Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á GREININGUR hér á landi um gjöld á geisladiska og önnur tól og tæki til geymslu og fjölfjöldunar staf- ræns höfundaréttarvarins efnis á sér samsvörun víða erlendis. Eins og kunnugt er féll menntamálaráð- herra frá því í vikunni að leggja slíkt gjald á tölvur eins og til stóð. Virðist reyndar sem fæst Evrópu- ríki hafi farið inn á þá braut þótt það hafi víða komið til tals. Hörð hríð að höfundarétti Í höfundarétti felst meðal ann- ars einkaréttur til flutnings verks, upptöku og fjölföldunar. Þar með eru varin réttindi þeirra sem stunda andleg sköpunarstörf. Það stuðlar að því að þeir geti lifað af störfum sínum og þar með að þessi þáttur menningar blómstri. Höf- undaréttur og skyld réttindi sæta ýmsum takmörkunum. Þannig falla þau niður að liðnum tilteknum ára- fjölda frá andláti höfundar. Eins eru einkanot verka almennt heimil að vissu marki án sérstaks leyfis. Framfarir í fjölmiðlun og upp- lýsingatækni hafa alltaf falið í sér nýjan vanda við að framfylgja höf- undarétti. Samt má halda því fram að stafræna byltingin og netteng- ing tölvukerfa séu meiri ógnun við höfundarétt en fyrri tækniframfar- ir. Nú má fjölfalda efni án þess að tapa gæðum og því má dreifa með undrahraða um allan hnöttinn. Undanþága sem áður átti við um einkanot er því umhugsunarverð- ari en fyrr. Gott dæmi er starfsemi fyrir- tækisins Napster í Bandaríkjunum þar sem notendur geta skipst á tónlist án þess að rétthafar fái nokkuð fyrir sinn snúð. Er áætlað að þeir missi þar af gífurlegum fjárhæðum sem þeir annars hefðu hugsanlega fengið fyrir diskasölu. Margar leiðir eru til að bregðast við þessum nýju aðstæðum. Reynt hefur verið á alþjóðavettvangi með lögfræðilegum ráðum að skerpa skilgreiningu höfundaréttar þannig að ekki fari milli mála að samþykki rétthafa þurfi fyrir því að setja efni frá honum á Netið. Þá vonast margir til þess að lausn sé fólgin í því að finna tæknilega möguleika til að læsa verkum á stafrænu formi þannig að enginn geti fjöl- faldað þau án samþykkis rétthafa eða minnsta kosti merkja þau þannig að fylgjast megi með notk- un þeirra. Gjöld á bönd og diska Víða hefur verið farin sú leið að leggja gjöld á auð segulbönd og síðar geisladiska til þess að bæta rétthöfum það „tjón“ sem þeir verða fyrir vegna fjölföldunar til einkanota. Ég segi „tjón“ vegna þess að það er ekkert í hlutarins eðli sem segir að einkanot séu tjón sem verði að bæta. Alþjóðasam- ingar gera til dæmis ráð fyrir að sanngjörn einkanot megi eiga sér stað án þess endilega að rétthafar fái greitt fyrir. Það er því undir rétti hvers lands komið hvort greiða þarf með þessum hætti fyrir einkanot. Það að sú leið hefur víða verið farin kann að bera vott um sterka stöðu samtaka rétthafa á meðan neytendur hafa verið áhrifaminni. Gjaldlagning af þessu tagi getur auðvitað ekki talist skattur í venju- legum skilningi því fjármunirnir renna til rétthafa. Þetta er afskap- lega þægileg leið fyrir rétthafa sem ekki þurfa að eltast við not- endur hér og þar. Frá sjónarhóli neytenda horfir málið öðruvísi við og því er mikilvægt að stjórnvöld leitist við að útskýra hvers vegna gjaldið er lagt á, hvernig fjárhæð þess sé hugsuð og hvert féð renni. Er þetta þeim mun nauðsynlegra þegar haft er í huga að gjaldið leggst jafnt á réttláta sem rang- láta. Auðar spólur má til dæmis vel nota til að taka upp efni sem alls ekki er varið af höfundarétti en samt þarf að greiða gjald af spól- unum. Þegar farið er út á þá braut að leggja gjald á tölvubúnað sem ekki er endilega fyrst og fremst ætlaður til fjölföldunar höfunda- réttarvarins efnis vakna einnig spurningar um hvort slík gjaldtaka sé lengur málefnaleg, þ.e. hvort ekki sé verið að íþyngja þeim sem liggja vel við höggi frekar en að taka gjöld af þeim sem fyrst og fremst njóta góðs af sköpunar- starfi annarra. Litið til nokkurra Evrópulanda Eins og fyrr segir er ekkert í al- þjóðasamningum eða Evrópurétti sem knýr almennt á um gjaldtöku af því tagi sem hér er rætt um. Þarna er um að ræða pólitíska ákvörðun hvers lands fyrir sig. Þetta kann að vera að breytast. Í tilskipun Evrópusambandsins um höfundarétt í upplýsingaþjóðfélag- inu sem búast má við að verði gef- in út á næstu mánuðum er kveðið á um rétt rétthafa til endurgjalds fyrir einkanot þegar um efni á stafrænu formi er að ræða. Til- skipunin kveður hins vegar ekki á um hvernig eigi að útfæra gjald- tökuna, hvort það skuli gert með föstu gjaldi á tæki og tól sem nýta má til fjölföldunar eða með hjálp tækni sem veitir skilyrtan aðgang að hugverkum. Í öllum Evrópusambandslöndum nema Bretlandi, Írlandi og Lúx- emborg eru höfundaréttargjöld lögð á snældur og/eða geisladiska (sjá http://www.thestandardeur- ope.com/magazine/computer_tax). Sums staðar er byrjað að taka gjald af geisladiskabrennurum og MP3-spilurum. Víða er einnig rætt um gjald á einkatölvur og jafnvel internet-búnað af ýmsu tagi án þess að séð verði að það hafi nokk- urs staðar verið ákveðið endan- lega. Í Danmörku er gjald tekið af auðum hljóðsnældum og mynd- böndum. Til stóð að leggja gjald einnig á geisladiska að kröfu höf- undaréttarsamtaka sem blöskraði gífurleg aukin sala á auðum disk- um. Menningarmálaráðuneytið tók í taumana þar sem fjölföldun tón- listar til einkanota er ekki leyfileg samkvæmt dönskum lögum. Þótti ekki tilhlýðilegt að leggja gjald á ólöglega háttsemi. Hins vegar hef- ur verið boðað lagafrumvarp síðar á árinu þar sem slík eintakagerð verði heimiluð en jafnframt verði mótuð stefna um viðeigandi gjald- töku af stafrænum miðlum. Í Þýskalandi eru gjöld lögð á auðar snældur, myndbandstæki, segulbönd og ljósritunarvélar. Þar boðaði dómsmálaráðherrann síð- astliðið sumar að lagt yrði gjald að auki á geisladiska, brennara og einkatölvur. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan milli rétthafa og framleiðenda tölvubúnaðar en þær hafa ekki borið árangur Í Frakklandi var lagt gjald á geisladiska fyrr á þessu ári auk MP3-spilara til viðbótar við eldri hliðræna miðla. Sú hugmynd menningarmálaráðherra landsins að leggja einnig gjald á einkatölv- ur hefur vakið hörð viðbrögð meðal annars forsætisráðherrans, Lionel Jospins, sem hefur verið mikill for- vígismaður þess að þjóðin tölvu- væðist. Þá hafa tölvuframleiðendur brugðist ókvæða við og hugbún- aðarframleiðendur kvarta yfir því að þeir njóti í engu góðs af núver- andi eða fyrirhugaðri gjaldtöku þótt þeir verði einnig harkalega fyrir barðinu á einkafjölföldun. Íslenskar aðstæður Fimmtán ár eru síðan fyrst voru settar reglur á Íslandi um gjöld á óáteknar hljóðsnældur og segul- bandstæki sem renna til samtaka rétthafa. Síðastliðið vor var höf- undalögum breytt að þessu leyti og kveðið á um sérstakt endurgjald vegna upptöku verka til einkanota á diska meðal annars og af tækjum sem einkum eru notuð til slíkrar upptöku. Það er forvitnilegt að skoða hvernig þessi breyting kom til. Frumvarpið var lagt fram sem frumvarp til að lögfesta tilskipun Evrópusambandsins um lögvernd- un gagnagrunna sem er ákaflega tæknilegur lagatexti sem snertir almenning ekki beint. Þegar það var sent út til umsagnar eins og vera ber var þar ekki að finna neitt ákvæði um gjöld af þessu tagi. Hins vegar sagði menntamálaráð- herra er hann mælti fyrir frum- varpinu og það kemur einnig fram í athugasemdum með frumvarpinu að „Gjörbreytt upptökutækni vegna stafrænnar upptöku og dreifingar verka knýr á um að ákvæðum höfundalaganna varðandi gjöld fyrir upptöku verka til einka- nota verði breytt hið fyrsta. Er þegar hafin vinna að undirbúningi að breytingum á höfundalögunum sem taka mið af breyttri upptöku- tækni.“ Tveimur mánuðum síðar, eða um miðjan apríl árið 2000, var frum- varpið afgreitt út úr mennta- málanefnd Alþingis og þá var þar að finna hið umdeilda ákvæði. Rök menntamálanefndar fyrir þessari viðbót, sem ráðherra hafði áður sagt að væri einungis í undir- búingi, voru svohljóðandi: „Ör tækniþróun og framfarir í dreif- ingu á hugverkum geta haft í för með sér mikla röskun á réttindum höfunda, listflytjenda og framleið- enda. Er hér einkum átt við ein- takagerð til einkanota. Í athuga- semdum við lagafrumvarp um breytingu á höfundalögum, sem lagt var fram á 106. löggjafarþingi 1983–84, kom fram að vegna ein- takagerðar til einkanota væri eðli- legt og reyndar sjálfsagt að rétt- hafar fengju bætt það tjón sem leiðir af þverrandi sölu hljóðrita af þeim sökum og auk þess greiðslur fyrir þau auknu afnot hugverka sem ný tækni hlýtur óhjákvæmi- lega að hafa í för með sér. Til þess að koma til móts við þessi sjón- armið var 11. gr. höfundalaga breytt með lögum nr. 78/1984, og lögfest gjald á auð bönd og/eða upptökutæki. Núna er komin til sögunnar stafræn eintakagerð til einkanota. Slíkar upptökur eru orðnar mjög góðar og segja má að eintak sem fjölfaldað hefur verið stafrænt sé mjög svipað að gæðum og frumeintakið. Af þessum sökum er nú lögð fram tillaga um breyt- ingu á 11. gr. höfundalaga, þar sem lagt er til að rétthafar eigi rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku á verkum til einkanota á bönd, diska, plötur eða aðra hluti, í hvaða formi sem þeir eru, sem taka má upp á hljóð eða myndir með hliðrænum eða stafrænum hætti.“ Engar efnislegar umræður fóru fram á Alþingi um þetta mál við aðra og þriðju „umræðu“. Það er svo ekki fyrr en ráðherra setur reglugerð um nýju gjöldin sem menn ranka við sér. Nýja reglu- gerðin frá 29. janúar 2001 nr. 125/ 2001 mælti fyrir um gjöld af geisladiskum og tölvum með inn- byggðum geislabrennurum. Þar var reyndar gengið nokkuð langt að því leyti aðallega að það er eng- an veginn ljóst að tölvur með inn- byggðum geislabrennurum séu tæki „sem einkum eru notuð til ... upptöku“ eins og lögin segja. Það skiptir þó ekki máli lengur því eins og kunnugt er ákvað menntamála- ráðherra að breyta reglugerðinni nú í vikunni, lækka gjald af óáteknum geisladiskum og hætta við að innheimta gjald af tölvum með innbyggðum geislabrennur- um/geisladiskaskrifurum. Til umhugsunar Það má fullyrða að reglugerðin eftir breytingu er í stórum drátt- um í samræmi við það sem gerist víða hjá öðrum Evrópuþjóðum. Hins vegar vekur þessi atburðarás spurningar um hvort eðlilega hafi verið staðið að samráði við hags- munaaðila frá upphafi. Er það eðli- legt að Alþingi setji lög um svo mikilvægt efni án þess að efna til samráðs við til dæmis tölvugeir- ann? Í raun er aðstaðan sú að frumvarpið var sent út til umsagn- ar á meðan það geymdi tiltölulega mjög tæknileg ákvæði sem einung- is sérfræðingar geta haft eitthvað um að segja en breytingarnar sem varða allan almenning og mikil- væga hagsmunaaðila aðra voru settar inni á lokuðum nefndarfund- um. Auðvitað má segja að hagsmuna- aðilar verði að fylgjast betur með störfum Alþingis og ekki dugi að bíða eftir því að umsagnarbeiðni detti inn um lúguna. Á hinn bóginn þarf Alþingi, þ. á m. og ekki síst stjórnarandstaðan, að vera vakandi fyrir því hvenær er vert að hvetja til samráðs og opinberrar umræðu. Mörg þjóðþing tíðka það til dæmis á heimasíðum sínum að vekja at- hygli almennings á forvitnilegum málum sem eru til umfjöllunar og hvetja til skoðanaskipta. Eins er krafa Neytendasamtak- anna um að útskýrt sé hvernig gjaldið er hugsað eðlileg. Það væri fengur í upplýsingum um hver hef- ur verið þróun innheimtra gjalda undanfarin ár, hver sé áætluð tekjuaukning vegna nýju reglu- gerðarinnar, hvert gjöldin renni og hvert sé umfang einkanota. Það væru mun málefnalegri sjónarmið að byggja ákvarðanir á heldur en gögn um það hvert sé meðalgjald í öðrum Evrópulöndum. Stjórnvöld og rétthafar mættu gera betur í að útskýra hvernig allt þetta kerfi er hugsað því þarna eru nú einu sinni peningar skatt- borgaranna í húfi. Það bætir ekki úr skák hversu flóknir þeir laga- textar eru sem hér um ræðir jafnt fyrir leika sem lærða. Til dæmis er ákaflega erfitt að átta sig á því við lestur umræddrar reglugerðar, vegna þess að hún vísar fyrst og fremst í tiltekin tollnúmer, hvaða gjöld leggjast á hvers konar hluti. Horfið frá tölvuskatti Morgunblaðið/Jim Smart Guðmundur Ragnar Guðmunds- son, formaður Félags netverja, og Daníel Rúnarsson afhentu Birni Bjarnasyni menntamála- ráðherra geisladisk með 17 þús- und nöfnum til að mótmæla inn- heimtu höfundaréttargjalda síð- astliðinn miðvikudag. Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson Deilan um gjöld á geisla- diska og önnur tól og tæki til geymslu og fjöl- fjöldunar stafræns höf- undaréttarvarins efnis er ekkert einsdæmi, en það virðist þó eiga sér fá for- dæmi innan Evrópu að ríki hafi ákveðið að fara þá leið, sem hér varð ofan á. Reglugerðin virðist þó í stórum dráttum í sam- ræmi við það, sem gerist annars staðar í Evrópu. Höfundur er lögfræðingur hjá Evr- ópuráðinu. Skoðanir sem kunna að koma fram í þessari grein eru alfarið á ábyrgð höfundar. Vinsamlegast sendið ábendingar um efni til pall@evc.net.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.