Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ T ÍMARNIR hafa breyst síðan á dögum kalda stríðsins en þó ekki nærri því eins mikið og við vildum vera láta. Kalda stríðið sá ríkisstjórnum vestrænna ríkja fyrir úrvals afsökun til að ræna og rupla þriðja heiminn í nafni frelsis; til að falsa kosningar í ríkjum hans, múta stjórnmálamönn- um, útnefna harðstjóra og með öllum hugsanlegum háþróuðum leiðum beita fortölum og afskiptasemi til að koma í veg fyrir myndun lýðræðis- ríkja, í nafni lýðræðis. Og meðan þessu fór fram – hvort sem það var í Suðaustur-Asíu, Mið- og Suður-Ameríku eða Afríku – festi fáránleg hugmynd sig í sessi sem við höfum burðast með allt til dagsins í dag. Það er hugmynd sem íhalds- menn elska og, í mínu landi, nútíma- jafnaðarmenn sömuleiðis. Hún gerir Tony Blair, Margaret Thatcher, Ronald Reagan, Bill Clinton og George W. Bush að síamstvíburum. Kjarni hennar er sú sannfæring að hvað sem gríðarstór fyrirtæki taka sér fyrir hendur hafi þau þegar allt kemur til alls siðferðisleg sjónarmið að leiðarljósi, og áhrif þeirra á heim- inn séu því heillavænleg. Og hver sá sem er annarrar skoðunar sé komm- únisti og trúvillingur. Það er í krafti þessarar kenningar sem við horfum að því er virðist hjálparvana á milljónir ferkílómetra af regnskógum eyðilagða árlega. Við sjáum hvernig landbúnaðarsamfélög frumbyggja eru svipt lífsviðurværi sínu, leyst upp og íbúar flæmdir burt af heimili sínu, þeir sem mótmæla eru teknir af lífi. Við horfum á hvern- ig ráðist er inn í fallegustu afkima hnattarins og þeir vanhelgaðir, hvernig unaðsreitum hitabeltisins er breytt í úldna auðn þar sem sístækk- andi risaborgir, plagaðar af sjúk- dómum eru miðpunkturinn. Lyfjafyrirtækin besta dæmið um glæpi óhefts kapítalisma Og af öllum þessum glæpum hins óhefta kapítalisma virtist mér, þegar ég hóf að leita eftir sögu til að varpa ljósi á þessi mál í nýjustu skáldsögu minni, að lyfjafyrirtækin væru besta dæmið. Ég hefði getað valið hneyksl- ið kringum eitraða tóbakið sem vest- rænir framleiðendur útbjuggu með það að leiðarljósi að valda fíkn og vel á minnst, krabbameini, í samfélögum þriðja heimsins sem þegar voru illa haldin vegna alnæmis, berkla, mal- aríu og fátæktar í slíkum mæli að fá okkar geta gert sér það í hugarlund. Ég hefði líka geta valið olíufyrir- tækin, t.d. hvernig Shell komst upp með að valda gríðarlegu mannjóni í Nígeríu, með því að færa ættflokka úr stað, menga lönd þeirra og valda uppreisn sem hafði sýndarréttarhöld í för með sér og svívirðilegar pynt- ingar og aftökur mjög hugrakkra manna sem illar og spilltar einræð- isstjórnir stóðu fyrir. En um leið og ég sté inn í hinn fjöl- þjóðlega heim lyfjafyrirtækja náði hann tangarhaldi á mér og sleppti mér ekki lausum. Lyfjarisarnir, eins og stóru lyfjafyrirtækin eru kölluð, buðu upp á allt. Vonir og væntingar sem við gerum til þeirra, gríðarlega möguleika, sem hafa verið nýttir að hluta til, til að láta gott af sér leiða, og hina koldimmu hlið sem viðhaldið er af ótrúlegum auðæfum fyrirtækj- anna, sjúklegri leynd, spillingu og græðgi. Ég komst til dæmis að því að í Bandaríkjunum sannfærðu lyfjaris- arnir utanríkisráðuneytið um að hóta ríkisstjórnum fátæku landanna viðskiptabanni til að koma í veg fyrir að þau hæfu framleiðslu á ódýrari út- gáfu lyfjanna sem þau hafa einka- leyfi á. Lyfja sem gætu linað þján- ingar þeirra 35 milljóna karlmanna, kvenna og barna í þriðja heiminum sem eru HIV-jákvæð, en af þeim búa 80% í Afríku sunnan Sahara. Á fag- máli lyfjafyrirtækja, eru þessi hermikrákulyf sem enginn hefur einkaleyfi á, kölluð almenn lyf. Lyfjarisarnir hafa yndi af því að tala illa um þau, halda því fram að þau séu hættuleg og hirðuleysislega staðið að þeim. Reynslan sýnir að hvorugt er rétt. Þau bjarga einfald- lega sömu lífum og lyfjarisarnir gætu bjargað, fyrir hluta af kostn- aðinum. Óhófleg álagning á lyfjum Lyfjarisarnir fundu vel að merkja ekki þessi lyf upp sem þau hafa nú einkaleyfi á og verðleggja eftir eigin geðþótta og allt of hátt. Flest veirulyf voru uppgötvuð í bandarískum rannsóknum á öðrum sjúkdómum, rannsóknum sem fjár- magnaðar eru með almannafé. Það var síðar sem lyfjafyrirtækjum var trúað fyrir þeim og þau markaðs- settu lyfin og höfðu að féþúfu. Um leið og lyfjafyrirtækin fengu einka- leyfi settu þau upp það verð sem þeim datt í hug að markaðurinn á Vesturlöndum, sem var örvænting- arfullur vegna útbreiðslu alnæmis, myndi samþykkja: 12.000 til 15.000 dollarar árlega fyrir efnasamsetn- ingar sem kostar fáein hundruð að framleiða. Þannig var verðmiða skellt á lyfin og öll Vesturlönd sam- þykktu hann. Enginn sagði að um ótrúlegt bragð væri að ræða. Enginn benti á að þrátt fyrir að 80% alnæmissmit- aðra búi í Afríku þá eru þeir ein- göngu 1% viðskiptavina lyfjafyrir- tækjanna. Heyri ég rétt að þið ætlið að af- saka lyfjafyrirtækin með ótrúlegra þreyttri afsökun þeirra um að þau þurfi að græða stórfé á einu lyfi til þess að fjármagna rannsókn og þró- un annarra. Vinsamlegast segið mér þá hvernig stendur á því að þau eyða tvisvar sinnum meira í markaðssetn- ingu en þau gera í rannsóknir og þróun? Mér var einnig sagt frá því hvern- ig óhentugum eða útrunnum lyfjum er hent í „framlög í góðgerðarskyni“ til að fyrirtækin geti losað sig við birgðir sem ekki er hægt að selja og komist þannig hjá kostnaði sem fylgir eyðileggingu og fái skattaaf- slátt í leiðinni. Og frá úthugsuðum breytingum á lyfjaupplýsingum til að auka sölumöguleika lyfsins í þriðja heiminum. Þannig, svo dæmi séu tekin, getur verið að lyf sem ein- göngu væri heimilt að nota til að lina hræðilegar þjáningar vegna krabba- meins í Vestur-Evrópu eða í Banda- ríkjunum, væri selt við venjulegum hausverk í Nairóbí. Og fyrir marg- falt hærra verð en það sem það kost- ar í París eða New York. Og að öllum líkindum væri engar vísbendingar að finna að um sama lyf væri að ræða. Einkaleyfi tryggð á öllum hugs- anlegum þáttum lyfsins Síðan er það auðvitað sjálfur leik- urinn í kringum einkaleyfi. Tólf eða fleiri einkaleyfi geta verið á einni efnasamsetningu. Maður fær einka- leyfi á framleiðslunni. Maður fær einkaleyfi á afhendingarkerfi, pill- um, lyfjum eða bóluefni. Maður fær einkaleyfi á skammtinum, stundum gefist lyfið daglega, stundum viku- lega, stundum tvisvar í viku. Maður fær, ef hægt er, einkaleyfi á hvaða fáránlega atriði í leið lyfsins, frá rannsóknarstofunni til sjúklingsins, sem hægt er. Og fyrir hvern þann dag sem maður hefur betur í barátt- unni við framleiðanda eftirlíking- anna, þá græðir maður nýja fúlgu fjár, vegna þess að álagningin, svo lengi sem maður hefur einkaleyfi, er stjarnfræðileg. En lyfjarisarnir taka líka þátt í út- hugsuðum kaupum á læknastéttinni sér til fylgilags, frá einu landinu til annars, um heim allan. Þau eyða gíf- urlegum fjármunum í að hafa áhrif á, ráða, og kaupa skoðun háskólanna þannig að ef svo fer fram sem horfir og lyfjafyrirtækin halda áfram án hindrana á leið sinni, þá verður erfitt að fá hlutlaust læknisfræðilegt álit innan fárra ára. Hlutlægar rannsóknir háskólanna í hættu Og hugsið ykkur hvað mun verða um rannsóknir háskólanna sem álitnar eru hlutlausar þegar risa lyfjafyrirtæki gefa heilu líftækni- byggingarnar og greiða fyrir pró- fessorstöður í háskólum og háskóla- sjúkrahúsum þar sem vörur þeirra eru prófaðar og þróaðar. Það veldur áhyggjum að undanfarin ár hefur hvert tilfellið á fætur öðru stungið upp kollinum sem sýnir að óþægileg- um vísindauppgötvunum hefur verið stungið undir stól eða þær endur- skrifaðar. Þeir sem báru ábyrgð á uppgötvununum hafa síðan verið hraktir frá háskólum og orðstír þeirra bæði í vísindum og einkalífi kerfisbundið eyðilagður með aðferð- um almannatengslafyrirtækja, sem greitt er fyrir af lyfjafyrirtækjunum. Síðasta vígið, vonar maður, eru „hlutlæg“ vísindarit. En því miður verðum við einnig að vera varkár hér, rétt eins og þau. New England Journal of Medicine, virtasta ritið í Bandaríkjunum þurfti nýverið, sér til mikillar gremju, að viðurkenna að komið hefði í ljós að sumir af höf- undum greina í ritinu hefðu tengsl við lyfjafyrirtæki sem þeir hefðu ekki gert ritstjórninni grein fyrir. Hvað varðar tímarit sem eru ekki eins vönd að virðingu sinni, sem hvorki hafa áhrif né bolmagn til að grennslast fyrir um dulda hagsmuni greinarhöfunda, þá eru mörg þeirra orðin að engu öðru en verslunar- glugga fyrir lyfjafyrirtækin sem þau nota til að kynna vöru sína. Og spurst hefur til fleiri en eins manns, sem er „leiðandi í skoðanamyndun“ – Í nýjustu skáldsögu spennusagnahöfund- arins John Le Carré, The Constant Gard- ener, er sögusviðið ekki lengur samskipti stórvelda í köldu stríði enda það liðið undir lok. Sögusviðið er heimur þar sem hagsmunir fjölþjóðlegra stórfyrirtækja ráða ferðinni og kemur spillt lyfjafyrirtæki við sögu. Greinin sem hér fer á eftir var skrifuð í tilefni útkomu bókarinnar og birtist um þessar mundir í fjölmörgum er- lendum dagblöðum. Í henni veitist Le Carré harðlega að lyfjafyrirtækjum sem Í stað þjóða Mótmælendur storma í átt að bandaríska sendiráðinu í Pretóríu í Suður-Afríku í vikunni. Þeir halda því fram að lyfjafyrirtæki reyni að hindra að þróunarlöndin fái ódýr alnæmislyf sem ekki eru bundin einkaleyfi. Mótmælin áttu sér stað sama dag og lyfja- fyrirtækin mættu ríkisstjórn Suður-Afríku í réttarsal í málaferlum sem baráttumenn fyrir meðhöndlun alnæmis segja að marki þáttaskil í viðleitni þróunarríkja til að fá ódýr alnæmislyf. John Le Carré
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.