Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ K OMNAR eru fram endurskoðaðar til- lögur að bryggju- hverfi í Arnarnes- vogi. Svo sem kunnugt er af um- ræðum í fjölmiðlum eru margir íbúar við Arnarnesvog og víðar í Garðabæ ekki sáttir við þá ráðgerð að gera landfyllingu í voginn. Tómas H. Heiðar lögfræðingur, sem býr ásamt fjölskyldu sinni við Mávanes, hefur ásamt Ásmundi Stefánssyni hagfræðingi verið í fyrirsvari fyrir þá íbúa við Arnarnesvog sem ekki vilja fyrrnefnda landfyllingu. Í sam- tali við Morgunblaðið segir Tómas að málið snúist í raun um verð- mætamat. „Þetta er spurning um að vega saman ómanngerða náttúru sem er til þess fallin að auka gildi byggðarinnar í sveitarfélaginu ann- ars vegar og manngert umhverfi hins vegar,“ segir Tómas. „Hér á höfuðborgarsvæðinu er mjög lítið eftir af ómanngerðu um- hverfi,“ bætir hann við. „Búið er að eyðileggja fjörur víðast hvar í Reykjavík en í Skerjafirði og inn- vogunum svokölluðu er ennþá eftir óspillt náttúruleg fjara og vogar. Við sem erum á móti landfyllingu við Arnarnesvog teljum að viðkom- andi sveitarfélög eigi að varðveita þessi náttúrulegu sérkenni en ekki eyðileggja þau. Arnarnesvogurinn er hjarta strandsvæðanna í kring og liggur í miðju vistkerfis. Vogarnir hér í kring eru Fossvogur, Kópa- vogur, Arnarnesvogur og Lamb- húsatjörn. Það er mikið fuglalíf hér og mikil náttúrufegurð. Þetta svæði, sem er á náttúruminjaskrá, nær frá Bala í Hafnarfirði að Kárs- nesi. Þetta svæði er einnig hluti svæðis sem er á alþjóðlegum skrám yfir mikilvæg fuglasvæði sem ber að vernda. Við teljum að það eigi að vera ófrávíkjanleg regla að sveitar- félög byggi ekki ofan í náttúruperl- ur. Nægilegt byggingarland til í Garðabæ Það hefur vakið sérstaka undrun manna hér í Garðabæ að svona hug- mynd skuli vera uppi á borðinu ein- mitt í þessu sveitarfélagi sem á byggingarland til langrar framtíðar og hlutfallslega mest allra sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu.“ En hvers vegna skyldu þessi sjónarmið vera uppi hjá yfirvöldum í Garðabæ? „Við Ásmundur Stefánsson höf- um átt samtöl við bæjarfulltrúa og bæjarstjóra og teljum að það gæti vaxandi skilnings hjá þeim á okkar sjónarmiðum – á því verðmætamati sem við aðhyllumst. Eftir kynning- arfund framkvæmdaaðila, sem haldinn var í haust um umræddar tillögur að bryggjuhverfi í Arnar- nesvogi, dreifði ég og kona mín Ólöf Sigríður Valsdóttir drögum að til- lögu að matsáætlun sem fram- kvæmdaaðilarnir höfðu unnið. Þar mátti m.a. sjá að landfyllingin ráð- gerða væri 5,5 hektarar að stærð en hún reyndist hins vegar vera 7,7 hektarar þegar hún var lögð inn í Skipulagsstofnun, – nú er hún 7,3 hektarar. Við dreifðum matsáætl- uninni í öll hús við voginn, þ.e. í Arn- arnesinu, í Grundarhverfi fyrir botni vogsins og eftir því sem okkur var unnt í Ásahverfinu, sem er að mestu leyti ný byggð. Í kjölfar þessa efndum við til fundar íbúanna við voginn og var hann fjölsóttur. Þar var annars vegar ákveðið að safna undirskriftum meðal íbúa við voginn og hins vegar að óska eftir fundi með bæjarstjóra sem þá var Ingimundur Sigurpáls- son. Við Ásmundur Stefánsson tók- um að okkur að ræða við hann og aðra bæjarfulltrúa um þetta efni. Menn hafa haft samband við okkur úr ýmsum hverfum Garðabæjar og lýst sig fylgjandi okkar sjónarmið- um. En eðli málsins samkvæmt er það svo að þeir sem búa næst nátt- úruperlum hafa hvað mestan skiln- ing á því hvers virði þær eru. Þeir bera ákveðna ábyrgð á að standa vörð um verndun þeirra.“ Hófleg íbúðabyggð í stað iðnaðarhverfis Ein af röksemdunum sem settar eru fram fyrir framkvæmdum við- Arnarnesvog er að með því muni iðnaðarhverfið í botni vogsins víkja fyrir nýrri byggð? „Ég hef ekki heyrt einn einasta mann tala gegn því að rétt sé að snyrta til í botni vogsins og láta hóf- lega íbúðabyggð koma í stað iðnað- arhverfisins sem fyrir er,“ segir- Tómas. „Hitt er alveg sjálfstætt álitamál hvort gera eigi landfyllingu út í voginn. Menn hafa verið að reyna að misnota ljótleika iðnaðar- hverfisins til þess að réttlæta land- fyllinguna en þetta eru algjörlega óskyld mál. Það er alveg ljóst að það er góður grundvöllur fyrir því að reisa íbúðarbyggð á svæðinu þar sem iðnaðarhverfið er án landfyll- ingar út í voginn. Það eru að mínu mati ekki gild rök fyrir landfyllingu að mönnum hugnist vel að búa þar. Hver myndi ekki vilja eiga sum- arbústað á tilbúnu nesi í Þingvalla- vatni? Vaxandi umhverfisvitundar gætir í heiminum og Ísland hefur ekki far- ið varhluta af því. Hér á landi hafa náttúruverndarsjónarmið ekki síst komið fram í tengslum við hálendið. Án þess að ég vilji gera lítið úr þessu er mín skoðun sú að menn ættu aðlíta sér nær og varðveita þær náttúruperlur sem enn eru eftir hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ómanngerð náttúra sem við höfum fyrir augunum alla daga. Slíkar perlur gefa íbúðabyggðinni mikið gildi. Í mynd Hrafns Gunnlaugssonar sem nýlega var sýnd í sjónvarpi, voru settar fram ýmsar hugmyndir, m.a. um íbúðarbyggð í Viðey. Ég ímynda mér að flestir sem leggjast gegn landfyllingu hér í Arnarnes- vogi séu jafnframt á því að ekki eigi heldur að byggja ofan í þá náttúru- perlu sem Viðey er – þetta er „prinsippmál“.“ „Fólk vill búa í borg!“ Er ekki þarna í raun verið að tak- ast á um byggðasjónarmið – áfram- haldandi þróun byggðar og svo hins vegar að halda í hlutina eins og þeir hafa lengi verið? „Á fundinum sem haldinn var á vegum framkvæmdaaðila væntan- legrar byggðar við Arnarnesvog gerðist það að embættismaður bæj- arins gekk fram fyrir skjöldu, lýsti því yfir að nauðsynlegt væri að þétta byggðina og sagði: „Fólk vill búa í borg,“ Ég hélt nú ekki. Við hjónin vorum um það leyti sem fundurinn var haldinn nýflutt í Garðabæ. Ein af aðalástæðunum fyrir búferlaflutningum okkar var að við vildum búa í náttúrulegu um- hverfi. Okkur, sem fyllum þann hóp sem er andstæður landfyllingu í Arnarnesvogi, finnst fráleitt að breyta Garðabæ í borg. Við teljum að mikill meirihluti Garðbæinga sé fylgjandi því að viðhalda sérkennum byggðar hér sem eru þau að náttúr- an skipar stóran sess í umhverfinu. Fara þarf varlega í þéttingu byggðar Ég tel að fara eigi varlega í þétt- ingu byggðar hér. Þess má geta að uppi eru áform um að stórauka byggðina í Garðabæ, þ.e. tvöfalda íbúafjölda með byggð á Garðaholti. Þá verða íbúar Garðabæjar 16 þús- und í stað 8 þúsunda. Annað bygg- ingarland er og fyrir hendi, svo sem Arnarneslandið austan Hafnar- fjarðarvegar og Hnoðraholtið, hin- Mikið hefur verið fjallað um Arnarnesvog og tillögur um bryggjuhverfi þar að undanförnu. Íbúar við voginn eru margir ósáttir við tillög- urnar. Tómas H. Heiðar segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá sjónarmiðum þeirra sem eru á móti landfyllingu í Arnarnesvogi. Séð í átt að botni Arnarnesvogs. Fuglalíf er mikið á Arnarnesvogi eins og sjá má á þessari vetrarmynd sem tekin er af Sigríði Ólafsdóttur. Byggjum ekki ofan í náttúruperlur ' !   (!     ) *  !  %+ ( !                                   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.