Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var eiginlega sama hvern ég spurði er ég gekk á milli manna og nefndi Símon í Naustinu eða Símon á Símonarbar, eins og hann er oft kall- aður, og reyndi að rekja úr fólki það fyrsta sem kæmi upp í huga þess við að heyra hann nefndan. Öllum virtist hugsað til hans með hlýju og höfðu sitt að segja við tilhugsunina. „Sím- on? Ja, það má eiginlega segja að hann hafi verið hluti af innrétting- unni á Naustinu,“ sagði ein. Annar sagði Símon vera „goðsögn í lifanda lífi,“ og sá þriðji sagði hann hafa ver- ið „burðarás í barþjónastéttinni í Reykjavík“. En hvern segir hann sjálfur vera Símon í Naustinu? „Hann er nú bara ósköp venjuleg- ur maður, held ég,“ segir hann og hlær. „Ég byrjaði að læra fagið á Hótel Borg, árið 1946. Ég útskrifað- ist þremur árum síðar og vann þá meðal annars á Gullfossi áður en ég fór á Naustið.“ Á Naustinu byrjaði hann sama dag og húsið var opnað, 6. nóvember 1954, og vann þar til júlí- loka árið 1985. „Eftir að hafa starfað í nokkur ár sem framreiðslumaður í sal fór ég á upp á bar. Síðan þá hef ég verið kenndur við Naustið.“ Spurður um það hvers vegna hann telji svo marga þekkja til hans, segir Símon ástæðuna líklega vera að „það voru svo fáir barir hér áður fyrr. Naustið var bæði með hádegis- og kvöldbar, en á kvöldin komu þeir eft- ir vinnu og maður tók náttúrlega allt- af vel á móti þeim. Ætli það hafi ekki verið í kringum 1960 er það voru að- eins fjögur vínveitingahús í Reykja- vík. Á þessum tíma var alltaf troðið út að dyrum í Naustinu og fólk þurfti jafnvel að bíða í tvo tíma til að kom- ast inn. Svo var það er fimmti stað- urinn kom, Lídó, held ég að hann hafi heitið, að eigendur hinna fjögurra staðanna gripu hendur á lofti og sögðu „ja, nú er allur bissness að verða búinn,““ segir Símon og brosir. „Í dag eru hins vegar hátt í 200 vín- veitingastaðir í Reykjavík einni sam- an. Ef þú gengur frá Lækjatorgi og niður á Skólabrú, þá geturðu talið tíu vínveitingahús á þessum stutta spotta. Og maður heyrir engan kvarta í dag!“ Naustið er eitt af elstu veitinga- húsum landsins og skipaði það stóran sess í skemmtanalífi Reykvíkinga sem og matarmenningu. „Ef það kom túristi til landsins, þá urðu menn að fara með hann á Naustið. Það þótti mjög glæsilegt veitingarhús. Halldór Gröndal, sem ásamt sex skólafélög- um stofnaði Naustið, bryddaði upp á fjölmörgum nýjungum í íslenskri matarmenningu. Þeir voru með am- eríska daga sem voru vel sóttir og meðal þess sem var að finna á mat- seðlinum var körfukjúklingur, en hann var voðalega vinsæll. Svo ég tali nú ekki um þorrann, þegar þeir fóru að halda upp á hann í Naustinu.“ „Hlátur og grátur“ á Símonarbar Símon segir Naustið hafa gengið upp og niður þau ár sem hann vann þar enda hafi viðskipti þar eins og annars staðar í landinu, endurspegl- að hag fólksins að einhverju leyti. Símon hefur frá mörgu að segja í þessu sambandi og ég byrja á að spyrja hann frekar út í frásögn hans af því að það hafi „oft verið mikið um að vera í Naustinu, – mikið bæði um hlátur og grát“. „Það gerist margt á svona stað. Þetta starf getur verið óskaplega stressandi, eins og það getur verið skemmtilegt líka. Maður verður að ýta frá sér því sem stressar mann og reyna að hafa gaman af þessu. Öðru- vísi verður maður ekki góður fag- maður. Ég tók þann pól í hæðina að gleyma því sem gerst hafði um dag- inn um leið og vinnudegi mínum var lokið. Mér tókst það svo vel stundum að er ég átti að skila kveðju til kon- unnar var ég búin að steingleyma því er ég kom heim,“ segir Símon og hlær. Já, Símon er tryggur sínum við- skiptavinum og fer varlega í frásagn- ir af erindum félaga sinna á barinn. Hann gegndi hlutverki sálusorgara, félaga, uppalanda og ókunnugs þjóns bak við borðið en alla tíð lagði hann metnað sinn í að veita sem besta þjónustu; þjónustu eins og sönnum fagmanni sæmir. „Það er aðalatriðið að hafa gott samband við gestinn. Að láta hann finna að það komi hlýja frá þeim sem á að fara að afgreiða hann. Drykk- urinn verður jafnvondur og svipurinn er illur á barþjóninum. Barþjónninn á alltaf von á því að fá einhverjar sví- virðingar og skammir, nudd og tuð, frá viðskiptavinum. Maður á aldrei að svara svoleiðis. Bara leyfa viðkom- andi að gusa því ef þú svarar því þá er það eins og þú sért að öskra á vegg sem bergmálar og færð það allt fram- an í þig aftur. Þannig að ef það eru einhver ónot í fólki, þá verður maður að leiða það hjá sér. Það er margt svona sem maður verður að hafa í huga.“ Með barþjónsins vökulu augum fylgdist Símon með fjölmörgum pör- um sem komu á Naustið – „í drykk á barnum uppi, áður en þau borðuðu niðri“ – sem urðu síðar hjón. Er mönnum lá eitthvað á hjarta leituðu þeir oft til Símonar með vandamál sín, sem jafnframt reyndi að vera þeim góður hlustandi. Stundum kom fyrir að viðskiptavinir voru með yf- irgang og læti. Símon segir það ekki hafa verið erfitt að mæta þeim aftur þrátt fyrir að þeir hafi verið með dónaskap deginum áður, ef hann þekkti þá vel. „Ef það var eitthvað sem hrjáði þá og þeir voru illir, þá leyfði ég þeim að rasa út. Það tók sinn tíma en þeir duttu niður aftur yfirleitt. Það var til dæmis einn, sem er rithöfundur núna, hann kom kannski eitt kvöldið er mikið var að gera sem algjört ljúf- menni, en annað kvöld er lítið var að gera alveg snarvitlaus, tók alla ösku- bakka og grýtti þeim í vegginn. Ég lét hann bara eiga sig og svo settist hann niður eftir smástund og var ró- legur. Það urðu þó engin slys á fólki, því það voru ekki margir inni. En svona æðisköst líða yfirleitt hjá.“ „Þegar menn eru í heitum sam- ræðum og koma og kvarta við mann, segja „þessi andskoti“, „konan er snarvitlaus“, og þetta, þá hlustar maður bara. Svona þegar þeir segja einhverja vitleysu sko, þá segir mað- ur nú ekki mikið. Bara jánkar svona. Þetta er ákveðin sálfræði að vita hve- nær maður á að svara. Menn sáu nú oft að sér þótt þeir vildu ekki við- urkenna það. Oft er ég þurfti að vísa einhverjum út, eða biðja þá að fara er þeir voru orðnir leiðinlegir, þá komu Það var sú tíð að orðið „vínmenning“ var álitið hálfgert blótsyrði, Reykjavík hýsti aðeins um fjóra vínveitinga- staði og þú varst ekki maður með mönnum nema þú vissir hver Símon í Naustinu væri. Hrund Gunnsteinsdóttir ræddi við Símon Svein Sigurjónsson um barþjónastarfið, „Strangerinn“, lífið og tilveruna. Ljósmynd/Pétur Thomsen Hér sést hvar Símon hristir í kokteilblöndu á barnum fræga. „Kokteill er alltaf kokteill,“ segir Símon, „en hann verður að drekka á 20 mínútum.“ Sé það ekki gert, er hætta á að kokteillinn „sofni“. Símon bjó til nokkrar kokteiluppskriftir, en meðal þekktustu kokteila hans eru „Strangerinn“ og „Hotpants“. Margir minnast þess er Símon „passaði uppá“ viðskiptavini sína er líða fór á kvöld og menn urðu vel kenndir. Um þetta, ásamt öðru, rituðu þeir Ási í Bæ og Ragnar Lár í eitt af jólakortunum sem þeir félagar, Símon og Viðar Ottesen, sendu viðskiptavinum sínum í áraraðir. SÍMON í Naustinu Hér má sjá skopmynd af þeim Sím- oni og Viðari sem prýddi jólakort þeirra félaga árið 1969. Myndina teiknaði Halldór Pétursson, en það þótti mörgum „flott“ að fá slíkt kort sent heim. Fyrir aðra gat það hins vegar skapað vandræði ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.