Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 6
Leiðar- ljós eða refsinorn? TÖFRAMENN og spámenn, galdrakarlar og galdranornir hafa frá örófi alda reynt að segja fyrir um framtíðina og stjórna rás við- burða. Erfðafræðingar hafa nú gengið í lið með þeim sem reyna að spá. Þeir segja að ef vísindamönn- um takist að skilja genamengið og fyrirmælin sem þar er að finna muni þeir finna ráð við sjúkdómum í mönnum og geta sagt okkur hvað ráði arfbundnum eiginleikum okk- ar. Líftæknifyrirtæki hafa notað af- urðir rannsóknastarfs til að búa til raðgreiningartækni og gera kann- anir á arfberunum, öðru nafni gen- unum. Þau hanna genaprófanir til að finna og greina þá einstaklinga sem ekki eru með sjúkdómsein- kenni en hafa í sér erfðaeiginleika sem gera þá líklegri en aðra til að fá arfbundna sjúkdóma og algengari sjúkdóma eins og sumar tegundir krabbameins. Sumir vísindamenn eru reyndar vissir um að genaprófanir muni þegar fram líða stundir koma að gagni við að spá fyrir um hegðun og persónuleg einkenni – þ. á m. næmi fyrir geðsjúkdómum, samkyn- hneigð, fíkn, jafnvel sókn í áhættu, einnig óframfærni og trúhneigð. Þeir draga upp framtíðarmyndir og heita því að erfðafræðileg þekking muni auka getuna til að stjórna hegðun og kveða niður sjúkdóma. Genaprófanir eru mjög ólíkar öðrum læknisfræðilegum prófun- um. Hægt er að nota þær til að finna sjúkdómseinkenni í heil- brigðu fólki sem ekki hefur minnstu ástæðu til að halda að það sé í hættu. Þær veita mönnum upplýs- ingar um líkurnar á því að einstak- lingur fái sjúkdóm sem getur stung- ið upp kollinum í fjarlægri framtíð eða aldrei látið á sér kræla; þær veita okkur upplýsingar sem varða ekki eingöngu framtíð umrædds einstaklings heldur einnig ættingja hans. Þetta eru sumar af hættunum sem geta komið upp og margir hafa mikilla hagsmuna að gæta á þessu sviði. Sumir vona að upplýsingar með spásagnargildi geti skapað tæki- færi til að lækna. En jafnvel í þeim tilfellum er genaprófanir spá rétt fyrir um áhættuna getur farið svo að lítið eða ekkert gagn verði að þeirri þekkingu. Þrátt fyrir að mik- ið hafi verið um fyrirheit síðustu áratugina eru prófanirnar langt á undan getunni til að veita læknis- meðferð. Hins vegar geta erfða- fræðilegar líkur fyrir slæmum og ólæknandi sjúkdómi, þegar eitt sinn er búið að greina þær, strax valdið því að umræddum manni verði mis- munað og hann sæti útskúfun. Maður sem „hefur tilhneigingu“ til að fá krabbamein getur verið með líffræðilega eiginleika sem auka líkur á að hann fái krabbamein en ýmislegt mun hafa áhrif á það hvort hann raunverulega veikist. Í félagslegu samhengi er orðið „til- hneiging“ hins vegar oft túlkað þannig að hann sé með sjúkdóminn. Erfðafræðileg lágstétt Á öðrum sviðum en í heilbrigð- isgæslu getur farið svo að fólk í áhættuhópi verði álitið eiga skilið að hljóta sérstaka meðhöndlun, áð- ur en vitað er hvort það verður nokkurn tíma veikt. Séu menn með sjúkdómseinkenni í genunum geta þeir fengið stimpilinn „í hættu“ og verið taldir vanhæfir til að lifa venjulegu lífi. Erfðafræðilegir merkimiðar á fólk geta skapað lágstétt þeirra sem eru með gen er dæma þá til mis- mununar. Þetta veldur því að marg- ir sem vita að þeir eru hugsanlega í áhættuhópi vegna fjöskyldusög- unnar hafa valið að fara ekki í gena- prófun. Sem dæmi má nefna að 15% þeirra sem talið er að hætt sé við að fá Huntingdons-veiki fara ekki í prófun sem gæti tekið af allan vafa. Fólk sem veltir því fyrir sér að fara í genaprófun á því við erfiðar spurningar að glíma. Hvaða gagn er að erfðafræðilegum upplýsingum um sjúkdóm þegar ekki er hægt að veita neina meðferð við honum? Ætti heilbrigð kona sem reynist eiga á hættu að fá brjóstakrabba- mein að láta fjarlægja brjóstin með aðgerð? Ætti að segja börnunum og öðrum ættingjum sem einnig gætu verið í áhættuhópnum frá þessu? Hvaða áhrif hafa genaprófanir á áætlanir fólks um barneignir? Þeg- ar öllu er á botninn hvolft er einvörðungu hægt að útiloka áhættu sem byggist á arfbundnum eiginleikum með því að hafa stjórn á æxluninni. En ef menn ætla að velja gen með það í huga að losna við sjúkdóma eru þeir komnir í ná- munda við martröð mannakynbót- anna. Skjólstæðingurinn getur haft takmarkað eða ekkert gagn af genaprófuninni en aðrir geta haft mikil not af slíkum aðgerðum. Upp- lýsingar með spásagnargildi geta gert ýmsum aðilum kleift að draga úr útgjöldum eða auka hagnað sinn. Vaxandi útgjöld vegna heilbrigðis- mála og trygginga valda því til dæmis að tryggingafélög reyna að vinsa úr þá sem geta verið með „óarðbæra“ kvilla, þ. e. sjúkdóma sem valda því að skjólstæðingarnir geti krafist greiðslna frá fyrirtækj- unum þegar þeir veikjast. Þörfin fyrir hagnað hvetur vinnu- veitendur til að kosta genaprófanir fyrir starfsmennina til að komast að því hverjir geti afkastað mestu eða hverjir séu líklegir til að fá sjúkdóm sem gæti haft í för með sér háar bætur. Fyrirtæki sem framleiða eitruð efni vilja vita hvaða starfs- menn geti vegna erfðaeiginleika verið næmari en aðrir fyrir eitur- áhrifum. Skólar, bílafyrirtæki, ættleiðingarstofnanir, veðlánar- drottnar og skrásetningastofur líf- færagjafa geta öll haft gagn af upplýsingum um arfbundna eigin- leika. En fyrst og fremst eru það líf- tæknifyrirtækin, er geta hagnast á útbreiðslu prófananna, sem stuðla að því að þær ná stöðugt öflugri fót- festu. Unnið er að alls um 450 áætl- unum á sviði genaprófana í Banda- ríkjunum. Viðskiptahagsmunirnir aukast þegar unnt er að kanna hvort fólk er líklegt til að fá brjósta- krabbamein eða hjartakvilla; vænt- anlegur markaður á sviði þessara algengu sjúkdóma er geysistór. Í erfðafræðilegum spádómum fléttast saman vísindalegir mögu- leikar, fjárhagslegir hagsmunir og vonir og væntingar neytenda. Get- an til að segja fyrir um vaxandi fjölda flókinna og algengra sjúk- dóma ýtir undir prófanir en skapar einnig siðferðisleg vandamál. Hags- munir öflugra aðila af því að fá upp- lýsingar með spásagnargildi fyrir tilstuðlan genaprófa rekast á rétt- indi og hagsmuni einstaklingsins. Reyni menn að spá fyrir um líkurn- ar á ákveðinni hegðun (en ekki sjúkdómum) mun það aðeins gera árekstrana enn harðari. Genaprófanir gefa mönnum núna innsýn í líkur og veita ótraustar og ófullnægjandi upplýsingar. En jafnvel þótt þær yrðu betri hvernig ætti þá að nýta þær? Getum við komist hjá því að til verði erfða- fræðileg lágstétt? Ættum við að leita uppi aðferðir til að stunda „erfða- fræðilegir viðgerðir“ eða breyta genunum sem við látum börnum okkar í té? Getum við leyft okkur að taka upp stýringu á æxlun þegar við reynum að ná tökum á sjúkdómum? Slíkar spurningar munu verða æ meira á dagskránni er áhyggjur af arðsemi og nauðsyn þess að halda útgjöldum í skefjum fá töframenn nútímans til að reyna að skyggnast inn í framtíðina, meta hana og stjórna þróun hennar, nú á öld líf- tækninnar. Framfarirnar í lífvísindum og hætturnar við notkun genaprófana Reuters Bandaríska leikkonan Pamela Anderson skýrði frá því í fyrra að hún vildi eignast barn með sænsku fyrirsætunni Marcus Schenkenberg. Sagði hún það vera vegna þess að Schenkenberg væri með „góð gen“. © Project Syndicate. Höfundur er prófessor í lögum og félagsfræði við New York-háskóla. En ef menn ætla að velja gen með það í huga að losna við sjúkdóma eru þeir komnir í námunda við martröð mannakyn- bótanna. eftir Drothy Nelkin ERLENT 6 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÉTTARHALDINU í einu óhugn- anlegasta morðmáli Danmerkur hef- ur verið líkt við kvikmynd og við æði. Það hefur nú staðið í eina viku og hef- ur fjöldi fólks orðið frá að hverfa dag- lega þar sem réttarsalurinn er yfir- fullur. Allir vilja sjá hvernig maðurinn lítur út sem myrti hjákonu sína og tvo syni hennar og hlutaði lík- in í sundur. Hann baðar sig í sviðs- ljósinu og fjölmiðlar taka þátt í leikn- um af kappi, jafnt virðuleg morg- unblöð sem síðdegisblöð rekja réttar- haldið í smáatriðum. Sálfræðingar segja að mál Peters Lundin, en svo heitir hinn ákærði, minni óhugnanlega á þá hryllings- blöndnu hrifningu sem gæti meðal margra Bandaríkjamanna á þeim sem fremja alvarlega glæpi, glæpi, sem beri vott um hreina illmennsku. Málið er um margt einstakt og nær nokkur ár aftur í tímann. Myrti móður sína Peter Lundin er danskur en alinn upp í Bandaríkjunum. Fyrir tíu árum voru hann og faðir hans dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir að hafa myrt móður Lundins. Þar sem hann hafði verið dæmdur fyrir manndráp af gá- leysi og var danskur ríkisborgari var ákveðið að senda hann til Danmerkur árið 1999 og þar sem engar reglur voru til um slíka fangaflutninga, var hann látinn laus við komuna. Áður en þetta gerðist komust danskir fréttamenn á snoðir um mál- ið og var tekið frægt sjónvarpsviðtal við Lundin í bandarísku fangelsi, þar sem hann les upp ljóð eftir sjálfan sig, með hálft andlitið svartmálað. Í þættinum er honum lýst sem geð- sjúklingi, sem hafi firrt raunveru- leikaskyn og sé hættulegur. Fjöldi danskra kvenna heillaðist engu að síður af Lundin og hófu þær bréfaskriftir til hans. Þegar hann sneri aftur hafði hann samband við nokkrar og giftist einni þeirra. Ekki leið þó á löngu þar til Lundin fór að ókyrrast enda riðaði hjónabandið til falls vegna ofbeldis hans. Leitaði Lundin til nuddstúlkunnar Marianne Pedersen, sem var nýlega orðin ekkja, en hún átti tvo syni, 10 og 12 ára. Þau hófu ástarsamband sem stóð í rétt um ár þrátt fyrir að Lundin beitti Pedersen ítrekað ofbeldi. Í júní í fyrra hurfu Pedersen og synir hennar og er lögregla hóf rann- sókn málsins fundust blóðblettir og annað í húsi hennar sem þótti sanna að þau hefðu verð myrt. Bárust bönd- in þegar í stað að Lundin. Hann ját- aði fljótlega að hafa myrt þau og hlut- að líkin í sundur. Hann breytti framburði sínum ítrekað og lögregla segir hann ekki koma heim og saman við sönnunargögnin þótt hún efist ekki um að Lundin hafi myrt fjöl- skylduna. Líkin hafa ekki fundist. Samtök til höfuðs Lundin Réttarhaldinu yfir Lundin hefur ítrekað verið frestað, m.a. vegna þess að Lundin er talinn í lífshættu. Stofn- uð hafa verið samtökin „Drepum Peter Lundin“ auk þess sem all- nokkrir vinir og vandamenn Peder- sen hafa lýst því yfir að hann sé rétt- dræpur. Ekki eru þó allir á sama máli, því fjöldi fólks, einkum konur, allt frá unglingstúlkum og til eldri kvenna, hefur flykkst í dómshúsið þar sem réttað er yfir Lundin, til að berja „alvöruillmenni“ augum. Blöð og sjónvarpsstöðvar gera réttarhald- inu svo ítarleg skil að mörgum þykir nóg um. „Þetta er einna líkast því að dýragarðurinn blési í lúðra og til- kynnti að nú væri til sýnis afar hættuleg górilla. Hættan heillar fólk. Það vill komast nálægt en þó ekki svo nálægt að það sé í hættu,“ segir Flemming Balvig, prófessor í réttar- sálfræði, í samtali við Jyllands Post- en. Balvig segir að útlit Lundins skipti sköpum í málinu, því hann líti einfaldlega ekki út fyrir að vera hættulegur. Lundin mætir til réttar- ins með vel snyrt skegg, sítt hárið og daglega í nýjum fötum. „Hann á sér fortíð sem morðingi og það hefur áhrif. Auk þess býr hann yfir góðum hæfileika til að koma sjálfum sér á framfæri. Af- brotamenn sem iðrast og vilja láta sig hverfa vekja engan áhuga. Enda er Lundin alls ekki þannig. Líkir Balvig áhuga fólks, einkum kvenna, við það aðdráttarafl sem fjöldamorðingjar á borð við Charles Manson hafi, en honum berst fjöldi ástarbréfa, þrem- ur áratugum eftir afbrot sitt. Gríðarlegur áhugi í Danmörku á réttarhaldi yfir manni sem ákærður er fyrir þrefalt morð Vilja berja „alvöru- illmenni“ augum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.