Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG HELD að fiskvinnsla ogsjávarútvegur hafi síastinn í mig vestur í Ísafjarð-ardjúpi,“ sagði Guðmund- ur Ingason, stofnandi og aðaleigandi fisksölufyrirtækisins G. Ingasonar hf. í Hafnarfirði. Hann á ættir að rekja til sjósóknara, er af Vigurætt- inni og Líkafrónsættinni fyrir vest- an og Bóasarættinni frá Reyðarfirði og Eyrarætt á Fáskrúðsfirði. Guðmundur ólst upp við sjávar- angan og skreiðarlykt á Seltjarnar- nesi. Á sumrin fór hann vestur á Ísa- fjörð eða norður á Siglufjörð, vann í síld fyrir norðan og var á sjó fyrir vestan. „Ég reri meðal annars með Guð- mundi Gíslasyni, móðurbróður mín- um og formanni Sjómannafélagsins á Ísafirði. Hann fórst í síðasta túrn- um sínum á Guggunni,“ segir Guð- mundur. „Ég var tvö sumur með honum og Begga á Mýri á stóra Ver, ÍS 120 og eitt sumar með Gumma og Pétri Geirs á Morgunstjörnunni (Mogganum). Það var sérstakt líf á handfærunum í gamla daga á Ísa- firði, því það var talið úr stíunum.“ Aðspurður segist Guðmundur hafa verið sæmilega fiskinn. „Maður vildi allavega ekki vera lægstur. Á stóra Ver stóðu menn uppi allar nætur til þess að kettlingarnir drægu þá ekki í kaf. Þetta var rosaleg barátta. Maður kynntist þessari gömlu menningu þar sem var svo mikið kapp í öllu. Alltaf verið að vinna og leggja hart að sér. Enginn að slæp- ast.“ Tvö sumur fór Guðmundur með ömmu sinni og afa í síld á Siglufirði, þá ekki nema 10 og 11 ára. Þau voru á svokölluðu Ísfirðingaplani. „Fyrra árið var síld og einhver hagnaður. Hann var allur settur í uppbygg- ingu; færibönd og nýja skála fyrir síldardömurnar. Seinna árið kom engin síld. Þetta sýndi mér hve erf- itt er að reiða sig á fiskinn.“ Opinber eftirlitsmaður Í sumarleyfum á menntaskólaár- unum vann Guðmundur hjá Haf- rannsóknastofnun og segist hafa átt sér þann draum að læra fiskifræði. Það voru margir í slíku námi og þess vegna varð líffræðin fyrir valinu. „Eftir að ég kláraði líffræðina 1978 byrjaði ég að vinna sem eft- irlitsmaður hjá Framleiðslueftirliti sjávarafurða. Ég hafði verið þar sumarmaður. Þarna kynntist ég hin- um mjög svo sérstaka kúltúr fisk- matsmanna.“ Í þeim hópi voru síld- armatsmenn, saltfiskmatsmenn, ferskfiskmatsmenn. „Maður fór hljótt með að vera úr háskólanum. Háskólamenn áttu ekki að hafa mik- ið vit á fiski. Það var mjög skemmti- legt að kynnast þessum mönnum og þessari menningu. Sérstaklega þóttu mér síldarmatsmennirnir vandvirkir, til dæmis Ásgrímur Kristjánsson. Þetta voru nánast vís- indi.“ Guðmundur var skipaður deildar- stjóri hreinlætis- og búnaðardeildar 1980. Í krafti embættisins gaf hann út vinnsluleyfi fyrir fiskvinnsluhús, hvort heldur frystihús, rækju- vinnslur, saltfiskvinnslur, skreiðar- hús eða grásleppukofa. Eins gerði hann úttekt á vatnsbólum vinnslu- húsanna. Starfsins vegna ferðaðist hann um allt land og kynntist vel bæði fisk- og rækjuvinnslu. „Ég var hjá ríkinu í ein sjö ár og öðlaðist mikla þekkingu á eftirlits- og framleiðsluiðnaði sjávarafurða. Svo hafði ég verið á sjó. Þessi reynsla hefur komið mér vel,“ sagði Guðmundur. Yfir í annan heim Hann segir að það hafi verið mikil viðbrigði að fara frá ríkinu og til starfa við sjálfstæðan atvinnurekst- ur. „Þetta var eins og annar heim- ur,“ segir Guðmundur. Fyrst starf- aði hann sem sjálfstæður eftirlitsmaður og vann m.a. fyrir rækjukaupendur í Bretlandi. Síðan var hann tvö ár hjá Marbakka, sem þá var umfangsmesti útflytjandi rækju hér á landi. Guðmundur sinnti eftirliti með rækju sem var flutt inn frá Rússlandi til vinnslu og eins með rækju sem flutt var út. Einnig vann hann við sölumennsku og þróun markaðar fyrir útflutning á frystum fiski. Guðmundur segist hafa kynnst viðskiptahliðinni á sjávarútveginum hjá Marbakka. Eftir tvö ár hætti hann hjá fyrirtækinu og segist um leið hafa hætt afskiptum af rækjuviðskiptum að mestu. Þegar kom fram á árið 1988 sótti hann um leyfi til útflutnings á sjávarafurðum til Bandaríkjanna. Hann fékk útgefið leyfi, í nafni G. Ingasonar, og þar með var komið nafn á fyrir- tækið. Árið eftir ákvað hann að stofna hlutafélag, eftir að hafa séð hvað þetta var áhættusamur rekst- ur. „Það var bara ekki hættan á að varan stæðist ekki kröfur, heldur þurfti þriðja aðila til að ábyrgjast kaupendurna,“ segir Guðmundur. „Ég hafði orð á þessu við Árna Reynisson vátryggingamiðlara og hann dreif sig til Belgíu og fékk um- boð fyrir NAMUR, sem er greiðslu- fallstryggingafélag. Við höfum verið í viðskiptum við það síðan. Þessi að- ili tryggir að við greiðslufall fáum við greidd 85% af reikningum sem ekki innheimtast. Þetta er ómetan- legt fyrir svona sjálfstætt starfandi sölumenn sjávarafurða, eins og mig.“ „Hryðjuverkamaður“ Þegar Guðmundur gerðist sjálf- stæður söluaðili réðu stóru sölusam- tökin SH, SÍF og ÍS lögum og lofum í sölu sjávarafurða. Framleiðendur skiptust í blokkir eftir sölusamtök- um. Guðmundur segir að sjálfstæðir sölumenn hafi verið litnir hornauga. „Við vorum álitnir hryðjuverka- menn og þetta talin skemmdar- verkastarfsemi. En það losnaði meir og meir um hömlurnar. Framleið- endur voru margir illa að sér um verð á vörunni. Þeir vissu hvernig átti að framleiða og raða vörunni á bretti. Nú er þetta búið og púðrið svolítið farið úr þessu. Bilið á milli framleiðanda og útflytjanda er alltaf að minnka – nánast horfið.“ Guðmundur segir að margir framleiðendur séu gramir út í um- boðssölumenn sem einnig eru fram- leiðendur. Hann hafi sjálfur verið gagnrýndur fyrir það. Þessir gagn- rýnendur átti sig ekki á því að hann sé á fiskmörkuðunum til að geta af- greitt pantanir. „Það versta sem kemur fyrir sölumann er að missa andlitið, og það gerist ef maður get- ur ekki afgreitt pöntun.“ Guðmundur segir að vissulega sé þægilegast að vera bara milliliður, en það hlutverk sé ekki metið að verðleikum. „Starf sölumannsins hefur alltaf verið vanmetið hjá Ís- lendingum. Sölumennirnir eru galdramennirnir sem breyta eggja- hvítuefninu í peninga. Það er ekkert dapurlegra en að liggja með heilan gám af óseljanlegum fiski. Við erum að landa fiskverðinu, vinnslukostn- aðinum, umbúðaverðinu og öðrum kostnaði. Varan er auðvitað einskis virði fyrr en búið er að breyta henni í peninga.“ Sérhæft fyrirtæki Guðmundur fæst eingöngu við sölu á frosnu sjávarfangi. Fljótlega eftir að hann byrjaði eigin rekstur var hann beðinn um að selja humar. Hann segist enn vera í humarvið- skiptum, selja heilan humar til Spánar en hala til Kanada og Sviss. Einnig selur hann frosin bolfiskflök og frosin þorskhrogn. Viðskiptavin- irnir eru í Frakklandi, Bretlandi, Svíþjóð, Spáni, Grikklandi, Krít, Japan, Kanada og Bandaríkjunum. Vörumerki G. Ingasonar erlendis er Iceland Prima. Guðmundur hefur reynt að halda sig við þær tegundir sem eru stöð- ugar. „Það eru allir að leita að stöð- ugleika og hann er það verðmætasta í þessu. Ég hef ekki trú á því að stórt sé gott, en stöðugleiki er góður. Æskilegast er að hafa stöðuga eft- irspurn og stöðugt framboð. Það er erfitt fyrir fyrirtæki að brynja sig gegn jafn stórum sveiflum og hafa verið í rækju, síld og loðnu og voru í hörpudiskinum. Það er hlutverk okkar sölumanna að tryggja fram- leiðendum stöðugar pantanir og kaupendum umbeðnar vörur. Allt snýst þetta um að geta útvegað það sem lofað er, geta skaffað. Ef þú getur það ekki ertu búinn að vera.“ Guðmundur segir mikinn mun á viðskiptatengslum eftir löndum. „Hjá Suður-Evrópumönnum ertu líkt og tekinn inn í fjölskylduna. Maður verður vinur og fulltrúi við- skiptavinanna. Það gegnir öðru með nærmarkaðina í Bretlandi, Frakk- landi og víðar. Þau sambönd eru óstöðugri og menn taka bara besta boði. Maður binst líka nokkuð traustum böndum við viðskiptavini í Bandaríkjunum.“ Eigin framleiðsla Til að tryggja vöruframboð hefur Guðmundur í auknum mæli farið að kaupa hráefni á fiskmörkuðum og fengið verktaka til að vinna vöruna gegn föstu gjaldi. Þannig eru tvö lítil frystihús í Reykjavík og Hafnarfirði sem vinna eingöngu fyrir hann. Guðmundur fer sjálfur á fiskmark- aðinn og kaupir hráefnið. Hann seg- ist heimsækja verktakana sem vinna fyrir hann á höfuðborgar- svæðinu að morgni hvers vinnudags. Þá skoðar hann framleiðsluna og gengur úr skugga um gæði hennar. „Þetta eru lítil sérhæfð frystihús með fáa starfsmenn. Svona er nýja kerfið í fiskvinnslunni,“ segir Guð- mundur. Hann er einnig með fisk- vinnslu í Hrísey þar sem unnu 10 starfsmenn í fyrra. Guðmundur seg- ir að fólkið í Hrísey sé mjög vant fiskvinnslu, það sé að verða fágætt að finna slíkt fólk í dag. Þess vegna sé þýðingarmikið að þetta fólk fái verkefni, til að nýta krafta þess og tryggja búsetu í eynni. Starfsemin er í húsi sem áður var áhaldahús hreppsins. Til að byrja með annaðist sjálfstæður verktaki þessa starf- semi en í dag er reksturinn í nafni Eyfisk/G. Ingasonar og stýrir Ómar Árnason vinnslunni í Hrísey. Þar var unnið úr 350 tonnum af hráefni í fyrra sem skiluðu 150 tonnum af frystum flökum og 30 tonnum af frystum hrognum. Hráefnið fékkst meðal annars úr Grímsey, frá Dal- vík og víðar. Guðmundur segir að þorskurinn sem veiðist á Grímseyj- arsvæðinu sé einstaklega góður, vöðvinn þéttur og fiskurinn því eft- irsóttur vegna gæðanna. Sjómenn- Morgunblaðið/GolliGuðmundur Ingason SÖLUMAÐUR MEÐ SJÓMANNSBLÓÐ  Guðmundur Ingason fæddist í Skerjafirði 1954 og ólst upp á Seltjarnarnesi til 11 ára aldurs er hann flutti í Kópavog. Einn- ig var hann á Ísafirði á sumrin. Hann varð stúdent frá MR 1974 og lauk BSc.-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1978. Með háskólanámi vann hann m.a. hjá Hafrannsóknastofnun og Framleiðslueftirliti sjávarafurða. Að loknu námi fór hann í fullt starf hjá Framleiðslueftirlitinu sem eftirlitsmaður og varð deildarstjóri hreinlætis- og búnaðardeildar 1980. Hann vann sem sjálfstæður eftirlitsmaður og síðan hjá Marbakka hf. áður en hann hóf eigin rekstur 1987. G. Ingason varð að hluta- félagi 1989. Auk G. Ingasonar hf. hefur Guðmundur stofnað nokkur fyrirtæki, Faxalón og Anglo-Iceland í Bretlandi. Einn- ig Freðfiskmarkað Íslands sem þróaðist í að verða markaður með freðfisk á Netinu. Guðmundur var einn af stofnendum Nýju skoðunarstofunnar og stjórnarformaður. Nýja skoð- unarstofan sameinaðist síðan Frumherja hf. Eiginkona Guð- mundar er Gyða Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn, Inga Hrafn 19 ára, Rannveigu Hildi 11 ára og Halldór Arnar 9 ára. eftir Guðna Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.