Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 39 hlusta – tími til að leika – tími til að fara í gönguferðir og skoða sig um. Anna frænka var mjög fróð um stað- hætti og óþreytandi að kenna okkur nöfn á hinum ýmsu fjöllum og bæjum sem við keyrðum framhjá á leið okk- ar. Stóragerði 23 var okkar annað heimili og þar áttum við margar ynd- islegar stundir með henni. Okkur þótti alltaf gaman að koma þangað og ósjaldan fengum við að róta í fata- skápnum hennar Önnu frænku og ömmu þar sem við grófum upp gamla prinsessukjóla. Síðan klæddum við okkur upp, fengum tevagninn lánað- an og héldum hið fínasta kaffiboð. Þegar við stöldrum við og dveljum við minningarnar fyllumst við þakk- læti fyrir að hafa notið nærveru Önnu frænku í öll þessi ár. Við erum vissar um að henni líður vel núna. Elsku Anna frænka, hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði. Júlíana og Anna Linda. Nú er Anna frænka í Stóragerði dáin. Hún var orðin fullorðin þegar ég fæddist og var ég lengi vel með tvær ömmur í Stóragerði, ömmu Guðríði og Önnu frænku. Anna frænka flutt- ist svo á Droplaugarstaði og bjó þar þegar hún dó. Hún kom í heimsókn til okkar á jólunum og við heimsóttum hana á Droplaugarstaði. Anna frænka var góð kona sem mér þótti mjög vænt um, hún trúði líka á Guð og las mikið í Biblíunni og Nýja testa- mentinu um Guð og Jesú. Ég er viss um að hún er hjá þeim núna og ömmu Guðríði og að henni líður vel. Takk fyrir allt, Anna frænka. Magnús. Í öllu félagsstarfi er ómetanlegt að eiga þá að sem af kærleika, trúfesti og með gleði eru fúsir til að leggja fram krafta sína án þess að ætlast til end- urgjalds. Í Kristniboðsfélagi kvenna hef ég á liðnum áratugum kynnst mörgum slíkum konum. En öll sú vinna, sem þar er innt af hendi, er ólaunað sjálf- boðastarf. Oft hef ég þakkað Guði fyr- ir fórnfýsi þessara félagssystra og jafnframt saknað þeirra, þegar sjúk- dómar eða árafjöldi hefur skert þrek- ið, svo að þær gátu ekki lengur mætt á fundum. Ein þessara kvenna, Anna Magn- úsdóttir, er nú nýlátin. Þrátt fyrir sjúkdóm og takmarkaða hreyfigetu fylgdist hún vel með starfi félagsins til hinstu stundar, enda með óskerta andlega dómgreind. Ég man ekki hvenær ég sá Önnu fyrst. En ég vissi, að hún var systir Guðríðar Magnúsdóttur, félagssystur okkar, sem um margra ára skeið veitti ómetanlega hjálp á fundum og við fjáröflun félagsins. Þær systur höfðu flutt frá Stykk- ishólmi til Reykjavíkur ásamt fjöl- skyldu Guðríðar. Kristniboðsfélag kvenna hafði verið stofnað í Stykk- ishólmi nokkru áður, og þær báðar tekið þátt í starfi þess. Guðríður var þá líka kirkjuorganisti á staðnum, en Anna vann þar á skrifstofu. Þegar til Reykjavíkur kom tengdust þær brátt kristniboðsfélagi okkar. Guðríður gerðist meðlimur þess. En Anna fór strax að vinna á skrifstofu hjá Skipa- útgerð ríkisins og gat því ekki mætt á fundum félagsins sem voru síðdegis á fimmtudögum. Hún liðsinnti okkur aftur á móti á annan hátt. Hún var mjög rösk kona og hjálpaði okkur bæði á fjáröflunarsamkomum og við kaffisölu 1. maí ár hvert. „Ég geng formlega í félagið, þegar ég hætti að vinna úti,“ sagði hún þá. Það gerði hún líka og tók upp frá því heilshugar þátt í öllu sem fram fór. Þær systur voru báðar mjög vel verki farnar og traustar konur. Árum saman endurskoðaði Guðríður, ásamt annarri konu, reikninga félagsins. Anna var varamaður þeirra og mætti þegar önnur hvor hinna var forfölluð. Gaman var að fylgjast með henni við þau störf. Auðséð var að þar var eng- inn viðvaningur að verki enda voru skrifstofustörf atvinna hennar nær alla ævi. Síðustu æviárin voru Önnu þung- bær þó að hún tæki erfiðleikunum með jafnaðargeði. Hún var parkison- sjúklingur. Lengi reyndi hún að mæta á fundum okkar og hélt ótrú- lega vel sinni góðu söngrödd. En svo varð sjúkdómurinn viljanum yfir- sterkari og hún varð að draga sig í hlé. Ég sá hana síðast við útför Guð- ríðar systur sinnar í byrjun júlí árið 1999. Þar sat hún í hjólastól. Síðan höfum við oft talað saman í síma. Fyr- ir nokkrum dögum hringdi ég til hennar. Þá fann ég að henni leið ekki vel svo að símtalið var ekki langt. Þó leyndi sér ekki að enn átti hún sömu hugarró og trúartraust og fyrr. Sem ein af meðlimum Kristniboðs- félags kvenna hefur það verið mér lærdómsríkt, bæði fyrr og síðar, að kynnast þeim mörgu traustu og elskulegu félagssystrum sem ég hef fengið að starfa með. Ein í þeim hópi var Anna Magnúsdóttir. Stjórn Kristniboðsfélags kvenna hefur beðið mig að koma á framfæri einlægum samúðarkveðjum til ætt- ingja hennar og ástvina frá okkur félagssystrunum. Einkum hugsum við til Magnúsar, mágs hennar, dótt- ur hans og Guðríðar, Kristínar Dag- nýjar, og fjölskyldu hennar. Jafn- framt þökkum við Guði fyrir störf Önnu í þágu ríkis hans og einnig alla hlýju hennar í okkar garð á liðnum ár- um. Í fyrra bréfi Páls postula til Kor- intumanna, 15. kafla, stendur: „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist.“ Undir þau orð viljum við taka um leið og við biðjum þess að Guð blessi ástvinum hennar og okkur öllum dýr- mætar minningar um heilsteypta, elskulega og sannkristna konu. Lilja S. Kristjánsdóttir. Sími: 551 8000 Fax: 551 1160 Vitastíg 13 Sími: 551 8000 Fax: 551 1160 Vitastíg 13 Blásalir Kópavogi 4ra herb. glæsileg ný íbúð, 112,4 fm, á 2. hæð. Allar innréttingar nýjar. Án gólfefna. Sérinngangur. Hjallabraut Hafnarfirði 2ja herb. 76 fm góð íbúð á góðum stað. Blásalir Kópavogi 3ja herb. glæsileg íbúð, 97 fm, á 1. hæð með parketi. Bergstaðastræti 3ja herb. góð risíbúð á frábærum stað í gamla bænum. Njálsgata 2ja herb. ósamþ. íbúð í kjallara. Flísar á gólfi. Atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði Getur selst í einu lagi eða einingum. Einingar ca 100 fm hver. Nýtt húsnæði. Skólavörðustígur Glæsileg 3ja herb. íbúð, um 130 fm, í nýlegu húsi. Allar innréttingar úr kirsuberjaviði. Þetta er frábær íbúð á góðum stað. Á Fálkagötu 6 mun vera opið hús í dag milli kl. 14 og 18 Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050, www.hofdi.is NÝTT Á SKRÁ! Um er að ræða bjarta og rúmgóða 5 herb. 118 fm íbúð á efstu hæð í þríbýlishúsi á þessum vinsæla stað. Stór stofa og borðstofa, svalir til suðurs, nýlegt baðherbergi þar sem tengt er f. þvottavél. Þaðan er snarstutt í miðbæinn, Háskólann og alla þjónustu. V. 13,7 millj. Jóhanna Jóhannsdóttir mun taka vel á móti ykkur (hs. 552 6432). Kaffi og kleinur! Lækjarhjalli 10 187 fm parhús ásamt 28 fm sér- stæðum bílskúr. Húsið er á tveim- ur hæðum. Á neðri hæðinni er 2ja herbergja íbúð en þó er möguleiki á því að bæta þriðja herberginu við á kostnað efri hæðarinnar. Einnig er hægt að opna á milli efri og neðri hæðarinnar með því að taka í burtu skilrúm. NEÐRI HÆÐ: Komið er inn í flísalagt andyri, á vinstri hönd er stór stofa með góðri eldhúsinnréttingu. Þar er hægt að ganga út á stétt. Nýlegt parket er á stofunni og á gangi. Bað- herbergi er með baðkari og er það dúklagt. Tengi fyrir þvottavél er í baðher- bergi. Rúmgott, dúklagt hjónaherbergi er innst í gangi og stórir skápar fylgja. EFRI HÆÐ: Komið er inn í anddyri á neðri hæð. Þaðan er gengið beint áfram inn í þvottahús. Innaf þvottahúsi er herbergi, sem mögulegt er að tengja við íbúðina á neðri hæð. Gengið er úr anddyri upp steyptan stiga og komið inn í stofu. Á vinstri hönd er eldhúsið. Á hægri hönd er gengið inn í 2 dúklögð herbergi. Baðherbergi er flísalagt og er með baðkari. Gengið er út á stórar svalir úr stofu. Planið fyrir framan húsið er mjög glæsilegt. Möguleiki er á því að hafa góðar leigutekjur af neðri hæðinni. Húsið lítur vel út að utan. ATH.: Brunabótamat er hærra en ásett verð 21 millj. Opið hús frá kl. 15 - 18 sunnudaginn 11. mars. Bjarki og Ingibjörg munu taka vel á móti ykkur. Opið hús - opið hús Síðumúla 27 sími 588 4477 fax 588 4479 Heimasíða: valholl.is Til sýnis í dag (sunnudag) milli kl. 14-17 þetta glæsil. 250 fm parhús á glæsil. útsýnisstað. Húsið er á byggingarstigi og tæplega tilb. til innréttinga. Að utan skilast húsið fullbúið og málað. Vandaðar harðviðarhurðir. Öll þjónusta, skólar og glæsilegt íþróttasvæði handan götunnar. Byggingameistarinn, Gunnar Örn, verður á staðnum með teikningar og allar nánari uppl. Verð 20 m. Grófarsmári 10 Kópavogi - glæsilegt parhús. Til sýnis í dag (sunnudag) milli kl. 14-17 falleg 115 fm sérhæð (miðhæð) á eftirsóttum og barnvænum stað. Velskipul. íb. m. mögul. á 4 svefnherb. Íbúðin er í mjög góðu standi að innan. Stutt er í skóla, íþróttahús og sundlaugina fínu. Guðmundur og Heiðrún taka á móti áhuga- sömum í dag. Allir velkomnir. Verð 13,8 m. Skólagerði 40, Kóp. - sérhæð. Til sýnis í dag (sunnudag) milli kl. 14-17 falleg 3 herb. íb. á 2. hæð í þessu fallega húsi (byggt 1985). Tvö svefnherb. Sérþvottahús í íbúð. Parket. Góðar svalir. Áhv. byggingarsjóður ríkisins 4,2 millj. Hér þarf ekkert greiðslumat til að yfirtaka lán. Góð bílastæði. Ólafur tekur á móti áhugasömum í dag. Allir velkomnir. Verð 11,5 m. Laugarnesvegur 62 - glæsil. íb. Falleg 105 fm íb. á jarðh. í fallegu litlu nýl. fjölb. á mjög góðum stað. 3 góð svefnherb. Sérgarður í suður. Íb. er laus strax. Áhv. húsbr. og viðb.lán samt. 8,3 m. V. 12,3 m. Ólafur og Guðrún taka á móti áhugasömum í dag sunnudag frá kl. 11-15. Goðaborgir 1 - jarðhæð - sérinngangur - laus strax F A S T E I G N A S A L A VA L H Ö L L alltaf á fimmtudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.