Morgunblaðið - 09.03.2001, Qupperneq 37
FJÖLMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 37
SAMTÖK VERSLUNARINNAR
AÐALFUNDUR
Hvammur, Grand Hótel,
föstudaginn 9. mars 2001, kl. 13:00
SKRÁNING
13:00 Skráning við Hvamm, Grand Hótel
FUNDARSETNING
13:15 Ræða formanns Samtaka verslunarinnar
Haukur Þór Hauksson.
FYRIRLESARAR
13:45 Pétur Björnsson stjórnarformaður X-18:
Útrás verslunarfyrirtækja.
Kaffihlé.
14:20 Helgi Gestsson lektor við Háskólann á Akureyri:
Tækifæri í smásöluverslun,
„Convenience store - þægindaverslun“
14:50 Höskuldur Ásgeirsson framkvæmdastjóri
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.:
Stækkun flughafnarinnar, stækkun verslunarrýmis
og framtíðarhorfur.
15:20 Hilmar Ágústsson rekstrarráðgjafi hjá
PricewaterhouseCoopers:
Rafrænir markaðir og vörudreifingarmiðstöðvar.
Kaffihlé
16:10 Almenn aðalfundarstörf skv. samþykktum samtakanna
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 588 8910
eða á netfang: lindabara@fis.is
,,NAFNGREINING sakborninga í
fjölmiðlum hefur verið í kastljósinu að
undanförnu. Fjölmiðlaumfjöllun um
rannsókn tiltekinna afbrota og með-
ferð dómsmála, hér á landi og erlend-
is, hefur vakið umræðu og kallað fram
ólík sjónarmið um réttmæti þess að
greina frá nöfnum þeirra sem sakaðir
eru um refsiverða háttsemi,“ segir
Erla Skúladóttir, lögfræðingur og
blaðamaður á Morgunblaðinu til
skamms tíma, m.a. í inngangi lokarit-
gerðar sinnar frá lagadeild Háskóla
Íslands. Hún útskrifaðist í febrúar sl.
og flutti erindi um efni ritgerðarinnar
á svokölluðu Pressukvöldi Blaða-
mannafélags Íslands í gærkvöld.
Erla segir ljóst að fréttir af vett-
vangi sakamála séu vinsælt fjölmiðla-
efni og að nafngreining þeirra sem
þar komi við sögu virðist auka áhuga
almennings. ,,Það á ekki hvað síst við
ef greint er frá nöfnum sakborninga
og áhuginn vex ef mynd fylgir um-
fjölluninni. Þess vegna hlýtur sú
hætta að vera fyrir hendi að fjöl-
miðlar, sem búa við harða samkeppni
um athygli neytenda, freistist til að
nafngreina menn án þess að sérstak-
lega sé hugað að afleiðingunum,“ seg-
ir Erla.
Markmið ritgerðarinnar var að
kanna heimild fjölmiðla til nafngrein-
ingar sakborninga samkvæmt ís-
lenskum rétti. Þegar Erla talar um
sakborninga er hún að vísa til þeirra
einstaklinga sem hafðir eru fyrir sök
eða grunaðir um refsiverða háttsemi,
allt frá því lögreglurannsókn hefst
þar til máli lýkur með dómi. Og undir
nafngreiningu, segir Erla, fellur auk
birtingar nafns, annað það sem jafn-
gilt getur nafnbirtingu. Er einkum átt
við birtingu myndar af sakborningi og
umfjöllun um sakborning þar sem
nógu nákvæmar upplýsingar koma
fram til að ekki dyljist hvern um ræð-
ir.
Ósparir á óbeina nafngreiningu
Í ritgerðinni er dregið fram að eng-
in heildarlöggjöf hefur verið sett á Ís-
landi um starfsemi fjölmiðla þótt
meginþættir fjölmiðlaréttar hafi verið
lögfestir hér á landi. Tjáningarfrelsi
sé þannig til að mynda bundið í
stjórnarskrá og kveðið á um tak-
markanir á því með lögum. Má m.a.
takmarka tjáningarfrelsið vegna rétt-
inda eða mannorðs annarra. ,,Í ljósi
meginreglunnar um tjáningarfrelsi
verður [þó] að telja nauðsynlegt að
takmörkununum verði beitt af var-
kárni,“ segir í ritgerðinni. En það er
fleira en réttarreglur í hinni hefð-
bundnu lögfræðilegu merkingu sem
markar réttarumhverfi fjölmiðlanna.
Fjölmiðlamenn eru einnig, bendir
Erla á, bundnir af margvíslegum
hátternisreglum í starfi sínu, bæði al-
mennum umgengnisreglum manna á
milli svo og sérstökum skráðum siða-
reglum sem Blaðamannafélag Ís-
lands hefur sett sér. Í þeim reglum
segir m.a., að blaðamenn skuli forðast
allt sem valdið geti saklausu fólki, eða
fólki sem eigi um sárt að binda, óþarfa
sársauka eða vanvirðu. Þeir skuli
einnig hafa ríkt í huga hvenær al-
mennt öryggi borgaranna, sérstakir
hagsmunir almennings eða almanna-
heill krefjist nafnbirtingar. Ennfrem-
ur segir þar að í frásögnum af dóms-
og refsimálum skuli blaðamenn virða
þá meginreglu að hver maður er tal-
inn saklaus þar til sekt hans hefur
verið sönnuð.
Auk þessa styðjast fjölmiðlafyrir-
tæki við starfsreglur, ýmist skráðar
eða óskráðar, að sögn Erlu, siðaregl-
unum til styrktar og fyllingar. Í regl-
unum er þó oftast aðeins vikið að
nafngreiningu dæmdra manna, ekki
sakborninga. Á Morgunblaðinu,
fréttastofu Útvarps og fréttastofu
Sjónvarps er til að mynda miðað við
að einungis skuli greint frá nafni
manna sem hljóta tveggja ára fang-
elsisdóm eða þyngri. Undantekningar
eru þó frá því. Á Morgunblaðinu er
nafn sakbornings, svo dæmi sé tekið,
birt áður en dómur fellur ef hann hef-
ur játað á sig alvarlegan glæp, til
dæmis morð. Um þetta efni segir
jafnframt í starfsreglum fréttastofu
Sjónvarps: ,,Nafnbirtingar skulu al-
mennt ekki tíðkast í sakamálum nema
nauðsyn beri til og þá aðeins að und-
angengnum dómi. Undantekningar
geta þó verið á því þegar
mál vekja óvenjumikla
athygli og aðrir fjöl-
miðlar hafa þegar birt
nöfn sakborninga og
ætla megi að þau séu
flestum kunn eða að það
gæti valdið misskilningi
að birta ekki nöfnin eða
að ekki verði hjá því
komist af öðrum orsök-
um…“
Erla segir að það veki
eftirtekt og mætti gagn-
rýna að í þeim reglum
sem íslenskir fjölmiðlar
hafi sett sér sé hvergi
minnst á að gæta beri
varúðar við birtingu
upplýsinga sem jafna megi við nafn-
greiningu. ,,Enda er raunin sú að í
framkvæmd eru flestir fjölmiðlanna
býsna ósparir á upplýsingar sem fela í
sér óbeina nafngreiningu sakborn-
ings.“
Það er ljóst, að sögn Erlu, að nafn-
greining sakborninga í fjölmiðlum
snertir mikilvæga hagsmuni sem þarf
að vega og meta hverju sinni sem til
greina kemur að birta nafn sakborn-
ings. ,,Hér vegast oftast á hagsmunir
almennings af að fá vitneskju um nafn
sakbornings og hagsmunir tiltekinna
einstaklinga af að leynd hvíli yfir
nafni þeirra. Þá geta rannsóknar-
hagsmunir fléttast inn í hagsmuna-
matið,“ segir hún. ,,Þrátt fyrir að
tjáningarfrelsið sé tryggilega vernd-
að á Íslandi geta tilteknir hagsmunir
vegið svo þungt að þeir réttlæti
skerðingu á frelsinu. Þannig má til
dæmis takmarka tjáningarfrelsi
manna vegna réttinda eða mannorðs
annarra. Hagsmunir sakbornings
geta augljóslega kallað á slíkar tak-
markanir, svo og hagsmunir fleiri að-
ila, svo sem aðstandenda sakborn-
ings, meintra brotaþola og aðstand-
enda þeirra. Þá geta hagsmunir
tengdir rannsókn máls réttlætt tak-
markanir á tjáningarfrelsi manna.
Hagsmunir almennings af að fá vitn-
eskju um nafn sakbornings kunna
hins vegar stundum að vera ríkari en
þeir hagsmunir sem að framan eru
taldir. Þá geta komið upp tilvik þar
sem það er beinlínis í þágu rannsókn-
arhagsmuna að sakborningur sé
nafngreindur í fjölmiðlum.“
Erla rekur í ritgerðinni raunveru-
leg dæmi um nafnbirtingu sakborn-
inga í fjölmiðlum sem hún telur að
megi réttlæta vegna ríkra hagsmuna
almennings eða rannsóknarhags-
muna. Eitt dæmið er af dönskum
vettvangi. ,,Þar voru rannsóknar-
hagsmunir og hagmunir almennings
af nafnbirtingu tiltekins sakbornings
taldir svo ríkir að borgardómur í
Kaupmannahöfn úrskurðaði beinlínis
að nafn hans skyldi birt í fjölmiðlum,“
segir Erla. Maðurinn var alnæmis-
smitaður og sat í gæsluvarðhaldi
vegna gruns um að hafa misnotað
unga drengi. Lögreglan fór fram á að
nafn sakborningsins yrði birt þar sem
grunsemdir höfðu vaknað um að mál
hans væri mun umfangsmeira en talið
var í fyrstu. Maðurinn hefði hugsan-
lega misnotað drengi undanfarin
fimm til sex ár og gæti hafa smitað
einhverja þeirra af alnæmisveirunni.
Þar sem sumir drengjanna væru nú á
þeim aldri að þeir gætu farið að
stunda kynlíf væri nauðsynlegt að
gera allt til að ná til þeirra.
Erla telur einnig rétt að minnast á
tvo hópa manna, sem auk þeirra sem
hér hafa verið nefndir,
geta átt hagsmuni
tengda nafngreiningu
sakborninga. ,,Hér er
annars vegar um að
ræða menn sem bera
sama nafn og sakborn-
ingur, en þeir geta átt á
hættu að villst verði á
þeim og sakborningi í
kjölfar nafngreiningar í
fjölmiðlum. Nokkur
dæmi eru um að þetta
hafi gerst. Hins vegar
getur nafngreining í
fjölmiðlum komið í veg
fyrir að villst verði á til-
teknum einstaklingum
og sakborningi, ef búið
er að tilgreina svo mörg atriði um til-
tekna persónu; aldur hennar, kyn,
stétt, stöðu og heimili, að aðeins örfáir
einstaklingar koma til greina.
Hvað er opinber persóna?
,,Upplýsingar um það hvort maður
hefur verið grunaður um eða ákærður
fyrir refsiverða háttsemi teljast til
viðkvæmra persónuupplýsinga,“ seg-
ir Erla ,,og því reynir á takmarkanir
tjáningarfrelsisins vegna friðhelgi
einkalífs við mat á réttmæti nafn-
greiningar sakborninga í fjölmiðlum.
Ákvæði sem vernda tjáningarfrelsi og
tryggja friðhelgi einkalífs standa hlið
við hlið í stjórnarskrá Íslands og þeg-
ar þeim hagsmunum sem ákvæðin
vernda lendir saman þarf að meta í
hverju tilviki hvar mörk verndarsvið-
anna liggja.“ Erla segir óumdeilt að
allir menn njóti friðhelgi einkalífs að
íslenskum rétti. Á hinn bóginn sé um-
deilt hvort allir njóti jafnrar einkalífs-
verndar. ,,Almennt er viðurkennt að
svokallaðar opinberar persónur þurfi
að sæta skerðingu á friðhelgi einka-
lífsins ef til staðar eru ríkari hags-
munir almennings af að fá vitneskju
um tiltekin einkamálefni þeirra.“ En
þá hlýtur sú spurning að vakna,
hverjir teljast opinberar persónur og
hvenær hefur almenningur hag af að
fá upplýsingar um einkalíf þeirra?
Um þetta segir Erla: ,,Yfirleitt má slá
því föstu að maður sem vekur athygli
á persónu sinni með skipulögðum
hætti, t.d. stjórnmálamaður, þurfi að
þola meiri umfjöllun um persónuleg
málefni en almennt gengur og gerist.
Einnig að nokkru leyti þeir sem öðl-
ast frægð í fjölmiðlum vegna starfs
síns eða hæfileika, s.s. leikarar eða
íþróttamenn. Þá er talið að þeir menn
sem fara með áberandi og ábyrgðar-
mikil stjórnunarstörf í þjóðfélaginu
verði að þola fjölmiðlaumfjöllun að
vítalausu um þau einkamálefni sem
skipta máli við mat á því hvort þeir
geti sinnt starfi sínu í samræmi við
það sem vænst er af þeim. Eðlilegt er
að ætla að almennt þurfi að vera sam-
hengi milli eðlis þeirra persónulegu
upplýsinga sem birta má um opinber-
ar persónur og þeirrar stöðu sem þær
gegna eða hafa í augum almennings.
Ef menn, sem verið hafa frægir um
sinn vegna starfa sinna eða sérstakra
hæfileika, láta af starfi eða kjósa að
draga sig í hlé verður almennt að ætla
að fallast megi á það að íslenskum
rétti, að þeir geti átt kröfu til þess að
fá að hverfa úr sviðsljósi fjölmiðlanna
og almannaumfjöllunar.“ Þá segir
Erla að börn og aðstandendur opin-
berra persóna eigi ekki að þurfa að
sæta skerðingu á friðhelgi einkalífs
síns.
Í hegningarlögum má finna ákvæði
sem ætlað er að vernda friðhelgi
einkalífsins. Í 229. gr. hgl. er fjallað
um opinbera frásögn af einkamálum
manna. Þar segir: Hver sem skýrir
opinberlega frá einkamálefnum ann-
ars manns, án þess að nægar ástæður
séu fyrir hendi, er réttlæti verknað-
inn, skal sæta sektum eða fangelsi allt
að einu ári. Færir Erla fyrir því rök
að nafngreining sakborninga í fjöl-
miðlum geti falið í sér brot á friðhelgi
einkalífs samkvæmt þessari grein
hegningarlaganna. Hins vegar verði
að hafa í huga að á því séu ákveðnir
fyrirvarar, m.a. geti „nægar ástæður
réttlætt nafnbirtinguna“, eins og seg-
ir í lagaákvæðinu. ,,Deila má um hvað
teljast megi nægar ástæður í þessu
sambandi,“ segir Erla, ,,en bent hefur
verið á að ef nafn sakbornings er þeg-
ar á almannavitorði myndi frásögn
tæpast vera saknæm. Hið sama
myndi líklega eiga við ef sá sem
fjallað er um hefur gefið ærið tilefni
til frásagnarinnar. Til dæmis með því
að vekja sjálfur athygli á tilteknu
hátterni sínu.“
Í ritgerðinni fjallar Erla einnig um
rétt fjölmiðla til aðgangs að upplýs-
ingum um sakamál, æruvernd og rétt
manna til að teljast saklausir uns sekt
þeirra er sönnuð. Ekki verður farið
nánar út í þau atriði hér.
Erla kemst að þeirri niðurstöðu í
ritgerðinni að heimild fjölmiðla til
nafngreiningar sakborninga sam-
kvæmt íslenskum rétti sé bæði brota-
kennd og óljós. ,,Ég tel að við núver-
andi aðstæður sé það að miklu leyti í
hendi fjölmiðla að vega og meta þá
mikilvægu hagsmuni sem um er að
tefla við nafngreiningu sakborninga
og taka út frá því mati ákvörðun um
hvort nafn skuli birt eða ekki. Um það
hvort þessi staða sé viðunandi segir
Erla: ,,Ef við höfum í huga þá þekktu
staðreynd að hörð samkeppni ríkir
um athygli á fjölmiðlamarkaðnum og
tökum mið af áhuga almennings á
fréttum af vettvangi sakamála hlýtur
að teljast vafasamt að fjölmiðlar fari
með þetta hagsmunamat og ákvörð-
unarvald. Enda bendir framkvæmd
fjölmiðlanna, ekki síst upp á síðkastið,
til þess að í það minnsta sumum
þeirra sé varla treystandi til þess,“
segir Erla og bætir við: ,,Ég held að
flestir íslensku fjölmiðlanna hafi í ein-
hverjum tilvikum gengið of langt í
nafngreiningu sakborninga. Mér sýn-
ist DV til dæmis hafa markað sér að-
gangsharða stefnu, sem erfitt er að
réttlæta.“
Erla telur þess vegna æskilegt að
settar verði einhvers konar sam-
ræmdar reglur um nafngreiningu
sakborninga í fjölmiðlum. ,,Hins veg-
ar er umdeilanlegt hvar og hvernig
heppilegast er að slíkum reglum verði
skipað. Menn eru t.d. ekki á eitt sáttir
um það hve mikil afskipti löggjafinn
eigi að hafa af starfi fjölmiðla. Allt að
einu finnst mér rétt að kanna hvort
grundvöllur sé fyrir því að færa í ís-
lenska löggjöf ákvæði sambærileg
ákvæðum danskra réttarfarslaga,
sem færa hagsmunamat vegna nafn-
greiningar sakborninga að nokkru
leyti í hendur opinberra aðila.“ Erla
bendir á að samkvæmt dönskum lög-
um geti dómari lagt bann við opin-
berri birtingu nafns eða annars þess
sem afhjúpar persónu sakbornings í
þeim tilvikum þegar birtingin getur
stofnað öryggi einhvers í hættu eða
hætta er á að réttur verði brotinn á
einhverjum að nauðsynjalausu.
Erla Skúladóttir fjallar um nafngreiningu sakborninga í fjölmiðlum í lokaritgerð í lögfræði
Settar verði sam-
ræmdar reglur
Nafngreiningu sakborninga í fjölmiðlum hefur lítið verið sinnt af
fræðimönnum á sviði lögfræði til þessa. Arna Schram ræðir hér við
Erlu Skúladóttur um efni ritgerðarinnar en Erla flutti erindi um
þetta efni á Pressukvöldi Blaðamannafélags Íslands í gærkvöld.
Erla
Skúladóttir