Morgunblaðið - 09.03.2001, Side 49

Morgunblaðið - 09.03.2001, Side 49
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 49 EFLAUST þykir borið í bakkafullan lækinn að varpa fram enn einni hugmynd um ný byggingasvæði í Reykjavík og tengsl flugvallarins við þá umræðu. Kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson- ar olli nauðsynlegu umróti. Er ég sam- mála sumum hug- myndum hans, einkum þeirri að hafa byggða- safn, helst með raun- verulegum íbúum, í Hljómskálagarðinum. Túnrækt Reykjavík- urborgar er líka til- gangslaus tímaskekkja. Hugsið ykkur hversu miklu ódýrara er að skapa íbúum borgarinnar útivist- arsvæði með því að gróðursetja trjáplöntur í opin svæði og þurfa þá í mesta lagi að gauka að þeim svo- litlum hrossaskít í upphafi heldur en að skipta fyrst um jarðveg, rækta svo tún, sem ekkert nýtist og slá oft á ári með ærnum tilkostnaði. En fleiri sparkvelli vantar í borgina og þeir mega vera grasvellir! Enga skýjakljúfa – takk fyrir Háhýsabyggð er í raun jafnúrelt hugmynd og túnræktin. Nær væri að byggja lægri hús, en minnka bil- ið á milli þeirra til muna frá því sem tíðkast hefur. Reynslan frá út- löndum sýnir, að háhýsahverfi verða aldrei lifandi miðborgar- byggð, nema frá kl. níu til fimm! Og jafnvel þessar átta stundir í sól- arhring búa slík hverfi „íbúum“ sínum ömurlega umgjörð. Byggingaland Hvar á að byggja ný borgar- hverfi? Því miður hefur ríkisstjórn- in ausið milljörðum króna í ótíma- bærar framkvæmdir á Reykjavík- urflugvelli. Vissulega skal viður- kennt, að brautirnar voru úr sér gengnar, en peningana átti að nýta til að hefja uppbyggingu hraðlestar til Keflavíkur. Þar mun allt flug tengt höfuðborgarsvæðinu (nema kannski æfingaflug), hvort eð er verða í framtíðinni. Þótt einhverjir berji höfðinu við steininn munu æ fleiri sjá fáránleik þess að teppa byggingaland í miðborginni með jafn plássfrekri starfsemi og flug- velli. Menn þurfa að reikna kostnað við hina ýmsu valkosti. M.a. þarf að kanna, hvaða verð fengist fyrir hvern fermetra byggingarlands í Vatnsmýrinni. En – meira bygg- ingaland hangir á flugvallarspýt- unni. Verði Reykjavíkurflugvöllur aflagður, má auðveldlega gera landfyllingu allar götur frá suður- enda N-S flugbrautarinnar og út að Lönguskerjum, og fylla upp allt svæðið milli skerja og lands. Á landfyllingunni mætti fá mun stærra byggingarland en á sjálfu flugvallarsvæðinu. Það sem meira er um vert: Trúlega kostar minna að útbúa hverja byggingalóð á landfyllingu (þar sem sjávardýpi er aðeins 2-4 m) heldur en á hæðunum kringum Reykjavík. Reyndar væri einnig hægur vandi að fylla upp milli Akureyjar, Efferseyjar og lands. Hugsanleg hækkun sjávaryf- irborðs um 0,5 m á næstu 100 árum er engin hindrun, en þýðir það eitt, að fyllingarnar þurfa að verða sem því nemur hærri en ella. Þeir sem ekki skilja markaðslögmálin spyrja: Er ekki nóg land á Íslandi? Spurningin er út í hött. Tíminn gæti skipt miklu máli í þessu sambandi. Ef flugvöllurinn verður áfram á sínum stað næstu 15-20 árin, verður byggt í Geld- inganesi, Álfsnesi, við Reynisvatn, Úlfarsfell og suður í Kapelluhraun. Við þetta mun þungamiðja borgarinnar færast austar – alla leið inn í Mjódd. Þá gæti svo farið, að verðlag á lóð- um nálægt gamla mið- bænum hefði lækkað verulega, frá því sem er í dag. En sterkustu fjárhagslegu rökin fyrir flutningi innan- landsflugsins úr mið- borginni eru einmitt hátt verð á bygginga- lóðum þar um slóðir – auk sparnaðar í fólks- flutningum. Náttúruvernd? Einhvers staðar verða vondir að vera Ekki er ólíklegt að einhverjir muni mótmæla landfyllingum í Skerjafirði, sumir af því að útsýni breytist frá húsum þeirra, aðrir á meintum náttúruverndarforsend- um. Slík landfylling mun örugglega breyta ýmsu í náttúrufari á svæð- inu. Manngert umhverfi er jú ekki náttúrulegt. En hinir sömu mega vita, að uppbygging á hæðunum kringum Reykjavík myndi einnig breyta hinu meinta náttúrulega umhverfi þar í manngert! Stórbót í umferðarmálum – nýjar vegatengingar Verði byggt á flugvallarsvæðinu og á landfyllingu í Skerjafirði, ligg- ur í augum uppi, að til þurfa að koma nýjar vegatengingar. Full- mikið ber á nauðhyggju í því sam- bandi. Tönnlast sumir á nauðsyn Hlíðarfótar og Fossvogsbrautar, verði byggt á flugvallarsvæðinu. Ég fullyrði að þetta á ekki við rök að styðjast. Óþarft er að spilla frið- sældinni í Öskjuhlíð og Nauthólsvík með slíkum hætti. Hægur vandi yrði að byggja upp veg yfir Skerja- fjörð. Honum tengt þyrfti að verða annaðhvort brú eða jarðgöng, vegna nokkuð djúps áls, sem liggur inn í Fossvog og út með landfyll- ingunni. Brú myndi halda opinni leið fyrir seglbretta- og skútumenn út úr Fossvoginum. Erfiðara væri að þóknast þörfum hafnar á Kárs- nesi með brú. Því gætu göng orðið lausnin. Slíkar vegatengingar þyrftu að tengja miðbæinn og Vest- urbæinn í Reykjavík við suðurhluta höfuðborgarsvæðisins, t.d. vest- urbæinn í Kópavogi, Hafnarfjörð og Garðabæ, en einnig við hinn nýja hluta Kópavogs og syðsta hluta Breiðholtsins. Stofnbrautir þessar gætu legið inn Kópavoginn sjálfan á uppfyllingu, en einnig þyrfti tengingu yfir á Álftanes. Nærri má geta, hvort slíkar vega- tengingar myndu ekki draga úr álagi á Miklubraut og Kringlumýr- arbraut. Mislæg gatnamót verða óþörf á mótum þeirra, með öllum þeim kostnaði og umhverfisspjöll- um, sem þeim myndu fylgja. A.m.k. einn verkfræðinga Reykjavíkurborgar telur, að ekki sé hagkvæmt að byggja upp jarð- lestakerfi í borg, fyrr en íbúafjöldi hennar nálgist milljón. Samanburð- ur við þau veggöng, sem þegar hafa verið gerð til að tengja fámennar byggðir á landinu og stórfelld áform um fleiri slík sýnir fárán- leika slíkrar þumalputtareglu. Reykjavík er að breytast í óskapn- að vegna gegndarlausrar bílaum- ferðar. Bent hefur verið á, að draga myndi úr bílaumferð, verði byggt á byggilegum svæðum nærri mið- borginni fremur en þenja borgina æ lengra út. Þegar hafnar eru framkvæmdir við 60-80 þúsund manna byggð á flugvallarsvæðinu og á landfyllingu í Skerjafirði og Kollafirði (við Akurey), verður orð- ið tímabært að hefja uppbyggingu jarðlestakerfis. En fyrst þarf að koma hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Öllum þess- um aðgerðum þyrfti að ljúka á næstu 20-30 árum. Lokaorð Furðu gegnir, að menn skuli láta sér detta í hug að grafa göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, á meðan algjört öngþveiti ríkir í sam- göngumálum á höfuðborgarsvæð- inu, sem bitnar daglega á nærri 170 þúsundum manna. Fram hefur komið í fréttum, að Ólafsfirðingar telja sér ekki boðlegt að sækja vinnu til Dalvíkur, og eru þó komin göng þangað. Engin leið er að reikna arðsemi á umrædd Siglu- fjarðargöng næstu 200 árin, jafnvel þótt arðsemiskrafan væri færð nið- ur í 1%. Þangað til geta Siglfirð- ingar sótt þjónustu á Sauðárkrók. Er þar ekki í kot vísað! Heildar- hagsmunir kalla á, að ríkið láti ekki sitt eftir liggja við að bæta sam- göngur á höfuðborgarsvæðinu, bæði með flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur, uppsetningu hrað- lestar þangað (myndi spara tvöföld- un Reykjanesbrautar?), Sunda- braut og þátttöku í kostnaði við jarðlestakerfi í höfuðborginni. Um- ræddar framkvæmdir í Reykjavík yrðu ekki aðeins til umhverfisbóta. Þær væru eflaust mjög hagkvæm- ar. Einhverjir af okkar ágætu hag- fræðingum þyrftu að reikna hag- kvæmni hinna ýmsu valkosta og taka þá alla debet og kredit liði inn í dæmið. Minni umferð einkabíla dregur t.d. úr mengun og þar með lungnasjúkdómum. Hún dregur líka úr öðrum kostnaði í heilbrigð- iskerfinu, t.d. með fækkun umferð- arslysa. BYGGINGASVÆÐI FRAMTÍÐAR Sigvaldi Ásgeirsson Heildarhagsmunir kalla á, að ríkið láti ekki sitt eftir liggja við að bæta samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu, segir Sigvaldi Ásgeirsson, bæði með flutningi inn- anlandsflugs til Kefla- víkur og uppsetningu hraðlestar þangað. Höfundur er skógarbóndi, Vilmund- arstöðum í Reykholtsdal. Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör frá... Þakrennur alltaf á sunnudögum kynnir VOR 2001 Glæsilegir tískulitir sem undirstrika kvenleika og fegurð. Sérfræðingur frá Christian Dior verður í verslun okkar í dag, föstudaginn 9. mars, og veitir þér faglega ráðgjöf um litaval. Tímapantanir ef óskað er. Laugavegi 80, sími 561 1330

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.