Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 1
AP Skipt um lið í Alfa BANDARÍSKA geimferjan Discovery var tengd við alþjóð- legu geimstöðina Alfa í gærmorg- un, um klukkustundu síðar en ráðgert hafði verið vegna tækni- legra örðugleika. Gekk illa að fá væng með sólarrafhlöðum til að leggjast upp að stöðinni sem gert er til að koma í veg fyrir skemmdir frá útblæstri ferjunnar. Um borð í Discovery eru þrír geimfarar, tveir bandarískir og einn rússneskur, er leysa munu af hólmi Bandaríkjamann og tvo Rússa er verið hafa í Alfa í fjóra mánuði. Hér eru Rússarnir tveir um borð í Alfa, þeir Sergei Kríkalenko (t.v.) og Júrí Gídz- enko, í hvíldarstöðu. Þriðji mað- urinn sem nú fær að fara heim er Bill Shepard. MORGUNBLAÐIÐ 11. MARS 2001 59. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 nágrenni stríðsins SÖLUMAÐUR MEÐ SJÓ- MANNSBLÓÐ 30 Horfið frá tölvuskatti 28 B Í STAÐ ÞJÓÐA 10 LÆKNAVAKTIN í Ósló hefur fengið samkeppni því frá og með deginum í dag hyggst heimilislæknir, sem rekur eigin stofu, sitja um sjúklinga við dyr læknavaktarinnar. Erik Bevold hefur stofnað læknastofu á hjólum sem hann kallar „Walk- in-clinic“ upp á ensku, að því er segir í Aftenposten. Raunar eru hjólin ekki undir læknastofunni, heldur bíl, sem Bevold ekur um á til að freista fólks til að fara á læknastofu sem hann rekur skammt frá miðborg Óslóar. Býður hann fólki skjóta þjónustu sem hann telur að muni vafalaust freista þeirra sem sjái fram á að bíða í röð svo klukkutímum skipti. Hann má þó ekki aka því á læknastofuna þar sem hann hefur ekki leyfi til sjúkraflutn- inga en getur ekið á undan og vísað veginn. Yfirmaður Læknavaktarinn- ar er þó ekki sammála Bevold um ágæti þjónustunnar, segir fyrir neðan allar hellur að stela sjúklingum á þennan hátt. Með því að stilla sér upp fyrir fram- an innganginn sé sjúklingunum gefið til kynna að eitthvað sé at- hugavert við þjónustuna innan- dyra. Stuldur á sjúk- lingum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Bandaríkin Fjórtán ára hlaut lífs- tíðardóm Miami. AFP. LIONEL Tate, fjórtán ára drengur í Flórída, var á föstudag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa barið sex ára stúlku í hel þegar hann var tólf ára. Hann sagðist hafa verið að líkja eftir atvinnumönnum í fjöl- bragðaglímu þegar hann barði stúlk- una. Dómarinn, Joel Lazarus, sagði að glæpur Tate hefði verið „kaldrana- legur og grimmdin ólýsanleg“. Tate er einn yngsti fangi í sögu landsins sem hlýtur lífstíðardóm og hann grét hástöfum eftir að dómur- inn hafði verið kveðinn upp. Verjendur íhuga að biðja Jeb Bush, ríkisstjóra Flórída og bróður George Bush forseta, um að breyta úrskurðinum og sagðist ríkisstjórinn ætla að fara fram á að Tate yrði sendur á stofnun fyrir afbrotaung- linga en ekki í venjulegt fangelsi. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt mjög bandaríska dómstóla fyrir að hlíta ekki ákvæðum í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna en þar segir að ekki megi dæma neinn í lífs- tíðarfangelsi án möguleika á náðun hafi glæpurinn verið framinn áður en unglingurinn náði 18 ára aldri. Ef Tate hefði verið orðinn 16 ára þegar hann framdi glæpinn gæti hann hafa hlotið dauðadóm. LEIÐTOGI Palestínumanna, Yass- er Arafat, hvatti til þess í ræðu í gær að aftur yrðu teknar upp friðarvið- ræður og sagðist skilja áhyggjur Ís- raela af öryggi ríkisins. „Hjarta okk- ar er opið og við réttum út höndina til að nálgast frið hinna hugdjörfu,“ sagði Arafat er hann ávarpaði þing Palestínumanna. „Við erum reiðu- búnir að halda áfram friðarviðræð- unum við stjórn Ísraels“. Hann sagði að Ísraelar yrðu að af- létta samskiptabanni sem sett hefur verið á Vesturbakkann og Gaza- svæðið, hefja á ný greiðslur á skött- um sem þeir skulduðu Palestínu- stjórn og hrinda í framkvæmd ákvæðum í friðarsamningum sem deiluaðilar hafa þegar sæst á. Nýr forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, sem hef- ur verið harður talsmaður þess að slaka í engu til við Palestínumenn, sagðist á fimmtu- dag vera reiðubú- inn að hitta Arafat að máli og lýsti vilja sínum til að rækta persónuleg tengsl við Palestínuleiðtogann á næstunni. Rætt er um að fundur leiðtoganna geti orðið að veruleika áður en Sharon heldur til fundar við George Bush Bandaríkjaforseta sem verður í Washingtonborg 20. mars. Arafat þótti vera hógvær í ræðu sinni en stjórnmálaskýrendur bentu á að hann virtist vilja taka upp þráð- inn á ný sem slitnaði í Camp David- viðræðunum í fyrra. Sharon hefur ávallt verið andvígur Óslóarsamn- ingunum frá 1993 og vill að byrjað verði algerlega upp á nýtt. Arafat vísaði á bug gagnrýni þeirra sem segja að hann hafi misst af tækifærinu í Camp David til að gera friðarsamning. „Við notuðum sérhvert tækifæri til þess að ná friði en gagntillögurnar voru óviðunandi fyrir Palestínu- menn, araba, múslima og kristna menn,“ sagði Arafat. Arafat vill hefja friðarviðræður Gaza-borg, Jerúsalem. AP, AFP. Yasser Arafat ÞINGIÐ í Albaníu segir að það hafi verið „óskynsamlegt“ af stjórnvöld- um í Makedóníu að loka landamær- unum að Kosovo-héraði og biðja um að alþjóðlegt friðargæslulið héldi uppi eftirliti á hlutlausri landræmu á landamærunum. Þingið samþykkti yfirlýsingu þessa efnis á föstudags- kvöld, að sögn fréttavefjar BBC, og sagði í henni að stefna Makedóníu- manna gæti valdið því að minnihátt- ar skærur breyttust í alvarleg átök á Balkanskaga. Yfirlýsingin var samþykkt sam- hljóða og sagði þar að ef komið yrði upp hlutlausu svæði myndi það skerða lögmætt ferðafrelsi fólks af albönsku þjóðerni á þessum slóðum. Um þriðjungur íbúa í Makedóníu er albanskur og búa flestir í fjalllendinu á landamærunum. Friðargæslulið Atlantshafsbanda- lagsins í Kosovo lenti í átökum við albanska skæruliða í vikunni og síð- ustu mánuði hafa verið stöðug átök í suðurhluta Serbíu milli Júgóslavíu- hers og uppreisnarmanna í Presevo- dal. Barist var áfram í bænum Lucane í Suður-Serbíu í gærmorgun en stjórnvöld sögðu að albönsku skæru- liðarnir hefðu daginn áður fellt einn lögreglumann og sært þrjá aðra. Samþykkt albanska þingsins Gagnrýna Make- dóníumenn Bujanovac í Júgóslavíu. AFP. Reuters Júgóslavneskir hermenn í skot- gröf við bæinn Lucane.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.