Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 11
þ.e. vísindamanns – sem hefur lagt nafn sitt við grein sem var skrifuð fyrir hann inni í versluninni. Fjölmiðlar byrjaðir að þjóna hagsmunum almennings Venjulegir fjölmiðlar eru aftur á móti byrjaðir að þjóna hagsmunum almennings miklu betur en áður, sér- staklega í Bandaríkjunum. Kannski hafa þeir ekki jafn miklar áhyggjur af auglýsendum sínum þar. Ellefu mánaða rannsókn Washington Post á síðasta ári á vanrækslu banda- rískra og fjölþjóðlegra lyfjafyrir- tækja í fátækum löndum lauk með röð niðurdrepandi greina. Fyrir þær ættu höfundarnir að uppskera Pulitzer-verðlaunin, þakkir allra sómakærra manna og stækustu fyr- irlitningu þeirra á iðnaðinum. Nýleg jafn framúrskarandi grein í New York Times eftir Tinu Rosen- berg sýndi fram á að leiðin sem hefur verið valin í Brasilíu er til fyrirmynd- ar. Greinin sýndi okkur einnig fram á lagalegar takmarkanir á taki lyfja- fyrirtækjanna á eigin einkaleyfum. Brasilía hefur tekið líf og heilsu íbú- anna fram yfir hagsmuni stóru lyfja- fyrirtækjanna. Þar eru nú framleidd veirulyf fyrir hluta þess kostnaðar sem greiða þarf fyrir sambærileg lyf sem er einka- leyfi á og er þeim dreift til allra sem á þurfa að halda. Í fyrstu, í stað þess að leita á náðir lögfræðinga, þrýsti- hópa sinna í Bandaríkjunum og bandaríska utanríkisráðuneytisins lögðu lyfjafyrirtækin niður skottið og lækkuðu verð á lyfjum til að vera samkeppnishæf. En hversu lengi? Með George W. Bush við stjórnvöl- inn eru þau að undirbúa nýja árás. George W. Bush komst til valda með aðstoð margra mjög ágjarnra aðila, ekki síst stóru lyfjafyrirtækj- anna, sem lögðu til milljónir í kosn- ingabaráttu hans, meira en tvisvar sinnum þá upphæð er þau gáfu demókrötum. Margir bakhjarla George W. eru í meira en nánum tengslum við lyfjaiðnaðinn. Í lok annars kjörtímabils síns var Clinton farinn að spyrna fótum gegn gríðarlega öflugum hagsmunahóp- um lyfjafyrirtækjanna í Washington og sýndi m.a.s. varfærnislega til- burði til stuðnings við það að alnæm- islyf, sem ekki eru tryggð einkaleyfi, yrðu sett á markað þannig að þær milljónir sem eru við dauðans dyr vegna skorts á þeim nytu góðs af. En í umfangsmiklum réttarhöld- um í Suður-Afríku berjast stóru lyfjafyrirtækin nú fyrir því að lög um einkaleyfi verði varin hvað sem það kostar. Það sem það kostar er vita- skuld líf milljóna íbúa þriðja heims- ins. Rangur aðili sem vann kalda stríðið Stýra ríkisstjórnir ríkjum í dag? Stýra forsetar ríkisstjórnum? Það voru réttir aðilar sem töpuðu kalda stríðinu, en rangir aðilar sem unnu það sagði háðfugl nokkur í Berlín. Í eitt augnablik við upphaf tíunda ára- tugarins þá hefði eitthvað stórkost- legt geta gerst; Marshall-áætlun, umfangsmiklar sættir gamalla óvina, endursköpun bandalaga og, í þriðja og fjórða heiminum, skuldbinding til að ráðast gegn raunverulegum óvin- um heimsins: Hungursneyð, plágum, fátækt, vistfræðilegri tortímingu, harðstjórn og nýlendustefnu sem felur sig undir öðrum nöfnum. En sú óskhyggja gerði ráð fyrir að upplýstar þjóðir höguðu sér eins og upplýstar þjóðir, ekki eins og leigu- þý forríkra fjölþjóðlegra fyrirtækja- samsteypa sem álíta arðrán sjúkra og deyjandi íbúa heimsins vera heil- aga skyldu gagnvart hluthöfum sín- um. Tina Rosenberg sýnir í grein sinni í New York Times fram á eina af fáum einföldum lausnum vandamáls- ins, sem er auðvitað allt of augljós og einföld fyrir skriffinna heilbrigðis- kerfisins um heim allan: Að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin verði látin um að meðhöndla alnæmi á sama hátt og Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna hefur meðhöndlað bólusetn- ingu um heim allan, sem bjargar lífi þriggja milljóna manna árlega og kemur í veg fyrir sjúkdóma hjá tug- milljónum manns til viðbótar. Hún hefur reiknað út að kostnaðurinn við slíkt yrði um þrír milljarðar dollara, og hún bendir á að það er ekki svo há upphæð ef stefnt er að því að koma í veg fyrir hrun heimsálfu. Hún hefði geta bætt við – og kannski gerði hún það í huganum – að söluvelta bara eins lyfjarisa, Pfiz- er, nam 22,6 milljarði dollara á síð- asta ári og hagnaðurinn var 6,5 millj- arður. Glaxo SmithKline gerði enn betur, sama söluvelta og hagnaður- inn 7,7 milljarðar dollara. Og allt í þágu mannkyns. að hans mati eru besta dæmið um þau slæmu áhrif sem óheftur kapítalismi, sig- urvegari kalda stríðsins, hefur í för með sér. Eins og höfundur segir í greininni: „Það var réttur aðili sem tapaði kalda stríðinu, en rangur aðili sem vann það.“ AP Reuters Baráttumaður í Suður-Afríku heldur á al- næmislyfjum sem lyfjaris- arnir hafa ekki einkaleyfi á. Lyfjunum var smyglað inn í landið fyrir 2% af því verði sem lyfjafyr- irtækin taka fyrir þau lyf sem þau hafa einkaleyfi á. ©David Cornwell 2001. Hagnaður höfundar af sölu grein- arinnar rennur til Buko-herferð- arinnar gegn lyfjafyrirtækjum. Nán- ar má lesa um hana á Netinu á slóðinni www.epo.de/bukopharma. Áheit berist til: BUKO Pharma-Kampagne Geschaftstelle August-Bebel-Str. 62 D-33602 Bielefeld Þýskalandi MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 11 F ORTAKSLAUST bannsænska ríkisins við aug-lýsingum á áfengumdrykkjum kann að eiga skammt eftir. Evrópudómstóllinn felldi á fimmtudag dóm í máli sem fjallaði um bann við áfeng- isauglýsingum sem gildir í Sví- þjóð. Tímarit var sakað um brot gegn lögunum vegna þess að í því voru áfengisauglýsingar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í forúrskurðarmáli að fortakslaust bann væri hindrun bæði fyrir frjálst flæði vöru og þjónustu milli aðildarríkja sam- bandsins. Í dóminum segir einnig að bannið mismuni innflytjendum áfengis sökum þess að þeir hafa ekki sömu tækifæri á að koma sinni vöru á framfæri og inn- lendir aðilar. Samkeppnisstaða innlendra framleiðenda verði sterkari fyrir vikið og erlendir framleiðendur eigi erfiðara með að komast inn á markaðinn. Heilbrigðissjónarmið kunna að réttlæta bann Hins vegar kunni bannið að réttlætast af sjónarmiðum um vernd heilsu almennings. Það standi upp á sænska dómstóla, sem leitað höfðu forúrskurðar í Lúxemborg, að meta hvort for- takslaust bann sé óhjákvæmileg leið til að standa vörð um hin lögmætu markmið sem að er stefnt. Talsmaður sænska fyrirtæk- isins Vin & Sprit, sem framleiðir meðal annars Absolut-vodka og er þekkt fyrir auglýsinga- herferðir sínar, sagði að stefna fyrirtækisins væri að fylgja lög- um. Ef það væri bannað að aug- lýsa hlýddu þeir því en ef það væri leyft kynnu þeir að auglýsa. Fyrirtækið auglýsir fyrir millj- arða á hverju ári fyrir utan Sví- þjóð. Hér er því um mikið hags- munamál að ræða fyrir framleiðendur áfengis, auglýs- ingastofur og útgefendur. Mörg önnur lönd lagt bann við áfengisauglýsingum Mörg ESB-lönd utan Svíþjóðar hafa einnig lagt bann við auglýs- ingum á áfengi. Löggjöfin í Sví- þjóð er hvað ströngust en ríki eins og Finnland og Frakkland banna áfengisauglýsingar í út- varpi og sjónvarpi og í Dan- mörku er óleyfilegt að auglýsa áfengi í sjónvarpi. Áfengisauglýsingar eru bann- aðar í Svíþjóð á grundvelli heil- brigðisástæðna. Rökin eru að heilsu almennings yrði stofnað í hættu með auknu aðgengi að áfengum drykkjum í landinu og með að gera áfengi sýnilegra. Þetta eru sömu rökin og eru not- uð við réttlætingu þess að ríkið fari með einkasölu á áfengi. Fyrir nokkrum árum komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að einkasala áfengis í Svíþjóð bryti ekki í bága við Rómarsátt- málann svo framarlega sem ríkið mismuni ekki innflytjendum og dreifendum áfengis. Dómurinn benti á að hugsanlegt væri að Svíþjóð gæti náð fram því tak- marki sínu að vernda heilsu al- mennings með löggjöf sem væri ekki eins víðtæk og sú sem nú er í gildi. Talsmaður tímaritsins sem um ræðir sagði að hann væri ekki fylgjandi því að áfengisauglýs- ingar yrðu leyfðar í hvaða mynd sem er. Hins vegar væri það eðli- legt að tímarit eins og hans, sem fjalli um mat og drykk í prentuðu máli og væri fyrst og fremst selt í áskrift til fagaðila, mætti birta áfengisauglýsingar. Einungis lítill hluti sölu blaðsins er til almenn- ings. Heilbrigðis- og félags- málaráðherra Svíþjóðar, Lars Engqvist, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið á meðan beðið væri lokaniðurstöðu fyrir sænsk- um dómstólum. Fordæmisgildi fyrir Ísland? Réttarstaðan á Íslandi er ekki ósvipuð og í Svíþjóð að því leyti að hér á landi gildir einnig for- takslaust bann við auglýsingum á áfengi. Þar sem reglur Evrópska efnahagssvæðisins eru þær sömu og innan Evrópusambandsins varðandi frjálst flæði vöru og þjónustu má telja sennilegt að dómur þessi eigi eftir að hafa áhrif hér á landi. Það á hins veg- ar eftir að koma í ljós hvort sænskir dómstólar telja að ganga þurfi jafnlangt og þar er gert til að standa vörð um heilsu almenn- ings. Dómur Evrópudómstólsins frá því á fimmtudag gæti hnekkt banni Svía við áfengisauglýsingum. Stefnumarkandi dómur Evrópu- dómstólsins Bann sænska ríkisins við auglýsingum á áfengum drykkjum kann að vera á enda. Evrópudómstóllinn felldi á fimmtudag dóm í máli sem fjallaði um bann við áfengisauglýsingum sem gildir í Svíþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.