Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Brynja Benediktsdóttir vinnum saman, því hún setti upp Óvitana mína í bæði skiptin. Ég er ekkert að blanda mér í hvað hún gerir. Ég hef rétt litið inn á tvær æfing- ar og ekkert skipt mér af. Það er nefnilega ágætt að gera sér grein fyrir hvað maður kann ekki. Að því leyti held ég að ég sé mikið eftirlæti leikstjóra – ég læt þá al- veg í friði.“ Fyrir fullorðna líka Guðrún segir leikritið ætlað smáfólkinu, frá tveggja ára aldri og upp í sjö til átta ára. „Svo held ég að fullorðna fólkið hefði nú bara gott af því að sjá þetta líka,“ botnar Guðrún Helga- dóttir. ur,“ segir hún. „Þetta verður ef- laust hin skemmtilegasta sýning – alveg burtséð frá textanum – því það er heilt landslið í þessu,“ held- ur Guðrún áfram og vísar til þeirra listamanna sem að uppsetn- ingu verksins koma og getið er annars staðar hér á síðunni. „Það er nú gömul hefð fyrir því að við LEIKRITIÐ skrifaði Guðrún Helgadóttir að beiðni Möguleik- hússins. Það er stutt, ekki nema um 45 mínútur í sýningu, enda ætlað yngstu leikhúsgestunum. Fyrstu sýningarnar verða í húsa- kynnum Möguleikhússins við Hlemm en að vanda verður einnig farið með sýninguna út um víðan völl. „Það er satt að segja ekki mjög auðvelt að skrifa fyrir svona far- andleikhús. Leikararnir mega ekki vera of margir og sviðið verða þeir eiginlega að geta borið á bakinu,“ segir Guðrún. Engu að síður tók hún áskoruninni, skrifaði Skugga- leik og hafði gaman af. Erfiðara en hann hélt að vera strákur „Þar segir frá stráknum Binna sem er leiðinlegur, eigingjarn og frekur, þannig að það vill enginn vera með honum – og á endanum ekki einu sinni skugginn hans. Skugginn tekur sig til og ákveður að gera eitthvað í málinu og reyna að bæta hann Binna. Hann gengur inn í mannheima en það fer nú þannig fyrir honum að það er erf- iðara en hann hélt að vera strák- Skugginn Uggi rífur sig lausan Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz í hlutverkum sínum í Skuggaleik. Morgunblaðið/Ásdís Brynja Benediktsdóttir leikstjóri og Guðrún Helgadóttir, höfundur Skuggaleiks, tylltu sér fyrir framan leik- arana Bjarna Ingvarsson og Pétur Eggerz, sem standa hvor sínu megin við höfund tónlistar, Valgeir Guð- jónsson, og Tryggva Ólafsson, sem gerði leikmynd. AÐRIR burtfararprófs- tónleikar þessa árs úr Tónlistarskólanum í Reykjavík verða haldnir í Salnum í Kópavogi í dag, sunnudag, kl. 14. Það er Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari sem þá þreyt- ir burtfararpróf sitt frá skólanum. Á efnisskránni eru Prelúdía og fúga í d-moll nr. 6 BWV 875 (WK II) eftir Johann Sebastian Bach, Sónata í As-dúr op. 110 eftir Ludwig van Beethoven, Úr Vingt reg- ards sur ĺenfant Jésus I og XIV eftir Olivier Messiaen, Úr Iberia El Albaicin eftir Isaac Albeniz og Scherzo nr. 3 í cís- moll op. 39 eftir Fryderyk Chopin. Fyrsta píanóplatan Þegar Eva Þyri er spurð hvað hún hafi haft að leiðarljósi þegar hún setti saman efnisskrána segist hún hafa haft fjölbreytnina í fyrirrúmi, enda sé um það ákveðin krafa af hálfu skólans. „Sumt af þessu hafði mig lengi langað til að spila og annað var ég spennt að prófa. Svo raðar maður þessu saman,“ segir hún. Aðspurð hvort eitt verkanna um- fram önnur sé í sérstöku uppáhaldi viðurkennir hún að það síðasta, eftir Chopin, hafi verið í miklu uppáhaldi hjá henni síðan hún var yngri. „Það var á fyrstu hljómplötunni sem ég eignaðist með píanótónlist, þegar ég var nýbyrjuð að læra.“ Finnst henni hún svo vera tilbúin að ganga á svið í Salnum og þreyta burtfararprófið frammi fyrir áheyr- endum? „Ég held reyndar að manni finnist maður aldrei vera alveg tilbú- inn. Það væri alltaf gott að hafa viku í viðbót en ég kann þetta samt orðið alveg. Ég held að þetta sé bara spurning um að kýla á það og hafa gaman af því,“ segir Eva Þyri. Stór ákvörðun Hún er að síðustu spurð hvort hún hyggist leggja píanóleikinn fyrir sig í framtíðinni. „Ég hef satt að segja ekki hugmynd um það á þessari stundu. Þetta er svolítið stór ákvörð- un. Ég hugsa um það á hverjum degi en er ekki alveg búin að ákveða mig.“ Chopin í uppáhaldi Morgunblaðið/Árni Sæberg Eva Þyri Hilmarsdóttir þreytir burtfarar- próf í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í Salnum í dag. SKUGGALEIKUR eftir Guð- rúnu Helgadóttur. Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir. Leikarar: Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz. Leikmynd: Tryggvi Ólafsson. Tónlist: Valgeir Guðjónsson. Búningar: Kjuregej Alexandra Argunova. Raddir fugla, kattar og móð- ur: Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason og Alda Arnardótt- ir. Leikarar og listrænir stjórnendur BANDALAG sjálfstæðra leikhúsa lítur á það sem sigur að samkeppn- isráð hafi beint þeim tilmælum til menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir endurmati á opinberri að- stoð við leikhúsrekstur. Samkeppnisráð svaraði í vikunni erindi Bandalags sjálfstæðra leik- húsa um meint brot Leikfélags Reykjavíkur, Þjóðleikhússins og Ís- lensku óperunnar á samkeppnislög- um. Bandalag sjálfstæðra leikhúsa krafðist þess að fá úr því skorið hvort LR og Þjóðleikhúsið hefðu brotið samkeppnislög með því að nýta opinbera styrki til undirboða á verði leikhúsmiða og hvort þessum leikhúsum og Íslensku óperunni væri heimilt að nýta opinbera styrki til undirboða við útleigu á húsnæði sínu. Einnig krafðist Bandalag sjálfstæðra leikhúsa þess að fá úr því skorið hvort íslenska ríkið og Reykjavíkurborg mis- munuðu aðilum í leikhúsrekstri og hvernig leiðrétta mætti það ef svo er. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru lagaleg skilyrði til íhlutunar en beindi fyrr- nefndum tilmælum til menntamála- ráðherra. „Við hjá sjálfstæðu leikhúsunum lítum á þetta sem stóran og mikinn sigur. Þarna er verið að taka undir þau sjónarmið sem við höfum verið að vekja athygli á; að leikhúslands- lagið hefur gjörbreyst á undanförn- um árum og leikhúsaðsókn aukist til mikilla muna, fyrst og fremst vegna tilkomu sjálfstæðu leikhús- anna. Nú er staðan sú að mjög stór hluti leikhúsgesta sækir þau heim en hins vegar hefur styrkjaum- hverfið ekki haldist í hendur við þróunina á markaðnum. Við höfum verið að benda á að nauðsynlegt sé að bregðast við breyttum aðstæð- um og að staðan eins og hún er í dag sé óeðlileg. Þarna er sam- keppnisráð að taka undir þessi sjónarmið og beina þeim tilmælum til ráðherra að hann taki stuðning við leiklistarlífið til endurskoðunar. Því fögnum við mjög,“ segir Magn- ús Geir Þórðarson, stjórnarmaður í Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa og leikhússtjóri hjá Leikfélagi Íslands. „Reyndar virðist sem bæði Reykja- víkurborg og menntamálaráðuneyt- ið ætli sér að taka á þessum mál- um. Reykjavíkurborg hefur nú fyrir skemmstu ákveðið að taka fyrsta skrefið í auknum stuðningi við sjálfstæð leikhús. Menntamála- ráðherra hefur tekið vel í málið og er að skoða tillögu Bandalags ís- lenskra listamanna um aukinn stuðning við starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna. Því er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn á framhaldið,“ bætir Magnús Geir við. Sjálfstæðu leikhús- in fagna tilmælum samkeppnisráðs ELÍNBORG Kjartansdóttir málm- listakona hefur opnað sýningu í Jeru Galleríi sem staðsett er á horni Miklubrautar og Lönguhlíð- ar. Þema sýningarinnar eru bækur sem hún hefur hannað, með málmristum framan á bókunum. Þessar bækur eru fermingar- bækur, minningarbækur, gesta- bækur og giftingarbækur. Í þess- um bókum má geyma t.d. nöfn gesta, myndir og skeyti. Bók- unum fylgja litlar trönur og standa þær því sem listaverk á skápum eða borðum. Sýningin stendur í einn mánuð. Morgunblaðið/Golli Þrjár af bókum Elínborgar Kjartansdóttur. Málmristur á bókum Möguleikhúsið frumsýnir nýtt barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur í dag kl. 14. Skuggaleikur heitir verkið, sem er ætlað börnum frá tveggja ára aldri og segir af stráknum Binna og skugganum hans, Ugga. alltaf á fimmtudögum NETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.