Morgunblaðið - 11.03.2001, Qupperneq 55
Á FIMMTUDAG frumsýndi Talia,
leikfélag Menntaskólans við Sund,
leikritið Karton af Camel í leik-
stjórn Agnars Jóns Egilssonar, sem
jafnframt er höfundur verksins í
félagi við meðlimi Taliu. Eða eins
og hann segir sjálfur: „Þetta er
hrærigrautur úr bíómyndum sem
allar gerast á 9. áratugnum. Verkið
er gamanleikur um fólk í New York
sem allt er á leið í sama teitið á síð-
asta kvöldi ársins, árið 1984. Verk-
ið fjallar síðan um hvernig þetta
ólíka fólk horfist i augu við sjálft
sig og lífið á gamlársdagskvöld –
merkilegasta kvöldi ársins.“
Það besta frá
9. áratugnum
„Við bjuggum Karton af Camel
til úr myndum eins og 200 Cigarett-
es, Flashdance og fleiri myndum
sem við grannskoðuðum. Síðan
spunnum við á milli til að halda
söguþræðinum,“ segir Agnar.
„Verkið er fullt af tónlist en er þó
ekki eiginlegur söngleikur. Í stað-
inn brjótast sögupersónurnar út í
einni og einni laglínu hér og þar og
syngja lög sem fólk þekkir frá
þessu tímabili. Það eru ekki mörg
stór söngatriði í verkinu en við not-
um tónlistina meira til að lýsa
þankagangi persónanna.“
Leikarar af guðs náð
Agnar segist mjög ánægður með
frammistöðu krakkanna, þótt þau
séu öll áhugaleikarar. „Þau eru
leikarar af guðs náð, en þetta er
margslungin listgrein og endalaust
hægt að læra,“ segir Agnar, sem
hefur haldið leiklistarnámskeið fyr-
ir þátttakendur sýningarinnar og
stjórnað æfingum á leiksýningunni
sjálfri undanfarna tvo mánuði.
„Þau taka afskaplega vel við öllu
sem ég segi þeim og hafa skilað frá-
bærum árangri nú þegar upp er
staðið. Þau komu alltaf meira og
meira á óvart með hverri æfingu.
Það hefur sýnt sig, að allt það sem
ég var hræddastur um að myndi
ekki virka, hefur gengið mjög vel
upp.“
Alls koma að leikritinu tæplega
50 manns: 4 dansarar, 20 leikarar, 6
manna hljómsveit auk tæknimanna,
búninga- og leikmyndarsmiða auk
förðunarfólks. Auk þess hefur
Skjöldur Mio Eyfjörð gengið til liðs
við MS-inga og hefur yfirumsjón
með förðun og útliti.
Leiksýning á skemmtistað
Sýningin er að þessu sinni flutt í
nokkuð óvenjulegu umhverfi,
nefnilega á næturklúbbi í miðborg-
inni. „Það er synd að ekki skuli
vera fleiri leikrými sem skóla-
leikhópar hafa aðgang að, “ segir
Agnar. „Þetta er mjög merkilegur
þáttur í menningarlífinu og sorg-
legt að segja að í raun er Tjarnar-
bíó eina leikhúsið sem stendur til
boða. Hinsvegar gafst okkur kostur
á að nota Spotlight og tókum því
boði umsvifalaust. Það er líka besti
staðurinn í bænum til að finna hinn
sanna anda 9. áratugarins.“
Agnar segir leiklistina og nætur-
lífið fara vel saman á Spotlight:
„Þetta er næturklúbbur svo að sá
tími sem hann er opinn og sýning-
artímar á leikritinu stangast ekki á,
en um helgar er leikritið sýnt
klukkan 19:00. En þó gestirnir stað-
arins séu skemmtilegir og gaman
sé að skemmta sér þar,“ segir Agn-
ar hlæjandi, „treystum við okkur
ekki til annars en taka sviðsmynd-
ina niður milli sýninga.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Þau eru svalari en Michael Jack-
son og George Michael saman-
lagðir: MS-ingar í hlutverkum
sínum í Karton af Camel.
Merkilegasta
kvöld ársins
Leikritið fjallar um fólk sem allt
er á leið í teiti á gamlárskvöldi,
árið 1984, og vitaskuld bera
búningarnir vott um hátísku
þess tímabils.
Menntaskólinn við Sund
sýnir Karton af Camel
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 55
fimm daga vikunnar