Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 14
ÍÞRÓTTIR 14 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Langþráður draumur rættist viðað koma hingað. Það var sagt við mig að ég hefði kannski farið of snemma en ég vil ekki meina það – ég held að þetta hafi verið alveg hárrétt- ur tímapunktur. Ég var búinn að spila þrjú eða fjögur tímabil með meistaraflokki heima þannig að ég er ekkert svo viss um að ég hefði getað gert neitt meira þar,“ sagði Ragnar, sem lék alla tíð með ÍR á Íslandi. Hann átti frábært tímabil í fyrra og sýndi og sannaði að hann er einn af fremstu handboltamönnum Íslands. „Það hefur alltaf verið stefnan hjá mér að leika í atvinnumennskunni,“ sagði Ragnar en eftir tímabilið í fyrra reyndu bæði spánska liðið Valencia og þýska liðið Nordhorn að næla í hann. „Ég hélt kannski að það væri of stórt stökk fyrir mig að fara til Þýskalands eða Spánar þannig að ég vildi byrja á því að koma hing- að. Handboltinn er kannski ekki alveg eins sterkur hér og þar, en ég held að það hafi verið mjög góð ákvörðun að koma hingað og ég er mjög ánægður að vera hérna,“ sagði Ragnar, sem hóf atvinnu- mannsferilinn ekki áfallalaust. „Fyrstu mistökin hjá mér voru kannski að hafa ekki umboðsmann. Ég fór svolítið blint út til Valencia, bara sjálfur og var með alla papp- íra klára. Eitthvað fór úrskeiðis milli ÍR og þeirra svo það gekk ekki upp. Valencia var ekki tilbúið til að gera eitthvað sem þeir voru búnir að lofa svo ég fór bara heim. Nordhorn var einnig mjög spenn- andi kostur en þeir eru með norsk- an landsliðsmann í minni stöðu svo ég hefði ekki fengið að spila eins mikið og hér. Ég hefði örugglega fengið nokkrum krónum meira í Þýskalandi en það er kannski ekki það sem skiptir máli,“ sagði þessi afar hógværi ungi maður, sem sér ekki eftir ákvörðun sinni. „Það var mjög vel tekið á móti mér hérna. Allt sem var sagt í samningnum stóðst og það var al- veg til fyrirmyndar og ég hef ekki þurft að hafa áhyggjur af neinu svoleiðis og það er mjög þægilegt,“ bætti hann við. „Sterkari deild en ég bjóst við“ Hingað til hafa tveir Íslendingar leikið í Frakklandi, Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson. „Júlíus hjálp- aði mér mjög mikið við að koma hérna út. Hann kunni frönskuna og hjálpaði mér með mörg atriði í samningnum.“ Handboltinn í Frakklandi er töluvert frábrugðinn íslenska handboltanum enda breiddin mun meiri. „Handboltinn er töluvert sterkari hérna. Það er kannski helst vegna þess að það er at- vinnumennska hér. Öll liðin eru með 15 menn í vinnu við þetta. Það kom mér samt eiginlega á óvart hvað hann er sterkur. Það er mikið af útlendingum og mikið af góðum, ungum Frökkum sem maður hefur kannski ekki séð með landsliðinu,“ sagði Ragnar og bætti við að flest- ir úr franska landsliðinu leiki í frönsku deildinni og sýnir það nokkuð styrkleika hennar. „Menn eru líkamlega sterkari. Þeir eru líka sterkir varnarmenn, sem kom mér á óvart því þeir virka svolítið villtir.“ Einnig eru fleiri góðir leikmenn í franska boltanum en þeim íslenska að mati Ragnars og baráttan mikil um hverja stöðu á vellinum. Mikill tími fer í að læra á leik andstæðinga og þjálfarar og leikmenn vinna tölu- verða undirbúningsvinnu fyrir hvern leik. „Franska handbolta- sambandið setur skilyrði fyrir öll lið. Þau verða að taka upp hvern einasta leik hjá sér og senda sambandinu. Þannig að ef okkur vantar leik þá getum við fengið nánast hvaða leik sem er.“ Ragnar er mjög ánægður með staðsetningu liðsins. Dunkerque er um 120.000 manna bær á norður- strönd Frakklands skammt frá Belgíu. Handbolti er aðalíþrótta- greinin í bænum þar sem fótbolta- liðið er í 5. deild og vekur ekki mikla athygli. Blak er að vísu einn- ig vinsælt en óhætt er að fullyrða að handbolti sé íþrótt númer eitt þar í bæ. „Lið sem eru í minni bæjum þrífast yfirleitt betur. Það eru fimm eða sex lið í París og þar eru alltaf bara tvö til þrjú hundruð manns á leikjum. Hérna er þetta það helsta sem er að gerast í bæn- um. Það þekkja mann flestir þann- ig að umgjörðin hérna er mjög góð,“ sagði Ragnar. Í Dunkerque eru fimm útlendingar og tíu Frakkar. Þrátt fyrir það nær liðið afar vel saman bæði innan vallar sem utan. „Þetta er meira heldur en bara handbolti – félagslega er þetta mjög gott líka,“ sagði Ragn- ar. Liðið hefur valdið dálitlum von- brigðum í vetur. Markmiðið í upp- hafi móts var að ná þriðja sætinu en það er ekki raunhæft lengur þar sem liðið situr nú í áttunda sæti. „Við getum alveg stefnt á fimmta til sjötta sætið en næstu leikir eru mjög mikilvægir.“ Kann vel við einveruna Frakkarnir æfa afar stíft en þrátt fyrir það eru lausar stundir inn á milli. „Það eru tvær æfingar á dag og þess á milli er ég mikið einn en ég kann mjög vel við það. Frönsk menning finnst mér mjög heillandi. Frakkarnir eru mjög af- slappaðir yfir öllu.“ Þegar Morgunblaðið bar að garði var unnusta Ragnars, Rán Ingvarsdóttir, í heimsókn hjá hon- um en hún er á öðru ári í lagadeild Háskóla Íslands. „Ef mér tekst að vinna við þetta eins og ég ætla mér þá er mjög freistandi að búa úti, hvort sem verður hérna, í Þýskalandi eða á Spáni,“ sagði Ragnar og vonast til að stundir hans og Ránar verði þá fleiri sam- an. Hann sagðist ekki vera haldinn neinni heimþrá því yfirleitt er að- eins einn frídagur í viku og þá not- ar hann tímann vel. „Við erum bú- in að fara nokkrum sinnum til Belgíu og einnig til Parísar.“ Ragnar er lærður smiður og hef- ur að auki lokið einu ári við Tækniskólann í Reykjavík. Hann hefur í huga að mennta sig meira í framtíðinni. „Vissulega verð ég að fá mér einhverja menntun fyrir ut- an smíðina.“ Margir titlar með ÍR í yngri flokkum Ragnar lærði flest sem hann kann í handboltanum af Erlendi Ísfeld þjálfara sínum úr ÍR. „Ég er alinn upp í ÍR og fer þangað beint aftur þegar ég fer heim. Ég verð alltaf ÍR-ingur. Ég fylgist með þeim í gegnum Netið og þeir hafa ekki verið að gera nógu góða hluti að undanförnu. Framtíðin er björt þar. Þar eru góðir yngri flokkar og vel hlúð að unglinga- starfinu. Það var mjög gott að alast upp þarna. Við vorum mjög framarlega og unnum marga titla í yngri flokkum. Það var yfirleitt bara einn þjálfari sem þjálfaði mig upp alla yngri flokkana, Erlendur Ísfeld, og hann hefur kennt mér sitthvað,“ sagði Ragnar, sem rifjar upp gömlu tímana með bros á vör. Ein helsta ástæða fyrir vel- gengni Ragnars í handboltanum er sú að hann er afar góður sókn- armaður. Hann hefur gott auga fyrir samspili og skorar auk þess yfirleitt meira en leikstjórnendur gera. „Mér gengur mjög vel að vinna með línumönnunum. Ég hef einnig verið að vinna mikið í varnarleikn- um,“ sagði Ragnar, sem hefur mik- inn metnað fyrir að standa sig vel. „Ég hef verið í landsliðinu und- anfarin tvö ár. Ég vona að ég verði valinn í það áfram. Annars hef ég hugsað mér að vera í atvinnu- mennsku allavega næstu tíu árin og svo sjá bara til,“ sagði Ragnar. Hann segist enn geta bætt sig. „Ég er fyrst og fremst að reyna að bæta mig varnarlega séð. Ég var náttúrlega í mjög stóru hlutverki með mínu liði heima. Ég er kannski ekki í alveg eins stóru hlutverki hérna því ég er með sterka leikmenn með mér, sem hafa verið hér lengi, en þetta kem- ur bara smám saman.“ Ragnar sagði að það væri gott fyrir handknattleikinn á Íslandi að leikmenn leituðu til útlanda til að víkka sjóndeildarhringinn. „Ég veit ekki hvort handboltinn sé sterkari heima en áður – hann er að minnsta kosti ekki lakari. Það er mikið af ungum strákum að koma upp þannig að framtíðin er ekkert áhyggjuefni,“ sagði Ragn- ar, sem varð að þjóta til að und- irbúa sig fyrir næsta leik, sem fram fór um síðustu helgi. Ragnari var fagnað ákaft við hvert einasta mark af þeim sex sem hann skor- aði það kvöldið og greinilegt að þar fer uppáhald áhorfenda. Ragnar Óskarsson kann vel við lífið í Dunkerque við Ermarsundið Morgunblaðið/Íris Björk Eysteinsdóttir Ragnar Óskarsson í búningi Dunkerque-liðsins. Leikstjórnandinn gat ekki talað RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í handbolta, er meðal sex markahæstu leikmanna Frakklands á sínu fyrsta leiktímabili sem atvinnumaður. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára og leikstjórnandi er hann markahæstur í liði sínu, Dunkerque. Þegar hann kom til Frakklands síðastliðið sumar kunni hann ekki stakt orð í frönsku, en lærði fljótt þar sem hann varð að geta gert sig skiljanlegan fyrir félögunum og kallað leikkerfi. Eftir átta mánaða dvöl er Ragnar al- talandi á frönsku og hrópar skilaboðin óhikað inni á vellinum. Hon- um líður afar vel í þessu landi heimsmeistaranna í íþróttinni þar sem hann býr í um fimm mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. „Ég talaði enga frönsku þegar ég kom hingað fyrst. Það tók mig fjóra til fimm mánuði að komast inn í tungumálið og núna tala ég ágætis frönsku. Það var erfitt fyrst sem leikstjórnandi að reyna að koma hlutunum til skila á frönsku en það reddaðist einhvern veginn,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið á einu þeirra fjölmörgu kaffihúsa sem eru í Dunkerque. Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar frá Frakklandi Morgunblaðið/Íris Björk Eysteinsdóttir Ragnar Óskarsson og unnusta hans, Rán Ingvarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.