Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fundur iðnríkjanna átta Umhverfismál og trúarbrögð UM SÍÐUSTU helgivar haldinn fundurumhverfisráð- herra iðnríkjanna átta í Trieste á Ítalíu. Í tengslum við þann fund var haldin ráðstefna þar sem voru fulltrúar helstu kirkju- deilda og trúarbragða í heiminum. Þá ráðstefnu sótti fyrir hönd Lútherska heimssambandsins séra Þorbjörn Hlynur Árnason, en hann á sæti í stjórn um- rædds sambands og er for- maður í stjórnarnefnd um mannréttindi og alþjóðleg málefni. „Á ráðstefnunni var fjallað um hugmynda- fræði og afstöðu trúar- bragða og kirkjudeilda til umhverfismála og þarna voru fulltrúar frá rétttrún- aðarkirkjunni, kaþólsku kirkjunni og ensku biskupakirkjunni – einn- ig múslimar og búddistar.“ – Hvað var efst á baugi í þessum umræðum? „Það skuggalega ástand sem ríkir í umhverfismálum nú um þessi aldamót. Við horfum fram á margvíslegan vanda, t.d. hvað varðar landeyðingu, eyðingu skóga, mengun hafsins, en kannski fyrst og fremst mengun loftsins með tilheyrandi gróðurhúsaáhrif- um. Ég lagði á það áherslu í minni framsögu að biblíulegur grunnur kristinnar guðfræði og siðfræði varðandi sköpunarverkið væri að við værum kölluð til þess að vera samverkamenn í sköpun Guðs og ættum að skila henni óspilltri til næstu kynslóða – ekki drottna yfir henni eins og gráðugir valdsherrar heldur frekar vera til þjónustu. Ég lagði líka áherslu á að umhverfis- mál tengdust mjög sterklega mannréttindum, félagslegum og efnahagslegum réttindum fólks og tók sem dæmi að ef fram heldur sem horfir varðandi hækkandi hitastig á jörðinni mun Afríka verða verst úti. En Afríkumenn hafa minnst lagt til mengunar. Í lok fundar trúarleiðtoganna komu umhverfisráðherrar iðnríkjanna átta og umhverfisstjóri Evrópu- sambandsins og þar fluttum við hver um sig skilaboð eða erindi frá stofnunum okkar eða kirkjudeild- um.“ – Hvers vegna var boðað til þessarar ráðstefnu? „Þetta var ákvörðun ítölsku rík- isstjórnarinnar og ítalska um- hverfisráðherrans, Willers Bord- on, sem einnig var gestgjafi. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að kirkjur og trúarbrögð hefðu gríðarlega mikið að segja varðandi þennan málaflokk. Þess vegna vildi hann hafa þessa ráðstefnu og vildi að umhverfisráðherrarnir heyrðu raddir okkar vegna þess að kirkj- urnar gegndu mjög miklu hlut- verki í að móta almenningsálitið og gætu haft margvísleg áhrif sem ríkisstjórnir gætu ekki haft. Í sama streng tók nýskipaður um- hverfisstjóri Bandaríkjanna, Christine Whitman.“ – Hverjar urðu nið- urstöður þessa ráð- herrafundar? „Segja má að þar hafi verið tekin mörg jákvæð skref og sérstaklega þá hvað varðar fram- kvæmd Kyoto-bókun- arinnar um takmörkun og losun úrgangsefna og meining- armunurinn milli Evrópuríkjanna annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar hefur minnkað. Willer Bordon lýsti því yfir í lok fundar að hann hefði fyrirfram haft áhyggj- ur af að þessi fundur gæti orðið eins og gröf fyrir þetta ferli því að ráðstefnan í Haag í fyrra fór gjör- samlega út um þúfur, en núna væru menn sammála um hvaða leiðir ætti að fara til þess að ná endanlegri útfærslu á framkvæmd Kyoto-bókunarinnar. Samt er enn margt óunnið. Í meginatriðum þokuðust þessi mál þó áfram á já- kvæðan hátt. Við hjá Lútherska heimssam- bandinu höfum löngum haldið því fram að jafnhliða umhverfisvernd þurfi að huga að jafnri skiptingu ávaxta jarðar, sem sagt efnahags- legu og félagslegu réttlæti. Við er- um ánægðir með að það er víða sterk hreyfing í þá átt. Eitt aðal- áhyggjuefni manna í dag er svo- kölluð hnattvæðing, að hún hafi neikvæð áhrif fyrir hina fátæku þannig að fjölþjóðafyrirtæki sem eru ekki bundin af neinum landa- mærum geti farið sínu fram til þess að skapa sér hámarksgróða. Sem dæmi má taka að fyrirtæki sem framleiðir íþróttabúnað sem seldur er á Vesturlöndum hefur 33 þúsund starfsmenn í Indónesíu. Þeir hafa samanlagt lægri laun en Michael Jordan fyrir að auglýsa vöruna. Varðandi stöðu umhverf- ismála og mannréttinda eru það oft og tíðum ekki viðkomandi rík- isstjórnir sem skapa vanda heldur alþjóðleg fyrirtæki og auðhringir.“ – Hvernig voru aðstæðurnar þarna? „Þær voru svolítið einkennileg- ar því miðborgin var girt af, 5.000 her- og lögreglumenn gættu þess gráir fyrir járnum að enginn kæmist inn á fundarsvæðið sem ekki átti að vera þar. Þarna voru mótmæli á laugar- deginum, um 2.000 manns komu, veifuðu spjöldum, héldu ræður, spiluðu háværa tón- list og skutu flugeldum inn á svæð- ið. Mér fannst þetta nokkuð skuggaleg upplifun en lögreglan hélt ró sinni og mótmælin koðnuðu niður og voru þannig að mestu friðsamleg.“ Þorbjörn Hlynur Árnason  Þorbjörn Hlynur Árnason fæddist 10. mars 1954 í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og kandidatsprófi frá Há- skóla Íslands 1980. Hann stund- aði framhaldsnám í trúfræði í Bandaríkjunum næstu tvö ár. Eftir það var hann skipaður prestur á Borg á Mýrum, hann starfaði sem biskupsritari frá árinu 1990 en tók aftur við prest- skap á Borg 1995 og var skip- aður prófastur í Borgarfjarðar- prófastsdæmi 1997. Hann er kvæntur Önnu Guðmundsdóttur, bókmenntafræðingi og kennara, og eiga þau tvo drengi. Lagði áherslu á að umhverf- ismál tengd- ust sterklega mannrétt- indum Þér megið ekki taka það svoleiðis, hr. Robertson, það er gin- og klaufaveikin, ekki táfýlan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.