Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sýningartjöld • Sýningarborð Marstilboð á sýningarvélum Skipholti 50b sími 553-9200, fax 562-3935 Verð frá aðeins 9.900 kr. ÚR BLÁUM augunum skín blíð ein- lægnin en handartakið er kröftugt og ákveðið þegar Felix Bergsson heilsar, kominn til viðtals á kaffihúsi í miðbænum á sunnudags eftirmið- degi. „Þetta tengist leiksýningunni, Hinum fullkomna jafningja, sem ég sýndi fyrir þremur árum,“ segir Felix, sem um þessar mundir sækir heim grunn-, framhalds- og háskóla- nema vítt og breitt um landið og heldur umræður þar sem hann blandar saman leik og spjalli um samkynhneigða og líf þeirra ásamt þeim Söru Dögg Jónsdóttur og Jóni Þór Þorleifssyni. „Þegar sýningar á leikritinu stóðu yfir fóru iðulega fram umræður eft- ir sýningu þar sem ég settist niður með leikhúsgestum sem oft brunnu á spurningar um efni leikritsins og málefni samkynhneigðra. Þessar umræður voru alltaf mjög áhuga- verðar og augljóst að sýningin vakti fólk til umhugsunar enda hafa mál- efni þessa þjóðfélagshóps lengi ver- ið hulin þagnarblæju. Það var þá að þessi hugmynd kom upp: Að bræða umræðurnar og leiksýninguna sam- an í eitt, og leggja meiri áherslu á umræðuna en leikritið sjálft.“ Felix, sem nú þegar hefur heim- sótt fjóra skóla og tvær félagsmið- stöðvar, heldur um 20 mínútna ein- leik úr Hinum fullkomna jafningja þar sem hann sýnir 5 ólíka menn, jafnt unga sem aldna, sem eiga það fyrst og fremst sameiginlegt að vera samkynhneigðir. Að því loknu verða umræður og hefur Felix þá oftast sér til halds og trausts samkyn- hneigð ungmenni sem eru nær áhorfendunum í aldri en Felix sjálf- ur. „Við ræðum málin og svörum þeim spurningum sem vakna hjá krökkunum. Leiksýningin virðist vera gott áhald til að koma umræð- unum af stað,“ segir Felix. „Ég vil taka það fram að þetta er ekki kyn- fræðslu- eða kynlífsfyrirlestur: Þetta er bara um líf samkyn- hneigðra, en það kemur engum við hvað hver og einn gerir í svefn- herberginu. Þetta er til þess að fólk sjái að samkynhneigðir einstakling- ar eru til og þeir lifa lífi sem er engu minna ástríkt, erfitt og innihaldsríkt og hjá öllum hinum – og þau skila- boð eiga jafnt erindi til barna í grunn- og menntaskólum sem eru að hefja lífið og til þeirra sem sestir eru í helgan stein.“ Felix segir umræðurnar eflaust veita einhvern stuðning þeim sem leynast inn á milli og eru sjálfir sam- eða tvíkynhneigðir, en gagn- kynhneigðir hafi ekki síður gagn og gaman af að sækja umræðurnar: „Ástæðan er einfaldlega sú að mörgum hommum og lesbíum finnst þeir ekki vera að sjá neitt nýtt, á meðan gagnkynhneigðir eru að upp- götva nýjan heim og eru að sjá að þær tilfinningar sem samkyn- hneigðir hafa eru ekkert svo ólíkar tilfinningum þeirra sjálfra. Þetta snýst ekki um að draga fólk út úr skápnum, heldur styðja þá sem eru að burðast með þessar tilfinningar, og í raun styðja alla hina líka: að þeir verði ekki hræddir við það ef einhver vinur þeirra eða ættingi er hýr: að þeir geri sér grein fyrir að viðkomandi breytist ekki í aðra manneskju þótt hann komi út úr skápnum.“ Það sést líka á spurningunum sem Felix fær að misjöfn en mik- ilvæg mál sitja fólki efst í huga: „Í þeim skólum þar sem eru börn sem ef til vill lifa við harðskeyttari að- stæður eru spurningarnar miklu beinskeyttari og blátt áfram og þau spyrja ef til vill að því sem allir hinir eru að hugsa um en eru of kurteisir að spyrja, eins og: „Hvernig finnst þér að fara í sturtu í sundlaugun- um?“ Ég er líka, til dæmis, spurður hvernig börnum samkynhneigðra reiðir af í skóla; hvort þau verði fyr- ir ofbeldi eða einelti út af þessu, enda þekkja krakkarnir af eigin raun þann harðsvíraða heim sem skólinn getur verið. Svo spyrja þau hvernig foreldrar og vinir taki því þegar einhver samkynhneigður kemur út úr skápnum.“ „Í raun er þetta nokkuð sem vantar inn í skólakerfið. Þá meina ég að ekki sé fjallað um samkyn- hneigð í „afbrigðilega kaflanum“ í kynfræðslunni heldur að fjallað sé um fjölskyldur og sambönd sam- kynhneigðra á sama grundvelli og með sama viðhorfi og fjallað er um fjölskyldur og sambönd annarra,“ segir Felix, vongóður um að opna augu enn fleiri fyrir hinum litla en líflega heimi samkynhneigðra á Ís- landi. Felix Bergsson ræðir við nemendur um tilvist og tilfinningar samkynhneigðra Blæjunni svipt af sam- kynhneigð Felix Bergsson leikari stendur um þessar mundir fyrir leikblönduðum umræðufund- um um samkynhneigð með nemendum víðs- vegar um land. Ásgeir Ingvarsson ræddi við hann um homma, lesbíur og alla hina. Morgunblaðið/Jim Smart Felix gefur innsýn í líf fimm samkynhneigðra karlmanna sem allir líta ólíkum augum á tilveruna. Nemendur Kvennaskólans fylgdust með af athygli og spurðu margs þegar Felix leit þar við á dögunum. ÞAÐ er allt að gerast í Stúdentaleik- húsinu um þessar mundir en at- hafnasemi þar á bæ hefur verið í meira lagi undanfarið ár. Í október sl. var Strætið eftir Jim Cartwright sett á fjalirnar. Tilhögun sýningarinnar nú, sem verður frumsýnd í kvöld kl. 20.00, er með öðru og nokkuð skemmtilegu sniði, að sögn Stefáns Halls Stefáns- sonar, framkvæmdastjóra. „Málið er að á haustönninni ákváð- um við að fara af stað með leikrita- samkeppni,“ segir hann. „Út úr þessari keppni komu sjö handrit inn á borð til okkar sem við völdum úr. Hinn 1. febrúar fórum við síðan að æfa vinningsleikritið sem heitir Ungir menn á uppleið og er eftir Sig- ríði Láru Sigurjónsdóttur, masters- nema í bókmenntafræði við Háskóla Íslands.“ Stefán segir að ákveðið hafi verið að setja leikritið upp í Stúdentakjall- aranum og tvær ástæður séu fyrir því. „Leikritið gerist á veitingastað og þar að auki langaði okkur að koma þessu Stúdentaleikhúsi inn á háskólasvæðið, hafa þetta svolítið heimilislegt til að auðvelda háskóla- nemum aðgang.“ Leikritið fjallar um karlaklúbbinn Unga menn á uppleið, sem kemur saman til að halda hátíðarkvöld. „Þeir eru í rauninni fimm en fimmti meðlimurinn mætir ekki þetta kvöld- ið,“ upplýsir Stefán. „Leikritið geng- ur svo út á vangaveltur hinna varð- andi lífið og tilveruna. Þetta eru svona framagosar, verðbréfaguttar í peningaleit.“ Stefán segir leikritið vera ádeiluverk; gamansamt en með broddi þó. Hann segir leiklistina lifa góðu lífi innan veggja háskólans um þessar mundir. „Áhuginn hefur verið mjög góður og farið stigvaxandi. Við kom- um mjög vel undan vetri með hjálp rektorsskrifstofu, stúdentasjóðs og Bandalags íslenskra leikfélaga. Þetta er í góðri sveiflu og við horfum fram á veginn með eftirvæntingu,“ segir Stefán kankvís að lokum. Leikstjóri verksins er Bergur Þór Ingólfsson og stefnt verður að tíu sýningum alls. Miðaverð er 500 kr. fyrir námsfólk en 1.000 kr. fyrir aðra. „Ódýrara en bíó,“ eins og Stef- án orðar það. Allar upplýsingar er hægt að nálg- ast á vefslóðinni www.sl.hi.is og miða er hægt að panta í síma 8810155. Stigvaxandi áhugi Morgunblaðið/Jón Svavarsson Leikararnir í Ungir menn á uppleið á uppleið. Stúdentaleikhúsið sýnir Unga menn á uppleið Svæðið The Zone ½ Leikstjóri Barry Zeitlin. Handrit Anthony Starks og Sean Smith. Leikarar Robert Davi, Alexander Goudonov. 90 mín. Bandaríkin 1995. Bönnuð innan 16 ára. ÞAÐ fyrsta sem er undarlegt við þessa afspyrnulélegu mynd er end- urkoma Alexander Goudonov á skjá- inn en þessi prýðis- leikari úr myndum eins og Witness og Die Hard lést árið 1995. Svo að líkega hafa allir sem komu nálægt henni skammast sín svo fyrir myndina að þeir hafa reynt að fela hana fyrir al- menningi. Goudunov er í hlutverki hryðjuverkamanns sem hefur starf- að austan megin járntjaldsins og hefur komist yfir geislavirkt efni. Robert Davi er sá sem á að sjá um að bjarga heiminum frá Goudonov og ráðabruggi hans. Það eru svo mikið um vitleysur í atburðarásinni og fáránlega uppbyggð spennuatriði að maður verður eiginlega alveg gátt- aður á hæfnisleysi allra sem koma nálægt myndinni. Ottó Geir Borg MYNDBÖND Beinagrind í skáp Goudonovs SLIM-LINE dömubuxur frá tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 annan hvern miðvikudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.