Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Okkur langar að minnast afa okkar, Guðlaugs Stefánsson- ar, í örfáum orðum. Það sem ósjálfrátt kemur upp í huga okkar þegar nafn hans er nefnt er umhyggja og hjartahlýja hans í garð okkar og annarra í fjölskyld- unni og takmarkalaus hjálpsemi. Afi var svo hress að hann vann fulla vinnu sem verslunarmaður til áttræðs. Eftir það eyddi hann öllum sínum kröftum í að sinna ömmu í erf- iðum veikindum hennar. Umhyggja sú og alúð er hann sýndi ömmu á sér líkast til fáar hliðstæður og allan þann tíma sem hún var rúmföst vék hann ekki frá henni. Eftir að amma dó voru það afkomendurnir sem áttu hug hans allan og var afa mjög um- GUÐLAUGUR STEFÁNSSON ✝ Guðlaugur Stef-ánsson fæddist 22. janúar 1905 að Bóndastöðum í Hjaltastaðaþinghá í Suður-Múlasýslu. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík 1. mars síðastlið- inn. Útför Guðlaugs fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. hugað um að öllum liði vel og gengi vel í því sem þeir höfðu fyrir stafni. Þetta lýsir afa vel, hann hugsaði alltaf um aðra en sjálfan sig. Þegar einhver rétti honum hjálparhönd stóð heldur ekki á þakklætinu sem var einlægt líkt og annað sem frá afa kom. Þegar við fæddumst var afi kominn á áttræðisaldur en sem betur fer feng- um við samt að kynnast afa og öllum hans miklu mannkostum. Því afi var hraustur allt sitt líf og gaf sér allan þann tíma sem hann gat til að hjálpa fjölskyld- unni á allan þann hátt sem hugsast gat. Hvenær sem eitthvað bjátaði á var hann boðinn og búinn að aðstoða, sama hvernig á stóð. Eitt af því sem einkenndi afa var dugnaður hans og vinnuharka sem var slík að sögur fóru af. Afi var stálminnugur og átti það til að rifja upp og glæða lífi at- burði sem hann upplifði sem ungur maður. Frásagnir hans urðu þeim er á hlýddu ógleymanlegar. Er okkur sérstaklega minnisstæð frásögn hans af því þegar vélskipið Rán strandaði í fárviðri og litlu mátti muna að allir um borð færust. Þetta gerðist árið 1924. Afi hafði lært fjöldann allan af ljóðum sem ungur maður og þá eink- um ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Hann lék sér enn að því kominn á tí- ræðisaldur að fara með þessi ljóð og þannig fengum við að kynnast mörg- um af bestu ljóðum íslenskrar tungu svo sem Gunnarshólma og Óhræsinu eftir Jónas og Skúlaskeiði Gríms Thomsen. Það er skrýtið til þess að hugsa að við fáum ekki að njóta þess- arra stunda með honum oftar, en þær sem við höfum þegar átt lifa svo sannarlega í minningunni. Það var alltaf tekið vel á móti okk- ur þegar við heimsóttum afa og hann sýndi okkur alltaf hversu vænt hon- um þótti um okkur og við vonum að hann viti hversu vænt okkur þykir um hann. Í okkar augum stendur afi fyrir heiðarleika, hjartahlýju, hreysti og dugnað og við erum af- skaplega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og teljum okkur betri manneskjur fyrir vikið. Elsku afi, takk fyrir allt. Óli, Kristín og Þórhildur. Hann var sá yngri af tveimur hálf- bræðrum ömmu minnar og var lengi til heimilis hjá henni og hennar fjöl- skyldu á Seyðisfirði og Breiðdalsvík. Þess vegna fannst móður minni hann alltaf vera nokkuð meira en bara móðurbróðir sinn. Hún sagði hann tíðum vera hálfgerðan uppeldisbróð- ur sinn, enda var hann jafnaldri móð- ursystur minnar. Þess vegna var Laugi, eins og hann var tíðum kallaður af ættingj- unum, einn af þeim systkinum ömmu minnar, sem ég þekkti alveg frá fyrstu tíð og einna bezt, enda jafnan tíður aufúsugestur á bernskuheimili mínu, þar sem hann kom ekki al- einasta til að hitta sína kæru systur, heldur ekki síður okkur hin. Ræktarsemin og tryggðin við ætt- ingjana var líka einstök. Laugi var þess utan sá maður, sem hvað skemmtilegast var að fá í heimsókn og ekki síður að heimsækja, eins gestrisin og þau Ólafía voru jafnan, og gaman var að tala við hann alla tíð, ekki bara vegna þess hvað hann var minnugur og ræðinn, heldur vegna þess að hann var launkíminn á menn og málefni og lét jafnan gam- ansögur fjúka með frásögnunum án þess að meiða nokkurn. Hann var einstaklega barngóður og naut þess að hafa æskufólk í kringum sig, enda laðaðist það að honum. Hann hafði líka gott lag á börnum og unglingum og sýndi þeim fágæta þolinmæði. Á yngri árum, meðan hann var á Seyðisfirði hjá ömmu, gekk hann til ýmissa verka bæði á sjó og landi, þótt sjórinn laðaði hann meira. Eink- um var hann eftirsóttur vélstjóri, ekki sízt fyrir það, hvað hann var laginn við að gera við vélarnar í bát- unum og heyrði það jafnan á hljóðinu í þeim, ef þær voru bilaðar. Það lá margt annað vel fyrir hon- um, enda verkhagur vel, og í mínum augum var hann alltaf einn af þús- undþjalasmiðunum í fjölskyldunni og ég held, að ég hafi ekki verið ein um þá skoðun. Það er margs að minnast, þegar kær frændi kveður, en að leiðarlok- um er efst í huga mínum ómælt þakklæti fyrir að hafa kynnst honum og fyrir allt það góða og gjöfula, sem hann veitti mér og mínum á langri ævi. Ég bið Guð að varðveita hann, þar sem hann er nú, og vera með sonum hans og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minning góðs frænda. Guðbjörg Snót Jónsdóttir.                                  ! "#       $%    &'&   (  ) '*       !  +,   , %,      +     ) -  %        # +   #       # .        +          .    /  % # )0'   1.   # )2'2   "  !  #  0)&      !  3, #  # 4     $% &     &   5'26 %,7 (  *    $    $ % " &'% ($)* +% + ,- ''%    . !%  ! /  $    SELFOSS Úr skarkala borgarinnar í sælu sunnlenskra sveita! Á BÖKKUM ÖLFUSÁR, Í NOKKURRA MÍNÚTNA GÖNGUFÆRI VIÐ MIÐ- BÆINN, LÚXUSÍBÚÐIR MEÐ GLÆSILEGU ÚTSÝNI. VIÐHALDSFRÍTT HÚS MEÐ BÍLAKJALLARA OG LYFTU. AFHENDING Í DESEMBER 2001. Sigtúnum 2, 800 Selfossi, sími 482 4000, heimasíða http://www.bakki.com Selfoss er vaxandi bæjarfélag sem legg- ur metnað sinn í að þjónusta íbúa sína, unga sem aldna. Á Selfossi er öll versl- un og þjónusta til fyrirmyndar. Öflugur framhaldsskóli, golfvöllur, sundlaug og o.fl. Félagslíf eldri borgara er mjög virkt. ALLAR UPPLÝSINGAR Á FAST- EIGNASÖLUNNI BAKKA, SELFOSSI Sjónvarpsmenn og kvik- myndaframleiðendur! Fullinnréttað 945 m² iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði á 2 hæð- um við Vatnagarða til sölu eða leigu. Húsnæðið er búið full- komnum salarkynnum fyrir sjónvarpsútsendingar og kvik- myndagerð, með tilheyrandi stúdíói, loftræstu hljóðveri, klippiherbergjum, förðunarherbergi og öflugum tölvu- og sjónvarpslögnum. Eigninni hefur verið vel viðhaldið, t.d. hefur skrifstofuaðstaðan nýlega verið smekklega endurbætt með nýjum gólfefnum og halogen-lýsingu að hluta, innrétting í stóru eldhúsi er sem ný ásamt gólfefnum, einnig hefur ný- lega verið tekið á kröfum um brunavarnir ofl. Þetta er hús- næði með allt til alls fyrir framleiðendur sjónvarps-, kvik- mynda- eða auglýsingaefnis. Verð samkomulag. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Traðar, eða gott betur, hringdu núna í Guðlaug í gsm. 896 0747 Til sölu eða leigu Vorum að fá í einkasölu alla húseignina í Miðstræti 12 sem er samtals 578 m². Eignin getur selst og leigst í heilu lagi eða leigst í minni einingum. Um er að ræða steinsteypta fjögurra hæða skrifstofubyggingu með viðhaldsfrírri klæðningu. Þrjár neðstu hæðirnar eru 156 m², en sú fjórða er 110 m². Rýmin eru öll mjög aðgengileg og í góðu ástandi. Í húsinu hafa verið starfræktar tannlæknastofur á 2. og 3. hæð, en hæðirnar henta undir hverskonar skrifstofustarfsemi. Allar lagnir til staðar. Gólfdúkar eru sem nýir, lýsing öll nýleg og mjög góð flúorsent og halógen-lýsing. Möguleiki er að afhenda hluta húsnæðisins strax, eða alla eignina í einu lagi þann 1. júní 2001. Eigninni fylgja 6 bílastæði og mögul. á 8-10 yfirbyggð- um bílastæðum til viðbótar. Leiguverð kr. 900/m². Söluverð tilboð. Áhugasamir hafið samb. við Ólaf í gsm. 698 6686. Sími 511 2900 Raðhúsalóðir í Grafarholti til sölu Mikið útsýni. Stærðir 200-210 fm Upplýsingar gefur Sigrún í síma 861 8120 Vilhjálmur Bjarnason sölumaður Haraldur R. Bjarnason sölumaður Elvar Gunnarsson sölumaður Jóhanna Kr. Guðmundsdóttir skjalafrágangur Nanna Dröfn Harðardóttir ritari Salómon Jónsson löggiltur fasteignasali Opið hús á eftirtöldum stöðum sunnudaginn 18. febr. milli kl. 14 og 17 - heilshugar um þinn hag Jóhanna sýnir ykkur íbúðina milli kl. 14 og 17 í dag. Suðurlandsbraut 50  108 Reykjavík  sími 533 4300  Fax 568 4094 i s sunnudaginn 11. mars milli kl. 14 og 17 Nóatún - Reykjavík Vel skipulögð 4ra herb. 69 fm íbúð á efstu hæð og í risi í litlu fjölbýli. Þrjú herbergi, suðursvalir með útsýni, fallegt baðher- bergi, góð stofa með hringstiga upp í ris þar sem er tölvu- eða sjónvarpshol og súðarherbergi. Ekkert áhv. Verð 9,1 m. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.