Morgunblaðið - 09.03.2001, Page 27

Morgunblaðið - 09.03.2001, Page 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 27 Nú færir nýjasta tækni þér húðina sem þig lang- ar í. Finndu hana. Ótrúlega mjúk og slétt. Sjáðu hana. Ótrúlega björt og jafnlit. Og þá eru líka öll smávandamál húðarinnar - svitaholur, fínar línur, flögnun og roðablettir - úr sögunni með þessari nýju náttúrulegu aðferð. Skin-Refinishing Complex. Idealist. Húðumhirða í æðra veldi. Estée Lauder útsölustaðir: Clara Kringlunni, Sara Bankastræti, Lyfja Lágmúla, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Laugavegi, Lyfja Hamraborg, Lyfja Setbergi, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáranum, Hagkaup Spönginni, Lyf og heilsa Austurstræti, Apótek Keflavíkur, Hjá Maríu Hafnarstræti og Gleratorgi Akureyri. Draumahúðin þín. Sjáðu, finndu, fáðu hana. Estée Lauder kynnir Idealist Skin Refinisher KIICHI Miyazawa, fjármálaráð- herra Japans, sagði í gær að fjár- hagur ríkisins væri að hruni kominn vegna mikilla skulda. Ummæli hans urðu til þess að gengi jensins lækk- aði og hefur ekki verið lægra gagn- vart Bandaríkjadollar í nítján mán- uði. Nýjar hagtölur, sem birtar voru í gær, bentu einnig til þess að hætta væri á verulegum efnahagssam- drætti í landinu síðar á árinu. Hreinskilið mat fjármálaráðherr- ans á afleiðingum skuldasöfnunar- innar vegna gríðarlegra útgjalda ríkisins síðastliðinn áratug kom mörkuðunum á óvart. „Fjárhagur ríkisins er afbrigðilegur um þessar mundir og nálægt hruni,“ sagði Miyazawa á fundi með fjárlaganefnd efri deildar japanska þingsins. „Við þurfum að rétta efnahaginn við í stað þess að reyna aðeins að hljóma jákvæðir í ummælum okkar,“ bætti ráðherrann við og ýjaði að því að stjórnin yrði að skerða félagslegar bætur eða hækka skatta. Ummæli fjármálaráðherrans urðu til þess að gengi jensins lækkaði gagnvart dollarnum og hefur ekki verið lægra frá júlí 1999. Miyazawa hefur verið hlynntur því að gengi jensins lækki til að útflutningurinn aukist en hann neitaði því í gær að markmiðið með ummælunum hefði verið að stuðla að gengislækkun. Horfur á minni fjárfest- ingum fyrirtækja Hagrannsóknastofnun Japans skýrði frá því í gær að dregið hefði úr vélbúnaðarpöntunum japanskra fyrirtækja um 11,8% í janúar frá mánuðinum áður. Fylgst er grannt með slíkum pöntunum þar sem þær gefa vísbendingar um fjárfestingar fyrirtækja um það bil hálfu ári síðar. Áður hafði verið skýrt frá því að viðskiptajöfnuður Japans hefði verið óhagsstæður í janúar í fyrsta sinn í fjögur ár og nýju upplýsingarnar um pantanir fyrirtækja eru enn ein vís- bendingin um að minnkandi hag- vöxtur í Bandaríkjunum og mörgum Asíuríkjum hafi skaðað japönsk út- flutningsfyrirtæki verulega. Nýju hagtölurnar urðu til þess að hagfræðingar tóku að endurskoða spár sínar um fjárfestingar jap- anskra fyrirtækja á næstu mánuð- um, en þær höfðu stuðlað að hæfi- legum hagvexti á síðasta ári. „Fjárfestingar fyrirtækja munu snarminnka í apríl, maí og júní og halda áfram að minnka í júlí, ágúst og september,“ sagði Takuji Okubo, hagfræðingur Goldman Sachs. „Við teljum þó að þær aukist aftur eftir það til næsta árs.“ Efnahagssamdrátturinn torveld- ar stjórninni að grynnka á skuldum Japans, sem eru orðnar meiri en nokkurs annars iðnríkis og hafa þeg- ar orðið til þess að lánskjör ríkisins hafa versnað. Búist er við að Yoshiro Mori, einn óvinsælasti forsætisráð- herra í sögu Japans, láti af embætti á næstunni og nýju hagtölurnar sýna að eftirmaður hans tekur við eitruðum bikar. Búist er við að stjórnin kynni í dag tillögur sem miða að því að styrkja efnahaginn og hlutabréfamarkað- inn, en gengi hlutabréfa í japönskum fyrirtækjum hefur lækkað að und- anförnu og ekki verið jafn lágt í 15 ár. Jenið veikist vegna ummæla Miyazawa fjármálaráðherra Segir fjárhag Japans að hruni kominn Kiichi Miyazawa, fjármálaráð- herra Japans (t.v.), og Yoshiro Mori forsætisráðherra hlýða á ræðu á japanska þinginu. Tókýó. Reuters, AFP. Reuters ZHU Rongji, forsætisráðherra Kína, hélt því fram í gær, að „trufl- aður“ maður hefði valdið sprenging- unni í skóla í Fanglin í suðaust- urhluta landsins í fyrradag en hún varð tugum manna að bana, aðal- lega börnum. Neitaði hann því, að börnin hefðu verið neydd til að vinna við flugeldagerð þvert ofan í það sem haft er eftir læknum, öðr- um embættismönnum, ýmsum fjöl- miðlum og foreldrum sjálfra barnanna. Zhu sagði á fréttamannafundi í Peking, að „geðveill maður og fullur heiftar“ hefði komið með stóran poka fullan af sprengiefni í skólann og kveikt í honum. Hefði hann átt við einhvern hjúskaparvanda að stríða að því er Zhu sagði og hann fullyrti, að aldrei hefði nein flug- eldagerð átt sér stað í skólanum. Foreldrar barnanna, aðrir íbúar, embættismenn í bænum og fjöl- miðlar þar segja hins vegar, að nemendurnir hafi verið neyddir til þess árum saman að búa til flugelda og fyrir það hafi kennararnir fengið þóknun frá flugeldafyrirtæki í bæn- um. Haft er eftir lækni, að börnin hafi verið að koma fyrir kveikiþræði í flugeldunum þegar sprengingin varð. Bærinn lokaður fréttamönnum Zhang Minggeng, sem missti son sinn og dóttur í sprengingunni, sagði, að yfirlýsing Zhus væri hluti af yfirhylmingu stjórnvalda. „Þetta er lygi. Yfirvöldin eru hrædd við sannleikann. Þess vegna fá frétta- menn ekki að koma til bæjarins. Vissulega var fullorðinn maður í skólanum að vinna við flugeldagerð- ina og hann týndi lífi. Það amaði þó ekkert að honum og við þekktum hann öll.“ Foreldrar barnanna sem létust segja, að þeim hafi nú þegar verið greiddar rúmlega 300.000 ísl. kr. í bætur fyrir hvert barn en þau krefj- ast opinberrar rannsóknar. Þeir segja, að börnin hafi verið sektuð neituðu þau að vinna við flugeldana og það kom líka fram á vefsíðum op- inberra fjölmiðla. Kínverska fréttastofan Xinhua segir, að 41 maður hafi týnt lífi í sprengingunni en foreldrarnir segja, að 54 hafi farist, þar af fjórir kennarar. Skólastjórans er hins vegar saknað og er talið að hann hafi flúið burt. Peking. AP, AFP. Foreldrar barnanna saka stjórnvöld um yfirhylmingu Forsætisráðherra Kína segir „truflaðan“ mann hafa valdið sprengingu sem varð tugum skólabarna að bana Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.