Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 42
AFMÆLI
42 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BORGIR
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
F A S T E I G N A S A L AF A S T E I G N A S A L A
OPIÐ HÚS
Hlíðarvegur 37,
Kópavogi Opið hús verður í
dag á milli kl. 13 og 15 hjá Kristófer
og Margréti á Hlíðarvegi 37, Kópa-
vogi. Þetta er falleg neðri sérhæð
með útgengi út í garð, 94 fm, tvö svefnherbergi, parket og flísar á
gólfum, rúmgóð stofa. Mögulegur bílskúrsréttur. Verð 12,7 m.
OPIÐ HÚS
Vesturberg 153 -
Glæsilegt raðhús -
Frábært útsýni yfir
borgina
Opið hús í Vesturbergi 153 í dag, sunnudag, milli kl. 13 og 17.
Húsið er 240 fm endaraðhús með 5 svefnherbergjum, innbyggðum
bílskúr og glæsilegri sólstofu o.fl. Góður garður og næg bílastæði
á lóðinni. Verð 18,9 m. Góð lán áhvílandi.
OPIÐ HÚS
Barðastaðir 15
Opið hús verður í dag, sunnudag, á
milli kl. 13 og 15 í Barðastöðum 15,
hjá Halldóri. Íbúðin er virkilega falleg
á efstu hæð í litlu fjölbýli, 94 fm. Tvö
góð svefnherbergi, nýlegar innrétt-
ingar og gólfefni. Þessa er vert að skoða.
Miklabraut - ein-
staklega vönduð og
rúmgóð íbúð
Glæsileg neðri sérhæð, um 152 fm,
með bílskúrsrétti. Íbúðin er í fjórbýl-
ishúsi móts við Miklatún og skiptist í
m.a. þrjú mjög stór svefnherbergi,
góðar samliggjandi stofur og stórt eldhús. Verð 18,0 m.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
OPIN HÚS Í DAG, SUNNUDAG
BÚLAND 18 - RAÐHÚS
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
Afar vandað og fallegt 194 fm raðhús á
4 pöllum auk 24 fm bílskúrs. Eignin
skiptist í forst., gesta wc, eldhús m. nýl.
innrétt., saml. parketl. stofur með arni
auk borðstofu, 5 herb. auk fjölskyldu-
rýmis og nýl. endurn. baðherb. auk
þvottaherb. og geymslu. Suðursvalir.
Gott útsýni yfir Fossvogsdalinn. Falleg
ræktuð lóð. Hiti í stéttum. Áhv. húsbr.
3,1 millj. Verð 24,9 millj.
HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-16
VERIÐ VELKOMIN.
KJARRHÓLMI 14 - KÓPAVOGI
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-14
Falleg 4ra herb. 90 fm íbúð á 3. hæð, íbúð 0302. Góð stofa, 2 svefnherb., endurnýj-
að flísalagt baðherbergi. Parket á gólfum. Suðursvalir, glæsilegt útsýni. Þvottaherb.
í íbúð og stór geymsla í kjallara. Sameign í góðu ástandi. Íbúðin er laus til afhend-
ingar nú þegar. Áhv. byggsj/húsbr. 5,2 millj. Verð 10,9 millj.
ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, LAUGARDAG, FRÁ KL. 13-14
VERIÐ VELKOMIN
GRETTISGATA – RIS Skemmtilega innréttuð 3ja herb. risíbúð í þríbýli.
Húsið er mikið endurnýjað, þ.e. járnklæðning, þak, lagnir, rafmagn, gler
og gluggar. Verð 7,9 millj. Áhv. 3,4 millj. Byggsj. rík. 1383
JÖTNABORGIR Nýjar 4ra herb. íbúðir á 2. eða 3. hæð í litlu fjölb. með
eða án bílskúrs. Húsið verður afhent fullbúið að utan og tilbúið að innan
án gólfefna. Stærð 102 fm nettó. Verð frá 13,9 millj. Afhending í júní/júlí.
MIÐLEITI – BÍLSK. Fallega innr. 3ja herb. íb. á 2. hæð ásamt stæði í bíl-
skýli. Tvö svefnherb. Góðar innréttingar. Suðursvalir. Parket og flísar. Hús
og sameign í mjög góðu ástandi. Góð staðsetning. Áhv. 6,5 millj. 1382
LAUTASMÁRI – KÓP. Glæsilega innr. 3ja herb. íb. á 3. hæð í nýl. lyftu-
húsi. Tvö svefnherb. Góðar mahóní-innr. Parket. Þvottahús í íbúð. Stærð
96,7 fm. Hús og sameign til fyrirmyndar. Áhv. 4,6 millj. Verð 13,2 millj.
HRAUNBÆR Rúmgóð og mikið endurnýjuð 3ja herb. íb. á 2. hæð með
tvennum svölum. Parket. Nýl. eldhúsinnr. Baðherb. allt flísalagt. Stærð 84
fm. Gott hús. Áhv. 5,3 millj. 1371
HÓLMGARÐUR Mjög góð neðri sérhæð í tvíbýli með sérinngang. Tvö
svefnherbergi. Stærð 82 fm. Parket. Hús í góðu ástandi. Verð 10,9 millj.
1372
GNOÐARVOGUR Rúmg. og falleg 107 fm efsta hæð í 4-býli. Íbúðin er
mikið endurnýjuð. Tvö svefnherb. Tvær stofur. Stórar suðursvalir. Útsýni.
Áhv. 5,2 millj. Verð 12,9 millj.
FUNALIND – KÓP. Sérlega falleg og vönduð 4ra herb. íb. á 2. hæð í góðu
fjölb. 3 svefnherb. Parket og flísar. Þvottahús í íbúð. Stærð 112 fm. Áhv.
7 millj. Verð 15 millj. LAUS STRAX. 1282
SKAFTAHLÍÐ Snyrtileg 4ra herb. íb. á efstu hæð með suðursvölum. Að-
eins ein íb. á hæð. 3 svefnherb. Góð stofa. Suðursvalir. Stærð 104 fm.
Góð staðsetning. 1345
LJÓSHEIMAR Mikið endurnýjuð 4ra herb. íb. á 1. hæð í viðgerðu lyftu-
húsi. Tvö góð svefnherb. Tvær saml. stofur. Vestursvalir. Eldhús með ný-
legri innr. Baðherb. allt endurnýjað. Stærð 101 fm. Húsið er viðhaldsfrítt
að utan. Stutt í alla þjónustu. 1321
HVASSALEITI – BÍLSKÚR Rúmgóð 5 herb. endaíb. á efstu hæð í góðu
fjölb. ásamt sérb. bílskúr með öllu. 3 svefnherb. 2 samliggjandi stofur. Út-
sýni. Parket. Stærð 139 fm + 22 fm bílskúr. Hús og sameign í góðu ástan-
di. 1237
OPIÐ Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 12-14
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
Mjög góð og mikið end-
urnýjuð 3ja herb. íb. á
3. hæð mið. Rúmg.
stofa m. parketi. 2
svefnherbergi. Nýleg
eldhúsinnrétting. Hús
og sameign í góðu
ástandi. Verð 9,9 millj.
Hjördís og Bjarni bjóða ykkur velkomin milli kl.
14 og 16 í dag
Álfheimar 26, 3. hæð
Laufásvegur 18 - Opið hús
3ja herbergja íbúð á 3. hæð og í risi sem skiptist þannig
að á 3. hæð er hol, 2 stofur, eldhús og snyrting. Í risi er
stórt svefnherbergi með fataskápum og svölum. Einnig
sérþvottahús og baðherbergi. Glæsilegt útsýni yfir tjörn-
ina. Verð 12,4 millj. Laus strax.
Íbúðin er til sýnis í dag milli kl. 12 og 14.
SÉREIGN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI 552 9077
Áttræð verður í dag
11. mars frú Halldóra
S. Jónsdóttir, Hverfis-
götu 31, Siglufirði.
Halldóra er fædd í
Þverárdal í A-Húna-
vatnssýslu 11. mars
1921, dóttir hjónanna
Jóns Björnssonar,
bónda á Heiði í Göngu-
skörðum, síðar kaup-
manns á Sauðárkróki,
og Finneyjar Regin-
baldsdóttur frá Látr-
um í Aðalvík. Halldóra
ólst upp í foreldrahús-
um allt þar til hún
kynntist eiginmanni sínum Jóhann-
esi Þórðarsyni, fyrrum yfirlögreglu-
þjóni, sem nær allir Siglfirðingar
þekkja frá því hann gegndi lög-
reglustarfi hér í bæ. Halldóra og Jó-
HALLDÓRA
JÓNSDÓTTIR
hannes gengu í hjóna-
band hinn 24. ágúst
1946. Þau hjón eiga tvö
börn, Jón Finn, f. 24.
sept. 1951, rafiðnfræð-
ingur, búsettur í Kópa-
vogi, kvæntur Ólafíu
Guðmundsdóttur, ljós-
móður, og Soffíu Guð-
björgu, f. 11. maí 1957,
hjúkrunarfr., búsett í
Reykjavík, gift Ólafi
Ólafs bankastarfsm. og
eiga þau tvær dætur.
Ekki er það ætlan
mín að skrifa langt mál
um Halldóru, aðeins að
senda henni afmæliskveðju og
þakka góð kynni á liðnum árum.
Halldóra hefur verið virkur félagi í
mörgum félögum hér í bænum, for-
maður í Slysavarnadeildinni Vörn í
17 ár. Á þeim árum var keypt hús
við Tjarnargötu 10 og byggð upp
aðstaða fyrir deildina og Björgunar-
félagið Stráka. Halldóra er núver-
andi formaður í Siglufjarðardeild
RKÍ sem er að ljúka við uppbygg-
ingu fyrir starfsemi deildarinnar í
Aðalgötu 32. Halldóra hefur verið í
mörgum öðrum félögum, Skagfirð-
ingafélaginu, Framsóknarf. svo eitt-
hvað sé nefnt. Fyrir félagsmálastörf
var Halldóra sæmd gullmerki SVFÍ
2.8. 1988, gullmerki RKÍ 14,5. 1993,
og Riddarakrossi 17.6. 1994.
Halldóra hefur ekki verið heil
heilsu síðastliðin ár en þess sér ekki
stað í verkum hennar að framan-
sögðu, því þar hefur hún verið að-
aldrifkrafturinn í að drífa bygging-
arframkvæmdir áfram. Margir
samborgarar Halldóru hafa sótt lið-
sinni til hennar og ávallt farið glað-
ari í bragði af hennar fundi. Ekki
eru þau verk sem hún vinnur í þágu
þeirra sem minna mega sín skráð né
eftirtalin og veit sá einn sem öllu
stýrir og ræður um þau.
Halldóra hefur ekki staðið ein því
eiginmaður hennar, Jóhannes, hefur
stutt hana bæði í orði og verki og
hvergi af sér dregið. Starfsþrek
Halldóru er með ólíkindum, því hún
unni sér ekki hvíldar á meðan á
uppbyggingu áðurnefndra húsa
stóð, auk fleiri félaga sem hún starf-
ar í, en nú sér fyrir endann á upp-
byggingu RKÍ hússins í Aðalgötu
32.
Þegar Halldóra hefur fagnað átt-
ræðisafmælinu þá liggur fyrir að
hún fari í aðgerð, sem mun taka
töluvert á. Það er einlæg afmæl-
isósk til þín frá okkur Siggu að sú
aðgerð takist vel og þú komir tvíefld
til starfa með hækkandi sól.
Halldóra, um leið og við áréttum
hamingjuóskir til þín og fjölskyldu
þinnar, biðjum við að höfundur lífs-
ins haldi verndarhendi yfir þér, eig-
inmanni þínum og fjölskyldunni
allri.
Lifðu í sæmd eftirleiðis sem hing-
að til. Þess biðjum við af heilum
hug.
Ólafur Jóhannsson,
Sigríður Björnsdóttir,
Sauðárkróki.
STYRKUR, samtök krabbameins-
sjúklinga og aðstandenda þeirra
verður með opið hús í Skógarhlíð 8
þriðjudaginn 13. mars kl. 20.
Sigurður Árnason, krabbameins-
læknir, flytur erindi sem hann nefn-
ir: Krabbamein á krossgötum. Í frétt
frá Styrk segir að allir velunnarar
félagsins séu velkomnir.
Erindi um
krabbamein á
krossgötum
INNLENT
OPINN borgarafundur haldinn í
Hlaðvarpanum fimmtudaginn 8.
mars 2001 á Alþjóðlegum baráttu-
degi kvenna fyrir friði og jafnrétti,
sendir frá sér eftirfarandi ályktun:
„Ísland er ekki lengur einsleitt
samfélag. Í nágrannalöndum okk-
ar hefur þróunin yfir í fjölmenn-
ingarlegt samfélag víða verið sárs-
aukafull. Við viljum ekki að sömu
hlutir gerist hér gagnvart innflytj-
endum og raunin hefur orðið hjá
sumum Evrópuþjóðum. Við viljum
læra af reynslu annarra þjóða og
skorum því á Alþingi að tryggja
jafnrétti á öllum sviðum sam-
félagsins. Einnig heitum við á okk-
ur sjálf og aðra einstaklinga að
halda vöku sinni. Njótum fjöl-
breytninnar.“
Vilja tryggja
jafnrétti á
öllum sviðum
♦ ♦ ♦