Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 53
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 53 LEIKMANNASKÓLI Þjóðkirkj- unnar hefur verið starfandi í tíu ár. Á næstu vikum hefjast fjögur ný nám- skeið. Eitt þeirra ber yfirskriftina: „Heilsurækt fyrir hugsandi fólk.“ Á því námskeiði verður hugað að heilsu- rækt til líkama, sálar og anda, í sam- ræmi við biblíulega hugsun um manneskjuna sem heild og orð Jesú um líf í fullri gnægð. Kynntar verða aðferðir sem nýst hafa fólki í aldanna rás til eflingar heilsunni og vísað á leiðir að markvissu og heilbrigðu líf- erni. M.a. verður fjallað um líkams- stöðu, mataræði, föstu, slökun, sjálfs- mynd, biblíulega íhugun, bænir og hæfileikann til að lifa í núinu. Þátt- takendum er gefinn kostur á að setja sér persónuleg markmið í samræmi við getu og reynslu. Kennari á nám- skeiðinu er sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur. Kennt verður fjögur miðvikudagskvöld, 14. mars til 4. apr- íl, í Háskóla Íslands, aðalbyggingu, og skráning er á fræðsludeild Þjóð- kirkjunnar í síma 535 1500. Skrán- ingu lýkur mánudaginn 12. mars. Kvöldmessa í Laugarneskirkju ÞÆR eru ólíkar öllu öðru kvöldmess- urnar í Laugarneskirkju. Í kvöld kl. 20:30 hefst messa mánaðarins, en djassinn byrjar í húsinu kl. 20:00 Djasskvartettinn skipa þeir Gunnar Gunnarsson, píanó, Jón Rafnsson, kontrabassi, Matthías M.D. Hem- stock, trommur og Sigurður Flosa- son, saxófón. Kór Laugarneskirkju hefur á að skipa einstöku söngfólki sem syngur með einni sál og einum anda, svo að við verðum öll að betri manneskjum við það eitt að horfa á þau og hlusta. Að þessu sinni mun héraðspresturinn, sr. María Ágústs- dóttir, þjóna að orðinu og borðinu ásamt Eygló Bjarnadóttur meðhjálp- ara. Verið velkomin í Laugarnes- kirkju í kvöld. Breytingar á sam- veru eldri borgara í Langholtssöfnuði SAMVERA eldri borgara í Lang- holtssöfnuði sem þjónustuúrræði fyr- ir aldraða einn dag í viku á móti dag- vistun á stofnunum heilbrigðis- og félagsþjónustunnar í Reykjavík. Við sem störfum í Langholtskirkju viljum benda öldruðum í sókninni á þær breytingar sem urðu á þjónustu safn- aðarins við eldri borgara síðastliðið haust. Opið hús á föstudögum var sameinað samveru eldri borgara á miðvikudögum til þess að bjóða lengri viðveru einn dag í viku. Fyrir aldraða sem þarfnast umönnunar og umhyggju getur samveran verið þjónustuúrræði á móti dagvistun á stofnunum heilbrigðis- og félagsþjón- ustunnar í Reykjavík. Opið hús er frá kl. 11:00 til kl. 16:00. Dagskrá: Heilsupistill, léttar lík- amsæfingar og slökun í litla sal. Kyrrðar- og fyrirbænastund, orgel- leikur og sálmasöngur í kirkjunni í umsjá sóknarprests, djákna og org- anista. Létt máltíð (kr. 500) í stóra sal. Tekið er í spil, spjallað, hlustað á upplestur og málað á dúka og ker- amik. Kaffisopi og smákökur. Söng- stund með Jóni Stefánssyni. Svala Sigríður Thomsen djákni hefur um- sjón með stundunum og nýtur að- stoðar kirkjuvarðar og þjónustuhóps eldri borgara. Öldruðum, sem komast ekki að öðrum kosti til kirkjunnar, er boðinn akstur að heiman og heim. Sími Langholtskirkju er 520 1300. Hallgrímskirkja: Passíusálmalestur mánudag kl. 12:15. Háteigskirkja: Ævintýraklúbbur mánudag kl. 17:00. Heimsókn til slökkviliðs. TTT-klúbbur mánudag kl. 17:00. Söngur og leikir. Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Kirkjuklúbbur 8-9 ára mánudag kl. 14:15. TTT (10-12 ára) mánudag kl. 15:30. 12 spora hópar koma saman í safnaðarheimilinu mánudaga kl. 19:15. Neskirkja: Starf fyrir 6 ára börn mánudag kl. 14-15. TTT-starf (10-12 ára) mánudag kl. 16:30. Húsið opið frá kl. 16:00. Foreldramorgunn mið- vikudag kl. 10-12. Fræðsla: Slysa- varnir barna. Herdís Storgaard, fulltrúi hjá heilbrigðisráðuneytinu. Seltjarnarneskirkja: Æskulýðsfélag- ið (8., 9. og 10. bekkur) kl. 20-22. Árbæjarkirkja: Æskulýðsfélag fyrir 13 ára (fermingarbörn vorsins 2001) kl. 20:00-21:30. Æskulýðsfélag eldri deildir 9. og 10. bekkingar kl. 20:00- 21:30. Fella- og Hólakirkja: Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl. 17-18. Æskulýðsstarf fyrir 8. 9. og 10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Grafarvogskirkja: Bænahópur kl. 20:00. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 09:00-17:00 í síma 587-9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára kl. 17:30- 18:30. Hjallakirkja: Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20:30 á mánudögum. Prédik- unarklúbbur presta í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra er á þriðju- dögum kl. 9:15-10:30. Umsjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja: Fundur í æskulýðsfélag- inu Sela kl. 20:00 fyrir unglinga 13-16 ára. Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs- starf, yngri deild, kl. 20:30-22 í Hásöl- um. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Æskulýðs- félag 13 ára og eldri kl. 20-22. Vídalínskirkja: 10-12 ára starf fyrir drengi í samstarfi við KFUM kl. 17:30 í safnaðarheimili. Lágafellskirkja: TTT-fundur mánu- dag kl. 16-17. Unglingahópur, fundur mánudag kl. 17:30-18:30. Krossinn: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16:30. Allir velkomnir. Akraneskirkja: Fundur í æskulýðs- félaginu í húsi KFUM og K mánu- dagskvöld kl. 20:00. Hvammstangakirkja: KFUM og K starf kirkjunnar mánudag kl. 17:30 á prestssetrinu. Fríkirkjan Vegurinn: Fjölskyldu- samkoma kl. 11:00. Ben Goodman. Léttur hádegisverður á eftir sam- komunni. Samkoma kl. 20:00. Ben Goodman prédikar, lofgjörð og fyr- irbænir. Allir hjartanlega velkomnir. Mánudag er fjölskyldubænastund kl. 18:30, súpa og brauð á eftir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía: Al- menn samkoma kl. 16.30, lofgjörðar- hópur syngur. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Barnakirkja fyrir eins til 9 níu ára á sama tíma. Allir velkomnir. Víkurprestakall í Mýrdal: Ferming- arfræðsla á mánudögum kl. 13:45. Frelsið, kristileg miðstöð: Almenn fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 17:00. Fríkirkjan í Hafnafirði: Barnasam- koma kl. 11:00 og guðsþjónusta kl. 14:00. Morgunblaðið/Kristinn „Heilsurækt fyrir hugsandi fólk.“ Á þessu námskeiði verður hugað að heilsurækt til líkama, sálar og anda, í samræmi við biblíulega hugsun um manneskjuna sem heild og orð Jesú um líf í fullri gnægð. Safnaðarstarf Heilsurækt fyr- ir hugsandi fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.