Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 31
irnir vandi til verka, slægi allan fisk og ísi vel. Guðmundur segir að viðskipta- lega sé verktakafyrirkomulagið mjög þægilegt. Sveitarfélög og aðrir gætu stuðlað að því að fyrir hendi væri aðstaða til flakavinnslu úti um landið. „Þarna kaupi ég flökun, frystingu og verkun á föstu verði. Verktakinn er laus við að taka áhættu af fiskkaupum, ég sé um þau og söluna. Svona samstarf er gott fyrir báða aðila.“ Guðmundur er einnig með um- boðssölu fyrir framleiðendur víða um land. „Við erum með nokkuð fastar rætur í Þorlákshöfn og hér í Hafnarfirði, eins erum við með sam- bönd fyrir vestan, til dæmis á Flat- eyri. Engir veikindadagar Verðmæti framleiðslunnar í Hrís- ey í fyrra nam um 1⁄8 af útflutnings- verðmæti fyrirtækisins, eða 50–60 milljónum af um 400 milljónum. Guðmundur segir að þetta um- fang sé heppilegt fyrir einn sölu- mann, sem er hann sjálfur. Auk þess vinna á skrifstofunni G. Ingasonar hf. Sigríður Jensdóttir bókari, sem er í 70% starfi, og Nicole Ásgeirsson sem er frönsk að ætt og sér mikið um samskipti við Frakkland og skjalagerð. „Það er stefnt að meiri arðsemi og að geta staðið í skilum með pantanir á réttum tíma og að varan standist gæðakröfur. Framleiðendur ætlast svo til þess að fá sína peninga á um- sömdum tíma. Ef maður stendur sig í þessu fær maður aftur tækifæri. Þessi markaður er harður húsbóndi. Svo harður að ég held ég hafi ekki tekið mér veikindadag fá því ég byrjaði sjálfstætt 1987,“ segir Guð- mundur. Hann bætir því við að í fyrra hafi fjölskyldan farið í sitt fyrsta eiginlega sumarleyfi utan- lands. Fram að því voru utanlands- ferðir notaðar til að heimsækja við- skiptavini. Til að byrja með var Guðmundur með starfsaðstöðu heima hjá sér. Þá vildi vinnan ná yfir allan sólarhring- inn. Nú er vinnudagurinn betur af- markaður. Guðmundur segist gera ýmislegt til að standast þetta álag. Hann trimmar með Nesklúbbnum, er í golfi og róar hugann með því að mála myndir. Nýr fiskur dýrastur Það hefur verið töluverð umræða um útflutning á óunnum fiski í gám- um. Hvað finnst Guðmundi um það? „Það virðist vera lögmálið með fisk að eftir því sem þú snertir hann meira, því meiri hætta er á að þú tapir á honum. Fiskur virðist vera verðmætastur þegar hann er ný- dreginn úr sjónum. Þá er hann ómótað hráefni og getur orðið hvað sem er, ferskt flak, saltfiskur eða hvað annað. Almennt gildir að stór og nýr fiskur er dýrastur. Sumar tegundir hentar einfaldlega best að setja í gám, en aðrar ekki.“ Guðmundur segir að þeir sem selja sjávarafurðir verði sífellt að greina markaðinn, líkt og verðbréfa- salar, finna smugur og nýja mögu- leika. Það sé mikilvægt að ferðast um og stofna til viðskipta. „Ég á mjög erfitt með að selja „blint“, það er þegar ég þekki ekki kaupandann. Maður þarf helst að þekkja bæði framleiðandann og kaupandann til að geta komið til móts við báða. Mis- tök verða ekki aftur tekin. Allur undirbúningur er því mjög þýðing- armikill. Þetta eru mjög persónuleg viðskipti. Maður sér að oft eru það bara tveir einstaklingar sem ná vel saman, annar hér og hinn erlendis. Svo velta þeir þúsundum tonna á grundvelli þessa viðskiptasam- bands. Styrkurinn felst í persónu- legum kynnum, í þeim felst galdur- inn. Auðvitað verður varan að standast væntingar, því maður er dæmdur eftir henni.“ Dýrmæt þekking Guðmundur segir að sala sjávar- afurða sé mjög sérhæft fag, eitthvað sem hann treystir sér til að kenna öðrum. „Ég er búinn að vera í þessu í tæp 16 ár og hef aflað mér mikillar vöruþekkingar. En við, þessir sölu- menn, höfum ekkert miðlað þessari þekkingu.“ Það er reyndar ekki al- veg rétt því Guðmundur hefur kennt nokkra tíma á hverju ári í Fisk- vinnsluskólanum. Hann segir að sér renni til rifja hvernig komið er fyrir þeirri stofnun og telur það m.a. stafa af því að skólinn heyri ekki undir rétt ráðuneyti. „Það er mikil þörf fyrir endur- menntun og fræðslu í fiskvinnslu og hefur ábyggilega aldrei verið meiri. Við erum að tapa allri okkar gömlu fiskvinnsluhefð. Íslendingarnir sem hafa unnið í þessu eru að hverfa vegna aldurs og það koma útlend- ingar í staðinn. Þeir eru settir á gólf- ið og sagt að gera eitthvað tiltekið en það fylgir engin fræðsla. Þessi fiskvinnsluhefð hefur þróast innan sjávarútvegsins og verið hluti af honum, þess vegna á fræðslan að vera á vegum sjávarútvegsráðu- neytisins. Þekking eldri kynslóða á sjónum og fiskinum er menningar- arfur sem ekki má glatast. Sjávarútvegurinn hefur verið risi í þjóðlífi okkar fram á þennan dag, þótt það sé að breytast. Samt vantar fræðslu og menntun á þessu sviði. Fiskvinnsluskólinn ætti alltaf að vera fullsetinn. Við sem störfum við þetta ættum að miðla þar af þekk- ingu okkar og reynslu. Það þyrftu líka að vera pólskir túlkar þar, því erlenda verkafólkið sem nú er komið til starfa í fisk- vinnslunni er mjög duglegt. Ég hef ekki rekist á fiskvinnslufólk sem er ósérhlífnara og duglegra en þessir erlendu verkamenn. Það er komið í tísku meðal Íslendinga að þykja ekki fínt að vinna í fiski. Þeir vilja helst sitja í tölvuherbergjum og vera lausir við fisk.“ Gæði, ekki magn Guðmundur segir að hafi 16 ára reynsla kennt sér eitthvað þá sé það að við verðum að hætta að hugsa um fisk í þúsundum tonna. Í staðinn verðum við að læra að skoða hvern fisk fyrir sig – eins og Japanir gera. „Þeir skoða hverja fisktegund í víðsjá og smásjá, þessi fiskur er svona og hinn hinsegin. Eins skoða þeir hrognin, þessi eru stökk og önnur lin. Við verðum að þekkja fiskinn og hvað hver fiskur er. Það er varla að fólk hér þekki í sundur kolategundirnar. Við verðum að sýna fiskinum meiri áhuga.“ Guðmundur segir að eins þurfi menn að vera vakandi fyrir nýjum mörkuðum og þeim verðmætum sem við erum með í höndunum. Til þess þurfi skipulega að afla nýrrar þekkingar. „Norðmenn halda því fram að það sem við köllum aukaafurðir, slorið sem við höfum gjarnan hent, verði brátt dýrmætara en fiskholdið sjálft. Kóreumenn vilja kaupa mag- ann úr þorskinum, Japanir svilin og allir eru ólmir í hrognin. Þurrkaðir hausar fara til Afríku og þá er búið að selja úr þeim gellurnar til Spánar og Frakklands. Okkur hefur þótt svo sjálfsagt að vaða í fiski upp fyrir haus að við höfum ekki metið hann að verðleikum.“ Varðandi framtíðina segist Guð- mundur alveg vera til í að skoða að sameinast öðru fyrirtæki eða stækka G. Ingason og auka hlutaféð til að efla fiskkaupasjóð fyrirtækis- ins. „Mér finnst áhugavert að kaupa á mörkuðum og framleiða í gegnum verktaka. Geta afgreitt pantanir á fljótan og skilvirkan hátt. Þetta er einnig hægt með umboðsmanna- kerfinu. Tryggir framleiðendur eru mestu verðmæti hvers söluaðila.“ Auka þarf fiskneyslu á Íslandi Guðmundur telur að Íslendingar verði virkilega að taka sig á í fisk- neyslu. Ekki síst að fara að borða fleira en bara ýsu. Mataræði þjóð- arinnar hafi mikið breyst. „Við í Hrísey getum útvegað mjög góðan þorsk, til dæmis til leikskóla og mötuneyta, á miklu lægra verði en verið er að borga fyrir ýsuna í dag.“ Guðmundur segir að þjóðin hafi vanið sig af þorskneyslu í þá daga sem þorskurinn var okkar helsti gjaldeyrir. Það sé nú liðin tíð og orðið tímabært að fólk fari aftur að borða nýjan þorsk. „Við verðum trúlega einnig að hugsa um heimamarkaðinn, en ekki vera eingöngu með hugann við út- flutningsmarkaðina. Við getum boð- ið betri verð og gæði,“ sagði Guð- mundur Ingason. „Starf sölumannsins hefur alltaf verið vanmetið hjá Íslendingum. Sölumennirnir eru galdramennirnir sem breyta eggja- hvítuefninu í peninga. Það er ekkert dap- urlegra en að liggja með heilan gám af óseljanlegum fiski. Við erum að landa fiskverðinu, vinnslukostnaðinum, umbúðaverðinu og öðrum kostnaði.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 31 www.gagni.is sími 461 4025 HUSQVARNA mótorhjól tegund: cr125 Verð kr. 495.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.