Morgunblaðið - 09.03.2001, Side 62

Morgunblaðið - 09.03.2001, Side 62
62 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                           BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. AF GEFNU tilefni finnst mér ástæða til að segja í stuttu máli frá reynslu minni af veru á Grund. Elliheimilið Grund er heimili mitt og verður von- andi til dauða- dags. Við hjónin höfum verið hér í rúmlega 2½ ár og unum bæði mjög vel dvölinni og öllu atlæti. Hvor- ugt okkar hefur mætt nokkru öðru en þjón- ustuvilja og elskusemi, jafnt hjá starfsfólki og stjórnendum. Mér hefur lengi fundist að því miður séu þau mál sem snerta það að verða gamall og deyja vera orðin jafnmikil feimnismál og kynferðis- málin voru á sínum tíma. Það er tabú að tala um slíkt. Forðast skal að nálgast þau í töluðu máli nema búið sé að finna ný nöfn handa okk- ur sem erum orðin gömul. „Aldr- aðir“, „eldri borgarar“, „senior citizens“ skulum við heita núna, því að í hinum siðmenntaða heimi þarf víst „penan“ stimpil á okkur í kerf- inu. Ekki á mig, takk Ég er einfaldlega gömul kona á Grund, á þar heima og er ánægð með það. Tel það happ að við vorum svo forsjál að láta innrita okkur hér, þegar heilsan var farin að bila og við komin hátt á áttræðisaldur. Fimm árum seinna eða svo, gafst okkur tækifæri til að flytja hingað og tókum því. Nú fer að koma að því að við hjónin þurfum á meiri aðstoð að halda en hingað til og ég kvíði engu, en er að venja mig við þá hugsun. Ég veit ég fæ þá umönnun sem ég þarf þegar þar að kemur, af fólki sem ég þekki í sjón og í reynd aðeins að því sem gott er. Afkom- endur mínir þurfa ekki að hafa áhyggjur af mér í ellinni, aðeins að takast á við sín tilfinningalegu vandamál, hvert fyrir sig, því þau hljóta að vera fyrir hendi. Engan langar til að verða gamall og upp á aðra kominn og engan langar til þess að hlíta lögmálum lífs og dauða. Öll verðum við þó að horf- ast heiðarlega og af hugrekki í augu við þá staðreynd eins og hún er. Það eina sem við fáum ráðið er hvort við tökum henni með sátt eða mótþróa. Hrörnun, upplausn og dauði eru örlög alls jarðlífs, hvað sem tautar og raular. Nútímamennirnir, afkomendur okkar gamla fólksins, hafa sektar- kennd vegna þess að geta ekki ann- ast okkur eins og ást þeirra og eðli býður þeim að gera. Nú þurfa þeir – allir – að beina skýrum sjónum sín- um að því sem við blasir í þeim efn- um í þjóðlífinu: Langlífi verður – þótt einkenni- legt sé – sífellt fjölþættara vanda- mál. Að lokum vil ég þakka stjórnend- um og starfsfólki Grundar fyrir, að sýna það í verki sem Helga Gísla- dóttir sagði við komu okkar hingað: „Við viljum að þetta sé heimili.“ Það hafa þau öll sýnt og ég treysti stjórn heimilisins fyllilega til að fylgja því marki áfram. ÁGÚSTA PÉTURSDÓTTIR SNÆLAND, Grund. Grund er heimili mitt Frá Ágústu P. Snæland: Ágústa P. Snæland 15 MILLJARÐAR á ári úr greipum þjóðarinnar, eða 150 milljarðar eft- ir 10 ár, er gjald fyrir vesaldóm í hvalveiðimálum. Eitthvað gott mætti gera við þessa aura. Ef út- lendingur grettir sig fara okkar borginmannlegu landsfeður að skjálfa og nötra, það er nú allur kjarkurinn. Annað er uppi á ten- ingnum þegar sóa á miljörðum í veisluhugðarefni eins og Schengen o.fl., þá er reisn yfir okkar lands- feðrum. Skoðum stuttlega málið. Hvalir við Ísland éta um 7 miljón tonn á ári, þar af um 2 miljón tonn af fiski, auk þess étur selur umtals- vert af fiski. Væru hvalveiðar hafn- ar og selveiði aukin mætti auka fiskveiðar um að minnsta kosti 100.000 tonn á ári. Þessu aukna fiskimagni mætti úthluta landshlut- um til afraksturs. Ekki er ólíklegt að sveitafeðrum myndi takast betur að nýta afraksturinn til hagsbóta fyrir landsmenn en landsfeðrum. Afraksturinn yrði til ráðstöfunar hjá sveitastjórnum í stað hinnar nýju stéttar landsfeðranna. Víðsýn- ir sveitafeður fengju hér tæki til að byggja upp fjölbreytni í atvinnu- starfsemi, félagslega aðstöðu og menntun. Verðlausar eignir myndu fá nýtt verðmætamat og arðsemi fjölda byggða yrði mun meiri en hið þokukennda, ímyndaða og byggða- skemmandi framleiðnistig gjafa- kerfisins. Beinn arður af hvalafurð- inni er hér fyrir utan. Landsfeður okkar láta í það skína að þeir séu býsna vitrir og hafi jafnvel vit á markaðsmálum, en einkaðilar eru líklegri til árangurs á því sviði séu ekki lagðar misvitrar hindranir fyr- ir þá. En að sjálfsögðu ráða kjós- endur þessu öll í raun, hinsvegar á ég erfitt með að skilja að þeim skuli þykja svo ofur vænt um hina nýju stétt og kjósa umboðsmenn þeirra sí og æ. Er ekki kominn tími til að aga okkar kæru landsfeður og hætta að tigna þá á altari Gallups. STEINAR STEINSSON, Holtagerði 80, Kópavogi. Það er dýrt að kjósa vanhæfa landsfeður Frá Steinari Steinssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.