Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ 11. marz 1971: „Þótt sam- komulag hafi ekki tekizt um að endurnýja vopnahléð milli Ísraels og Egyptalands í byrjun þessa mánaðar, eru þó friðarvonir mun meiri en verið hafa síðustu tvo ára- tugina. Það, sem fyrst og fremst veldur auknum von- um um samkomulag milli deiluaðila, er sveigjanlegri afstaða Egypta en nokkru sinni fyrr. Fram til þessa hefur það verið yfirlýst stefna egypzkra leiðtoga að heyja heilagt stríð á hendur Ísra- elsmönnum og þeir hafa ekki verið til viðtals um að við- urkenna Ísraelsríki og semja frið. Raunar á þetta ekki að- eins við um stjórnmálamenn í Egyptalandi heldur við hinn arabíska heim yfirleitt. Sadat, forseti Egypta- lands, sem við tók eftir lát Nassers, hefur komið um- heiminum þægilega á óvart með því að taka upp mun friðsamlegri afstöðu til Ísra- els en áður hefur þekkst meðal arabískra stjórnmála- manna. Hann hefur lýst sig reiðubúinn til þess að við- urkenna Ísrael sem fullvalda ríki og til þess að undirrita friðarsamninga við Ísrael. Að sjálfsögðu gerir hann ýmsar kröfur á móti svo sem um brotthvarf Ísraelsmanna frá hinum hernumdu svæðum. Þessi breytta afstaða Egypta hefur vakið heims- athygli og átt verulegan þátt í að breyta almenningsálitinu í heiminum, sem hefur nú meiri skilning á afstöðu Egypta og Araba yfirleitt en verið hefur. Því miður sjást þess enn ekki merki, að Ísra- elsmenn hafi brugðizt nægi- lega jákvætt við hinni breyttu stefnu Egypta. Sú staðreynd hefur gert það að verkum, að í augum þeirra, sem utan við standa, er nú komið að Ísraelsmönnum að sýna meiri sveigjanleika og sáttfýsi en þeir hafa gert um skeið. Einn mesti styrkur Ísraelsmanna í deilum þeirra við Araba, hefur jafnan verið stuðningur almennings- álitsins á Vesturlöndum. Sá stuðningur er bersýnilega í hættu, ef Ísraelsmenn grípa nú ekki tækifærið og ganga til heiðarlegra samninga við Egypta.“ Fory s tugre inar Morgunb lað s ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKYNSAMLEGAR TILLÖGUR Starfshópur, sem Sólveig Pét-ursdóttir, dómsmálaráðherra,setti á fót til þess að fjalla um breytingar á umferðarlögum, hefur skilað tillögum, sem í öllum meginatriðum virðast vera skyn- samlegar og líklegar til þess að auka öryggi í umferðinni. Tíð og al- varleg umferðarslys á undanförn- um misserum og árum hafa valdið þungum áhyggjum meðal almenn- ings, enda enginn óhultur, ekki einu sinni þeir, sem fylgja umferð- arreglum út í yztu æsar. Starfshópurinn leggur til að áfram verði hægt að fá bílpróf við 17 ára aldur en að ökuskírteini verði þá gefin út til tveggja ára og færri punkta þurfi til að missa öku- réttindi. Þótt augljóst sé, að það eru ekki sízt hinir yngstu ökumenn, sem valda mestu tjóni í umferðinni er hægt að fallast á þær röksemdir starfshópsins, að ekki verði sýnt fram á, að hækkun úr 17 árum í 18 ár mundi hafa veruleg áhrif að þessu leyti. Önnur tillaga starfshópsins, sem virðist skynsamleg er sú, að stór- hækka sektir vegna umferðarlaga- brota. Það er áreiðanlega rétt að háar sektir hafi meiri áhrif á öku- menn en flest annað. Lagt er til að sektir verði hækkaðar um a.m.k. 100% og verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif það hefur, þegar þessar tillögur verða komnar til fram- kvæmda, sem telja má líklegt að verði. Það verður að teljast augljóst að notkun síma í bílum getur haft truflandi áhrif á akstur enda mörg dæmi um það. Þess vegna er líka hægt að taka undir það sjónarmið að banna eigi notkun farsíma í bíl- um án handfrjáls búnaðar. Fjölmargar fleiri tillögur koma fram í áliti starfshópsins svo sem að fjölga refsipunktum fyrir hrað- akstur og vanhöld á notkun bíl- belta. Allt verður það að teljast eðlilegt. Ennfremur leggur starfshópur- inn til að gerðar verði ráðstafanir til að koma öryggisbeltum í alla hópferðabíla. Fengin reynsla sýnir, að það er ekkert álitamál. Spyrja má, hvers vegna gera eigi kröfu um 0 prómill áfengis hjá öku- mönnum á aldrinum 17–20 ára en aðrar reglur eigi þá væntanlega að gilda um aðra aldursflokka. Hvers vegna? Það er augljóst að breyttar drykkjuvenjur þjóðarinnar auka líkur á því, að fólk setjist undir stýri eftir að hafa bragðað eitthvað áfengi og enginn er dómari í eigin sök í þeim efnum. Hvaða rök eru fyrir því að gera eigi greinarmun á ökumönnum eftir aldri í þessum efnum? Því miður er það svo, að umferð- in á Íslandi hefur verið agalaus og líkari því að lögmál frumskógarins ráði ferðinni. Einstakar aðgerðir lögreglu hafa skilað árangri en ein- ungis í takmarkaðan tíma. Líklegt verður að telja, að harðari viðurlög og þá ekki sízt stórhækkun fjár- sekta sé í raun og veru eina leiðin til þess að ná tökum á þeim alvar- lega þjóðfélagsvanda, sem agaleysi í umferðinni er og hefur þegar kostað alltof mörg mannslíf. Viðbrögð Sólveigar Pétursdóttur, dómsmálaráðherra, við tillögum starfshópsins benda til þess, að ráðherrann muni gera flestar þeirra að sínum. Í samtali við Morgunblaðið í gær um tillögurnar sagði ráðherrann m.a.: „Þetta eru athyglisverðar og vel unnar tillög- ur, sem mér líst ágætlega á. Hér í dómsmálaráðuneytinu verður strax hafizt handa við að sníða frumvarp til breytinga á lögum, þar sem til- lögur starfshópsins verða hafðar til hliðsjónar. Vonandi verður hægt að leggja frumvarpið fram á þessu þingi.“ Þ AÐ ER heldur slælegur vitn- isburður um hinn siðmennt- aða mann að í upphafi 21. aldar skuli mansal og þræla- hald vera vaxandi vandamál. Írskur fræðimaður, Kevin Bales, gengur svo langt í dagblaðinu Irish Times á fimmtudag að segja að þrælar séu nú ódýrari en þeir hafi nokkurn tímann verið í mannkynssög- unni: „Þeir eru eins og Biro-pennar, það er hægt að kaupa þá ódýrt, nota þá mikið í stuttan tíma og losa sig við þá án vandræða.“ Bales er ráðgjafi vinnuhóps Sameinuðu þjóðanna um þrælahald og hann telur að um 27 milljónir manna séu í ánauð um heim allan um þessar mundir. Stór hópur þessa fólks er konur og börn, sem eru seld í kynlífsþrælkun. Málefni þessara kvenna voru til umræðu á kvennadaginn, 8. mars, og hvatti meðal annars Alþjóðaþjóðaflutningastofnunin í Genf ríkisstjórnir til þess að herða lög gegn kyn- lífsþrælkun og sölu á fólki. Að mati stofnunar- innar lenda um 700 þúsund konur og börn árlega í klóm hringja, sem nánast er útilokað að sleppa frá. Oft vita fórnarlömbin ekki hvað þau eiga í vændum, en margir taka einfaldlega áhættuna af því að þeir búa við svo kröpp kjör að þeir telja sig ekki hafa neinu að tapa. Sagt er að þrælar séu nú ódýrari en nokkurn tímann áður í mann- kynssögunni Kynlífsþrælkun var til umræðu á Evrópu- þinginu á fimmtudag og sagði fram- kvæmdastjórn Evr- ópusambandsins að tryggja þyrfti konum, sem lentu í sívaxandi kynlífsþrælkun í Evr- ópu, aukna vernd ef þær veittu upplýsingar um hórmangara og smyglara, þar á meðal tímabundið dvalarleyfi. Samtök kvenna krefjast hins vegar meiri rétt- inda handa fórnarlömbum þessara ógeðfelldu viðskipta og segja að þeim eigi að tryggja hæli veiti þau upplýsingar um þá, sem standa í því að smygla fólki milli landa. Talið er að árlega sé 120 þúsund konum og börnum smyglað til Vestur- Evrópu og þau neydd til að stunda vændi. Anna Diamantopoulou, sem fer með félagsmál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði á fundi Evrópuþingsins að smyglararnir gætu auðgast um allt að 250 þúsund dollara eða 21 milljón króna með því að selja og endurselja eina konu. Fyrir sumar konur væri dauðinn eina und- ankomuleiðin. Þessi verslun með fólk fæli í sér minni áhættu en eiturlyfjasmygl. Hins vegar biðu margar konur bana vegna þessarar starf- semi. „Árlega finnast lík nokkur hundruð kvenna [í Vestur-Evrópu],“ sagði Diamantopoulou. „Og Europol telur að það séu mjög mörg lík til við- bótar, sem aldrei finnist.“ „Gildi kvenna er talið vera minna,“ sagði Margareta Winberg, ráðherra jafnréttismála í Svíþjóð, á kvennadaginn. „Sumir menn geta meira að segja leyft sér að kaupa konur eins og þær væru skóreimar.“ Í Evrópu koma fórnarlömb kynlífsþrælkunar aðallega frá Mið- og Austur-Evrópu, einkum Tékklandi, Póllandi, Úkraínu og Rússlandi. Evr- ópusambandið segir að fórnarlömbin séu beitt ofbeldi, nauðgunum, barsmíðum og öfgakenndri grimmd. Flest eru þau milli 15 og 18 ára gömul og ginnt með fyrirheitum um peninga og þægindi í hinum auðugu ríkjum Vestur-Evrópu þar sem þau muni fá vinnu við barnagæslu, á veitinga- stöðum eða snyrtistofum. Annað hlutskipti og ömurlegra tekur hins vegar við. Winberg gagnrýndi önnur aðildarríki Evrópu- sambandsins fyrir að beina ekki spjótum sínum að þeim, sem kaupa þjónustu kynlífsþræla. Hún sagði að menn virtust ekki sjá samhengið milli mansalsins og vændisins þótt öll aðildarríkin bönnuðu flutninga á fólki og því væri ekkert gert til að kveða niður eftirspurnina. Í Svíþjóð var á síðasta ári sett í lög að sækja mætti til saka menn, sem greiddu fyrir kynlíf, og segja sænsk yfirvöld að vændi á götum úti hafi minnkað um 70 prósent fyrir vikið. Kolbrún Halldórsdóttir og fleiri þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs lögðu í vikunni fram frumvarp á Al- þingi um að þyngja refsingar vegna kláms og kynlífsþjónustu og segir þar að hver sá, sem greiði fyrir kynlífsþjónustu af einhverju tagi, skuli sæta fangelsi allt að fjórum árum. Talið er að um 40 þúsund erlendar vændiskon- ur bjóði blíðu sína á Ítalíu og þeim fer fjölgandi. Oft og tíðum er þar um að ræða vændiskonur frá Albaníu eða öðrum fyrrverandi kommúnistaríkj- um og flestar þeirra eru í klóm albönsku maf- íunnar. Ein þessara kvenna rakti sögu sína í við- tali við breska útvarpið BBC: „Ég kom með báti. Mér var smyglað til landsins. Ég hafði reynt í fjögur skipti. Ferðin var hræðileg. Það var vetur, kuldi og rigning. Áhættan var skelfileg. Ég sá látið fólk með eigin augum. Dauð eða lifandi, þetta var minn eini kostur.“ Fátæktin í Albaníu getur verið sligandi. Þetta gamla lögregluríki er nú löglaust. Fólk er at- vinnulaust og margir ná aðeins að draga fram líf- ið af því að þeir fá peninga senda frá ættingjum að utan, til dæmis vændiskonunum á Ítalíu. Það er auðvelt fyrir fólk sem býr við allsnægtir á Vesturlöndum að láta sem það sé hægðarleikur að velja og hafna þegar vændi er annars vegar, en þegar örbirgðin blasir við og stúlku á ung- lingsaldri eru settir þeir afarkostir að ef hún fari ekki út í óvissuna sé úti um fjölskyldu hennar er erfitt að tala um frjálsan vilja. Ítalir hafa átt í miklum vandræðum vegna kynlífsþrælkunar. Nokkrir melludólgar og þrælasalar hafa verið handteknir, en þá blasir við sá vandi hvað gera eigi við stúlkurnar, sem í sumum tilfellum enda í fangelsi af því að yfirvöld hafa ekki hugmynd um hvað gera eigi við þær. Það er einnig erfitt að fá stúlkurnar til að bera vitni gegn kvölurum sínum og það krefst hug- rekkis. Á Ítalíu höfðu á liðnu ári 80 stúlkur borið vitni gegn því að fá leyfi til að dvelja áfram á Ítal- íu, en 500 höfðu neitað af ótta við glæpafor- ingjana. Albanska maf- ían hefur tekið yfir skipulagða glæpastarfsemi við Adríahafið Albanska mafían er atkvæðamest í því að flytja fólk með ólög- legum hætti við Adríahafið og er raun- ar að taka yfir skipu- lagða glæpastarfsemi á þessum slóðum. Caldato Motta er saksóknari á Ítalíu og hreyfir hann sig hvergi án fylgdar vopnaðra varða af ótta við að albanska mafían reyni að ráða hann af dögum. Hann segir að vestrænu samfélagi stafi ógn af albönsku glæpaforingjunum. Allt fari í gegnum þá, hvort sem það eru eiturlyf, vopn eða fólk. Bretar hafa verið að rannsaka mál, sem snýst um hundruð stúlkna, sem smyglað hefur verið til Bretlands frá Nígeríu og öðrum ríkjum Vestur- Afríku og seldar í kynlífsþrælkun í Evrópu. Ljóstrað var upp um þessa starfsemi þegar verið var að rannsaka mannshvörf. Kom þá í ljós mynstur, sem benti til að um væri að ræða þrælasölu. Stúlkurnar komu til Bretlands og báðu um hæli. Þar sem þær voru undir 18 ára aldri var þeim annaðhvort komið fyrir á stofn- unum eða heimilum. Nokkru síðar fengu þessar stúlkur dularfulla upphringingu og innan skamms voru þær horfnar. Við rannsóknina kom fram að þær höfðu verið fluttar til ýmissa Evr- ópulanda, allt suður til Ítalíu þar sem þær höfðu verið þvingaðar til að stunda vændi. Martröð þessara barna hófst í borginni Benin í Nígeríu þar sem drengir og stúlkur eru lokkuð í kynlífs- þrælkun með fagurgala og loforðum um gull og græna skóga í fjarlægum löndum. Oft er vúdú- galdur notaður til að neyða börnin til hlýðni. Lífskjör í Nígeríu hafa versnað vegna óstjórn- ar að undanförnu og fátæktin er slík að meðal- árstekjur ná aðeins um 30 þúsund krónum. Við slíkar aðstæður reynir á fjölskylduböndin og glæpamennirnir eiga auðveldara með að athafna sig. Þegar fórnarlömbin eru komin á áfangastað eru þeim síðan gerðar upp svimandi háar skuldir fyrir flutninginn og það getur tekið tvö til þrjú ár að vinna þær af sér. Stúlkur, sem neita að selja sig, geta átt pynt- ingar yfir höfði sér. Í einu tilfelli voru tvær stúlk- ur, önnur 13 og hin 14 ára, settar í svelti. Þeim tókst að draga fram lífið með því að drekka þvag hvor annarrar. Yfirvöld á Ítalíu hafa hert eftirlit með farþeg- um frá Vestur-Afríku og glæpamennirnir hafa því gripið til þess ráðs að flytja fólkið til annarra landa Evrópusambandsins. Minna eftirlit er með ferðum fólks frá einu sambandslandi til annars og auðveldara að þyrla ryki í augu landamæra- varða. Það getur verið auðvelt hér á landi þegar þessi mál eru til umræðu að segja sem svo að vissulega sé þetta vandamál, bara ekki okkar vandamál. Það verður hins vegar að fara varlega áður en slíkum fullyrðingum er slegið fram. Mörgum brá í brún þegar í ljós kom fyrir fjórum árum að ým- islegt benti til þess að kanadískt fyrirtæki, sem tengist bifhjólasamtökunum Vítisenglum eða Hell’s Angels í Kanada, hefði útvegað aðilum hér á landi nektardansmeyjar til starfa. Í gögnum, sem bárust lögreglu hér, kom fram að margar þeirra stúlkna, sem hingað kæmu væru undir vernd Vítisengla og margar á sakaskrá erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.