Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÍÐA má finna launsátur við veiðar eins og þessi köttur gerði sem lá undir bíl við Sörlaskjól í Reykjavík og fylgdist vandlega með störr- um og öðrum girnilegum fuglum, að hans mati, fljúga um og tylla sér á gangstétt- ina. Þó er líklega eins gott að eigandi bílsins setji hann ekki í gang og rjúki fyrirvaralaust af stað. Þá gæti þessi snjalli felustaður skyndilega breyst í martröð veiðikattarins. Morgunblaðið/Ómar Launsát- ur veiði- kattar REGLUR um notkun farsíma á Landspítala – háskólasjúkrahúsi hafa verið gefnar út og er notkun farsíma bönnuð á deildum þar sem lækningatæki eru notuð við eftirlit með sjúklingum. Farsímanotkun er hins vegar heimil á göngum, setu- stofum, biðstofum og í skrifstofu- húsnæði. Notkun NMT- og GSM-farsíma er bönnuð á deildum þar sem ýmis lækningatæki eru notuð til að fylgjast með lífsmarki sjúklinga og til stuðnings líkamsstarfsemi þeirra. Eru það m.a. skurðdeildir, svæfinga- og gjörgæsludeildir, vökudeild og blóðskiljunardeild. Einnig er farsímanotkun bönnuð þar sem fram fer sjúkdómsmeðferð með lækningatækjum, svo sem geislameðferð, nýrnasteinsbrot, æðaútvíkkun og þar sem notkun farsíma getur haft áhrif á lækn- ingarannsóknatæki. Bannið nær einnig til talstöðva á VHF- og UHF-tíðnisviði. Þá er áskilið í reglunum að greinilegar merkingar skuli vera þar sem notkun farsíma er tak- mörkuð eða bönnuð. Notkun farsíma tak- mörkuð á LandspítalaFASTAGJALD heimilissíma hækkar nú í 1.111 krónur í sam- ræmi við ákvörðun Póst- og fjar- skiptastofnunar og er framhald fyrri leiðréttinga frá því í mars í fyrra. Sú ákvörðun hafði verið dregin til baka og ákveðið að gjaldið yrði 1.068 krónur en nú hefur Póst- og fjarskiptastofnun ákveðið að fyrri ákvörðun standi. Gjaldið hækkaði úr 820 krónum í fyrra. Fastagjald heimilissíma hækkar VEIÐIMÁLASTJÓRI hefur gefið út rekstrarleyfi til handa Salar Islandica sem áformar sjókvíaeldi á laxi í Beru- firði. Hollustuvernd hafði áður veitt fyrirtækinu starfsleyfi. Einar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Salar Islandica, sagði í samtali við Morgun- blaðið að nú væri ekkert því til fyr- irstöðu að hefja framkvæmdir. Einar Örn segir seiðin koma frá innlendri eldisstöð en upphaflega komi stofninn frá Stofnfiski. „Þetta er kynbættur laxastofn sem er búinn að vera til hér á landi í um 20 ár og seldur er til margra landa,“ sagði Einar Örn. Starfsleyfið sem Hollustuvernd veitti hefur verið kært til umhverfisráðuneytisins. Úr- skurðar þess er að vænta á næstu vik- um. Þá gerir rekstrarleyfið þeim kleift að staðfesta pantanir á laxaseiðum. Salar Islandica hyggst koma upp tveimur kvíasamstæðum í Berufirði. Þær munu hvor um sig rúma 3.000 tonn af lífmassa en afköst laxeldisstöðvarinnar verða um 8.000 tonn af eldislaxi á ári. Einar Örn segir að framkvæmdir muni vænt- anlega hefjast í sumar en gerir ráð fyr- ir að stöðin verði fullbyggð árið 2005. Alls munu þessar framkvæmdir kosta vel á annan milljarð króna. 70–80 manns fá atvinnu Einar Örn segir að gangi áætlanir fyrirtækisins eftir þá muni a.m.k. 70– 80 manns vinna hjá fyrirtækinu. Hugs- anlega skapist enn fleiri störf verði af- urðirnar fullunnar á Djúpavogi. Salar Islandica hefur þegar fengið úthlutað lóð hjá Djúpavogshreppi fyrir laxasláturhús og verið er að ræða við sveitarstjórnina um leigu á húsnæði fyrir starfsmenn fyrirtækisins sem hefja munu störf á Djúpavogi í vor. Aðspurður sagði Einar Örn að eig- endur Salar Islandica væru bæði ís- lenskir og norskir en vildi ekki greina nánar frá eignarhlut þeirra. Veiðimálastjóri veitir Salar Islandica rekstrarleyfi fyrir kvíaeldi í Berufirði Framkvæmdir munu kosta vel á annan milljarð BREYTINGAR sem nú eru að verða á íslenskum vinnumarkaði í kjölfar stækkandi fyrirtækja og áhrifa frá Evrópska efnahagssvæðinu, leiða til þess að vinnumarkaðurinn verður ósveigjanlegri með þeim afleiðingum að dregið getur úr samkeppnishæfni fyrirtækja og það um síðir bitnað á launþegum. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Líndal lagaprófessors á málþingi Samtaka atvinnulífsins og norrænu ráðherranefndarinnar um Evrópuvinnurétt og jafnréttislöggjöf. Sagði Sigurður að íslenskur vinnu- markaður hefði verið sveigjanlegur, fyrirtæki allflest verið lítil og starfs- menn og stjórnendur hefðu þekkst. Samskiptin hefðu því verið óformleg og laus við allt skrifræði og velviljaðir atvinnurekendur hefðu sýnt starfs- fólki sínu umhyggju. Atvinnurekend- ur hefðu jafnframt haft rúmt frelsi til uppsagna, sérstaklega í ljósi þess að atvinnuástand hefur lengi verið gott og að starfsmenn virðast eiga tiltölu- lega auðvelt með að flytjast milli starfa og jafnvel atvinnugreina. „Allt hefur þetta leitt til þess að ís- lenskur vinnumarkaður hefur verið sveigjanlegur og tiltölulega auðvelt hefur verið að rétta af sveiflur sem orðið hafa. Almennt eru Íslendingar opnir fyrir nýjungum, þannig að ekki hefur verið veruleg andstaða stéttar- félaga við hagræðingu og nýja tækni.“ Að mati Sigurðar eru nú að verða augljósar breytingar á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækjum er að fækka vegna samruna og þau stækka, einkum í hefðbundnum atvinnugrein- um. Við þetta bætast síðan áhrif frá Evrópska efnahagssvæðinu sem Ís- lendingar gerðust aðilar að 1. janúar 1994. „Hefur þetta hvorttveggja haft veruleg áhrif á íslenskan vinnumarkað sem ekki er enn séð fyrir endann á.“ Sigurður sagði það vekja sérstaka athygli að hlutur löggjafans í því að skipa málum á vinnumarkaði virtist fara sívaxandi og að löggjöfin yrði sí- fellt smásmugulegri. Nefndi hann sem dæmi lög um hópuppsagnir nr. 95/ 1992 og lög nr. 77/1993 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrir- tækjum. Lögin fela í sér stærra hlut- verk trúnaðarmanna á vinnustöðum og betri réttarstöðu starfsmanna. Á hinn bóginn fylgir þeim sá ókostur að stjórnunarréttur atvinnurekenda er takmarkaður, tafir verða á ákvarðana- töku og skriffinnska eykst til muna. Þá minntist Sigurður á lög um evr- ópsk samstarfsráð í fyrirtækjum en slík samstarfsráð eru lítt eða ekki þekkt í íslenskum fyrirtækjum. Lögin taka einungis til fyrirtækja sem hafa a.m.k. 1.000 starfsmenn í ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu með starfsstöðvar í a.m.k. tveimur ríkjum og 150 starfsmenn í hvoru þeirra. Lögin mjög andsnúin hefðum á íslenskum vinnumarkaði Markmið laganna er að bæta rétt starfsmanna til upplýsinga og sam- ráðs. Ekkert íslenskt fyrirtæki fellur undir þessar reglur, en þær gilda hins vegar um ÍSAL og örfá önnur dótt- urfyrirtæki eða útibú erlendra fyrir- tækja á Íslandi. „Hitt er ljóst að sú mikla formfesta, víðtæka upplýsinga- skylda og skrifræði sem þessu fylgir hlýtur að hafa veruleg áhrif á starf- semi fyrirtækjanna og yrði mjög andsnúin öllum hefðum á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Sigurður. Að mati Sigurðar eru verulegar breytingar að verða á íslenskum vinnumarkaði vegna stækkunar fyr- irtækja og áhrifa frá EES. Uppsagn- arréttur atvinnurekenda er takmark- aður, upplýsingaskylda aukin og formkröfur hertar þannig að segja má að íhlutun starfsmanna um rekst- ur fyrirtækja sé verulega aukin. Þetta er að því leyti til hagsbóta fyrir starfsmenn að trúnaðarmenn fá auk- in áhrif og staða starfsmanna verður tryggari, en frá sjónarmiði fyrirtækja eru ókostir þess helstir að stjórnun- arréttur þeirra sem ábyrgð bera á rekstrinum er skertur, tafir verða á ákvörðunum og skrifstofuhald verður umfangsmeira. „Fyrir þjóðfélagið í heild verður af- leiðingin ósveigjanlegri vinnumark- aður sem er verulegur ókostur í litlu og sveiflukenndu hagkerfi, þótt hafa verði í huga að dregið hefur úr sveifl- um með vaxandi tækni. Þetta kann að draga úr samkeppnishæfni fyrir- tækja og ef til vill um síðir bitna á launþegum.“ Sigurður Líndal telur stækkandi fyrirtæki og lagasetningu gera vinnumarkað ósveigjanlegri Getur dregið úr sam- keppnishæfni og bitnað á launþegum HRINA smáskjálfta hófst skammt undan Reykjanestá um kl. 6 í gærmorgun. Stærsti skjálftinn í hrinunni varð um kl. 8 út af Reykjanesvita. Hann mældist um 2,5 stig á Richter og í kjölfar hans fylgdu margir minni skjálftar. Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur og forstöðu- maður jarðvísindadeildar Veð- urstofu Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að skjálfta- hrinunni hefði að mestu verið lokið um kl. 10. Hrina smá- skjálfta út af Reykjanesi BRAK fannst á Landeyjafjöru á föstudag sem talið er hugs- anlegt að sé úr bandarísku flug- vélinni sem fórst vestan við Vestmannaeyjar sl. þriðjudag og með henni tvær bandarískar konur. Rannsóknanefnd flug- slysa hefur fengið brakið til rannsóknar. Á annað hundrað manns gekk fjörur í gær allt frá Dyr- hólaey og að Reykjanestá. Hlé verður síðan gert á leit en hugs- anlegt að leitað verði síðar á hluta svæðisins, einkum á Landeyjafjöru og til vesturs. Brak fannst á Land- eyjafjöru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.