Morgunblaðið - 09.03.2001, Síða 67
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 67
ALMENNUR
DANSLEIKUR
með Geirmundi Valtýssyni
í Ásgarði, Glæsibæ,
í kvöld, föstudagskvöldið
9. mars
Húsið opnað kl. 22.00.
Allir velkomnir!
Spútnik
leikur frá miðnætti
Vesturgötu 2, sími 551 8900
GÓUGLEÐI
Hljómsveitin
Furstarnir
ásamt Geir Ólafs,
Mjöll Hólm
og Harold Burr,
föstudags- og
laugardagskvöld.
Veitingahúsið
Naustið
Ótakmarkaður matur og drykkur
Aðeins kr. 2.500 til kl. 22.00.
Fjölbrautaskóli Suðurlands
Spurningalið FSU í ár skipa þau
Þórhildur Daðadóttir, Páll Sigurðs-
son og Eyjólfur Þorkelsson.
„Ég hef verið í þessu í fjögur ár
en Páll og Þórhildur eru bæði nýlið-
ar,“ segir Eyjólfur.
FSU-ingar munu mæta liði
Menntaskólans í Reykjavík á
heimavelli og eru hvergi bangnir:
„Gengi liðsins gegnum árin hefur
verið nokkuð brokkgengt en fyrir
fjórum árum komumst við aftur í
sjónvarpið, og svo aftur næsta ár og
nú erum við mætt enn á ný galvösk.
Svo er voða skemmtilegt að hafa
keppnina á heimavelli enda mæta
þá fleiri en ellegar.“
Með aðstoð þýskumógúls
Að baki keppni sem þessari búa
þrotlausar æfingar og mikill lestur,
eða eins og Eyjólfur segir sjálfur:
„Æfingar hafa verið af og til og þá
aðallega fyrir keppnirnar sjálfar.
Við undirbúum okkur rösklega fyrir
hverja keppni og undirbúningur fer
þannig fram að annarsvegar und-
irbúum við okkur í einrúmi og les-
um okkur til um það sem þykir lík-
legt að spurt verði úr. Að auki
hittumst við reglulega og þjálfum
okkur í hraðaspurningum sem þjálf-
arinn okkar, Hannes Stefánsson
þýskumógúll og kennari, hefur
samið.“
Fyrst og fremst skemmtun
Þrátt fyrir alla vinnuna segist
Eyjólfur ekki kvarta yfir álagi:
„Hvað mig snertir hef ég alltaf litið
á þetta fyrst og fremst sem
skemmtun. Ég hef aldrei verið
stressaður fyrir þessa keppni og hef
mætt í þær með því hugarfari að
þetta sé bara leikur. Það er gaman
að taka þátt í þessu og frábært að fá
alla þessa athygli.“
Aðspurður um sigurhorfur segir
Eyjólfur ekkert fyrirfram víst: „Ég
hef enga spádómsgáfu svo ég get
lítið sagt um hvort við vinnum eða
ekki, en ég er handviss um að ef
keppt væri í hrópum og köllum
myndum við hafa sigur.
Hitt er víst að á góðum degi gæt-
um við sigrað hvaða lið sem er og
þetta er ekki búið fyrr en feita kon-
an syngur, eins og sagt er.“
Menntaskólinn í Reykjavík
Lið MR hefur unnið Gettu betur í 8
ár samfleytt, en liðið í ár er óbreytt
frá í fyrra: skipað þeim Svani Pét-
urssyni, Hjalta Snæ Ægissyni og
Sverri Teitssyni.
Að sögn Hjalta Snæs hefur liðinu
gengið mjög vel það sem komið er
af keppninni í ár: „Við unnum til
dæmis Fjölbrautaskóla Vestur-
lands með 37 stiga mun sem er, eftir
því sem við komumst næst, mesti
stigamunur í sögu keppninnar.“
Góðan árangur liðsins undanfarin
8 ár þakkar Hjalti þeim sem á und-
an komu: „Það sem kemur fyrst upp
í hugann er hefðin. Við búum að
vinnubrögðum forvera okkar. Þeir
hafa gengið í störf þjálfara að lokn-
um eigin ferli sem keppnismenn og
þannig miðlað tækninni og kunnátt-
unni áfram til næstu liða á eftir, en
vitaskuld er mikil vinna af okkar
hálfu á bakvið velgengnina og það
er vinnan umfram allt sem skilar
sigri.“
Skrafað á æfingum
Hjalti segir hinsvegar ekki mikið
til í því að liðsmenn hafi æft frá
blautu barnsbeini, eins og margur
vill halda: „Svo ég tali fyrir mig þá
er ég tekinn inn í liðið á fyrsta ári
við skólann. Markviss lestur og öfl-
un þekkingar með þessa keppni í
huga hefst því á fyrsta ári í MR, en
áður hafði ég tekið þátt í spurninga-
keppnum í grunnskóla.“
Liðið hefur stundað markvissar
æfingar síðan skólinn hófst, í byrj-
un september, og virðist leynd hvíla
yfir sumum herbrögðunum: „Ég má
líklega ekki útlista nákvæmlega
hvernig við æfum, en í grófum
dráttum held ég að þetta sé eins og
hjá flestum liðum: við æfum hraða-
spurningar, og svo er púlsinn tekinn
á því sem er að gerast í mannlífinu,
fréttunum og skrafað um daginn og
veginn. Jafnframt reynum við
gjarnan að standa skil á einhverjum
fróðleik ef sá gállinn er á okkur.“
Hefði viljað læra á píanó
Hjalti er, þó furðulegt megi virð-
ast, á báðum áttum þegar hann er
spurður um hvort fyrirhöfnin sé
þess virði: „Þetta er erfið spurning,
en ef ég svara fyrir mitt leyti þá
held ég, þegar allt kemur til alls, að
tímanum væri ef til vill betur varið í
eitthvað annað. Í þeirri mynd sem
þetta er núna á vinnan til að keyra
úr hófi. Auðvitað er þetta mjög
skemmtilegt og mannbætandi, en
nú hef ég verið í liðinu þetta lengi og
ef ég ætti kost á að endurlifa
menntaskólaárin hugsa ég að ég
hefði frekar viljað gera eitthvað
eins og læra á píanó í staðinn.“
„Ekki búið fyrr en
feita konan syngur“
Komið er að síðustu við-
ureign í 8-liða úrslitum
Gettu betur. Nú mætast
bókaormar Menntaskól-
ans í Reykjavík og Fjöl-
brautaskóla Suðurlands.
Ásgeir Ingvarsson tók
liðsmenn tali.
Morgunblaðið/Jim Smart
Lið MR: Svanur Pétursson, Hjalti Snær Ægisson og Sverrir Teitsson
með þjálfurunum Oddi Ástráðssyni og Snæbirni Guðmundssyni.
Morgunblaðið/Helgi Valberg
Lið FSU: Hannes Stefánsson þjálfari, Eyjólfur Þorkelsson,
Páll Sigurðsson og Þórhildur Daðadóttir.
Menntaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskóli Suðurlands mætast í Gettu betur
Hjalti Snær í MR:
Þetta er feikilega gott lið og
gæti gert okkur skráveifu
enda fyrirliðinn einn af bestu
mönnum keppninnar. En við
erum ósmeykir og göngum í
þetta verk af æðruleysi.
Eyjólfur Þorkelsson í FSU:
MR hefur verið ákaflega
sterkt undanfarin ár. Þeir
taka þetta mjög alvarlega
og af miklum sjálfsaga
og þeir eiga virðingu mína
fyrir það.