Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 57 ÞAÐ var ekki amalegt að vera send- ur á veitingahúsið Sommelier á dög- unum, í þeim tilgangi að smakka á því sem landsliðið okkar í elda- mennsku hyggst beita í umræddri, bráðkomandi keppni. Það var ekki kjaftur í veitingasalnum er á staðinn var komið, klukkan bara tvö og veit- ingahúsið lokað. Inni í eldhúsi var hins vegar heldur en ekki handa- gangur í öskjunni, sex ungir menn þeyttust þar hver um annan þveran með einbeitingu logandi í augum. Það er auðséð að þeir félagar ætla síður en svo í einhverja lautarferð þarna úti. Æfingar hafa verið stífar undanfarið og það er greinilegt að hér eru metnaðarfullir menn á ferð. Landsliðið er annars skipað þeim Alfreð Ómari Alfreðssyni (af veit- ingahúsinu Sommelier), Bjarna Gunnari Kristinssyni (frá Grillinu), Einari Geirssyni (frá Sigga Hall á Óðinsvéum), Ragnari Ómarssyni (frá Hótel Holti), Karli Viggó Vigfús- syni (frá Kökugalleríinu) og Gunn- laugi Erni Valssyni (frá Mosfells- bakaríi). Þetta landslið er það yngsta sem Ísland hefur sent út til keppni en svona skipað náði liðið frábærum árangri á Ólympíuleikum mat- reiðslumanna sem haldnir voru í Þýskalandi síðasta haust, hlaut silf- urverðlaun fyrir heitan mat en bronsverðlaun fyrir kaldan. Liðs- heildin er þétt og þess má geta að þeir hyggjast einnig taka þátt í heimsmeistarakeppninni að ári og ætla svo aftur á Ólympíuleikana eftir þrjú ár. Þegar maður sér piltana gerir maður sér grein fyrir því að kyn- slóðaskipti eru að verða í matreiðslu- geiranum. Það er nett „pönkaður“ andi yfir þessum strákum og þeir eru ekkert að skafa utan af því, nema þá kannski í matreiðslulegum skiln- ingi. Fyrir stuttu kom t.d. út nýstár- legt dagatal á vegum hópsins með fjölda uppskrifta sem snúast um ís- lenska lambakjötið en það er helsta hráefni landsliðsins er það keppir á erlendri grund. Nýju fólki fylgja því ný viðmið, svo mikið er víst. „Þorramatur er t.d. síðasta sort í þeirra augum,“ segir Einar Logi Vignisson, sérlegur að- stoðarmaður liðsins. Scot-Hot-keppnin fer annars fram dagana 12.–16. mars í Glasgow og því ekki handónýtt að birta lista yfir sjálfa réttina sem farið verður með út. Ummm...Vatn í munninn: Forréttur: Kaldreyktur lax og þorskur í brike á ætiþistlaterrine með lakkrísrótarkjarna. Aðalréttur: Marineraður lamba- hryggvöðvi með villisveppum, gras- kersmauki, fondantkartöflum og lambaconfit í kryddhjúp ásamt lambajus. Eftirréttur: Súkkulaðimús, jarð- arberja- og balsamicohlaup og jarða- berjasorbet ásamt kakóbaunasírópi. Íslendingar keppa á Scot-Hot-matreiðslukeppninni í Skotlandi Bragðlaukar sex Morgunblaðið/Golli Landsliðið æfir sig: Allt á fullu í eldhúsi Sommelier. Ljósmynd/Jón Páll Vilhelmsson „Heimsyfirráð eða dauði!“ Íslenska kokkalandsliðið í fullum skrúða. Landslið Klúbbs matreiðslumeistara fer til Skotlands á sunnu- daginn og keppir þar í Scot-Hot-keppninni. Arnar Eggert Thor- oddsen tók púlsinn hjá strákunum og þáði veit- ingar um leið. FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.