Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þrátt fyrir glaðværð og fas- miklu framkomu ertu óör- uggur inn við beinið og þarft að sinna sjálfum þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gerðu þér grein fyrir því af hverju þér vinnst ekki jafn vel og venjulega. Þegar raunveru- leg orsök er fundin verður létt verk að kippa hlutunum í lag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hollt er að staldra við og íhuga af hverju maður gerir þennan hlutinn eða hinn og af hverju endilega svona. Ein- hverjar breytingar gætu orðið til góðs. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sýndu mönnum og málefnum áhuga og virðingu. Það er hægt að sýna kurteisi, þótt þér falli viðkomandi ekki í geð né hugnist skoðanir hans. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Taktu þér tíma til að tryggja öryggi þitt og þinna. Heimilið er þitt vígi og þú mátt ekkert spara til að það sé griðastaður þinn og vandamanna þinna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú skalt aldrei reikna með stuðningi annarra sem gefn- um hlut. Ef einhver mótmælir, gefðu þér tíma til að útskýra þitt mál fyrir honum og vinna hann á þitt band með rökum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gleymdu þér ekki í velgengni, þótt gaman sé að baða sig í sviðsljósinu. Utan þess er ein- hver, eða einhverjir, sem þú þarft að gefa tíma svo allt fari eins og bezt verður á kosið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ekki er von að þér sé skemmt, þegar þú ætlast til að fá allt upp í hendurnar. Brettu upp ermar og vertu eigin gleði- banki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú finnur, þegar þú hefur gef- ið öðrum mikið af sjálfum þér, að þú þarft að draga þig í hlé og hlaða batteríin. Þú ert á slíkum tímamótum og ættir að sinna sjálfum þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir að treysta trúnaðar- vini fyrir leyndarmálum, sem hvíla þungt á þér, og vita hvort hann er ekki til í að hjálpa þér við að ráða fram úr þeim. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að ná samkomulagi við samstarfsmann þinn áður en allt fer úr böndum og þið getið ykkur hvergi hrært nema til meiri átaka. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt mæta í dag erfiðri þraut, sem reynir á alla þína hæfni. En ef þú gætir þess að rasa ekki um ráð fram, ættir þú að komast vel frá þessu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Mundu að það eru margar hliðar á hverju máli. Þetta skaltu hafa hugfast þegar menn fara að reyna að draga þig inn í sínar deilur um hitt og þetta. Taktu ekki afstöðu að óathuguðu máli. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla NÚ ER lesandinn í suður í sveitakeppni. Eftir pass norðurs í upphafi vekur austur á spaða og þú ákveð- ur að passa og bíða vongóð- ur eftir verndardobli frá makker. En það fer á annan veg: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 10 ♥ KD73 ♦ 74 ♣ KG6432 Suður ♠ KD532 ♥ 4 ♦ ÁK63 ♣Á108 Vestur Norður Austur Suður -- Pass 1 spaði Pass Pass 2 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspilið er spaðagosinn og þú færð að eiga fyrsta slag- inn á drottninguna heima. Hvernig er best að tryggja samninginn? Í sjálfu sér virðist fátt geta komið í veg fyrir að ní- undi slagurinn komi, jafnvel þótt laufið liggi mjög illa. En það er dulin hætta í spilinu. Segjum sem svo að austur eigi Dxx í laufi. Hin „eðli- lega“ spilamennska er að leggja niður laufás og spila svo tíunni. Ef vestur hendir rauðu spili í slaginn fær austur að eiga á drottn- inguna og enn er samgangur við blindan og níundi slag- urinn ætti að koma á spaða eða hjarta. En bíðum við – hvað ger- ist ef austur spilar þriðja laufinu um hæl? Þá er búið að klippa samganginn við blindan og hjartaslagurinn gæti farið fyrir lítið. Ef leg- an er að öðru leyti óhagstæð er hugsanlegt að vörnin geti spilað tígli endalaust og komið í veg fyrir að sagnhafi fái annan hálitaslag. Til að verjast þessu er skemmtileg hugmynd að spila lauftíu strax í öðrum slag og láta hana svífa yfir til austurs. Norður ♠ 10 ♥ KD73 ♦ 74 ♣ KG6432 Vestur Austur ♠ G9 ♠ Á8764 ♥ 10985 ♥ ÁG62 ♦ D1095 ♦ G82 ♣975 ♣D Suður ♠ KD532 ♥ 4 ♦ ÁK63 ♣Á108 Spilið er frá landsliðsæf- ingu á miðvikudaginn. Jón Baldursson var í suður og „gaf“ austri á drottninguna blanka með þessari óvenju- legu öryggisspilamennsku. Einn IMPi út, en vel spilað. Á öðru borði var Anton Haraldsson í austur í vörn gegn þremur gröndum eftir sömu sagnir. Hann fékk út spaðagosa, drap á ás og skipti yfir í smátt hjarta. Það hefði verið rétta vörnin ef suður ætti tvo hunda í hjarta og Áx í laufi, því þannig er innkoma blinds á hjarta tekin af sagnhafa áð- ur en laufið er fríað. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 11. mars, er sjötug Svana Tryggvadóttir, Tjaldanesi 1, Garðabæ. Hún tekur á móti gestum í Stjörnuheim- ilinu v/Ásgarð, Garðabæ, frá kl. 17–19. 85 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 12. mars verður áttatíu og fimm ára Steingrímur Pétursson, Bræðraborgarstíg 49. Hann tekur á móti ættingj- um og vinum á heimili sínu í dag, sunnudaginn 11. mars. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. desember sl. á Kauai af pastor Glenn Fraz- ier, Eva Mandal og Atli Guðmundsson, Heimili þeirra er á Hringbraut 3, Hafnarfirði. 60 ÁRA afmæli. Ámánudaginn 12. mars nk. verður sextugur Erling Þór Hermannsson, Fögrukinn 7, Hafnarfirði. Fjölskyldan býður vinum og vandamönnum að samgleðj- ast með sér á afmælisdaginn milli kl. 18 og 21 í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarjarð- arkirkju. LJÓÐABROT STÓÐ EG VIÐ ÖXARÁ Stóð eg við Öxará hvar ymur foss í gjá; góðhesti úngum á Arason reið þar hjá, hjálmfagurt herðum frá höfuð eg uppreist sá; hér gerði hann stuttan stans, stefndi til Norðurlands. Úr lundi heyrði eg, hvar hulduljóð súngið var; fanst mér eg þekti þar þann sem sló kordurnar: alheill og orðinn nýr álfurinn hörpu knýr, ástvinur aungvum jafn alfari úr Kaupinhafn. Stóð eg við Öxará árroða á fjöllin brá, kátt tók að klíngja og fast klukkan sem áður brast, alskærum ómi sló útyfir vatn og skóg. Mín klukka, klukkan þín, kallar oss heim til sín. Halldór Kiljan Laxness Fer lyftan ekki upp á veitingastaðinn á þakinu? Reyfið er 40% gerviefni. COSPER Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjá- skipti og tilfinningar verður haldið föstu- dagskvöldið 16. mars og laugardaginn 17. mars í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Hef hafið störf á hárstúdíói Space. Býð alla gamla sem nýja viðskiptavini velkomna. MARGRÉT ÞORGEIRS SÍTT HÁR Í TÍSKU Bjóðum upp á hárlengingu frá hinu heimsþekkta fyrirtæki DOME HÁRGREIÐSLUSTOFA, GRENSÁSVEGI 50, SÍMI 588 5566 annan hvern miðvikudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.