Morgunblaðið - 09.03.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 09.03.2001, Síða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ KJÖRIÐ tækifæri hefur gefist síð- ustu daga fyrir yngstu kynslóðina að leika sér úti í snjónum nú þegar dagarnir lengjast stöðugt. Þeir eru vel nýttir og heilu snjóhúsin rísa á skömmum tíma, en þessir ungu krakkar voru einmitt að búa sér til eitt slíkt við Brekkuskóla í fögru vetrarveðri gærdagsins. Morgunblaðið/Kristján Byggingaframkvæmdir í snjónum við Brekkuskóla við Laugargötu, áður Gagnfræðaskóla Akureyrar. Snjóhúsin rísa eitt af öðru TÓNLEIKAR verða haldnir í Laugaborg næstkomandi laugardag, 10. mars. Þar koma fram nemendur píanódeildar Tónlistarskólans á Ak- ureyri og flytja íslenska og erlenda samtímatónlist. Tónleikarnir hefjast kl. 14 og er aðgangur ókeypis. Tónleikar í Laugaborg ÞAÐ VAR mikið fjör í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju á miðviku- dagsmorguninn þegar þangað streymdu mæður með börn sín að fagna 10 ára afmæli mömmumorgna í kirkjunni. Í tilefni dagsins voru veglegar veitingar á borðum og ým- islegt var sér til gamans gert, en börnin voru á fleygiferð um sali og ganga með leikföng af ýmsu tagi. Berglind Rafnsdóttir, ein mæðr- anna, sagði að mömmumorgnar væru ávallt á miðvikudagsmorgnum frá kl. 10 til 12 og þangað mætti allt- af nokkur kjarni, konur sem væru heima með ung börn, allt frá unga- börnum og upp í 6 ára gömul. „Það er misjafnt hvað margir mæta, fer svolítið eftir veðri og vindum, en oft- ast er þetta góður hópur sem mætir hér með börnin sín og allir hafa mjög gaman af,“ sagði Berglind. Fastur punktur Hún sagðist vera heima við með ung börn sín og sér þætti afar mik- ilvægt að fá tækfæri til að hitta aðr- ar konur og bera saman við þær bækur um ýmislegt það er varðar uppeldi barna. „Börnunum þykir líka afar spennandi að koma hingað og hitta aðra krakka og leika sér við þá,“ sagði Berglind en hún sagðist ekki vera með sín börn á leikskóla og því skipuðu mömmumorgnarnir mikinn sess í hugum barnanna sem hlökkuðu til þessara samveru- stunda. „Þetta er fastur punktur í okkar lífi,“ sagði hún. „Þetta er góð leið til að brjóta svolítið upp daglega lífið og einnig kjörið tækifæri fyrir mæður ungra barna að fara út af heimilinu og hitta aðrar konur í svipuðum sporum, menn lokast þá ekki alveg af á heimilunum.“ Karlmennirnir tregir til að mæta Berglind sagði að feður væru meira en velkomnir og reynt hefði verið að fá þá til að taka þátt í þess- um samverustundum í kirkjunni, en treglega gengið fram til þessa. „Það hefur gerst að hingað hafa komið karlmenn en það er því miður fátítt. Þeir eru innilega velkomnir og við viljum gjarnan að þeir séu með okk- ur í þessu,“ sagði Berglind og bætti við að ef til vill skapaði foreldra- orlofið færi á að þeir kæmu í kirkj- una. Einu sinni í mánuði kemur gestur og flytur erindi og hefur verið fjallað um margvísleg málefni. Nú síðast kom Björn Gunnarsson barnalæknir og ræddi um ofbeldi gegn börnum og þá hefur Eygló Aradóttir barnalæknir komið í vet- ur og rætt um „hita, hósta og hor í nös.“ Síðar í þessum mánuði mun María Jónsdóttir í Kompaníinu koma og fjalla um starfsemina sem þar fer fram. Mömmumorgnarnir eru yfir vetrartímann og lýkur starfinu jafnan með grillveislu í Kjarnaskógi. Fjör í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á 10 ára afmæli mömmumorgna Morgunblaðið/Kristján Það var líf og fjör á mömmumorgni í Akureyrarkirkju að morgni mið- vikudagsins þegar haldið var upp á 10 ára afmæli slíkra samkoma. Börnin sem koma í kirkjuna eru allt frá ungabörnum og upp í 6 ára. Kjörið tækifæri til að bera saman bækurnar SÝNINGAR eru nú að hefjast að nýju á barnaleikritinu „Tveir misjafnlega vitlausir“, sem er samvinnuverkefni Leikfélags Akureyrar og Vitlausa leikhópsins. Um er að ræða trúðaleik eftir Aðalstein Bergdal en tónlistin er eftir Skúla Gautason. Þeir félagar koma þar fram í hlutverkum Skralla og Lalla bróður hans. Fjórar sýningar voru á leikritinu um jólin í Samkomu- húsinu, en nú verða sýningar í Deiglunni í Grófargili. Trúð- unum þykir ekki verra að hafa börnin ögn nær sér en slíkt tækifæri skapast í Deiglunni. Þá hefur tekist samvinna með leikfélaginu, leikhópnum, Gilfélaginu og Vigni Þormóðssyni veitingamanni á Karól- ínu og verður boðið upp á leiksýningu, kakó, muffins og sleikjó eða það sem þeir félagar Skralli og Lalli kalla „kakómuffinssleikjótrúðasýningu“ og er allt innifalið í miðaverði, sem nú er 1.000 krónur. Einn heppinn áhorf- andi fær í lok hverrar sýningar geisladiskinn „Tveir mis- jafnlega vitlausir“, trúðabol og úttekt á Karólínu. Fyrsta sýning í Deiglunni verður á sunnudag, 11. mars, kl. 15 en miðasala verður líkt og áður í Samkomuhúsinu, nema hvað miðar verða seldir í Deiglunni sýningardaga. Skralli og Lalli í Deiglunni Morgunblaðið/Kristján ÍSLANDSMÓTIÐ í í dorgveiði fer fram á Ólafsfjarðarvatni á morgun, laugardaginn 10. mars. Mótið hefst kl. 11 og stendur til kl. 16. Veitt verða glæsileg verðlaun og fer verðlaunaafhending fram á Hótel Ólafsfirði strax að móti loknu. Skráning keppenda verður á Hótel Ólafsfirði frá kl. 9.30 á morg- un og er öllum heimil þátttaka. Skráningargjald er 800 krónur en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Mótið er haldið í samvinnu við At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hótel Ólafsfjarðar og Ólafsfjarð- arbæjar. Mótshaldarar benda á að Ólafs- fjörður hefur upp á ýmislegt að bjóða og nefna í því sambandi Náttúrugripsafnið, troðnar göngu- skíðabrautir á frosnu vatninu og sundlaugina í íþróttamiðstöðinni. Þá fer Fjarðargangan, opið skíða- göngumót, fram í Ólafsfirði um helgina. Íslands- mótið í dorgveiði í Ólafsfirði NÝTT vikublað, AK-vikublað, hef- ur göngu sína á Akureyri innan tíð- ar en fyrsta tölublaðið kemur út 22. mars næstkomandi. Fjölmynd, sem gefur út AK-tímarit gefur blaðið út. Gunnar Sverrisson einn eigenda Fjölmyndar sagði að blaðinu yrði dreift inn á hvert heimili á Ak- ureyri og við Eyjafjörð. Hann sagði að efni blaðsins yrði fjölbreytt, þar yrðu fréttir, umfjöllun um íþróttir, veiði, Formúlu 1, stutt viðtöl af ýmsu tagi og þá yrði þar einnig birt sjónvarpsdagskrá næstu viku. „Ástæðan fyrir því að við ætlum að gefa út vikublað er sú að við höf- um fundið fyrir ánægju lesenda AK-tímarits sem fengið hefur góð- ar viðtökur. Fólk er ánægt með út- lit og framsetningu efnis í tímarit- inu, en því munum við reyna að halda einnig í blaðinu, sem verður gefið út í A-4 broti,“ sagði Gunnar. Hann sagði að um yrði að ræða hentugan og hagnýtan upplýsinga- og auglýsingamiðil fyrir Eyjafjarð- arsvæðið. Gunnar og Halla Bára Gestsdótt- ir hófu útgáfu AK-tímarits síðast- liðið haust og störfuðu þá tvö við útgáfuna, en nú eru starfsmenn 6 talsins í fullu starfi og sagðist Gunnar vona að fleiri bættust jafn- vel við síðar. Nýtt vikublað hefur göngu sína á Akur- eyri innan tíðar LISTDANSSKÓLI Íslands stend- ur fyrir helgarnámskeiðum í vor í ballett og nútímadansi, en stjórn- andi og kennari á þessum nám- skeiðum er Asako Ichihasi. Asako rak Ballettskóla Akureyr- ar til nokkurra ára, en hefur nú gengið til liðs við Listdansskóla Ís- lands. Þetta er liður í að kynna starf- semi Listdansskólans og er ætl- unin í framhaldi af þessum nám- skeiðum að hefja samfellda listdanskennslu á Akureyri næsta haust. Námið við Listdansskólann er metið inn í kennslu grunnskóla og einnig er það metið til eininga í fjölbrautaskólum og sem valgrein- ar í menntaskólum. Tilgangur námsins er að mennta dansara og einnig undirbúa nemendur undir frekara nám við listaháskóla. Námskeiðin verða haldin í KA- heimilinu og verður fyrsta nám- skeiðið um næstu helgi, 10. og 11. mars. Innritun og allar nánari upplýsingar um námskeiðin og Listdansskólann eru veittar á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 9–17. Námskeið í ballett og nútímadansi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.