Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Lag- arfoss kemur og fer í dag, Triton fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Arctic Trater og Hvíta- nes koma í dag. Fugl- berg og Lagarfoss koma á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8:45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist, kl. 12:30 baðþjónusta. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, penna- saumur og perlusaumur, kl. 10:15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13:30 félags- vist, kl. 13 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13:30 félagsvist, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Ath. breytingar á fram- talsaðstoð. Starfsmenn skattstjóra koma í félagsmiðstöðina þriðjud. 20. mars og að- stoða við skattframtöl. Þeir sem eru búnir að skrá sig mæti á sama tíma og áður var ákveðið. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 bútasaumur. Fimmtu- daginn 22. mars verður ferð í Iðnó á leikritið Sniglaveislan eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Tak- markaður miðafjöldi. Skráning og greiðsla eigi síðar en 15. mars. Sími 568–5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16:30, spil og föndur. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586–8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566–8060, kl. 8–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20:30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16:30–18, s. 554–1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9:30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10–13 versl- unin opin, kl. 11:10 leik- fimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13:30 enska, framhald. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Á morg- un kl. 9 böðun, kl. 9:45 leikfimi, kl. 9 hár- greiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun verða Púttæf- ingar í Bæjarútgerðinni kl. 10 til 11:30. Tréút- skurður í Flensborg kl. 13. Félagsvist kl. 13:30. Á þriðjudag brids og saumur kl. 13:30. Aðal- fundur verður fimmtud. 15. mars kl. 14. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13:30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer: 565–6775. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Leikhópurinn Snúður og Snælda sýnir „Gamlar perlur“, sem eru þættir valdir úr fimm gömlum, þekktum verkum. Sýningar eru á miðvikud. kl. 14 og sun- nud. kl. 17 í Ásgarði, Glæsibæ. Ath., síðustu sýningar. Miðapantanir í símum 588–2111, 568– 9082 og 551–2203. Félagsvist í dag kl. 13:30. Dansleikur sunnu- dagskvöld kl. 20. Caprí- tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13:00. Leiðbeining í gömlu dönsunum kl. 19:00–21:00. Þriðjudag- ur: Skák kl. 13:30 og al- kort spilað kl. 13:30. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16:30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14 kóræfing, dans hjá Sigvalda fellur niður. Að- stoð frá skattstofunni verður veitt miðvikud. 21. mars, skráning hafin. Félagsstarfið Hæðar- garði 31. Á morgun kl. 9–16:30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–17, kl. 9:30 gler- og postulínsmálun, kl. 13:30 lomber og skák, kl. 14:30 enska, kl. 17 myndlist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun og perlusaumur og kortagerð, kl. 10:30 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 14 sögu- stund og spjall. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fóta- aðgerðir, keramik, tau- og silkimálun og klippi- myndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Norðurbrún 1. Á morg- un fótaaðgerðastofan op- in frá kl. 9–14, bókasafn- ið opið frá kl. 12–15, kl. 10 ganga. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9:15 handa- vinna, kl. 10 boccia, kl. 13 kóræfing. Fulltrúar frá skattstjóranum í Reykjavík veita fram- talsaðstoð miðvikudag- inn 14. mars. Upplýs- ingar og skráning í síma 562–7077. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9:30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir, kl. 13 handmennt, kl. 13 leik- fimi, kl. 13 spilað. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheimilinu í Gullsmára 13 á mánud. og fimmtud. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18:15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20:30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10:30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis eru með fundi alla mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við tólfsporakerfi AA- samtakanna. Kvenfélag Grens- ássóknar. Fundur í safn- aðarheimilinu 12. mars kl. 20. Myndasýning og kaffiveitingar. Breiðfirðingafélagið. Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Fyrsti dagur í þriggja daga para- keppni. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Sr. Frank M. Halldórsson og Litlikór Neskirkju koma í heimsókn. Verið velkomin. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi verður með kynningu á orlofsmögu- leikum sumarsins á veit- ingastaðum Kaffi Katal- ínu (Mama Rósa), Hamraborg, fimmtudag- inn 15. mars kl. 20. ITC-deildin Harpa held- ur fund þriðjudaginn 13. mars kl. 20 í Borgartúni 22 (3. hæð). Fundurinn er öllum opinn. Upplýs- ingar gefur Guðrún í síma 553–9004. Kvenfélag Bústaðasókn- ar heldur fund í Safn- aðarheimilinu mánudag- inn 12. mars kl. 20. Fræðsluerindi. Upp- lestur. Kvenfélag Breiðholts, heldur aðalfund í safn- aðarheimili Breiðholts- kirkju þriðjudaginn 13. mars kl. 20. Lífeyrisþegadeild SFR. Skemmtifundur deild- arinnar verður laug- ardaginn 17. mars kl. 14 í félagsmiðstöðinni, Grett- isgötu 89, 4. hæð. Þátt- taka tilkynnist á skrif- stofu SFR, s. 562–9644. Hana-nú, Kópavogi. Spjallstund verður kl. 14 mánudag á Lesstofu Bókasafns Kópavogs. Fundarefni: Saga Hana- nú og samveru- og fræðslustundin með nemendum í Lífsleikni í Menntaskóla Kópavogs, sem verður í Gjábakka 29. mars nk. Allir vel- komnir. SVDK Hraunprýði held- ur fund í húsi deild- arinnar, Hjallahrauni 9, þriðjud. 13. mars kl. 20. Spilað verður bingó. Margir góðir vinningar. Kaffiveitingar. Í dag er sunnudagur 11. mars, 70. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Því að hvar sem tveir eða þrír eru sam- an komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra. (Matt. 18, 20.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. SKRÁSETJARI sögu Ol- íuverzlunar Íslands hf. ósk- ar aðstoðar lesenda við að þekkja manninn til hægri á myndinni. Frá vinstri Þórð- ur Guðbrandsson, ókunnur. Skrásetjari sögu Olíu- verzlunar Íslands hf. óskar einnig aðstoðar lesenda við að þekkja mennina á mynd- inni. Þeir voru starfsmenn BP á Klöpp. Frá vinstri ókunnur, Aðalsteinn Guð- mundsson, ókunnur, Þor- kell Gíslason, ókunnur, ókunnur. Þeir sem telja sig geta veitt lið eru vinsam- legast beðnir um að hafa samband við Hall Hallsson eða Friðrik Kárason. Hall í síma 896 9898 eða hallur- @hallo.is, Friðrik í síma 515 1260 eða eos- fk@olis.is. Fyrirspurn MIG langar að koma með fyrirspurn til þeirra er málið varðar um það, hvernig það virki á Reykjavíkur- tjörn, ef Vatnsmýrin yrði ræst fram vegna húsbygginga. Hvort hún verði eitt moldar- flag með ráðhús á þurru? Svar óskast. Rannveig. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast einhver við mennina á myndunum? Víkverji skrifar... STARFSEMI Heyrnar- og tal-meinastöðvar ríkisins var til um- ræðu á Alþingi fyrir nokkrum dög- um. Þar kom fram að 670 manns bíða eftir heyrnartækjum en verið er að hrinda í framkvæmd tillögum starfs- hóps í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu um breytingar á stofn- uninni. Fram kom að spurn eftir heyrn- artækjum hefði mjög aukist hérlend- is, m.a. vegna fjölgun aldraðra og þess að ungt fólk sé nú fremur en áð- ur tilbúið að ganga með slík tæki. „Margir heyrnarskertir eru á bið- lista eftir heyrnartækjum, ekki síst eldra fólk. Áhrif skertrar heyrnar nær langt út yfir heyrnarskerð- inguna sjálfa. Hún veldur minnkaðri virkni í mannlegum samskiptum en hún getur leitt til einangrunar sem eykst eftir því sem biðtíminn er lengri. Sjálfstraust viðkomandi bíður skaða og hann verður í auknum mæli háður öðrum um túlkun á umhverf- inu. Afleiðingin getur orðið hraðari öldrun, minni lífsgæði og aukin hætta á að viðkomandi þurfi fyrr á aðstoð samfélagsins að halda,“ sagði Ásta Möller meðal annars, en það var hún sem spurðist fyrir um mál- efni fyrirtækisins og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra varð fyrir svörum. x x x VÍKVERJA þykir ótrúlegt aðstaða þessara mála sé sú sem raun ber vitni hér á landi í upphafi 21. aldarinnar. Að 670 manns séu á biðlista eftir heyrnartækjum! Og hann veit einnig dæmi þess að fólki, sem hefur „vogað sér“ að kaupa heyrnartæki erlendis í stað þess að bíða eftir því hér heima, hefur verið neitað um þjónustu þessa ríkisapp- arats. Þurfi t.d. að stilla eða gera við heyrnartæki er það ekki gert nema tækin séu frá íslenska ríkisfyrirtæk- inu! Er ekki eitthvað bogið við þetta? x x x ÍSLENSKA útvarpsfélagið gerirþað ekki endasleppt þessa dag- ana. Víkverji hrósaði fyrirtækinu á dögunum fyrir djassstöðina á FM 97,7 (sem hann veit nú að heitir Djass FM), því nú er Heimsþjónusta BBC (BBC World Service) einnig farin að hljóma á FM á vegum fyrirtækisins. „Hér er um að ræða virtustu út- varpsstöð í heimi. Það er hrein bylt- ing að geta hlustað á þessa einstöku útvarpsstöð allan sólarhringinn hér á landi þar sem FM-bylgjan skilar jafnan bestu mögulegu móttöku. Hafi forráðamenn Íslenska útvarps- félagsins kærar þakkir fyrir þetta merka framtak sem mér finnst marka tímamót í fjölmiðlun á Íslandi. Ég vek síðan athygli lesenda á því að þarna er að finna framúrskarandi þætti um samtímaviðburði, tónlist, leiklist, skemmtiefni, bókmenntir og ótalmargt fleira og þetta getum við öll nú nálgast á FM 90,9,“ sagði Sverrir Þórðarson, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, í bréfi til Velvakanda, sem birtist í vikunni, og Víkverji getur ekki annað en tekið heilshugar undir með Sverri. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 sparsemi, 4 rökkvar, 7 illmennin, 8 líkamshlut- arnir, 9 máttur, 11 skökk, 13 grenja, 14 kynið, 15 óhreinlyndi, 17 tanga, 20 ambátt, 22 kyrrt vatn, 23 starfið, 24 ránfugls, 25 glatar. LÓÐRÉTT: 1 viðarbörkur, 2 verkfær- in, 3 duglega, 4 trygg, 5 veggir, 6 stokkur, 10 káfa, 12 gála, 13 elska, 15 drukkna, 16 skrökin, 18 dugnaðurinn, 19 afkom- endur, 20 skordýr, 21 val- kyrja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kostulegt, 8 lómur, 9 telur, 10 tól, 11 tarfa, 13 ansar, 15 kýrin, 18 fanga, 21 afl, 22 sunnu, 23 æstan, 24 ráðsvinna. Lóðrétt: 2 ormur, 3 terta, 4 litla, 5 gulls, 6 flot, 7 frár, 12 fúi, 14 nía, 15 kots, 16 Rangá, 17 nauts, 18 flæsi, 19 nótin, 20 anna. Í stöðunni, sem kom upp á alþjóðlega skákmótinu í Cappelle la Grande, virðist hvíti riddarinn á d6 vera dauðans matur. Rússneski stórmeistarinn Semen Dvo- iris (2568), hvítt, hafði hins- vegar séð lengra en augað greinir í fyrstu og kom í veg fyrir að kollegi hans og landi, Igor Naumkin (2446), ætti sér viðreisnar von. 16.Db3!! Kxd6 16...b6 væri svarað með 17.Dg3!. 17.Db6+ Rc6 18.cxd5 Kxd5 Kóngurinn fer nú í skógarferð sem hann á ekki afturkvæmt úr. 18...exd5 væri vel svarað með 19.b4 og eftir t.d. 19...Bxg4 mátar hvítur með 20.bxc5+ Kd7 21.Dxb7#. 19.Bg5! Dxg5 20.Had1+ Rd4 21.Bxe6+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 21...Bxe6 22.Dxe6#. Skákin tefldist í heild sinni: 1.e4 e6 2.d4 d5 3.e5 c5 4.c3 Rc6 5.Rf3 Bd7 6.Be2 f6 7.O-O fxe5 8.Rxe5 Rxe5 9.dxe5 Dc7 10.c4 Re7 11.Rc3 Dxe5 12.He1 O-O-O 13.Bg4 Df6 14.Rb5 a6 15.Rd6+ Kc7. Hraðskákmót Íslands verður haldið í dag, 10. mars, kl. 14:00 í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.