Morgunblaðið - 09.03.2001, Side 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 35
VÁLYND veður á Austfjörðum um helgina
urðu til þess að undirritaður sá sér þann kost
vænstan að keyra á Egilsstaði þegar kom að hléi
á sýningu Reyðfirðinga á Ærsladraugnum. Sat
svo þar veðurtepptur í þrjá daga, en það er önn-
ur saga. Allavega er það sem hér er ritað byggt
á því sem fyrir augu bar fyrir hlé og verður að
skoðast í því ljósi.
Ærsladraugurinn hans Cowards ætlar að
vera þaulsætinn gestur í íslenskum leikhúsum.
Segir ekki þjóðtrúin að draugar magnist í
hundrað ár, haldi sér í aðra öld og lognist svo út
af á hundrað árum? Ærsladraugurinn barst
hingað 1946 og á því langt eftir enn, ef við trúum
kerlingarbókunum. En frekar er nú af honum
dregið þykir mér, svo rótfastur sem hann er í
menningu og leikhústísku ritunartímans. Og þó
Coward þyki hnyttinn höfundur í sínu ættlandi
þá skilar sú mælska sér heldur takmarkað í þýð-
ingu Torfeyjar Steinsdóttur. Leikstjórinn ís-
lenskar nöfn persóna og flytur atburði til í tíma
og rúmi (sýningin virðist gerast í litlum bæ
austur á fjörðum í nútímanum) sem gengur upp
að ýmsu leyti, en annað verður óhjákvæmilega
ankannalegt.
Rithöfundur nokkur vill sækja sér fróðleik
um starfsemi miðla og fær einn slíkan til að
halda fund á heimili sínu. Ekki tekst betur til en
svo að látin eiginkona hans vaknar upp og neitar
að yfirgefa hann aftur.
Heldur setur þetta háttarlag hennar spennu í
seinna hjónaband höfundarins og var það þó
hvergi nærri gott fyrir. Skemmtilegur útgangs-
punktur sem verður á stundum nokkuð lopa-
teygður í meðförum höfundar, og því miður enn
frekar í sýningu Reyðfirðinga. Eftir góða byrj-
un þar sem margir leikarar áttu fína spretti datt
snerpan nokkuð niður, þegar nær hefði verið að
herða á.
Mest var gaman að Gíslunni Jóhannsdóttur
sem gerði kostulega undirlægju úr Vilborgu
læknisfrú og það gustaði af Ingunni Indriða-
dóttur í hlutverki miðilsins. Samleikur Elíasar
Geirs Eymundssonar og Hafdísar Sjafnar
Harðardóttur var og sannfærandi, rithöfundur-
inn og frúin áttu greinilega í nógu miklum erf-
iðleikum í samlífinu þó draugurinn Elva bættist
ekki þar við. Aðalheiður Kristjánsdóttir var
ágætlega draugaleg í því hlutverki, en misráðin
þótti mér tæknibrellan sem notuð var til að sýna
drauginn lengi vel og ég vil ekki ljóstra upp hver
er. Hún gerði mótleikurum draugsins heldur
erfitt að athafna sig. Gaman hefði verið að sjá
hvort brellan var endurnýtt eftir hlé þegar fjölg-
ar í flokki framliðinna í verkinu, en það lukkaðist
því miður ekki. Eftir stendur að Reyðfirðingar
eiga greinilega öflugan flokk leikenda sem hefði
gert enn skemmtilegri sýningu ef gerðar hefðu
verið ákveðnari kröfur um snerpu og kraft.
Kröfur sem ég er ekki í vafa um að þau hefðu
staðið undir.
Konan mín heitin LEIKLIST L e i k f é l a g R e y ð a r f j a r ð a r
Höfundur: Noel Coward.
Þýðandi: Torfey Steinsdóttir.
Leikstjóri og höfundur leikgerðar: Þorsteinn
Bachmann. Leikendur: Aðalheiður Kristjáns-
dóttir, Elías Geir Eymundsson, Gíslunn Jó-
hannsdóttir, Guðmundur Már Beck, Hafdís
Sjöfn Harðardóttir, Helena Rós Rúnarsdóttir
og Ingunn Indriðadóttir. Félagsheimilinu
Félagslundi, laugardaginn 3. mars 2001.
ÆRSLADRAUGURINN
Þorgeir Tryggvason
TÓNLEIKAR kirkjukóra og organ-
ista í Borgarfjarðarprófastdæmi, er
marka lok kristnihátíðar í héraðinu,
verða á morgun, laugardag.
Tónleikarnir verða í safnaðar-
heimili Akranesskirkju og hefjast kl.
16. Á dagskránni er fjölbreytt tón-
list, m.a. passíusálmalög, verk eftir
Bach, Wagner, Wesly og Kodály.
Aðgangur er ókeypis.
Tónleikar
á Akranesi
KAREN Ósk Sigurðardóttir opnar
sýningu í Galleríi Nema hvað að
Skólavörðustíg 22c í kvöld kl. 20.
Hún sýnir þar litla leirkalla, mál-
verk, teikningar og óróa. Sýningin er
opin fimmtudaga til sunnudaga á
milli 14 og 18. Hún stendur til 22.
mars.
Leirkallar í
Nema hvað
TÓNLEIKAR verða haldnir í Hótel
Borgarnesi á vegum Tónlistarfélags
Borgarfjarðar á sunnudag kl. 20.30.
Gestir þess verða að þessu sinni
söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir, sópran, Bergþór Pálsson, baríton,
Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeist-
ari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og
Veislutríóið en í því eru Anna Guðný
Guðmundsdóttir, píanóleikari, Sig-
urður Snorrason, klarínettuleikari,
og Páll Einarsson, kontrabassaleik-
ari.
Að þessu sinni verður blandað
saman tónlist frá Vínarborg, m.a.
eftir Strauss og Lehár, og hins vegar
söngleikjum af Broadway, m.a. eftir
Gershwin og Lloyd-Webber.
Söngur í
Borgarnesi
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
Bergþór
Pálsson
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
ÞAÐ er hljómsveitin Tríngúl sem
leikur á Ozio við Lækjargötu á
sunnudagskvöld en hana skipa þeir
Þorgrímur Jónsson bassaleikari, Er-
ik Quick trommuleikari, Ómar Guð-
jónsson gítarleikari, Eyjólfur Þor-
leifsson tenór-saxófónleikari og
Birkir Freyr Matthíasson trompet-
leikari.
Leikin verða djasslög úr öllum átt-
um í útsetningum hljómsveitarmeð-
lima. Með annars verður flutt lagið
Hr.7 eftir trompetleikara sveitarinn-
ar. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30.
Miðaverð er 600 kr. og miðanum
fylgir frír drykkur.
Sunnudags-
djass á Ozio
♦ ♦ ♦