Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Starfsfólk landsskrifstofu UFE á Íslandi. Frá vinstri: Eyrún Ein- arsdóttir verkefnisstjóri, Lára S. Baldursdóttir forstöðumaður og Einar Rafn Guðbrandsson verkefnisstjóri. ÞÓTT helstu þáttum Evrópuþróun- arinnar sé oftast lýst sem efnahags- legum samruna eða stjórnmálalegri samvinnu má ekki gleyma því að um er að ræða viðamikil samskipti þjóða sem fyrir örfáum áratugum bárust á banaspjót í blóðugri styrjöld. Óvíða í heiminum búa jafnmargir á svo litlu landssvæði eins og í Evrópu og þar sem málum er svo háttað fyrirfinnst lítið rúm fyrir tortryggni og virðing- arleysi í garð nágrannaþjóða. Þar sem fyrrnefndir þættir hafa löngum erfst milli kynslóða, og má þar nefna uppgang nýnasista sem nýjasta dæm- ið, er nauðsynlegt að hefja forvarn- arstarf og uppfræðslu þegar í gras- rótinni meðal þeirra sem erfa munu heiminn, þ.e. æskunnar og unga fólksins. Evrópusambandið hefur engin formleg völd á sviði æskulýðsmála og því eru það aðildarríkin sjálf sem bera fulla ábyrgð á stefnumótun og fram- kvæmdum í málaflokknum. Sam- vinna hefur þó aukist mikið á und- anförnum árum, enda ríkir samstaða um að náin samskipti unga fólksins muni leggja grunninn að samheldni og gagnkvæmum skilningi í framtíð- inni. Sérstök rækt er lögð við eflingu sköpunargáfu og þátttöku þessa hóps í samfélaginu sem og bætta hæfileika til aðlögunar í ólíku efnahagslegu og félagslegu umhverfi. Takist það má ætla að árangurinn skili sér m.a. í félagslegri samheldni, atvinnuupp- byggingu og bættri samkeppnishæfni evrópsks atvinnulífs til framtíðar. Í Evrópu eru um 113 milljónir ein- staklinga undir 25 ára aldri og þar af eru um 60 milljónir á aldrinum 15-25 ára. Því er ljóst að markhópurinn er geysilega stór. Fjölmargir stúdentar, iðnnemar og fleiri taka árlega þátt í áætlunum á borð við Sókrates og Leonardó en þar að auki hefur Evr- ópusambandið rekið sérstakar áætl- anir í æskulýðsmálum frá árinu 1988. Við Íslendingar öðluðumst þátttöku- rétt í æskulýðsáætlununum með gild- istöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið í ársbyrjun 1994. Ungt fólk í Evrópu og Evrópsk sjálfboðaþjónusta Í lok síðasta árs runnu tvær áætl- anir Evrópusambandsins á sviði æskulýðsmála skeið sitt á enda, annar hluti Ungs fólks í Evrópu (Youth for Europe) og Evrópsk sjálfboðaþjón- usta (European Voluntary Service). Frá árinu 1994 höfðu styrkir til ís- lenskra verkefna í gegnum þessar tvær áætlanir numið samtals um 70 milljónum króna. Ungt fólk í Evrópu, sem skiptist í fimm flokka, gaf fólki á aldrinum 15-25 ára kost á að kynnast menningu annarra Evrópuþjóða og afla sér um leið ýmissar reynslu og þekkingar. Voru ungmennaskiptin þar langviðamesti þátturinn. Miðað var við að verkefni skyldu unnin af 10- 15 manna hópum og áttu þau að vara í eina til þrjár vikur. Auk ungmenna- skiptanna voru styrkir veittir til 3–12 mánaða frumkvæðisverkefna þar sem áhersla var lögð á að unga fólkið hefi sjálft frumkvæði að vinnslu og stjórn verkefna. Einnig voru styrkir veittir til eflingar samvinnu starfs- fólks í æskulýðsstarfi, til samvinnu stofnanna á sviði æskulýðsmála, til ungmennaskipta við ríki utan Evr- ópusambandsins og til að styðja sam- starf um miðlun upplýsinga um ungt fólk. Á sex ára tímabili tóku hundruð íslenskra ungmenna þátt í verkefnum áætlunarinnar. Evrópsk sjálfboðaþjónusta hófst sem tilraunaverkefni árið 1996 og var ætlað að virkja ungt fólk til sjálfboða- starfa og þátttöku í samfélagsverk- efnum í álfunni. Var því um leið gef- inn kostur á að kynnast menningu annarra þjóða, læra tungumál og afla sér reynslu af alþjóðlegum samskipt- um, samhliða því sem það starfaði að gagnlegum verkefnum. Youth – ný áætlun í æskulýðsmálum Nýjasta samstarfsáætlun Evrópu- sambandsins í æskulýðsmálum ber heitið Youth og gekk í gildi fyrir tæpu ári síðan. Byggir hún á grunni fyrr- nefndra tveggja áætlana og gengur hér á landi undir sama nafni ogsú fyrrnefnda, þ.e. Ungt fólk í Evrópu. Með þessu nýja fyrirkomulagi vill Evrópusambandið setja allar aðgerð- ir sínar í æskulýðsmálum undir einn hatt og koma á aukinni samvinnu við aðrar áætlanir sem snúa að málefnum ungs fólks, sérstaklega menntaáætl- ununum Sókrates og Leonardó. Meg- inmarkmiðin eru fjórþætt:  Að hvetja til ungmennaskipta í Evrópu og auka með því framlag ungs fólks til sameiningar Evrópu. Veita á því innsýn í fjölbreytileika menningar í álfunni og vinna að sam- eiginlegum gildum gegn kynþátta- og útlendingahatri.  Að auka samstöðu ungs fólks í Evrópu með því að gefa því aukin tækifæri til þátttöku í fjölþjóðlegri félagsþjónustu, innan sem utan álf- unnar.  Að efla frumkvæði, framtaks- semi og sköpunarmátt meðal ungs fólks og efla þátttöku þess í samfélag- inu. Einnig skal vinna að aukinni við- urkenningu óformlegrar menntunar.  Að efla samvinnu í æskulýðsmál- um með útbreiðslu fyrirmyndar vinnubragða, þjálfun þeirra sem vinna með ungu fólki og þróun að- gerða innan Evrópusambandsins sem leiða til nýsköpunar á þessum sviðum. Samtals hefur 31 ríki þátttökurétt, þ.e. öll ríki Evrópusambandsins, þau 11 ríki Mið- og Austur-Evrópu sem nú undirbúa inngöngu, auk Íslands, Noregs, Liechtenstein, Kýpur og Möltu. Á tæplega sjö ára tímabili er áætlað að verja samtals um 520 millj- ónum evra, tæplega 41 milljarði ís- lenskra króna, til verkefna sem til hennar teljast og þar af berast 30 milljónir króna hingað til lands á ári hverju. Gagnkvæmar heimsóknir í allt að þrjár vikur Verkefni sem hlotið geta styrki skiptast í fimm flokka og hefur hver þeirra sín innri markmið og skipulag. Stærsti flokkurin er eftir sem áður ungmennaskiptin. Í grófum dráttum ganga þau þannig fyrir sig að tilvon- andi þátttakendur mynda samstarfs- hóp um ákveðið verkefni, t.a.m. á sviði umhverfismála, fjölmiðla, lista, gegn fordómum o.s.frv. Að lokinni undir- búningsvinnu tekur við leit að hent- ugum samstarfsaðilum í öðrum þátt- tökuríkjum, svokölluðum tengslahóp, enda er gert ráð fyrir að heimsóknir séu gagnkvæmar. Þátttakendur skulu vera á aldrinum 15-25 ára og mælt er með því að ekki séu færri en 16 í hverju verkefni en að sama skapi ekki fleiri en 60. Evrópusambandið veitir styrki sem nema allt að 70% ferðakostnaðar og einnig eru veittir styrkir til undirbúnings og ákveðins aukakostnaðar vegna verkefna. Mót- tökuhópar fá einnig styrki til að standa að móttöku ferðahópa en lengd heimsókna er að jafnaði 6 dagar til þrjár vikur og verður a.m.k. einn tengslahópur að vera frá Evrópusam- bandslandi. Sem fyrr er sjálfboðaþjónusta mik- ilvægur þáttur í æskulýðsáætluninni og með henni er fólki á aldrinum 18- 25 ára gefinn kostur á að vinna að verðugum verkefnum sem varða al- mannaheill og eru ekki rekin í hagn- aðarskyni. Sendendur og móttakend- ur sjálfboðaliða geta verið af ýmsum toga, t.a.m. æskulýðsfélög, félagsmið- stöðvar, sveitarfélög og aðrar stofn- anir sem starfa með ungmennum. Lögð er áhersla á að veita þeim við- eigandi fræðslu áður en verkefni hefj- ast auk þess sem boðið er upp á tungumálakennslu. Sjálfboðaliðunum er einnig séð fyrir fæði og uppihaldi meðan á dvöl þeirra stendur og þar að auki hljóta þeir vasapeninga að upp- hæð 140 til 190 evrur á mánuði. Ætl- ast er til að sjálfboðaverkefni standi yfir í 6-12 mánuði en styttri verkefni (3 vikur til 6 mánuðir) standa til boða fyrir þá sem geta ekki tekið þátt í lengri verkefnum vegna fötlunar eða annarra persónulegra erfiðleika. Við framkvæmd slíkra verkefna ber að hyggja sérstaklega að stuðningi við sjálfboðaliðann og hægt er að sækja um styrk vegna sértækra þarfa ein- staklingsins, s.s. vegna sérhæfðra leiðbeinenda o.fl. Hvatt til frumkvæðis af hálfu unga fólksins Evrópusambandið veitir einnig styrki til svokallaðra frumkvæðis- verkefna sem annars vegar geta verið unnin af hópi fjögurra eða fleiri ung- menna eða manneskju sem þegar tek- ið hefur þátt í fyrrnefndri sjálfboða- þjónustu. Frumkvæðisverkefni hópa mega vara frá þremur til tólf mánaða og skulu skipulögð og framkvæmd af ungmennunum sjálfum. Verkefnum þessum er ætlað að leiða fram hug- myndir unga fólksins til nýsköpunar og skulu byggð á þeirra eigin frum- kvæði, áhuga og þörfum. Hámarks- styrkupphæð fyrir slík verkefni eru 10.000 evrur. Frumkvæðisverkefnum einstaklinga er hins vegar ætlað að gefa fyrrum sjálfboðaliðum kost á að breiða út þá reynslu og þjálfun sem þeir hlutu á tíma sjálfboðastarfanna og skulu hefjast eigi síðar en tveimur árum eftir að umræddum störfum lauk. Slíkir styrkir geta numið allt að 5.000 evrum og geta verkefni staðið yfir í allt að eitt ár. Fjórði styrkjaflokkur æskulýðs- áætlunarinnar eru svokölluð sam- starfsverkefni en með þeim veitir Evrópusambandið styrki til sam- starfsverkefna sem tengjast öðrum áætlunum á sviði menntunar, starfs- þjálfunar og menningar. Fimmta styrkjaflokknum, stuðingsverkefn- um, er síðan ætlað að stuðla að und- irbúningi og þróun verkefna sem falla undir einhvern af hinum fjórum flokkum áætlunarinnar til að styrkja og efla samstarfsgrundvöll evrópskra æskulýðsmála. Á Íslandi eru málefni æskulýðs- áætlunarinnar í höndum mennta- málaráðuneytisins en með sérstökum samstarfssamningi við Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur var því síðarnefnda falinn rekstur sérstakrar landsskrifstofu. Hlutverk skrifstof- unnar er margþætt og er henni m.a. ætlað að veita upplýsingar og ráðgjöf til áhugasamra, kynna umsóknar- fresti, vera þátttakendum innan handar sem og að leggja mat á um- sóknir. Ákvarðanir um styrkveitingar eru hins vegar teknar af sérstakri landsnefnd sem skipuð er af mennta- málaráðherra. Öllum þeim sem áhuga hafa á þátttöku eða frekari upplýs- ingum um æskulýðsáætlunina skal bent á landsskrifstofu Ungs fólks í Evrópu sem er til húsa við Aðalstræti 2 í Hinu húsinu. Sérstaklega skal bent á heimasíðu landsskrifstofunnar á slóðinni www.ufe.is þar sem allar helstu upplýsingar um áætlunina er að finna. Ungt fólk í Evrópu Morgunblaðið/ÁsdísUnglingar á Seyðisfirði. Æskulýðsáætlunin YOUTH, sem hér á landi gengur undir nafninu Ungt fólk í Evrópu, er ein fjölmargra samstarfs- áætlana Evrópusambandsins sem Íslendingar hafa aðild að vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Að sögn Þorsteins Brynjars Björnssonar hefur það samstarf opnað ótal tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 15–25 ára til samskipta við jafnaldra sína vítt og breitt í Evrópu. Höfundur er stjórnmálafræðingur. STARFSMENN landsskrifstofu æskulýðsáætlunar Evrópusam- bandsins eru þrír hér á landi, Ey- rún Einarsdóttir og Einar Rafn Guðbrandsson verkefnisstjórar, sem og Lára S. Baldursdóttir for- stöðumaður. Þau voru beðin að segja stuttlega frá þátttöku Ís- lendinga í áætluninni og þeim verkefnum sem hlotið hafa styrki. ,,Þau verkefni sem hlotið hafa styrki eru mjög fjölbreytt og í raun eru möguleikarnir ótæm- andi,“ segir Eyrún. ,,Mestu máli skiptir að þau hafi ákveðin mark- mið og falli undir tilgang áætl- unarinnar. Með öflugu hug- myndaflugi er hægt að sníða ýmiss konar verkefni að henni og sjá til þess að þau uppfylli þær kröfur,“ bætir hún við. ,,Æskulýðsáætlunin hefur skil- að mjög miklu til þeirra íslensku ungmenna sem tekið hafa þátt,“ segir Einar, ,,sérstaklega þeirra einstaklinga og hópa fólks sem eiga við félagsleg vandamál að stríða. Þetta unga fólk skortir oft tækifæri sem flestum finnst sjálf- sögð en með þátttöku sinni tekst því oft að horfa á vandamál sín í öðru ljósi, jafnvel sigrast á ýms- um persónulegum erfiðleikum.“ Eyrún segir einnig mikilvægt að koma því á framfæri að fleira fólk en þátttakendurnir sjálfir njóti góðs af verkefnunum: ,,Stór hópur fólks kemur óbeint að þeim og hefur oft af þeim talsverðan hag, bæði beinan sem óbeinan.“ Lára bætir við að það eigi oft til að gleymast í dag að fleira sé mikilvægt fyrir þroska ungs fólks en formleg menntun innan skóla- kerfisins: ,,Verkefni sem þroska með sér anda framtaksseminnar, þar sem unnið er gegn félags- legri útskúfun og fordómum, gefa ungu fólki kost á að upplifa á raunverulegan hátt hvernig það er að vera ábyrgur þegn sam- félagsins.“ Einar tekur undir með Láru og segir að það sem komi helst í veg fyrir að fleiri taki þátt í sjálfboðaþjónustunni sé lífs- gæðakapphlaupið: ,,Það eru alla vega margir sem geta ekki hugs- að sér að vinna fyrir svo lítið kaup, þótt reynslan sé þátttak- endunum mikils virði og fæstir þeirra mæli hana a.m.k. eftir á í peningum.“ Lára segist í því sam- bandi hafa fulla trú á að flest það unga fólk sem tekið hafi þátt í verkefnum æskulýðsáætlunar- innar hafi haft af henni mikinn hag og lært mikið. ,,Þátttaka í fjölþjóðlegum verkefnum er mjög þroskandi og mannbætandi,“ seg- ir hún, og bætir því við í lokin að æskulýðsáætlunin hvetji til for- dómaleysis og skilnings meðal ungs fólks: ,,Innan Evrópu er að finna mörg ólík menningar- samfélög en þegar betur er að gáð eiga þau mun fleira sameig- inlegt en það sem skilur þau að.“ Hvetur til fordómaleysis og skilnings meðal ungs fólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.