Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 21
Ert þú með smá
appelsínuhúð eða
kannski bara mikla?
það skiptir ekki máli.
Silhouette
er alltaf lausnin!
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Switzerland
www.karinherzog.com
...ferskir vindar í umhirðu húðar
Nú er vor í lofti
um megin við Reykjanesbrautina.
Okkur finnst skjóta skökku við að á
sama tíma og augljóst er að Garða-
bær hefur nægt byggingarland
skuli vera uppi hugmyndir um að
byggja út í náttúrulegan vog.“
Vilja ekki smábátahöfn
En hvað um smábátahöfnina sem
er þáttur í títtnefndum tillögum að
bryggjuhverfi í Arnarnesvogi?
„Það er engin smábátahöfn þarna
í dag og því viljum við ekki breyta.
Við viljum ekki hafa eins og sumir
kalla það „líf og fjör“ í voginum á
kvöldin og um helgar, með fjölda
báta og tilheyrandi hávaða. Hér var
fyrir nokkrum árum sjóþotuleiga
eitt sumar. Þeirri starfsemi fylgdi
svo mikill hávaði að varla var vært
fyrir íbúana við voginn, sem er mjög
hljóðbær. Svo mikil mótmæli urðu
vegna þessa að á endanum var
ákveðið að endurnýja ekki starfs-
leyfi leigunnar. Bátaumferðin er því
eitt af því sem við höfum sett fyrir
okkur. Einnig hefur farið fyrir
brjóstið á mörgum að rætt hefur
verið um að byggja þarna margra
hæða fjölbýlishús en af því er aug-
ljós sjónmengun. Umferð og há-
vaðamengun af bílum og bátum
myndi auk þess fæla fuglinn í
burtu.“
„En er almenningur mikið á ferli í
fjörunni við Arnarnesvog til að
njóta þar náttúrufegurðar og hvern-
ig er aðgengið þangað?
„Með því að breyta hinu niður-
nídda iðnaðarhverfi í botni vogsins í
íbúðarhverfi er ljóst að aðgengi
bæjarbúa að voginum batnar til
mikilla muna en nú þegar er hægt
að ganga stóran hluta hinnar nátt-
úrulegu fjöru í voginum.“
Telja menn að bygging bryggju-
hverfis í Arnarnesvogi hækki eða
lækki fasteignaverð á svæðinu?
„Okkar fyrstu hugsanir þegar
teikningar komu fram að byggð á
skaganum út í voginn voru að með
því væri sótt að okkur af hafi,“ segir
Tómas. „Engan hafði nokkurn tíma
órað fyrir því að byggt yrði út í Arn-
arnesvoginn. Öðru máli gegnir um
auðar landspildur þar sem menn
vita að aðeins er tímaspursmál hve-
nær byggð kemur. Menn hafa þó að
ég held fremur hugsað um skerð-
ingu á þeim lífsgæðum að vera í
tengslum við náttúruna en skerð-
ingu á fasteignaverði í þessu sam-
bandi. Hins vegar liggur í augum
uppi að það sem gefur þessum hús-
um við voginn sérstakt gildi er nátt-
úran og ef gengið er á hana rýrir
það verð húsanna.
Eftir því sem á hefur liðið hafa
menn í ríkari mæli farið að hugsa
þetta mál út frá „prinsippsjónar-
miðum“ um verndun náttúrunnar.
Þetta er angi af stærra máli það er
að halda í það sem eftir er af nátt-
úruperlum á höfuðborgarsvæðinu.
Ætti að friðlýsa Arnarnesvog,
Gálgahraun og Lambhúsatjörn?
Ljóst er að áður fyrr gerðu menn
hluti í umhverfismálum sem þeir
eru ekki stoltir af í dag. Ég tel fulla
ástæðu til að nema hér staðar og
hugsa í samhengi hvort ekki sé rétt
að þyrma þeim náttúrperlum sem
eftir eru á höfuðborgarsvæðinu.
Hér í Garðabæ hlýtur sú spurning
að vakna hvort ekki eigi að taka
ákvörðun um að Arnarnesvogurinn,
Gálgahraunið og Lambhúsatjörnin
séu perlur sem ástæða sé til að frið-
lýsa og að ekki verði byggt á þeim
svæðum.“
Framkvæmdaaðilar segja að til-
lögur þær sem nú eru lagðar fram
séu endurbættar og þar með að tillit
hafi verið tekið til athugasemda
bæjaryfirvalda og íbúa í næsta ná-
grenni. Hvað segir Tómas H. Heið-
ar um þetta atriði?
„Það er misskilningur að tekið
hafi verið tillit til okkar sjónarmiða.
Okkar sjónarmið eru þau að til bóta
sé að láta hóflega íbúðarbyggð
koma í stað iðnaðarhverfisins sem
nú er í botni vogsins. En við erum
alveg á móti því að farið verði með
landfyllingu út í voginn. Það er auð-
velt að láta svona hluti líta vel út á
teikningum og tölvumyndum, land-
fyllingin sýnist þá nett – en í raun er
um að ræða 7,3 hektara sem jafn-
gildir tíu Laugardalsvöllum.
Segja má að í hópi íbúanna hafi
komið fram mismunandi sjónarmið
hvað snertir landfyllingu þá sem
þegar er fyrir hendi á fyrrverandi
athafnasvæði Stálvíkur. Margir
vilja fjarlægja hana og færa strönd-
ina til upprunalegs horfs. Ég hef
sjálfur séð gamalt myndband þar
sem í botni vogsins var algjörlega
náttúruleg strönd og var unun á það
að horfa. Ég geri hins vegar ekki
ráð fyrir að þessar óskir séu raun-
hæfar.
Sátt um hóflega byggð
og enga frekari landfyllingu
Ég tel að það ætti að geta orðið
sátt um það meðal íbúanna að byggt
verði með hóflegum hætti í botni
vogsins og hafnargarðurinn sem
fyrir er á svæðinu snyrtur til en
ekki verði farið með landfyllingu út
fyrir hafnargarðinn. Þetta er mjög
mikilvægt atriði.
Þetta mál hefur verið mikið í um-
ræðu í fjölmiðlum og fundur um
skipulags- og byggingarmál sem
haldinn var fyrir nokkru á vegum
Sjálfstæðisfélags Garðabæjar sner-
ist að mestu um þetta mál. Þetta var
mikill átakafundur en eftir þennan
fund hafa menn hins vegar átt sam-
töl við ýmsa bæjarfulltrúa og við
finnum að það er vaxandi skilningur
á okkar sjónarmiðum. Við sem erum
á móti frekari landfyllingu í Arn-
arnesvogi erum því bjartsýn á að
það geti orðið sátt um málið með
þeim hætti sem áður segir.
Morgunblaðið/Halldór KolbeinsTómas H. Heiðar með skagann út í Arnarnesvog í baksýn.