhugaverður hellir“ Geysifallegar ísmyndanir blasa við er inn í hellinn er komið, sem geta um leið verið varasamar reki menn höfuðið í grýlukerti sem hanga niður úr loftum eða tærnar í misháar ísmyndanir upp úr gólfi hellisins, sem er á köflum flughált. Fólk þarf að hafa gott ljós með- ferðis og vera á góðum skóm og hjálmur myndi ekki spilla fyrir. Hellirinn Arnarker telst þó ekki erfiður yfirferðar en getur í ljósi af framansögðu verið varhuga- verður. „Þessi hellir er svolítið erfiður og því er varhugavert að fara um hann nema menn sýni fullkomna aðgæslu,“ segir Sigurður Sveinn Jónsson, formaður Hellarann- sóknafélagsins. „Menn geta misst fótanna og lent á hvössu grjóti og grýlukerti geta líka dottið á fólk.“ Arnarker er meðal þeirra rúm- lega 30 hella landsins sem eru lengri en 300 metrar og hefur ver- ið þekktur um langan tíma. Félag- ar í Hellarannsóknafélaginu vinna nú að mælingum á hellinum og jafnframt kortlagningu hans. „Það gerum við með áttavita, hallamæli og málbandi. Við veljum mæli- stöðvar í hellinum, mælum á milli þeirra og teiknum upp grunnkort sem sýnir legu hans, helstu breidd- ir og stærðir,“ útskýrir Sigurður. „Þegar staðreyndir um þetta liggja fyrir komum við aftur og bætum inn öðrum smáatriðum sem eiga að vera á kortinu. Við vinnum að söfnun þessara upplýsinga til að út búa upplýsingaskilti fyrir ferða- fólk, sem verður sett niður við veg í vor eða sumar í samvinnu við Ölf- ushrepp.“ Myndaðist við gos á Reykjanesskaga En hvernig myndast hellir eins og Arnarker? Sigurður hefur að sjálfsögðu svar við því, enda er hann jarðfræðingur að mennt og vinnur hjá Orkustofnun. „Arn- arker myndaðist við gos í gígnum Leitum, hér á Reykjanesskaga fyr- ir 4–5 þúsund árum. Þetta er eitt fárra hrauna á Reykjanesskaga sem rann til beggja átta, norðurs og suðurs. Þetta er sama hraunið og rann niður með Bláfjöllum og niður Elliðaárdalinn. Arnarker myndaðist þannig að hraunið rann eins og á frá eldvarpinu og ein- skorðaðist við ákveðinn farveg á yfirborðinu eins og svo oft gerist. Stundum myndast þak á þessa far- vegi og þá rennur hraunið í lok- aðri rás. Hraunið rann síðan eftir göngunum og þegar gosið hætti, lækkaði í hraunánni. Göngin tæmdu sig í kjölfarið með því að hraunið rann út og eftir stóð „rör- ið“. Þegar frá leið storknaði hraunið og olli nokkru hruni inni í hellinum, að því er virðist við kóln- unarsamdrátt hraunsins.“ Sigurður bætir því við að jarð- skjálftarnir í júní á síðasta ári virðast ekki hafa valdið mælanlegu hruni í Arnarkeri, sem gæti styrkt þá tilgátu að hellar hrynja einkum á myndunartíma þeirra. Félagar í Hellarannsóknafélag- inu eru um 70 talsins og hefur félagið gefið út 7 tölublöð af árs- ritinu Surti frá stofnun félagsins árið 1989. „Félagar hafa gaman af ævintýramennskunni sem fylgir þessu félagsstarfi. Að uppgötva nýjan helli er nokkuð sem gleymist seint. Þegar við fundum Lofthelli í Mývatnssveit árið 1989 þurftum við að brjóta okkur leið inn í hann. Þetta er 5 þúsund ára gamall hellir og það að vera fyrstur til að kanna slík náttúrufyrirbæri og vita aldrei hvað bíður manns í myrkrinu handan við næsta horn er vægast sagt ævintýralegt,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Jakob Þór, Sigurður Sveinn og Guðmundur við hellismunnann. Ljósin á hjálmum þeirra ganga fyrir sérstöku gasi og eru hentugri en rafhlöðuljós. Arnarker kemst á kortið Áður þurfti að síga á vað ofan í hellinn en það heyrir sögunni til. Stiginn í hellinum er 8 m langur og ætti að verða ágæt samgöngubót. Fallegar ísmyndanir eru í hellinum. Á myndinni eru félagar í Hellarann- sóknafélagi Íslands, frá vinstri: Einar Júlíusson, Guðmundur B. Þor- steinsson, Sigurður Sveinn Jónsson og Jakob Þór Guðbjartsson. Aðgengi stórbætt að hellinum Arnarkeri og kortlagning hans hafin Ekki stend- ur til að hætta við ferðina FERÐASKRIFSTOFAN Úrval- Útsýn hefur ekki áform uppi um að hætta við fyrirhugaða ferð til Bretlands um páskana sem upp- haflega var auglýst sem „bænda- ferð“. Nú hefur nafni ferðarinnar verið breytt í „söguferð“ þar sem ferðaskrifstofunar telur ferðina hafa verið mistúlkaða í fjölmiðlum. Ekki hafi staðið til að heimsækja bændabýli í Bretlandi, heldur fyrst og fremst borgir og frægar sögu- slóðir, auk þess sem örfáir af þeim þrjátíu ferðamönnum sem hafa bókað sig eru bændur. Landbún- aðarráðherra og formaður Bænda- samtakanna höfðu hvatt til þess að hætt yrði við ferðina vegna gin- og klaufaveikinnar sem geisar á Bret- landseyjum. Þórir Jónsson, deildarstjóri hjá Úrvali-Útsýn, sagði við Morgun- blaðið að yfirdýralæknir hefði haft samband við ferðaskrifstofuna og fengið upplýsingar um ferðina. Hefði hann ekki talið ástæðu til að hætta við. Ódýrar rútuferðir „Ef aðstæður breytast og við fáum fyrirmæli um það frá heil- brigðisyfirvöldum að hætta við ferðina þá munum við að sjálf- sögðu taka það til greina,“ sagði Þórir. Hann sagði að „bændaferð“ væri samheiti eða hugtak yfir ódýrar rútuferðir með fararstjórn til Evr- ópu sem farnar voru á árum áður á vegum samtaka bænda 1-2 sinn- um á ári. Ferðirnar hefðu verið vinsælar en á seinni árum hefðu færri og færri bændur farið, þrátt fyrir að nafnið hefði haldist. Ekki væri farið á bændabýli og þeir sem færu t.d. á fótboltaleik gætu verið í meiri snertingu við bændur uppi í stúku en í ferð sem þessari. Ferðin til Bretlands er farin í tengslum við beint leiguflug til Blackpool á vesturströndinni en þangað eru um 100 Íslendingar að fara vegna árlegrar danskeppni. Farið verður ásamt fararstjóra í rútum til Blackpool, Liverpool, York, Chester, Hull og Grimsby, svo nokkrir staðir séu nefndir, og tekur ferðin níu daga. „Bændaferð“ hjá Úr- vali-Útsýn til Bretlands orðin að „söguferð“ Flugfélag Ís- lands fækkar flugferðum til Hornafjarðar FLUGFÉLAG Íslands hefur ákveðið að fækka flugferðum til Hafnar í Hornafirði og verður frá og með næstkomandi mánudegi, 12. mars, einungis boðið upp á 6 flugferðir í viku milli Reykjavíkur og Hafnar í stað 12 áður. Í vetr- aráætlun félagsins verður nú flog- ið einu sinni á dag alla daga vik- unnar nema laugardaga. Í sumaráætlun er aftur gert ráð fyr- ir tveimur ferðum á dag til Hafnar ef eftirspurn verður nægileg. Ástæða þessarar fækkunar ferða er slæm sætanýting á þess- ari flugleið á síðastliðnum mán- uðum. Undanfarin ár hefur Flug- félag Íslands fjölgað ferðum til Hafnar nokkuð og leiddi það til mikillar fjölgunar farþega. Á síð- ustu fjórum til fimm mánuðum hefur farþegum hins vegar fækkað á flugleiðinni og hefur sætanýting því versnað mjög mikið og er þess vegna nauðsynlegt að grípa til þessara aðgerða nú. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.