Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ S TEINAR Sigurjónsson (1928– 1992) hefur löngum verið bakatil í íslenskri bókmenntasögu. Um verk hans hefur lítið verið fjallað þrátt fyrir að þau megi teljast hafa talsverða sérstöðu í íslenskum bók- menntum. Steinar átti ríkan þátt í end- urnýjun frásagnarbókmennta hérlendis á sjötta og sjöunda áratugnum ásamt Thor Vilhjálmssyni, Guðbergi Bergssyni, Svövu Jakobsdóttur, Þorsteini frá Hamri og fleir- um en allt eru þetta höfundar sem eru öllu þekktari en Steinar og umskrifaðri. Kannski er síðasta skáldsaga Steinars, Kjallarinn (1991), táknræn um stöðu hans. Steinar var neðanjarðarskáld og það raunar í fleiri en einum skilningi. Sögur hans lýsa veruleika sem fæstir þekkja og hinir vilja helst ekki vita af. Þær lýsa til- gangsleysi og vonleysi, ástleysi og ham- ingjuleysi, angist og reiði, firringu og dauðaþrá. Í þeim er mikið sukk og svínarí sem endurspeglast gjörla í óhefðbundinni og að vissu leyti óagaðri beitingu tungu- máls. Myndmál er hrátt, kaldranalegt og storkandi, stundum eins og því hafi verið gramsað upp úr kjöllurum samfélagsins. Það kann að vera að Steinar hafi grafið sinn eigin bókmenntasögulega kjallara. Sög- ur hans hafa löngum þótt erfiðar aflestrar, eins og viðbrögð ritdómara hafa oft sannað, og þá ekki aðeins vegna (póst)módernísks ólæsileika, sem einnig fældi marga lesendur frá verkum Thors og Guðbergs og Svövu, heldur ekki síður vegna umfjöllunarefnis þeirra og harðneskjulegrar lífssýnar höf- undarins. Steinar var heldur ekki fjölmiðla- vænn en þau fáu viðtöl sem hann veitti eru til merkis um sterka bókmenntasögulega vitund hans. Það er hins vegar full ástæða til að hvetja til þess að verk Steinars verði rannsökuð í auknum mæli og færð inn í hina opinberu bókmenntasögu. Undirritaður veit til þess að Steinar skildi eftir sig tals- vert af frumsömdu efni og mikið af þýð- ingum sem til stendur að koma á framfæri. Fengur væri að slíkri útgáfu sem myndi vafalítið hleypa lífi í rannsóknir á verkum skáldsins. En það er ekki síður þörf á að endurútgefa eldri verk Steinars sem nú eru flest ófáanleg. Fyrstu skáldsögur Steinars frá því á sjötta og sjöunda áratugnum, sem stundum eru kenndar við „Skaga“, eru mik- ilvægur þáttur í því sem oftast hefur verið kallað móderníska uppbrotið í íslenskum frásagnarbókmenntum en tengist kannski frekar hræringum í erlendri skáldskap- arfræði sem síðar voru kenndar við póst- módernisma. Ein af þessum sögum Steinars er Blandað í svartan dauðann (útg. 1967) sem telja má eitt af merkilegri verkum þessa umbrotatíma í íslenskum bók- menntum. Blandað í svartan dauðann gerist áSkaga eins og Ástarsaga (útg.1958) og Hamingjuskipti (útg.1964), sjávarþorpi sem lesendur hafa í gegnum tíðina tengt Akranesi þar sem Steinar ólst upp að hluta, kvalinn af nístandi tilvistarhrolli og angist yfir ómildu umhverfinu. Í viðtali sem birtist í Morg- unblaðinu árið 1985 segir Steinar: „Það var ekkert grín að koma til Akraness í þá daga og það sonur skipstjóra! Ég fór ílla á taug- um og sálarlífið varð eitthvað flækjukennt. Komi fram húmor í því sem ég skrifa þá hef ég borgað hann með fjallþungri sálarángist. Ég hef kvalist líklega ekki ósvipað og Kafka, en einhvern veginn tekist að láta penna ljúga af mér hrollinn…“ Sagan lýsir lífi sjóara og kvenna þeirra. Þetta er sull og svínarí, drykkja, barsmíðar og andlegt ofbeldi, sori og slabb – mannlífs- sori; þetta er saga um „fólk með skólp í æð- unum“, eins og hún orðar það. Þetta er saga um hið lága og líkamlega sem endurspegl- ast í grótesku orðavali; svað, drulla og hroði eru algeng orð í mannlýsingum, einnig vömb, sviti og fýla. Sögurþáður er óljós. Sögunni vindur ekki fram með stórum atburðum, hún segir frá litlum atvikum úr hversdagslífi, þetta eru brotamyndir, brotabrot af mannlífinu svo vitnað sé til heitis smásagnasafns Steinars sem kom út 1968. Hún lýsir veröld í brotum eins og flestar sögur Steinars; hún lýsir broti eða litlum kima mannlífsins en líka uppbroti á mannlífi, broti gegn viðtekinni mynd okkar af mannlífinu, broti gegn við- teknum gildum og kannski viðtekinni heims- mynd. Hér gerist það sem við höldum að gerist ekki eða viljum ekki vita að gerist. Rekja má ákveðinn mótífískan þráð í gegnum bókina eftir sögu hjónanna Krist- jáns (Kidda kokks) og Láru. Þegar í upp- hafi sögu setur Kristján á langar ræður um framhjáhald Láru. Dregin er upp brota- kennd mynd af hamingjulausu sambandi þeirra þar sem Lára liggur „sveitt í gólfinu“ við að skrúbba milli þess sem hún sýður skötu í ólukkulegan barnaskarann og „gagnast“ kófdrukknum karlinum í land- legu. Inn í hjónabandsvandræðin blandast hinir og þessir karlar, einkum af bát Krist- jáns, og ákveðin hvörf verða í sögunni þeg- ar þau hjón skilja og Lára giftist Bergi, barnshafandi eftir eitt af viðhöldunum. Allt gerist þetta þvert á vilja Láru sem sagan sýnir sem algjört viðfang, ekki sjálfs sín ráðandi frekar en aðrar konur á Skaga. Staða konunnar er raunar eitt af meginum- fjöllunarefnum sögunnar. „Konur eru tros,“ segir í sögunni en textinn miðar að því að lýsa andlagsstöðu kvenna, þær eru „herrans gagn“, þær eru „hrygnur“ karlanna sinna og þær „bara flissa“ þegar karlarnir þröngva sér upp á þær; þær hafa belg og vömb, þær eru skítugar og sveittar og þykkar í augum karlanna en sjálfar sjá þær sig sem úttroðna heypoka, slappar og sveittar úr gólfinu, jússulegar. Þær eru bara konur og þurfa því ekki að tala, eins og Lára segir. Fyrst og fremst leitast sagan þó viðað fjalla um eða tjá ákveðnaheimsmynd með óbeinu samspiliatvika. Ástráður Eysteinsson seg- ir í grein sinni, „Í svartholi eða svanslíki. Heilabrot um tvær skáldsögur“ (Umbrot, 1999), að Steinar sé í andófi bæði gegn at- burðinum sem kjarnaeiningu epískrar frá- sagnar og gegn hinni dramatísku spennu. Hann bendir á að það séu í raun hin linnu- lausu samtöl sem bera uppi sögurnar, þetta endalausa mas og röfl sem persónur komast upp með í sögum Steinars. Steinar sagði í viðtali við Morgunblaðið árið 1991 um skáldsögu sína Kjallarann að ef eitthvað væri að þeirri bók þá væri það fyrst og fremst að það mætti vera miklu meira um hreint röfl eða uppfyllingarefni í dramatískum atriðum. „Mér finnst sjálfum,“ segir hann, „leiðinlegt að lesa leikrit, ein- mitt vegna dramans sjálfs.“ Og hann bætir við: „Ég kæri mig ekki um mikla atburði í sögum mínum. Látum sjónvarpið og óp- eruna um slíkt.“ Kjarninn í þessum linnulausu samtölum, sem eru yfirgnæfandi í texta Blandað í svartan dauðann, er annarleiki og nöturleiki tilverunnar. Ástráður segir samtölin eins og kvoðu sem fylli dagana, „kvoða tungumáls, hálfdauðra tilfinninga, óljósra minninga, dauðra hluta“. Oft er þetta fyllirísraus sem hefur ekkert viðfang, það flæðir út hömlulaust og mark- laust, hefur hvorki upphaf né endi, frekar en kannski sagan sjálf sem þarf á einhvers konar viðauka að halda til þess að geta end- að. Rausið endurspeglar vonleysi orðræð- unnar, vonleysi tungumálsins gagnvart veruleikanum og það er ef til vill annað meginumfjöllunarefni Steinars í bókinni. Í því og brotakenndri og annarlegri formgerð verksins má finna áveðna tengingu við frönsku nýsöguna, skáldsögur höfunda á borð við Alain Robbe-Grilled og Nathalie Sarraute frá sjötta áratugnum þar sem eig- indum hinnar hefðbundnu skáldsögu er hafnað og samband tungumáls og veruleika er rannsakað. Nýsögumenn töldu sig þurfa að brjótast út úr viðjum tungumálsins, hinn- ar hefðbundnu notkun tungumálsins til að nálgast raunveruleikann betur, – vegna þess að tungumálið er svo þrungið ríkjandi hug- myndafræði að það „vex á milli þín og þess sem lifir“, eins og Sarraute orðaði það. Eins og fyrirbærafræðingar töldu nýsögumenn að það væri ekki hægt að endurspegla heiminn nema sem skynmynd einstaklings. „Stundum verð ég afar glaður af skáld- skap,“ segir í sögu Steinars, „en hann er ekkert nema skríngi sem skoppa saman í hugmyndir, sögur, einfaldan stórfurðulegan skáldskap. Og hann blífur. Hann er það eina sem mér finnst nokkru máli skipta.“ Saga Steinars er eins konar skríngi af heiminum, líkt og nýsagan. Málbeiting hans er óöguð og stundum órökleg. Hún er nán- ast eins og ofbeldi gagnvart skynseminni. Setningaskipan er iðulega óljós og stundum leysist textinn upp í óröklegar málsgreinar og setningar sem hanga ekki saman milli greinamerkja, textinn fer á flot: „Það er glas upp. Upp mín sál veit ekki hverjum skrattanum maður gæti tekið. Upp á í myrkri ég veit ekki. …“ Þetta sama viðhorf til tungumálsins má finna í verkum Beat-skáldanna bandarísku frá sjötta og sjöunda áratugnum, svo sem Williams Burroughs. Sögur hans voru iðu- lega sundurlausar og klippistíll hans gerði það að verkum að textinn var á köflum til- viljunarkennd samsuða. Burroughs leit svo á að það þyrfti að yfirbuga orðin og fyr- irframgefna merkingu þeirra. Með því að klippa á þau taldi hann sig geta komist að raunveruleikanum á bak við orðin. Með svipuðum hætti reynir Steinar að komast upp á milli tungumálsins og veruleikans. En sá veruleiki sem við þó sjáum íBlandað í svartan dauðann erhrikalegur. Þetta er veruleikikjallaramenningarinnar. Sagan er bersögulli en áður hafði þekkst í íslenskum bókmenntum. Að því leyti á hún einnig ým- islegt skylt við sögur Beat-skáldanna sem voru uppreisnarkenndar, andmenning- arlegar, andfélagslegar, ósiðlegar, gróteskar og stundum svívirðilegar. Skáldskapur þeirra hefur verið skoðaður sem andóf gegn siðferðilegu raunsæi eftirstríðsáranna í bandarískum bókmenntum. Tepruskapur átti ekki upp á pallborðið. Fagurfræði Steinars er fagurfræði sköt- unnar og slorsins og fýlunnar og vamb- arinnar og belgsins og hórsins og svitans og skólpsins og átsins: „Lystin fyrir listina,“ segir hann, og „alls ekki hugsa.“ Annað hvort „skata eða bókmenntir“, það er um það tvennt að velja, að mati Steinars, að minnsta kosti fyrir Skaga-menn (og hér er skaginn auðvitað notaður í merkingunni nes, útnes menningarinnar og verður að skoðast í stærra samhengi en landsins eins). Í Blandað í svartan dauðann stillir Steinar þorparanum upp gegn borgaranum. Sá fyrr- nefndi hefur skötuna en sá síðarnefndi bók- menntirnar og það má vart á milli sjá hvor stendur betur. Í sögunni segir: „Þorparar hafa skötuna til að dafna af og lifa guð í sjálfum sér en borgarinn huggar sig við bókmenntir í þróttleysinu ...“ Upp úr kjallaranum Kannski er síðasta skáldsaga Steinars, Kjallar- inn (1991), táknræn um stöðu hans. Steinar var neðanjarðarskáld og það raunar í fleiri en ein- um skilningi. AF LISTUM Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.