Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 67 ALMENNUR DANSLEIKUR með Geirmundi Valtýssyni í Ásgarði, Glæsibæ, í kvöld, föstudagskvöldið 9. mars Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir! Spútnik leikur frá miðnætti Vesturgötu 2, sími 551 8900 GÓUGLEÐI Hljómsveitin Furstarnir ásamt Geir Ólafs, Mjöll Hólm og Harold Burr, föstudags- og laugardagskvöld. Veitingahúsið Naustið Ótakmarkaður matur og drykkur Aðeins kr. 2.500 til kl. 22.00. Fjölbrautaskóli Suðurlands Spurningalið FSU í ár skipa þau Þórhildur Daðadóttir, Páll Sigurðs- son og Eyjólfur Þorkelsson. „Ég hef verið í þessu í fjögur ár en Páll og Þórhildur eru bæði nýlið- ar,“ segir Eyjólfur. FSU-ingar munu mæta liði Menntaskólans í Reykjavík á heimavelli og eru hvergi bangnir: „Gengi liðsins gegnum árin hefur verið nokkuð brokkgengt en fyrir fjórum árum komumst við aftur í sjónvarpið, og svo aftur næsta ár og nú erum við mætt enn á ný galvösk. Svo er voða skemmtilegt að hafa keppnina á heimavelli enda mæta þá fleiri en ellegar.“ Með aðstoð þýskumógúls Að baki keppni sem þessari búa þrotlausar æfingar og mikill lestur, eða eins og Eyjólfur segir sjálfur: „Æfingar hafa verið af og til og þá aðallega fyrir keppnirnar sjálfar. Við undirbúum okkur rösklega fyrir hverja keppni og undirbúningur fer þannig fram að annarsvegar und- irbúum við okkur í einrúmi og les- um okkur til um það sem þykir lík- legt að spurt verði úr. Að auki hittumst við reglulega og þjálfum okkur í hraðaspurningum sem þjálf- arinn okkar, Hannes Stefánsson þýskumógúll og kennari, hefur samið.“ Fyrst og fremst skemmtun Þrátt fyrir alla vinnuna segist Eyjólfur ekki kvarta yfir álagi: „Hvað mig snertir hef ég alltaf litið á þetta fyrst og fremst sem skemmtun. Ég hef aldrei verið stressaður fyrir þessa keppni og hef mætt í þær með því hugarfari að þetta sé bara leikur. Það er gaman að taka þátt í þessu og frábært að fá alla þessa athygli.“ Aðspurður um sigurhorfur segir Eyjólfur ekkert fyrirfram víst: „Ég hef enga spádómsgáfu svo ég get lítið sagt um hvort við vinnum eða ekki, en ég er handviss um að ef keppt væri í hrópum og köllum myndum við hafa sigur. Hitt er víst að á góðum degi gæt- um við sigrað hvaða lið sem er og þetta er ekki búið fyrr en feita kon- an syngur, eins og sagt er.“ Menntaskólinn í Reykjavík Lið MR hefur unnið Gettu betur í 8 ár samfleytt, en liðið í ár er óbreytt frá í fyrra: skipað þeim Svani Pét- urssyni, Hjalta Snæ Ægissyni og Sverri Teitssyni. Að sögn Hjalta Snæs hefur liðinu gengið mjög vel það sem komið er af keppninni í ár: „Við unnum til dæmis Fjölbrautaskóla Vestur- lands með 37 stiga mun sem er, eftir því sem við komumst næst, mesti stigamunur í sögu keppninnar.“ Góðan árangur liðsins undanfarin 8 ár þakkar Hjalti þeim sem á und- an komu: „Það sem kemur fyrst upp í hugann er hefðin. Við búum að vinnubrögðum forvera okkar. Þeir hafa gengið í störf þjálfara að lokn- um eigin ferli sem keppnismenn og þannig miðlað tækninni og kunnátt- unni áfram til næstu liða á eftir, en vitaskuld er mikil vinna af okkar hálfu á bakvið velgengnina og það er vinnan umfram allt sem skilar sigri.“ Skrafað á æfingum Hjalti segir hinsvegar ekki mikið til í því að liðsmenn hafi æft frá blautu barnsbeini, eins og margur vill halda: „Svo ég tali fyrir mig þá er ég tekinn inn í liðið á fyrsta ári við skólann. Markviss lestur og öfl- un þekkingar með þessa keppni í huga hefst því á fyrsta ári í MR, en áður hafði ég tekið þátt í spurninga- keppnum í grunnskóla.“ Liðið hefur stundað markvissar æfingar síðan skólinn hófst, í byrj- un september, og virðist leynd hvíla yfir sumum herbrögðunum: „Ég má líklega ekki útlista nákvæmlega hvernig við æfum, en í grófum dráttum held ég að þetta sé eins og hjá flestum liðum: við æfum hraða- spurningar, og svo er púlsinn tekinn á því sem er að gerast í mannlífinu, fréttunum og skrafað um daginn og veginn. Jafnframt reynum við gjarnan að standa skil á einhverjum fróðleik ef sá gállinn er á okkur.“ Hefði viljað læra á píanó Hjalti er, þó furðulegt megi virð- ast, á báðum áttum þegar hann er spurður um hvort fyrirhöfnin sé þess virði: „Þetta er erfið spurning, en ef ég svara fyrir mitt leyti þá held ég, þegar allt kemur til alls, að tímanum væri ef til vill betur varið í eitthvað annað. Í þeirri mynd sem þetta er núna á vinnan til að keyra úr hófi. Auðvitað er þetta mjög skemmtilegt og mannbætandi, en nú hef ég verið í liðinu þetta lengi og ef ég ætti kost á að endurlifa menntaskólaárin hugsa ég að ég hefði frekar viljað gera eitthvað eins og læra á píanó í staðinn.“ „Ekki búið fyrr en feita konan syngur“ Komið er að síðustu við- ureign í 8-liða úrslitum Gettu betur. Nú mætast bókaormar Menntaskól- ans í Reykjavík og Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Ásgeir Ingvarsson tók liðsmenn tali. Morgunblaðið/Jim Smart Lið MR: Svanur Pétursson, Hjalti Snær Ægisson og Sverrir Teitsson með þjálfurunum Oddi Ástráðssyni og Snæbirni Guðmundssyni. Morgunblaðið/Helgi Valberg Lið FSU: Hannes Stefánsson þjálfari, Eyjólfur Þorkelsson, Páll Sigurðsson og Þórhildur Daðadóttir. Menntaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskóli Suðurlands mætast í Gettu betur Hjalti Snær í MR: Þetta er feikilega gott lið og gæti gert okkur skráveifu enda fyrirliðinn einn af bestu mönnum keppninnar. En við erum ósmeykir og göngum í þetta verk af æðruleysi. Eyjólfur Þorkelsson í FSU: MR hefur verið ákaflega sterkt undanfarin ár. Þeir taka þetta mjög alvarlega og af miklum sjálfsaga og þeir eiga virðingu mína fyrir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.