Morgunblaðið - 09.03.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 09.03.2001, Qupperneq 49
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 49 EFLAUST þykir borið í bakkafullan lækinn að varpa fram enn einni hugmynd um ný byggingasvæði í Reykjavík og tengsl flugvallarins við þá umræðu. Kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson- ar olli nauðsynlegu umróti. Er ég sam- mála sumum hug- myndum hans, einkum þeirri að hafa byggða- safn, helst með raun- verulegum íbúum, í Hljómskálagarðinum. Túnrækt Reykjavík- urborgar er líka til- gangslaus tímaskekkja. Hugsið ykkur hversu miklu ódýrara er að skapa íbúum borgarinnar útivist- arsvæði með því að gróðursetja trjáplöntur í opin svæði og þurfa þá í mesta lagi að gauka að þeim svo- litlum hrossaskít í upphafi heldur en að skipta fyrst um jarðveg, rækta svo tún, sem ekkert nýtist og slá oft á ári með ærnum tilkostnaði. En fleiri sparkvelli vantar í borgina og þeir mega vera grasvellir! Enga skýjakljúfa – takk fyrir Háhýsabyggð er í raun jafnúrelt hugmynd og túnræktin. Nær væri að byggja lægri hús, en minnka bil- ið á milli þeirra til muna frá því sem tíðkast hefur. Reynslan frá út- löndum sýnir, að háhýsahverfi verða aldrei lifandi miðborgar- byggð, nema frá kl. níu til fimm! Og jafnvel þessar átta stundir í sól- arhring búa slík hverfi „íbúum“ sínum ömurlega umgjörð. Byggingaland Hvar á að byggja ný borgar- hverfi? Því miður hefur ríkisstjórn- in ausið milljörðum króna í ótíma- bærar framkvæmdir á Reykjavík- urflugvelli. Vissulega skal viður- kennt, að brautirnar voru úr sér gengnar, en peningana átti að nýta til að hefja uppbyggingu hraðlestar til Keflavíkur. Þar mun allt flug tengt höfuðborgarsvæðinu (nema kannski æfingaflug), hvort eð er verða í framtíðinni. Þótt einhverjir berji höfðinu við steininn munu æ fleiri sjá fáránleik þess að teppa byggingaland í miðborginni með jafn plássfrekri starfsemi og flug- velli. Menn þurfa að reikna kostnað við hina ýmsu valkosti. M.a. þarf að kanna, hvaða verð fengist fyrir hvern fermetra byggingarlands í Vatnsmýrinni. En – meira bygg- ingaland hangir á flugvallarspýt- unni. Verði Reykjavíkurflugvöllur aflagður, má auðveldlega gera landfyllingu allar götur frá suður- enda N-S flugbrautarinnar og út að Lönguskerjum, og fylla upp allt svæðið milli skerja og lands. Á landfyllingunni mætti fá mun stærra byggingarland en á sjálfu flugvallarsvæðinu. Það sem meira er um vert: Trúlega kostar minna að útbúa hverja byggingalóð á landfyllingu (þar sem sjávardýpi er aðeins 2-4 m) heldur en á hæðunum kringum Reykjavík. Reyndar væri einnig hægur vandi að fylla upp milli Akureyjar, Efferseyjar og lands. Hugsanleg hækkun sjávaryf- irborðs um 0,5 m á næstu 100 árum er engin hindrun, en þýðir það eitt, að fyllingarnar þurfa að verða sem því nemur hærri en ella. Þeir sem ekki skilja markaðslögmálin spyrja: Er ekki nóg land á Íslandi? Spurningin er út í hött. Tíminn gæti skipt miklu máli í þessu sambandi. Ef flugvöllurinn verður áfram á sínum stað næstu 15-20 árin, verður byggt í Geld- inganesi, Álfsnesi, við Reynisvatn, Úlfarsfell og suður í Kapelluhraun. Við þetta mun þungamiðja borgarinnar færast austar – alla leið inn í Mjódd. Þá gæti svo farið, að verðlag á lóð- um nálægt gamla mið- bænum hefði lækkað verulega, frá því sem er í dag. En sterkustu fjárhagslegu rökin fyrir flutningi innan- landsflugsins úr mið- borginni eru einmitt hátt verð á bygginga- lóðum þar um slóðir – auk sparnaðar í fólks- flutningum. Náttúruvernd? Einhvers staðar verða vondir að vera Ekki er ólíklegt að einhverjir muni mótmæla landfyllingum í Skerjafirði, sumir af því að útsýni breytist frá húsum þeirra, aðrir á meintum náttúruverndarforsend- um. Slík landfylling mun örugglega breyta ýmsu í náttúrufari á svæð- inu. Manngert umhverfi er jú ekki náttúrulegt. En hinir sömu mega vita, að uppbygging á hæðunum kringum Reykjavík myndi einnig breyta hinu meinta náttúrulega umhverfi þar í manngert! Stórbót í umferðarmálum – nýjar vegatengingar Verði byggt á flugvallarsvæðinu og á landfyllingu í Skerjafirði, ligg- ur í augum uppi, að til þurfa að koma nýjar vegatengingar. Full- mikið ber á nauðhyggju í því sam- bandi. Tönnlast sumir á nauðsyn Hlíðarfótar og Fossvogsbrautar, verði byggt á flugvallarsvæðinu. Ég fullyrði að þetta á ekki við rök að styðjast. Óþarft er að spilla frið- sældinni í Öskjuhlíð og Nauthólsvík með slíkum hætti. Hægur vandi yrði að byggja upp veg yfir Skerja- fjörð. Honum tengt þyrfti að verða annaðhvort brú eða jarðgöng, vegna nokkuð djúps áls, sem liggur inn í Fossvog og út með landfyll- ingunni. Brú myndi halda opinni leið fyrir seglbretta- og skútumenn út úr Fossvoginum. Erfiðara væri að þóknast þörfum hafnar á Kárs- nesi með brú. Því gætu göng orðið lausnin. Slíkar vegatengingar þyrftu að tengja miðbæinn og Vest- urbæinn í Reykjavík við suðurhluta höfuðborgarsvæðisins, t.d. vest- urbæinn í Kópavogi, Hafnarfjörð og Garðabæ, en einnig við hinn nýja hluta Kópavogs og syðsta hluta Breiðholtsins. Stofnbrautir þessar gætu legið inn Kópavoginn sjálfan á uppfyllingu, en einnig þyrfti tengingu yfir á Álftanes. Nærri má geta, hvort slíkar vega- tengingar myndu ekki draga úr álagi á Miklubraut og Kringlumýr- arbraut. Mislæg gatnamót verða óþörf á mótum þeirra, með öllum þeim kostnaði og umhverfisspjöll- um, sem þeim myndu fylgja. A.m.k. einn verkfræðinga Reykjavíkurborgar telur, að ekki sé hagkvæmt að byggja upp jarð- lestakerfi í borg, fyrr en íbúafjöldi hennar nálgist milljón. Samanburð- ur við þau veggöng, sem þegar hafa verið gerð til að tengja fámennar byggðir á landinu og stórfelld áform um fleiri slík sýnir fárán- leika slíkrar þumalputtareglu. Reykjavík er að breytast í óskapn- að vegna gegndarlausrar bílaum- ferðar. Bent hefur verið á, að draga myndi úr bílaumferð, verði byggt á byggilegum svæðum nærri mið- borginni fremur en þenja borgina æ lengra út. Þegar hafnar eru framkvæmdir við 60-80 þúsund manna byggð á flugvallarsvæðinu og á landfyllingu í Skerjafirði og Kollafirði (við Akurey), verður orð- ið tímabært að hefja uppbyggingu jarðlestakerfis. En fyrst þarf að koma hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Öllum þess- um aðgerðum þyrfti að ljúka á næstu 20-30 árum. Lokaorð Furðu gegnir, að menn skuli láta sér detta í hug að grafa göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, á meðan algjört öngþveiti ríkir í sam- göngumálum á höfuðborgarsvæð- inu, sem bitnar daglega á nærri 170 þúsundum manna. Fram hefur komið í fréttum, að Ólafsfirðingar telja sér ekki boðlegt að sækja vinnu til Dalvíkur, og eru þó komin göng þangað. Engin leið er að reikna arðsemi á umrædd Siglu- fjarðargöng næstu 200 árin, jafnvel þótt arðsemiskrafan væri færð nið- ur í 1%. Þangað til geta Siglfirð- ingar sótt þjónustu á Sauðárkrók. Er þar ekki í kot vísað! Heildar- hagsmunir kalla á, að ríkið láti ekki sitt eftir liggja við að bæta sam- göngur á höfuðborgarsvæðinu, bæði með flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur, uppsetningu hrað- lestar þangað (myndi spara tvöföld- un Reykjanesbrautar?), Sunda- braut og þátttöku í kostnaði við jarðlestakerfi í höfuðborginni. Um- ræddar framkvæmdir í Reykjavík yrðu ekki aðeins til umhverfisbóta. Þær væru eflaust mjög hagkvæm- ar. Einhverjir af okkar ágætu hag- fræðingum þyrftu að reikna hag- kvæmni hinna ýmsu valkosta og taka þá alla debet og kredit liði inn í dæmið. Minni umferð einkabíla dregur t.d. úr mengun og þar með lungnasjúkdómum. Hún dregur líka úr öðrum kostnaði í heilbrigð- iskerfinu, t.d. með fækkun umferð- arslysa. BYGGINGASVÆÐI FRAMTÍÐAR Sigvaldi Ásgeirsson Heildarhagsmunir kalla á, að ríkið láti ekki sitt eftir liggja við að bæta samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu, segir Sigvaldi Ásgeirsson, bæði með flutningi inn- anlandsflugs til Kefla- víkur og uppsetningu hraðlestar þangað. Höfundur er skógarbóndi, Vilmund- arstöðum í Reykholtsdal. Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör frá... Þakrennur alltaf á sunnudögum kynnir VOR 2001 Glæsilegir tískulitir sem undirstrika kvenleika og fegurð. Sérfræðingur frá Christian Dior verður í verslun okkar í dag, föstudaginn 9. mars, og veitir þér faglega ráðgjöf um litaval. Tímapantanir ef óskað er. Laugavegi 80, sími 561 1330
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.