Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVER kannast ekki við þetta gabb, gabb, og gabb, hmmm. Við lendum í því oft að logið er og strítt, en eftir tilkomu svo kallað Internets, hefur þessum lygum, og stríðnum fjölgað. Áður fyrr var okk- ur eiginlega ein- göngu strítt og við plötuð af nánustu vinum og var það kannski ekki oft, en það fer náttúrlega eftir hvernig vini maður átti og hvern- ig maður tók stríðni. En svo höfum við haft einn dag ári þar sem „leyfilegt“ er að plata í þeim tilgangi til að láta einhvern hlaupa apríl, „fyrsta- apríl-gabb“, – þessi dagur er náttúrlega 1. apríl árlega eins og nafnið gefur til kynna. Á þessum degi eru allir að plata alla og reyna fá alla til að hlaupa apríl og hefur þetta gengið svo langt að fjöl- miðlar taka þátt í þessu og hanna þeir þá oft misvandaðar greinar, í þeim tilgangi að fá fólk til að hlaupa fyrsta apríl. Þetta heppnast missvel. En þetta er bara ein tegund af gabbi. Sú lygi sem ég þoli minnst er sú er gerist á Internetinu. Lygin sem ger- ist oftast eru póstar sem eru með gyllitilboð, viðvaranir (vara fólk við einhverju), söfnun fyrir veik börn o.s.frv. En þessar lygar eru gerðar í þeim eina tilgangi að fólk sendi póst- inn áfram. Þetta er eiginlega í öllum tilvikum bull og lygi og eini tilgangur með þessum pósti er að póstur fari á sem flesta og sem oftast á sama ein- stakling og það sem gerist að maður fær þennan póst mörgum sinnum aftur og aftur og ekki nóg með að maður fái þetta kannski frá 4-6 að- ilum sama daginn heldur þurfa 4-6 aðrir að segja manni að þetta sé gabb. Já maður fær að vita í hvert skipti að þetta sé gabb en þetta stoppar ekki. Nei, heldur stuttu seinna gerist þetta aftur og þá virð- ist sem allir hafi gleymt eða haldið að þetta sé nú pósturinn sem gæti verið að segja satt. Málið er einfalt, þessi póstur sem er verið að senda með gyllitilboðum eða vírusviðvaranir er í flest öllum tilvikum gabb og eina sem þessi póstur gerir að fjölga sér sem þýðir að PÓSTURINN ER VÍRUSINN, já pósturinn er vírus. Og ef þú sendir póstinn áfram ertu að henda út vírus. Það sem þú ættir að gera, ef þú ert eitthvað órögg(ur) um hvort þessi póstur sé að segja satt eður ei, er að fara á síður eins og www.syman- tech.com og gá hvort þetta sé gabb eða ekki, nú ef þú sérð það ekki undir „Hoax“ Sendu þá Symantech eða Friðriki Skúlasyni póstinn og athug- aðu hvort þú færð ekki svar, en ekki senda á fleiri hundruð manns aftur og alls ekki undirritaðan. En ef þú færð svar frá Symantech eða Frið- riki um að þetta sé vírus þá máttu senda mér og láta mig vita, en ef þú veist að þetta er ekki vírus, ekki hafa fyrir því að láta mig vita, því mjög líklega veit ég það fyrir. PS: Hægt er að gerast áskrifandi að ýmsum hópum sem senda þér upplýsingar um alla vírusa. Kveðja. VALGEIR ÓLAFSSON, án vírusa, tæknistjóri. Gabb á gabb ofan Frá Valgeiri Ólafssyni: Í VIKUNNI birtist hér í lesenda- dálki Morgunblaðsins bréf frá Sig- rúnu Völu Þorgrímsdóttur, sem bar yfirskriftina „Málfræðimisþyrming í starfsmannabréfi“ og fjallar um kynningarbréf á viðskiptakorti fyrir starfsmenn Kaupáss, sem þeir hafa fengið sent með launaseðli. Sigrún, sem er ungur námsmaður, og í hluta- starfi hjá Nóatúni, var ekki alls kost- ar ánægð með bréfið og segir að í því sé „okkar annars fallega máli mis- þyrmt“. Athugasemdir þær sem hún nefnir eiga allar fullan rétt á sér og er miður að ekki var betur vandað til málfars bréfsins, en raun ber vitni. Okkar styrkur er eflaust meiri í rekstri smásöluverslunar en bréfa- skriftum, en það er engin afsökun fyrir því að senda frá okkur málfars- lega óvandað dreifibréf til starfs- fólks, sem spilar sjálft mikilvægt hlutverk í velgengni fyrirtækisins. Við ætlum að gera bragarbót í þess- um efnum og vanda málfar okkar í framtíðinni. Við tökum undir að mjög mikilvægt sé að temja sér gott ís- lenskt málfar. Lesendabréfið ber með sér að bréfritari er efnileg ung kona, sem á eflaust eftir að ná langt á mennta- og framabrautinni. Við þökkum Sigrúnu Völu innilega fyrir að benda okkur á það sem betur má fara á þessu sviði. Það gerir verslanir okkar enn betri þegar starfsfólk okkar leggur fram málefnalegar athugasemdir og fersk- ar hugmyndir um hvernig við getum gert enn betur á öllum sviðum versl- unarinnar. Við óskum Sigrúnu Völu alls hins besta á námsbrautinni og er- um stolt af því að hafa hana sem góð- an liðsmann í verslunum Nóatúns. ÞORSTEINN PÁLSSON, framkvæmdastjóri Kaupáss hf. Vinur er sá sem til vamms segir Frá Þorsteini Pálssyni:                                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.