Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 57
ÞAÐ var ekki amalegt að vera send-
ur á veitingahúsið Sommelier á dög-
unum, í þeim tilgangi að smakka á
því sem landsliðið okkar í elda-
mennsku hyggst beita í umræddri,
bráðkomandi keppni. Það var ekki
kjaftur í veitingasalnum er á staðinn
var komið, klukkan bara tvö og veit-
ingahúsið lokað. Inni í eldhúsi var
hins vegar heldur en ekki handa-
gangur í öskjunni, sex ungir menn
þeyttust þar hver um annan þveran
með einbeitingu logandi í augum.
Það er auðséð að þeir félagar ætla
síður en svo í einhverja lautarferð
þarna úti. Æfingar hafa verið stífar
undanfarið og það er greinilegt að
hér eru metnaðarfullir menn á ferð.
Landsliðið er annars skipað þeim
Alfreð Ómari Alfreðssyni (af veit-
ingahúsinu Sommelier), Bjarna
Gunnari Kristinssyni (frá Grillinu),
Einari Geirssyni (frá Sigga Hall á
Óðinsvéum), Ragnari Ómarssyni
(frá Hótel Holti), Karli Viggó Vigfús-
syni (frá Kökugalleríinu) og Gunn-
laugi Erni Valssyni (frá Mosfells-
bakaríi). Þetta landslið er það yngsta
sem Ísland hefur sent út til keppni
en svona skipað náði liðið frábærum
árangri á Ólympíuleikum mat-
reiðslumanna sem haldnir voru í
Þýskalandi síðasta haust, hlaut silf-
urverðlaun fyrir heitan mat en
bronsverðlaun fyrir kaldan. Liðs-
heildin er þétt og þess má geta að
þeir hyggjast einnig taka þátt í
heimsmeistarakeppninni að ári og
ætla svo aftur á Ólympíuleikana eftir
þrjú ár.
Þegar maður sér piltana gerir
maður sér grein fyrir því að kyn-
slóðaskipti eru að verða í matreiðslu-
geiranum. Það er nett „pönkaður“
andi yfir þessum strákum og þeir
eru ekkert að skafa utan af því, nema
þá kannski í matreiðslulegum skiln-
ingi. Fyrir stuttu kom t.d. út nýstár-
legt dagatal á vegum hópsins með
fjölda uppskrifta sem snúast um ís-
lenska lambakjötið en það er helsta
hráefni landsliðsins er það keppir á
erlendri grund.
Nýju fólki fylgja því ný viðmið, svo
mikið er víst. „Þorramatur er t.d.
síðasta sort í þeirra augum,“ segir
Einar Logi Vignisson, sérlegur að-
stoðarmaður liðsins.
Scot-Hot-keppnin fer annars fram
dagana 12.–16. mars í Glasgow og
því ekki handónýtt að birta lista yfir
sjálfa réttina sem farið verður með
út. Ummm...Vatn í munninn:
Forréttur: Kaldreyktur lax og
þorskur í brike á ætiþistlaterrine
með lakkrísrótarkjarna.
Aðalréttur: Marineraður lamba-
hryggvöðvi með villisveppum, gras-
kersmauki, fondantkartöflum og
lambaconfit í kryddhjúp ásamt
lambajus.
Eftirréttur: Súkkulaðimús, jarð-
arberja- og balsamicohlaup og jarða-
berjasorbet ásamt kakóbaunasírópi.
Íslendingar keppa á Scot-Hot-matreiðslukeppninni í Skotlandi
Bragðlaukar sex
Morgunblaðið/Golli
Landsliðið æfir sig: Allt á fullu í eldhúsi Sommelier.
Ljósmynd/Jón Páll Vilhelmsson
„Heimsyfirráð eða dauði!“ Íslenska kokkalandsliðið í fullum skrúða.
Landslið Klúbbs
matreiðslumeistara fer
til Skotlands á sunnu-
daginn og keppir þar í
Scot-Hot-keppninni.
Arnar Eggert Thor-
oddsen tók púlsinn hjá
strákunum og þáði veit-
ingar um leið.
FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR
Handsnyrtivörur frá = og Depend.
Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana.
Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem,
vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá
Frábært verð og frábær árangur.