Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.03.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 33 Reyndar kom fram að engin sýnileg merki væru um að Vítisenglar væru farnir að hreiðra um sig hérlendis, en engu að síður væru vísbendingar nægjanlegar til þess að ástæða væri til að vera vel á verði. Því til stuðnings hefur verið bent á að danska lögreglan fann fyrir nokkrum árum gögn við húsleit hjá Vítisenglum í Hróarskeldu þar sem kæmi fram að Vítisenglar litu á Ísland sem yfirráðasvæði sitt. Þótt erfitt sé að fullyrða um það hvort vændi sé útbreitt á Íslandi eru ýmsar vísbendingar. Þannig greindi Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra frá því á fundi um kynlífsþrælkun, sem jafnréttisráð hélt á liðnu ári, að sér hefðu borist ábendingar frá ræðismanni Austur-Evrópuríkis hér á landi um að konur frá Austur-Evrópu, sem stundað hefðu nektardans, hefðu leitað til hans og kvartað yfir því að þær hfeðu verið blekktar. „Þær kvarta undan því að hafa verið beittar blekkingum er þær komu til starfa á veitinga- stöðum hér á landi og nefna vændi í því sambandi þótt slík tilvik séu ekki sönnuð,“ sagði Sólveig, en ítrekaði þó að ekkert væri hægt að fullyrða um að mansal eða kynlífsþrælkun ætti sér stað hér á landi. „Við getum ekki, þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð, litið fram hjá því að skipulögð glæpa- starfsemi á sér engin landamæri og verðum að taka fullan þátt í alþjóðlegum aðgerðum til að uppræta þetta vandamál.“ Þessi mál voru til umræðu þegar mannréttindi kvenna voru rædd á Alþingi í tilefni alþjóðabar- áttudags kvenna á fimmtudag og sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar- innar og málshefjandi, þá að kynlífsþrælkun og mansal væri komið hingað til lands hvort sem fólki líkaði það betur eða verr. Árlega eru tvær milljónir barna þving- aðar út í vændi, flest í Asíu Vandamál þetta er síður en svo einskorð- að við Evrópu. Við SAIS, alþjóðastjórn- máladeild Johns Hopkins-háskóla í Washington, er nú unnið að fimm ára verkefni um að safna og dreifa upplýsingum um löggjöf til verndar konum og börnum frá kynferðislegri misnotkun jafnt í einstökum lönd- um sem á alþjóðlegum vettvangi. Á heimasíðu verkefnisins kemur fram að árlega séu tvær milljónir barna þvingaðar út í vændi, flest í Asíu, mexíkönsk börn eru seld í bandarísk vændishús og tæplega 200 þúsund börn frá Nepal, mörg undir 14 ára aldri, séu kynlífsþrælar á Indlandi. Þá snýst nútímaþrælahald ekki aðeins um kynlífsþrælkun. Í mörgum ríkjum þriðja heims- ins er börnum þrælað út og fá þau aðeins smá- aura að launum. Á bak við varning, sem seldur er undir heimsþekktum vörumerkjum á nægta- borði Vesturlanda, getur hæglega legið þrælk- unarvinna barna, sem búa við skelfilegan aðbún- að og munu aldrei bera þess bætur. Þá var í vikunni birt skýrsla um aðbúnað sjó- manna á kaupskipaflotum og kemur þar í ljós að þrælahald viðgengst á heimshöfunum. Í Morg- unblaðinu á fimmtudag var greint frá því að ör- yggisreglur væru brotnar á 10 til 15% allra kaup- skipa á heimshöfunum. Sjómenn frá þriðja heims löndum á borð við Indónesíu og Filippseyjar verða að vinna mun lengur en reglur mæla fyrir um, oft er kaupið ekki greitt, fæðið skorið við nögl og skipverjar barðir og þeim nauðgað. Verstur er aðbúnaðurinn sagður vera á úthafs- veiðiskipum, sem sjaldan koma í höfn. Peter Morris, höfundur skýrslunnar, segir að fyrir mörg þúsund sjómenn sé lífið á hafinu nútíma- þrælahald og vinnustaður þeirra þrælaskip. Í Indónesíu og á Filippseyjum séu atvinnutæki- færi fá og laun lág þannig að menn séu berskjald- aðir fyrir fantaskap ráðamanna útgerðanna. Morris hvetur til þess að útgerðir kaupskipa og viðskiptavinir þeirra taki höndum saman um að útrýma þrælahaldi. Ástæðan fyrir því að það við- gengist væri hins vegar sú að fyrirtæki leituðu að ódýrasta kostinum til að flytja fyrir sig farm. Segir Morris að ein leið til að binda enda á þessa meðferð á sjómönnum sé að nafngreina þá, sem hagnast á þessum vinnubrögðum, og varpa ljósi á skammarlega hegðun þeirra. Þá hafa glæpahringir ekki síður séð gróðaleið í því einfaldlega að smygla fólki frá fátækum ríkj- um til Vesturlanda. Talið er að smygl af þessu tagi velti sjö milljörðum dollara eða tæpum 600 milljörðum króna á ári. Í þeim efnum eru kín- verskir glæpaflokkar atkvæðamiklir. Þeir taka allt að 2,5 milljónum króna fyrir manninn. Slík upphæð er stjarnfræðileg fyrir kínverskan bónda, sem rétt nær að skrapa saman nokkur þúsund krónum á ári, en smyglararnir draga fram myndir af hamingjusömum kínverskum fjölskyldum fyrir framan glæst einbýlishús og telja fólkinu trú um að í vestrinu bíði gnótt auð- æfa. Margra bíður síðan ferðalag, sem getur tek- ið hálft ár eða meira. Á leiðinni er fólkinu komið fyrir á pöllum flutningabíla og í þröngum geymslum og oft ræna glæpagengi farmi hvert frá öðru bæði til að koma óorði á keppinautana og auka markaðshlutdeild sína heima fyrir. Þeirra, sem komast á leiðarenda, bíða oft verri örlög. Algengt er að viðkomandi séu teknir í gísl- ingu og hótað að þeir verið myrtir ef fjölskyldan greiðir ekki lausnargjald. Breska lögreglan hef- ur undanfarið flett ofan af málum af þessu tagi og leyst úr haldi fólk, sem haldið hafði verið, pyntað, svelt og misþyrmt. Nútímaþrælahald og smygl á fólki á vissulega rætur í þeim ríkjum, sem fórnarlömbin koma frá, sérstaklega þegar aðstæður og lífsskilyrði eru þannig að ekkert blasir við nema vonleysi og öm- urleiki. Þar með er hins vegar síður en svo hægt að horfa fram hjá ábyrgð Vesturlanda. Kynlífs- þrælkun og svimandi hagnaður af mansali við- gengist ekki án eftirspurnar í vestrinu. For- sprakkarnir myndu ekki leggja smygl á fólki og þrælahald fyrir sig nema gróðinn væri fyrir hendi því tæplega er um hugsjónastarf að ræða. Það er hins vegar erfiðara að leggja línur um það hvernig eigi að bregðast við vandanum. Hér að ofan var drepið á löggjöf frá því í fyrra um refs- ingar við því að kaupa kynlíf í Svíþjóð og fullyrð- ingar um árangur þar. Hins vegar er hæpið að slík löggjöf hafi á svo stuttum tíma þau áhrif að vændi dragist saman um 70% og hlýtur að mega álykta að starfsemi, sem áður var sýnileg, sé nú stunduð neðanjarðar. En burtséð frá því hvort löggjöf af þessu tagi er líkleg til að ná markmiði sínu er ljóst að mitt í allri velmeguninni megum við ekki ana áfram með lokuð augun á meðan for- hertir glæpaforingjar maka krókinn á ömurleg- um aðstæðum í ríkjum þar sem fólk er tilbúið að grípa til örþrifaráða vegna fátæktar og atvinnu- leysis. Það má ekki gleyma því að hér er verið að tala um óverjandi örlög einstaklinga, sem eiga sér vonir, óskir og drauma, en aldrei hafa átt þess kost að vera metnir að verðleikum. Við er- um á villigötum þegar farið er að flokka fólk með Biro-pennum og skóreimum. Morgunblaðið/ÁsdísVið Selásskóla. Það má ekki gleyma því að hér er verið að tala um óverjandi örlög einstaklinga, sem eiga sér vonir, óskir og drauma, en aldrei hafa átt þess kost að vera metnir að verðleikum. Við erum á villigötum þegar farið er að flokka fólk með Biro-pennum og skóreimum. Laugardagur 10. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.