Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ N ORSKIR stjórnmála- menn voru sammála um það 1965, að al- þjóðaflugvöllurinn á Fornebu í Ósló, sem þjónað hafði innanlands- jafnt sem millilandaflugi í landinu frá 1939, uppfyllti ekki lengur nútímakröfur enda hafði flugumferð aukist til muna og möguleikar á stækkun flug- vallarins takmarkaðir. Annaðhvort þyrfti að betrumbæta völlinn veru- lega eða finna honum nýjan stað. Umræðan um nýjan flugvöll nær þó allt aftur til ársins 1948 og þá þegar var Gardermoen álitinn góður kostur og hugmyndir um að reka tvo flug- velli samtímis á Óslóarsvæðinu, á Gardermoen og á Fornebu, hafa loð- að við umræðuna æ síðan. Endurbætur á Fornebu Frá því að flugvöllurinn á Fornebu var opnaður og til loka níunda ára- tugarins voru miklar breytingar og endurbætur gerðar á honum. Síðast árið 1989 var lokið byggingu nýrrar flugstöðvar sem þjóna átti milli- landafluginu auk nýrrar flugstöðvar- byggingar fyrir innanlandsflug flug- félagsins SAS. Fornebu bauð þá ekki upp á frekari stækkun og voru flug- félögin farin að kvarta yfir því, að flugbrautir væru of stuttar og veru- lega væri farið að þrengja að allri þjónustu á vellinum. Því lifði umræð- an um nýjan flugvöll enn góðu lífi og flestir voru komnir á þá skoðun, að Fornebu hefði skilað sínu hlutverki og finna bæri hagstæðari stað fyrir alþjóðaflugvöll. En það var langt í frá samstaða um hvert bæri að flytja flugvöllinn, hvorki innan þingsins né almennings og einnig var deilt innan stjórnmálaflokkanna. Deilt um staðsetn- ingu vallarins Um 1970, þegar umræðan um nýj- an flugvöll komst fyrst verulega á skrið, voru fjórir staðir á Óslóar- svæðinu tilnefndir fyrir flugvöllinn. Meðal þeirra var Gardermoen og einnig var Hurum, sem er sunnan við Ósló, nefnt til sögunnar og stóð valið að lokum, tuttugu árum síðar, milli þessara tveggja staða. En á þessum fyrstu árum flugvallardeilunnar var Gardermoen þó af flestum álitinn slæmur kostur, í það minnsta mun verri en Hurum og Hoböl sem lengi var talinn ákjósanlegasti staðurinn fyrir flugvöllinn. Strax árið 1972 var ríkisstjórn Verkamannaflokksins undir stjórn Trygve Bratteli því sam- þykk að byggja flugvöll í Hoböl og að auki tvær flugbrautir á Gardermoen en þar hafði verið herflugvöllur allt frá árinu 1946. Gardermoen þótti hins vegar úr alfaraleið og Hoböl, sem liggur sunnan við Ósló, hagstæð- ari með tilliti til flugsamgangna og tengsla við Kaupmannahöfn og Stokkhólm. Málið féll niður um hríð eftir að þessi ákvörðun var tekin sök- um olíukreppunnar en í kjölfar henn- ar varð mikill samdráttur í flugsam- göngum. Samdráttur í samgöngum Á áttunda áratugnum var oft skipt um samgönguráðherra og það er ekki fyrr en um miðjan næsta áratug að aftur kemst skriður á flugvallar- málið. Vegna samdráttar í samgöng- um var þá ákveðið að hverfa frá framkvæmdum við Hoböl en nokkr- um árum síðar er Gardermoen enn og aftur orðinn efstur á blaði og 1984 var skipuð nefnd til að meta kosti og galla hans. Hoböl var þá endanlega úrskurðaður úr leik en fylgismenn Hurums höfðu ekki gefist upp og allt fram á síðasta dag, eða þar til Stór- þingið samþykkti 8. október árið 1992 að byggja flugvöll á Gardermo- en, voru raddir Hurum-manna sterk- ar í umræðunni. Mestum árangri náðu þeir er Stórþingið samþykkti árið 1988 með naumum meirihluta að byggja flugvöll á Hurum. Sú ákvörð- un stóð þó ekki lengi því að nokkrum mánuðum síðar komu í ljós veður- farsgögn, sem þóttu benda til, að of þokusamt væri á Hurum til að hægt væri að halda þar opnum flugvelli ár- ið um kring. Gögn falin, mistúlkuð og þeim breytt Allt frá því að flugvallardeilan fór að eflast að einhverju marki uppúr 1970 hefur umræðan verið mjög mik- il í fjölmiðlum. Óhemjumikið magn blaðagreina, bóka, sjónvarpsþátta og viðtala hefur litið dagsins ljós og deil- ur innan og utan þinghússins hafa verið illvígar. Undanfarin ár hafa þær raddir líka verið háværar, sem segja, að nokkrir þeirra stjórnmála- manna, sem í gegnum tíðina studdu framkvæmdir á Gardermoen, hafi haft óhreint mjöl í pokahorninu og 1998 og aftur tveimur árum síðar var Kjell Opseth, er var samgönguráð- herra þegar tillagan um Gardermoen var samþykkt, sakaður um að hafa hagrætt mikilvægum gögnum varð- andi Gardermoen-framkvæmdirnar svo ekki yrði horfið frá þeim. Voru þar á meðal veðurfræðileg gögn, sem sýndu, að vetrarhörkur og ísing gætu orðið miklar á Gardermoen og þokan ekki minni en á Hurum. Þá þóttu fremur grunsamlegar þær veð- urfræðilegu athuganir, sem komu upp á yfirborðið eftir að samþykkt hafði verið að byggja flugvöllinn á Hurum. Lestin milli Óslóar og Gardermoen Málið snerist aðallega, eftir að flugvöllurinn var samþykktur, um samgöngur frá Ósló til Gardermoen. Sænskir sérfræðingar voru fengnir til að áætla hversu margir farþegar myndu nota hraðlest, sem ljóst var, að þyrfti að koma á laggirnar. Túlk- un niðurstaðna þeirrar könnunar er umdeild og talið er, að samgönguráð- herrar síðustu ára hafi viljandi gefið í skyn, að lestin yrði arðbær þótt könnunin benti svo ekki verður um villst til hins gagnstæða. Þá var litið framhjá öðru en Gardermoen síðustu árin og bréf,sem innihéldu upplýs- ingar um aðra kosti, hurfu á óútskýr- anlegan hátt. Ekki þykja öll kurl hafa verið komin til grafar er ákvörðun var tekin um hvar byggja skyldi flug- völlinn. Rannsóknarnefnd sett á laggirnar Í lok mars fyrir ári var ákveðið á þingi að setja á stofn nefnd, sem rannsaka skyldi Gardermoen-málið frá upphafi til enda en þá höfðu yf- irheyrslur yfir Opseth og fleirum bent til, að ekki væri allt með felldu. Rannsaka átti málið frá grunni, þar með talið hvernig staðið var að fram- kvæmdum á Gardermoen varðandi flugstöðina sjálfa, brautirnar og hraðlestina til Óslóar. Í skýrslu, sem nefndin gaf nýverið út, kemur fram, að málið nær mun lengra aftur en til þess er Kjell Opseth var ráðherra og því hefur hans hlutur í deilunni ef til vill verið ofmetinn hingað til. Þungar sakir eru hins vegar bornar á forvera hans, Lars Gunnar Lie, en hann er talinn hafa átt þátt í að útiloka aðra kosti en Gardermoen á sínum tíma og hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni gagnvart Stórþinginu. Nefndin vill, að Lie verði sóttur til saka en í dag er óljóst hvort af því verður. Gardermoen- framkvæmdirnar Fljótlega eftir að framkvæmdir við Gardermoen-völlinn hófust varð ljóst að þær myndu fara fram úr fjárhags- áætlunum. Meðan á þeim stóð komu upp ýmis vandamál sem erfitt var að leysa og eftir á að hyggja þykir illa hafa verið staðið að undirbúningi framkvæmdanna og litið framhjá hugsanlegum vandamálum. Þegar byggja átti lestargöng fyrir hraðlest- ina sem flytur farþega milli Óslóar og Gardermoen og sprengja þurfti fyrir neðanjarðargöngum fossaði vatn inn svo framkvæmdirnar urðu helmingi dýrari en upphaflega var talið og seinkaði um marga mánuði. Fram- kvæmdunum við sjálfan flugvöllinn miðaði áleiðis og var völlurinn opn- aður á tilsettum tíma, en án hraðlest- arinnar umdeildu. En málið var ekki í höfn þó að völlurinn væri opinn fyrir flugumferð og Fornebu orðinn nokk- urs konar eyðibýli í Ósló og er það enn í dag. Fyrsta áfallið var að vetr- arhörkur virtust meiri en í upphafi var talið og frá byrjun hefur ísing og þoka á vetrum gert það að verkum að flugumferð hefur tafist. Þegar upp var staðið reyndist líka erfitt að finna fólk í allar þær 8.000 stöður sem flug- völlurinn krafðist. Þá hafa umhverf- ismál á Gardermoen ekki verið til fyrirmyndar og fyrir rúmu ári voru flugvallaryfirvöld sektuð um 20 millj- ónir króna fyrir notkun gífurlegs magns af eitruðu afísunarefni á brautir vallarins. Þá er hávaðameng- un frá vellinum og hraðlestinni meiri en skýrslur gáfu til kynna áður en framkvæmdir hófust. Mengunar hef- ur einnig orðið vart í grunnvatni í ná- grenni vallarins. Umhverfismálin hafa nú verið tekin til ítarlegrar at- hugunar og flugvallaryfirvöld hyggj- ast taka vandann föstum tökum. Byggðapólitíkin sterk Þrátt fyrir öll þau skrif, þá um- ræðu og rannsókn sem átt hefur sér stað hefur enn ekki fengist niður- staða í málið. Nýjasta tilraunin til að fletta ofan af Gardermoen-hneyksl- inu, eins og sumir vilja kalla það, gera þeir Ronald Bye, fyrrverandi samgöngumálaráðherra og ritari Verkamannaflokksins, og Finn Sjue, fyrrverandi blaðamaður, í nýútkom- inni bók sem heitir Post festum Gardermoen. Bókin fjallar um að- draganda þess að alþjóðaflugvellin- um var fundinn staður á Gardermoen og byggist hún á viðtölum við lyk- ilmenn í deilunni, blaðagreinum og ályktunum höfunda bókarinnar. Í niðurlagi hennar segir m.a. að aðal- ástæða þess að Gardermoen varð fyrir valinu var sú að Verkamanna- flokkurinn, sem hefur í gegnum ára- tugina haft sterkt fylgi á Austurland- inu, var við völd er tillagan var samþykkt árið 1992. Í mörg ár hafði flokkurinn barist fyrir því að flug- völlurinn yrði á Gardermoen sem liggur töluvert norðar en bæði Hur- um og Hoböl. Því er niðurstaða þeirra Bye og Sjue sú sama og margra þeirra sem fjallað hafa um flugvallarmálið, að byggðapólitík hafi ráðið staðarvalinu frekar en vilji til bættra flugsamgangna innanlands sem utan. Þá velta höfundar bókarinnar því fyrir sér hvort að gögn þau, sem ekki náðu augum og eyrum Stórþingsins árið 1992 og mæltu með Hurum frek- ar en Gardermoen, hefðu breytt ein- hverju um staðarvalið. Þeir, ásamt mörgum öðrum, eru þó sammála um að hvernig sem viðraði á Hurum hefði Gardermoen samt sem áður orðið fyrir valinu, pólitíkin hafði sigr- að vísindin. Rannsóknarnefnd vill að stjórnmálamenn verði dregnir til ábyrgðar fyrir hlut þeirra að málinu Enn deilt um Gard- ermoen-flugvöllinn Deilan um hvar hinn nýi alþjóðaflugvöllur á Austurlandi í Noregi ætti að vera stóð í 30 ár. Sunna Ósk Logadóttir komst að því að enn er deilt um staðsetninguna og að verið er að rannsaka ofan í kjölinn ýmis gögn sem urðu til þess að Gardermoen, sem er í um 50 km fjarlægð frá Ósló, varð fyrir valinu. AP Flughafnarbyggingin og flugturninn á Gardermoen. Landið liggur allhátt og vetrarveður eru þar harðari en á láglendari svæðum við Óslóarfjörðinn.                               !   " # $ %   &      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.