Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. STJÓRN Landssímans hefur tekið ákvörðun um að fresta um eitt ár áformuðum húsbyggingum við Suð- urlandsbraut í Reykjavík. Fyrirtæk- ið áformaði að reisa þar 12.000 fer- metra byggingu undir höfuðstöðvar sínar. „Upphaflega stefndum við að því að hefja framkvæmdir um þetta leyti. Af ýmsum ástæðum og kannski einkum vegna mikillar þenslu á byggingamarkaði og yfir höfuð í efnahagslífinu höfum við komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki skynsamlegt að fara út í þetta á þessum tíma. Við erum stöðugt að endurskoða okkar plön og okkar eig- in húsnæðisþörf og munum halda því áfram,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, forstjóri Landssímans. Landssíminn og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu samning fyrir ári um sölu á lóðum og fast- eignum á Suðurlandsbraut 34 og í Ármúla 31. Það var fyrirtækið Tækniakur, sem er eignarhaldsfélag í eigu Símans og Landsafls, fast- eignafélags Íslenskra aðalverktaka, sem keypti eignirnar. Um er að ræða 26.000 fermetra lóð og byggingar sem eru samtals um 11.000 fermetr- ar og var kaupverðið um milljarður króna. Áformað var að Tækniakur byggði skrifstofuhúsnæði fyrir Landssímann. Þórarinn sagði að upphaflega hefði ekki verið áformað að nýta Ár- múla 31 undir skrifstofurými, en nú hefði verið tekin ákvörðun um að breyta því húsi í skrifstofuhúsnæði og framkvæmdir væru hafnar. Dótt- urfyrirtæki Landssímans, Mið- heimar, hefði tekið það á leigu og væntanlega færu fleiri þangað inn. Þórarinn sagði að skipulagsfor- sendur á þessum stað hefðu breyst þar sem borgaryfirvöld hefðu tekið ákvörðun um að leyfa meiri nýtingu við Ármúlann. Menn þyrftu að gefa sér tíma til þess að skoða alla mögu- leika þar. Hann sagði að ekki væri búið að teikna bygginguna sem Landssíminn áformar að byggja á þessum stað. Síminn frestar bygging- aráformum um eitt ár NORSKA iðnaðarsamsteypan Elkem Salten hef- ur ákveðið að láta loka einum af þremur ofnum í járnblendiverksmiðju sinni í Sørfold í Noregi vegna lágs verðs á kísiljárni á mörkuðum. Engar áætlanir eru hins vegar um að loka fleiri verk- smiðjum Elkem, hvorki á Íslandi né í Noregi, að sögn Svein Sundsbø, yfirmanns upplýsingamála Elkem-samsteypunnar. Elkem á 51% í Íslenska járnblendifélaginu á Grundartanga. Sundsbø sagði að fara yrði allt aftur til upphafs síðasta áratugar til að finna dæmi um jafnlágt markaðsverð á kísiljárni. Hann kvaðst ekki hafa tölur handbærar um verð en sagði að dregið hefði úr eftirspurn og framboð væri því of mikið. Með því að loka einum ofni minnkaði framboðið á mark- aðnum og vonandi kæmi það öðrum verksmiðjum Elkem til góða. Sagði Sundsbø að ákveðið hefði verið að láta lokanir koma niður á norskri verk- smiðju fremur en erlendis, en sextíu manns var í gær sagt upp í verksmiðjunni í Sørfold. Lokunin hefur verið harðlega gagnrýnd af verkalýðsfélögum starfsmanna sem segja lok- unina munu kosta Elkem tugi, jafnvel hundruð milljóna ísl. kr. Erfiðleikar framundan hjá Íslenska járnblendifélaginu Frank Björklund, framkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að aðgerðirnar í Noregi myndu ekki hafa áhrif á verksmiðjuna hér á Íslandi. Hann sagði hins vegar að lokunin í Noregi væri greini- legt merki um erfitt ástand á mörkuðum og Ís- lenska járnblendifélagið þyrfti virklega að berjast fyrir stöðu sinni í framtíðinni. Að þessu sinni hefði Salten-verksmiðjan verið veikust vegna þess hve framleiðslukostnaður þar væri mikill á sama tíma og verð á mörkuðum væri í lágmarki. Að sögn Björklund eru menn að berjast við að halda niðri framleiðslukostnaðinum í verksmiðjunni á Grund- artanga á meðan verð fyrir framleiðsluna er í svo miklu ósamræmi við framleiðslukostnaðinn. Tak- ist að halda kostnaðinum niðri á þessu ári megi hins vegar búast við betri tíð á næsta ári. „Ég er bjartsýnn til lengri tíma litið, en við þurf- um auðvitað að takast á við vandamál framundan eins og margar aðrar verksmiðjur. Markaðshorf- ur á þessu ári eru ekki góðar en búast má við betra ástandi á mörkuðum árin 2002 og 2003. Ef við lif- um af árið 2001 mun ástandið batna og ég tel og vona að sú verði raunin.“ Elkem segir 60 manns upp störfum í kísiljárnverksmiðju í Noregi Engin áform um lokun verksmiðjunnar á Íslandi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÆGIR er oft úfinn á vetrarvertíð- um eins og áhöfnin á Óla á Stað GK fékk að reyna þegar báturinn var að veiðum á Kötlugrunni. Skipverj- ar drógu þorskanet við aðstæður í kaldasta lagi, að sögn Gunnlaugs Ævarssonar skipstjóra. Hann sagði vertíðina hafa verið ljómandi góða það sem af er, þó fiskiríið hafi verið upp og ofan eins og gengur á þessum árstíma. „Það er búið að vera ágætis kropp og nokkuð góður fiskur. Veðrið hefur jafnframt verið þokkalegt og hafa menn ekkert misst úr í vetur vegna veðurs.“ Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Ágætis kropp á Kötlugrunni FLENSA virðist vera í hámarki á höfuðborgarsvæðinu um þess- ar mundir og segir Atli Árnason, formaður Læknavaktarinnar og yfirlæknir á heilsugæslustöðinni í Grafarvogi, að mjög miklar annir hafi verið á Læknavakt- inni. Álag hafi stóraukist, aðal- lega vegna flensutilfella. Atli segir álagið hafa aukist í símaþjónustu Læknavaktarinn- ar, fleiri hafa heimsótt vaktina en á meðaldögum og að mun meira sé um vitjanir. Hafa tveir bílar verið í notkun síðustu daga en yfirleitt er nægilegt að vitj- unum sé sinnt á einum bíl. Segir hann álagið hafa farið vaxandi allt frá byrjun mánaðarins og verið í hámarki síðustu daga. „Þessi stofn er að minnsta kosti í hámarki, B-stofninn, en það er hugsanlegt að aðrir stofnar ber- ist einnig hingað á næstunni.“ Hár hiti í nokkra daga eru helstu einkenni flensunnar og segir Atli mikilvægt að sjúkling- ar innbyrði sem mest af vökva og liggi fyrir. Sérstaklega þurfi að gæta þess að börn fái nógu mikinn vökva. Varasamt sé að fara of snemma af stað eftir veikindi og séu mörg dæmi um að mönnum hafi slegið niður. Geti það leitt til ýmissa verri veikinda, t.d. kinnholubólgu, eyrnabólgu og lungnabólgu. Flensan talin í hámarki RÓLEGT er nú á fæðingardeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss eftir óvenjumargar fæðingar á árinu 2000. Að sögn Guðrúnar Eggerts- dóttur yfirljósmóður varð vart við það strax um áramótin að fæðingar fóru niður í meðaltal eftir mikla törn mánuðina og árið á undan. Fjöldi fæðinga á deildinni hefur undanfarin ár verið kringum 2.800 en í fyrra voru þær um þrjú þúsund og fjölgaði um 6,9% frá 1999. Guðrún gat þó ekki sagt til um hvort tilvilj- anir hefðu ráðið þessari fjölgun eða hvort foreldrar hefðu skipulagt barneignir í fyrra þegar ártalið var með sérstakara móti. Álagið minna á fæð- ingardeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.