Morgunblaðið - 09.03.2001, Page 56
MINNINGAR
56 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jóhann KristjánHjaltason fæddist
í Grindavík 29. maí
1937. Hann lést á
heimili sínu í Grinda-
vík 28. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru
Hjalti Sigurður
Þórjóhannesson sjó-
maður, f. 24. júní
1900 á Fæti, Ögur-
hreppi í N- Ísafjarð-
arsýslu, d. í Grinda-
vík 26. ágúst 1985, og
Kristbjörg Jóhanns-
dóttir, húsfreyja á
Brimsnesi og seinna í Grindavík,
f. 29. sept. 1904 á
Bjarnastöðum í
Grímsnesi, d. í
Grindavík 3. des-
ember 1992.
Jóhann giftist 26.
nóvember 2000 eftir-
lifandi eiginkonu
sinni Malinee Sodsai,
f. í Taílandi 20. ágúst
1960.
Jóhann var vél-
stjóri í Grindavík,
lengst af á Mána GK.
Útför Jóhanns fer
fram frá Grindavík-
urkirkju í dag og
hefst klukkan 14.
Jói frændi er dáinn, ég trúi
þessu ekki. Loksins þegar ham-
ingjan brosti við honum, nýgiftur
yndislegri konu. Hann ljómaði sem
aldrei fyrr. Jói hét fullu nafni Jó-
hann Kristján Hjaltason, en hjá
okkur var hann alltaf Jói frændi.
Líf Jóa var ekki alltaf dans á rós-
um. Hann átti í stíði við tvo sjúk-
dóma. Annar var Bakkus sem
hann hafði unnið sigur á, hinn var
hjartað, sem að lokum sigraði
hann.
Nú hrannast upp margar góðar
minningar þegar ég hugsa til baka
um kynni mín og Jóa. Við vorum
frændur, mjög góðir frændur, sem
hittumst oft og brölluðum ýmislegt
saman. Það tengdist þó oftast bíl-
um, enda náðum við vel saman í
áhuga okkar á bílum.
Ég kem aldrei til með að gleyma
því er Jói kom í heimsókn til for-
eldra minna einu sinni sem oftar.
Þá var ég 17 ára, nýkominn með
bílpróf og iðaði af bíladellu. Jói var
nýbúinn að kaupa nýjan Benz, og
eins og með alla bíla Jóa, þá var
Benzinn hans skreyttur með öllum
aukahlutum sem hægt var að fá.
Jói sagði: „Jæja Reynir, nú förum
við á rúntinn og þú keyrir.“ Ég
gleymi aldrei þeirri tilfinningu
sem um mig fór, þegar mér svona
ungum var treyst fyrir nýjum
Benz. Þetta var upphafið að mörg-
um bíltúrum hjá okkur frændun-
um.
Jói reyndist foreldrum sínum
vel. Hann var óspar á að þeytast
með þau um landið þvert og endi-
langt, og að sjálfsögðu oft til
Reykjavíkur. Jói og foreldrar hans
voru því tíðir gestir í Garðsenda-
num hjá foreldrum mínum, Jóni og
Lóu. Eftir að foreldrar Jóa féllu
frá hélt hann áfram góðu sam-
bandi við okkur og þá sérstaklega
við mömmu eftir að pabbi veiktist.
Það voru ekki margar helgar í
seinni tíð sem Jói sótti ekki
mömmu og þau fóru síðan saman
að heimsækja aðra ættingja og
vini. Ég veit að mamma á eftir að
sakna þessara heimsókna mikið.
Pabbi sem nú dvelur á hjúkr-
unarheimilinu Skógarbæ á einnig
eftir að sakna heimsókna Jóa, því
alltaf hafði hann tíma til að líta
við.
Síðastliðið sumar kynntist Jói
eftirlifandi eiginkonu sinni, Mal-
inee. Ég hef sjaldan séð slíka ham-
ingju geisla frá nokkrum manni
eins og skein frá Jóa frænda þegar
þau giftu sig síðastliðinn október.
Jói naut þess tíma afskaplega vel,
en alltof stutt.
Börnin mín, Nína, Reynir Þór
og Viktoría eiga erfitt með að
skilja að Jói frændi komi ekki oft-
ar í heimsókn, með léttleika sinn
og glaðværð, að ég tala nú ekki um
boð í ísbíltúra.
Ég veit að þau munu geyma
minninguna um góðan frænda í
hjarta sér.
Ekki má gleyma Ellu, nágranna-
konu Jóa, sem alltaf var til staðar
ef Jóa vanhagaði um eitthvað. Jóa
þótti afskaplega vænt um Ellu.
Ég votta Malinee og öðrum sem
að þótti vænt um Jóa, mína dýpstu
samúð.
Hvíldu í friði elsku frændi.
Guð blessi þig.
Reynir Jónsson.
Jói frændi er dáinn, okkur
systkinunum finnst erfitt að trúa
því. Hann átti alltaf fastan sess í
hjarta okkar.
Hann var blíður og góður mað-
ur, sem kom best fram meðal ann-
ars í því hvað hann sinnti vel
ömmu og afa í Hæðó. En ömmu
reyndist hann sérstaklega góður
eftir að afi fór á Skógarbæ.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
þegar von var á Jóa frænda í
heimsókn og oft kom hann færandi
hendi.
Á síðasta ári kynntist Jói eft-
irlifandi konu sinni, Malinee, en þá
öðlaðist líf hans nýtt gildi.
Við systkinin biðjum Guð að
blessa Jóa frænda og gefa Malinee
styrk til að takast á við sorgina.
Nína, Reynir Þór og
Viktoría Sif.
Þær voru margar minningarnar
sem hrönnuðust upp í huga mér
þegar ég frétti að frændi minn og
vinur Jóhann K. Hjaltason væri
látinn. Minningar sem náðu marga
áratugi aftur í tímann. Allt frá
uppvaxtarárum okkar Jóa hér í
Grindavík til dagsins í dag. Þegar
við Jói vorum að alast upp var
Grindavík lítið sjávarþorp þar sem
drengjahópurinn var ekki stærri
en svo að leikfélagarnir voru oft
nokkrum árum eldri eða yngri.
Þannig var það með okkur Jóa,
hann var þremur árum eldri en ég
en iðulega einn af leikfélögunum.
Þegar ég lít til baka man ég Jóa á
Gimli, eins og hann var oftast
nefndur, sem rólyndan og glað-
sinna drengs sem átti þó stundum
sínar beisku stundir.
Jói var einkabarn foreldra sinna
sem létu sér sérlega annt um upp-
eldi hans og velferð, þessu hefur
Jói sjálfsagt aldrei gleymt því eftir
því var tekið hvað hann var natinn
við foreldra sína þegar aldurinn
færðist yfir þau og þau þurftu á
honum að halda.
Á æskuárum okkar Jóa snérist
allt líf í Grindavík um sjó og störf
honum tengd. Flestir ungir menn
litu á það sem sjálfsagðan hlut að
feta í fótspor feðranna og fara á
sjóinn og þannig var það með Jóa,
hann byrjaði ungur að sækja sjó-
inn og sjómennskan varð hans
ævistarf fram til síðustu ára. Fyrst
sem háseti á ýmsum bátum en síð-
ar sem vélstjóri og þá lengst af á
Mána GK. Síðasta ár var hann
starfsmaður hjá Vísi hf og líkaði
honum sérstaklega vel að vinna
þar.
Ekki veit ég til þess að Jói hafi
átt mörg áhugamál utan eitt sem
var bílar. Allt frá því að Jói eign-
aðist sinn fyrsta bíl 18 ára gamall
snérist líf Jóa meira og minna um
bíla. Mér er minnistæður fyrsti
bíllinn hans, bandarískur bíll, ekki
man ég hverrar tegundar hann
var, en fallegur var hann í augum
okkar strákanna. Við snérumst
eins og skopparakringlur kringum
Jóa og bílinn í þeirri von að fá að
sitja í og það fengum við en aðeins
með því skilyrði að við hjálpuðum
honum að bóna. Því bílinn varð
ætíð að vera svo vel gljáandi að
hægt væri að spegla sig hvar sem
á hann var litið. Þannig var það
með aðra bíla sem Jói átti eftir að
eignast um ævina, sem voru marg-
ir, og ætíð gljáandi. Segir þetta
meir um Jóa en mörg orð, hann
var einstakt snyrtimenni, það var
sama hvort horft var á Jóa sjálfan,
komið inn á heimili hans eða inn í
bílinn, niður í vélarrúmið á bátnum
hans, allstaðar sama snyrti-
mennskan.
Jói missti föður sinn árið 1985
og annaðist eftir það móður sína af
sérstakri umhyggju þar til hún
andaðist árið 1992. Eftir andlát
hennar bjó Jói einn og hef ég grun
um að hann hafi oft verið einmana
þó ekki léti hann það uppi. Það var
því ljós í myrkrinu þegar hann
kynntist thailenskri konu Malinee
Sodsay og þau hófu sambúð. Þau
giftu sig síðan í 26. nóvember á
síðasta ári og átti Jói ekki nógu
sterk orð til að lýsa þeirri breyt-
ingu sem orðið hefði á lífi hans og
hve ánægður hann væri.
En skjótt skipast veður í lofti,
því miður naut Jói ekki lengi
þeirrar hamingju sem hann hafði
orðið aðnjótandi. Hann andaðist
28. febrúar, sofnaði út af á heimili
sínu, en hann hafði um nokkurt
skeið verið veill fyrir hjarta.
Ég kveð með söknuði góðan
dreng og megi æðri máttur veita
konu hans styrk.
Halldór Ingvason.
JÓHANN KRISTJÁN
HJALTASON
Nú er hún gengin
þessi kona sem leiddi
mig við hönd sér þeg-
ar ég var barn en
studdi sig við mig
þegar ég var orðin fullorðin.
Mamma fæddist árið 1917 inn í fá-
tæka fjölskyldu og fyrri hluta æv-
innar bjó hún við kröpp kjör.
Árið 1936 giftist hún mannsefni
sínu, Árna Gunnlaugssyni og hófu
þau búskap sinn á Borg á Ólafs-
firði þar sem tvö fyrstu börnin
fæddust. Þaðan fluttu þau í Háa-
gerði þar sem fjögur börn bættust
við og voru börnin þá orðin sex á
tíu árum. Íbúðin í Háagerði var
tveggja herbergja og gólfplássið
það vel nýtt að næst yngsta barnið
svaf á hillu inni í fataskáp. Aldrei
kvartaði samt mamma enda ann-
álaður dugnaðarforkur sem tók
öllu sem verða vildi með bros á
vör. Létt lund hennar hefur senni-
lega verið það sem hélt henni
gangandi og ekki veitti af þegar
pabbi lagðist alvarlega veikur
sama veturinn og þau voru að
byggja sér framtíðarheimilið í
Vesturgötu 12. Til að tryggja að
þau gætu staðið við greiðslur fór
hún að beita bjóð á nóttunni með-
an börnin sváfu. Þarna var
mömmu vel lýst enda var hún
þannig að henni féll aldrei verk úr
hendi meðan henni entust kraftar
til að vinna. Ekki létu foreldrar
SIGURBJÖRG
VIGFÚSDÓTTIR
✝ Sigurbjörg Vig-fúsdóttir fæddist
á Hofi á Höfðaströnd
30. september 1917.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Horn-
brekku 16. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Ólafsfjarðar-
kirkju 24. febrúar.
mínir við það sitja að
eignast börnin sex því
eftir nokkurt hlé
bættust tvö við og var
mamma orðin 45 ára
þegar ég fæddist.
Þær eru margar
góðar minningarnar
úr Vesturgötunni eins
og hvernig pabbi og
mamma dönsuðu á
stofugólfinu í hvert
skipti sem harmoniku-
lag heyrðist í útvarp-
inu, en dans var eitt
af aðaláhugamálum
þeirra beggja. Ferða-
lög voru þeim líka hugleikin en því
miður urðu tækifæri þeirra til
ferðalaga saman allt of fá því
pabbi dó árið 1978. Fráfall hans
var okkur öllum mikið áfall, ekki
síst mömmu sem var alltaf hálf
vængbrotin eftir það.
Undir það síðasta átti mamma
við erfið veikindi að stríða og lífs-
löngunin slokknaði löngu áður en
lífið sjálft fjaraði út. Þessi sterka
kona sem alltaf hafði staðið af sér
storma og stórsjói lét að lokum
bugast.
Nú þegar að kveðjustundinni er
komið er mér efst í huga þakklæti
fyrir að hafa átt þessa stórkost-
legu konu fyrir móður og fengið að
alast upp í þessari stóru og sam-
heldnu fjölskyldu.
Ég veit að ég tala fyrir munn
okkar allra systkinanna þegar ég
að lokum vil þakka elstu systur
okkar, Þórdísi Árnadóttur, þann
mikla stuðning, ást og hlýju sem
hún sýndi mömmu, síðustu æviár
hennar.
Elsku mamma, minningin um
þig mun fylgja okkur öllum um
ókomna tíð.
Þín
Oddný.
Í þá tvo áratugi
sem við hjónin höfum
þekkt Sjöfn og Þór-
arin höfum við átt
margar ánægjustund-
ir með þeim, ekki
hvað síst í Asíu. Við höfum líkt og
þau farið til Asíu á hverju ári eftir
áramót og verið þar í 5–6 vikur.
Eftir að vera búin að þeytast vítt
og breitt um Austurlönd var það
alltaf hvíld í lokin að hitta Sjöfn og
Þórarin á Pattaya í Taílandi og
SJÖFN MARTA
HARALDSDÓTTIR
✝ Sjöfn Marta Har-aldsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 30.
mars 1931. Hún lést
á Pattaya í Taílandi
3. febrúar síðastlið-
inn og fór minning-
arathöfn um hana
fram í Seltjarnarnes-
kirkju 23. febrúar.
vera með þeim í
nokkra daga áður en
farið var heim.
Sjöfn var einstak-
lega þægileg og indæl
kona sem eignaðist
auðveldlega vini hvar
sem hún var. Hún
kunni svo sannarlega
að njóta hvíldarinnar
sem Hótel Montien
býður upp á, en það
er hótelið sem þau
hjónin kusu að dvelja
á í Taílandi. Þarna
áttu þau hjónin má
segja sitt annað heim-
ili og þekktu þau flest starfsfólkið
sem lét þau finna að þau voru
meðal vina.
Sjöfn hafði þann góða eiginleika
að segja hug sinn um menn og
málefni á þægilegan og einfaldan
hátt. Það var oft gaman að heyra
hana ræða við sameiginlegan vin
okkar Ashu, sem saumaði á okkur
alls konar fatnað og lét hún þá í
ljós á sinn rólega hátt, ef henni
þótti að eitthvað mætti betur fara.
Síðustu árin átti Sjöfn við
heilsuleysi að stríða, en hún kvart-
aði aldrei og lét sig alltaf hafa það
að fara í þessi löngu ferðalög sem
hún elskaði.
Hún Sjöfn bjó sér og manni sín-
um fallegt og notalegt heimili,
þangað sem alltaf var notalegt að
koma.
Hann Þórarinn vinur okkar hef-
ur misst elskulegan lífsförunaut og
erfitt verður að fylla það skarð.
Megi minningin um yndislega
konu fylgja honum alla tíð.
Við Astrid vottum honum og
börnunum okkar innilegustu sam-
úð.
Astrid Ellingsen
og Bjarni Jónsson.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina-
%
.
%
!
(
-.
C2
2(
' ") ,
6
#7 /+
/
%"
8 ) %%)
1 &@ %) D7 /,$&'
( %)
")( )'
! '
%)
/ &7 !%)
'&* *+,