Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 19 Kynntar verða spennandi nýjungar s.s. * Hydration Liquid Foundation, léttur olíulaus farði. * One-Step Facial Cleanser,undrahreinsirinn sem fjarlægir allan farða á augabragði. Komdu og fáðu ráðgjöf og sýnishorn* Ráðgjafi frá Clarins verður á staðnum frá kl. 14-18 Mánudag Lyfja Laugavegi Lyfja Garðatorgi Þriðjudag Lyfja Setbergi Lyfja Hamraborg Verið velkomin Í LYFJU LISTASAFN Reykjavíkur gengst í dag fyrir fræðslu- og skemmtidegi í húsum sínum, undir yfirskriftinni „Lifandi leiðsögn – Sunnudagslist- auki í Listasafni Reykjavíkur“. Þar gefst almenningi kostur á að ganga í gegnum sýningar Listasafnsins í fylgd kunnáttufólks og skoða og skeggræða það sem fyrir augu ber. Að sögn Soffíu Karlsdóttur, kynn- ingarstjóra Listasafns Reykjavík- ur, er efnt til þessa viðburðar til þess að minna fólk á að listasöfn eru fyrir alla. „Margir hafa kannski þá tilfinningu að listasöfn séu aðeins fyrir einhvern ákveðinn þjóðfélagshóp. Með þessari uppá- komu viljum við hins vegar sýna fram á hið gagnstæða,“ segir Soffía. Listasafnið er með átta sýningar í sýningarsölum sínum í Ásmund- arsafni, á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu og bendir Soffía á að þar sé um mjög fjölbreytt úrval að ræða. „Þá erum við með fasta leið- sögn á hverjum sunnudegi, en með þessu viljum við hvetja fullorðna og börn til að koma og kynna sér hvað er að gerast á safninu. Fólki gefst færi á að ganga um sýning- arnar með leiðsögn, þar sem gestir geta spurt um það sem vekur áhuga þeirra. Sunnudagslistaukinn hefst kl. 14 í Ásmundarsafni við Sigtún þar sem nú stendur yfir sýningin Fjöll rímar við tröll, með verkum Páls Guðmundssonar frá Húsafelli og höggmyndum Ásmundar Sveins- sonar. „Páll mun sjálfur taka þátt í leiðsögninni um sýninguna, og get- ur fólk því spurt listamanninn sjálfan spurninga. Þá verður flutt tónverk fyrir steinhörpu og víólu, en Páll hefur smíðað hörpuna úr líparíthellum úr bæjargilinu að Húsafelli.“ Næsti viðkomustaður verður á Kjarvalsstöðum en þar hefst leið- sögn kl. 15. „Í tilefni dagsins ætl- um við að efna til vísbendingaleiks fyrir börn og fullorðna í tengslum við sýningu á úrvali úr verkum Kjarvals. Þannig mun fólk ganga um sýninguna og leita að myndum eftir vísbendingum. Þetta ætti að fá fólk til að velta fyrir sér mynd- unum og tala saman um þær,“ seg- ir Soffía og bætir því við að auk þess verði boðið upp á leiðsögn um sýninguna um Gullpensla íslenskr- ar málaralistar, sem notið hafi mikilla vinsælda. Klukkan 16 hefst leiðsögn um fimm fróðlegar sýningar í Hafn- arhúsi. „Aðaláherslan er á sýn- inguna Heimskautslöndin unaðs- legu: Arfleifð Vilhjálms Stefáns- sonar, sem opnuð var í gær. Þar mun Jónas Gunnar Allansson mannfræðingur sjá um fræðandi leiðsögn um sýninguna.“ Auk þess gefst gestum kostur á að skoða aðrar sýningar safnsins, m.a. Sófa- málverkið eftir Önnu Jóa og Ólöfu Oddgeirsdóttur. „Sú sýning hefur vakið mikla athygli og er þar um að ræða hugmynd sem allir geta rætt og skemmt sér yfir.“ Þá er í Útiporti sýning á Hitavættum Ro- berts Dell, og á annarri hæð húss- ins sýning Frásagnarmálaranna, sem Soffía segir vera í senn skemmtilega og merkilega list- sögulega sýningu. Þar sýna Erró og fimm samtíðarmenn hans ný og eldri verk. Að lokum er sýning á broti af þeim verkum sem eru í eigu Listasafns Reykjavíkur. „Allar leiðsagnirnar hefjast á heila tímanum þannig að fólk getur ýmist farið allan hringinn eða valið eitthvað ákveðið. Að dagskránni lokinni mun fólk geta sest niður á kaffistofu Hafnarhússins og fengið sér hressingu að viðburðaríkum degi loknum,“ segir Soffía. Boðið verður upp á lifandi leiðsögn í húsum Listasafns Reykjavíkur í dag „Listasöfn eru fyrir alla“ Ljósmynd frá ferðum Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar á sýningunni Heimskautslöndin unaðslegu. Morgunblaðið/Ásdís Páll frá Húsafelli mun taka þátt í leiðsögn um sýn- ingu sína, Fjöll rímar við tröll, í Ásmundarsafni. Morgunblaðið/Jim Smart Stofa Þórarins B. Þorlákssonar í endurgerð Önnu og Ólafar á sýningunni Sófamálverkið í Hafnarhúsinu. ÁSGEIR Lárusson hefur haldið hátt í tuttugu einkasýningar á jafn- mörgum árum en alltaf látið jafnlítið fyrir sér fara. Þannig hefur hann siglt framhjá öllum átökum og lúðra- blæstri á vígvelli listanna. Enn er hann á sömu nótunum hjá Ófeigi, sýningin er ekki stór en hún sýnir samt að hann ræktar sitt pund þótt ekki sé það gert með bægslagangi. Í sýningunni hjá Ófeigi er Ásgeir ekki alls fjarri Tuma Magnússyni með skiptingu flatarins í tvær ólíkar heildir. En í staðinn fyrir að láta flet- ina renna saman heldur Ásgeir skýrri flataskiptingu í miðju verkinu. Þá er heldur ekki um stóran garð efna að ræða í verkum hans, heldur liti, sem hann blandar saman í ákveðnum hlutföllum. Verkin heita eftir litunum tveim sem hann notar í hvert verk. Útkoman verður einkar þægileg því hvor liturinn fyrir sig er meng- aður af hinum upp að vissu marki, og því er um skyldleika að ræða í öllum tilvikum. Eins og ætíð þegar litir eru mettaðir verður til ákveðinn grámi sem verkar róandi á sjóntaugarnar. Það er þess háttar rólyndislegt and- rúmsloft sem einkennir alla sýningu Ásgeirs. Höggmyndin Ávaxtarenna – úr ryðfríu stáli og eik – er aftur á móti eilítið á sveig við málverkin og bætir engu við gæði hinna verkanna. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Ein af myndum Ásgeirs Lárussonar í Listhúsi Ófeigs. Tvílit málverk MYNDLIST L i s t h ú s Ó f e i g s , S k ó l a v ö r ð u s t í g Til 14. mars. Opið á verslunartíma. MÁLVERK & HÖGGMYND ÁSGEIR LÁRUSSON Halldór Björn Runólfsson alltaf á miðvikudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.